Morgunblaðið - 07.07.1976, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1976
María Olafsdóttir
fulltrúi—Minning
Fyrir hart nær einni öld fluttist
til Hafnarfjarðar norðan úr
Húnavatnssýslu ungur bóndi aó
nafni Böðvar Böðvarsson. Böðvar
faðir hans, prófastur á Melstað í
Miðfirði, var sonur síra Þorvaldar
Böðvarssonar, sálmaskálds og
prófasts í Hoiti undir Eyjafjöll-
um, en frá honum er mikiil ætt-
bogi kominn. Hálfbróðir Böðvars,
sira Þórarinn Böðvarsson, hafði
fengið Garða á Álftanesi 1868 og
gerðist sem kunnugt er mikill for-
ystumaður hér um slóðir, prófast-
ur, alþingismaður, og siðast en
ekki sízt, mikill forystumaður á
sviði menningarmála. Er Flens-
borgarskóli óbrotgjarn minnis-
varði prófastshjónanna i Görðum.
Eflaust hafa áhrif síra Þórarins
orðið til þess, að Böðvar bróðir
hans tekur sig upp og flyzt búferl-
um til Hafnarfjarðar með siðari
konu sinni, Kristínu Ólafsdóttur,
dómkirkjuprests Pálssonar, en
fyrri konu sína, Guðrúnu Guð-
mundsdóttur, prófasts á Melstað
Vigfússonar, hafði Böðvar misst
frá þremur ungum börnum.
Þegar Böðvar Böðvarsson flutt-
ist til Hafnarfjarðar, voru börn
hans orðin 5, en barnahópurinn
stækkaði, og af 15 börnum
Böðvars komust 11 til fullorðins-
ára.
A þeim tíma, sem Böðvar kem-
ur til Hafnarfjarðar og gerist veit-
ingamaður og síðar kennari,
var byggðarlagið ekki fjöl-
mennt. Það var því ekki óeðlilegt,
að svo stór fjölskylda setti fljótt
svip á staðinn og ætti eftir, þegar
fram líðu stundír, að koma víða
við. Sú varð og raunin á. Flest
þeirra Böðvarssystkina, og ætt-
menni þeirra, hafa verið búsett í
Hafnarfirði og nágrenni, og mörg
þeirra komið þar mjög við sögu.
I dag er kvödd sonardóttir
Böðvars Böðvarssonar, Maria
Elisabet Ólafsdóttir, Böðvarsson-
ar sparisjóðsstjóra, og konu hans,
Ingileifar Sigurðardóttur Bach-
manns kaupmanns á Patreksfirði,
en María lézt hinn 28. júní s.l.
María var fædd í Hafnarfirði 2.
nóvember 1905 og var einkabarn
foreldra sinna, en tvo frændur
hennar, Knút Jónsson og Jón
Lárusson, fóstruðu þau Ingileif
og Ólafur.
Sem barn var María ekki heilsu-
hraust og hafði það áhrif á skóla-
göngu hennar, sem mest var því
heimanám, en síðar stundaði hún
nám við Kvennaskólann í Reykja-
vík.
Þegar María hafði náð heilsu,
stundaði hún verzlunarrekstur
um tima, ásamt frændkonum sín-
um, en 1937 hóf hún störf hjá
Sparisjóði Hafnarfjarðar, og þar
starfaði hún á meðan kraftar
entust.
Ólafur, faðir Maríu, tók við for-
stöðu Sparisjóðs Hafnarfjarðar
1929, þá rúmlega fimmtugur að
aldri. Gegndi hann starfi spari-
sjóðsstjóra til áttræðisaldurs, og
átti veigamikinn þátt í vexti og
viðgangi sparisjóðsins. Hann naut
alla tíð góðrar aðstoðar Maríu
dóttur sinnar, ekki hvað sízt þeg-
ar halla tók undir fæti, aldurinn
fór að segja til sín og sjónin að
hverfa, enda hafði verið mjög ná-
ið með Maríu og foreldrum henn-
ar alla tið.
í nærri fjóra áratugi starfaði
María í Sparisjóði Hafnarfjarðar
og innti þar af hendi ómetanlegt
starf fyrir stofnunina, ósérhlífin
og samvizkusöm, en samtímis af-
burða skilningsrík á málefni við-
skiptamanna sjóðsins. Sá mikli
fjöldi Hafnfirðinga, sem átt hefur
viðskipti við Sparisjóð Hafnar-
fjarðar, kynntist Maríu og hennar
góðu eiginleikum, og til hennar
var leitað með smátt og stórt, og
henni treyst til þess að finna
beztu lausn á aðsteðjandi vanda-
málum.
Það er rétt, sem sameiginlegur
vinur okkar Maríu sagði: ,,Hún
Maja var með þekktustu persón-
um í Hafnarfirði um langt skeið."
Þegar ég hóf störf í Sparisjóði
Hafnarfjarðar 1958, naut ég til-
+
Maðurinn minn
KRISTJÁN HALLDÓRSSON, kennari
frá Patreksfirði,
Laufásveg 36, Reykjavik,
varð bráðkvaddur þann 5. júlí
Fyrir hönd fjölskyldunnar
Jóhanna Ólafsdóttir
t
ÁGÚST JÓNSSON
fyrrverandi yfirvélstjóri,
Hraunbæ 1 32
andaðist að morgni 5 |úlí á Landspltalanum
Katrín Helga Agústsdóttir
Haukur Ágústsson
Hilda-Torfadóttir
Stefðn Halldórsson.
Útför
t
HELGU GUÐJÓNSDÓTTUR,
Austurbrún 6,
fer fram frá Fossvogskirk/u, fimmtudaginn 8 /úli kl 3
Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna,
Alma Einarsdóttir,
Hjörtur Guðmundsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
ELISEUSAR JÓNSSONAR
Mánabraut 6.
Sigrún Eliseusdóttir Hörður Jónasson
Ruth Sigurhannesdóttir Sigurður Bjarnason
Sigurbjörg Sigurhannesdóttir Sigurbjorn Bjarnason
Þórunn S. Taylor Raymond R. Taylor
Eirika Sigurhannesdóttir
_________________ og barnaböm.____________________________
sagnar fyrirrennara míns, Ólafs,
um nokkurt skeið, og ómetanlegr-
ar aðstoðar Mariu allan þann
tíma, sem ég var starfsmaður
Sparisjóðsins.
Þegar ég svo vegna ahnarra
starfa var fjarverandi úr spari-
sjóðnum, var hún hinn trausti og
ósérhlifni starfsmaður á staðnum,
og henni treysti ég til umsjónar
og ákvarðanatöku í minni fjar-
veru.
María Ólafsdóttir var sérstæður
persónuleiki, um það deila ekki
þeir fjölmörgu, sem hana þekktu.
Hún hafði ánægju af góðum fé-
lagsskap og lét sig fjölmörg mál
efni skipta, andleg og veraldleg.
Hún var í hópi stofnenda Vorboð-
ans, félags Sjálfstæðiskvenna i
Hafnarfirði, i stjórn þar um ára-
tuga skeið, og innti þar af hendi
mikið starf, sem nú er þakkað.
Fríkirkjan var hennar, og lét hún
sér mjög annt um hana alla tíð og
veitti þar þann stuðning, sem hún
bezt gat, sem mér er kunnugt um
að var mikils metinn.
Hábær er þáð hús nefnt, sem
Ólafur Böðvarsson og fjölskylda
hans bjó í, og stendur það við
Skúlaskeið. Skömmu fyrir andlát
sitt hvatti Ólafur til þess, að húsið
yrði selt og íbúð keypt við Sunnu-
veg. Með því móti tryggði hann
nærveru Maríu við skyldfólk
hennar, þegar hann væri horfinn.
Vissulega reyndist henni þessi
ráðstöfun heilladrjúg, því frænd-
fólk hennar og vinir, sem hún mat
mikils, gættu hennar og fylgdust
með henni ævikvöldið á enda.
Þegar ég með þessum línum
minnist vinkonu minnar, Maríu,
og flyt henni kveðjur og þakkir
mínar og fjölskyldu minnar, veit
ég að undir það tekur hinn stóri
hópur frændfólks og vina og
reyndar fjöldi Hafnfirðinga, og
þá ekki sízt stofnunin, sem hún
helgaði alla starfskrafta sfna,
Sparisjóður Hafnarfjarðar.
Guð blessi minningu Maríu E.
Ólafsdóttur.
Matthfas A. Mathiesen.
María Ólafsdóttir starfsstúlka í
Sparisjóði Hafnarfjarðar var
meðal fyrstu Hafnfirðinganna,
sem ég kynntist, þegar ég kom í
bæinn. Ekki reiknaði ég með því
þá, að við hjónin, þegar við
stofnuðum heimili, myndum
byrja okkar búskap undir sama
þaki og hún, en sú varð raunin,
því fyrstu búskaparárin leigðum
við íbúð hjá foreldrum hennar,
Ingileif Sigurðardóttur og Ólafi
Böðvarssyni að Skúlaskeiði 3.
Fjölskyldan öll var okkur mjög
elskuleg og hjálpleg og tókst strax
með okkur sú vinátta, sem ekki
rofnaði fyrr en dauðinn tók í
taumana. En hans vald nær ekki
til að rjúfa góða minningu né
breyta góðri handleiðslu og hlý-
hug farins vegar. Þar ljómar enn
birta horfinna samferðarmanna.
María hlaut gott uppeldi. Hún
var greind vel og fróð um marga
hluti enda fylgdist hún vel með og
las margt góðra bóka. Einkum var
henni hugleikið allt, sem að
manninum sjálfum sneri. Hún
kunni góð skil á ættum fólks og
þótt maður þekkti ekki þann, sem
um var rætt, þá var hún innan
stundar búin að rekja ættir hans
og innan þess hrings var oft ein-
hver, sem maður kunni deili á eða
þekkti.
Skoðanir Maríu voru fastmótað-
ar og ákveðnar. Hún mat mikils
orðheldni og áreiðanleik, dreng-
lyndi og dug. Hún var ávallt heil i
starfi og vildi skila þvf fullunnu.
Regla var á hverjum hlut. Hún
fylgdi Sjálfstæðisflokknum að
málum og var m.a. i stjórn Sjálf-
stæðiskvennafélagsins Vorboðinn
um langt árabil. Kirkju sinni,
Fríkirkjunni, unni hún mjög og
vildi hag hennar og velferð sem
mesta. Henni þótti vænt um sam-
ferðarfólk sitt. Fylgist vel með
högum þess, dáðist að dugnaði
ungs fólks og harmaði er fólk
lenti í erfiðleikum eða ógæfu. Og
hún var þeim mjög þakklát, sem á
einn eða annan hátt létu sér annt
um hana. Á þvi þurfti hún að
halda i veikindum sínum síðustu
árin. Henni þótti vænt um
foreldra sína og ávallt bjó hún hjá
þeim meðan bæði lifðu.
Við erum mörg, sem þekktum
Maju í Sparisjóðnum, misjafnlega
náið en öil að góðu. Það fylgja
henni þvi margar hlýjar kveðjur,
þakkir og góóar bænir að leiðar-
lokum.
Góð kona er kvödd. Blessuð sé
minning hennar.
Páll V. Daníelsson.
Minningarorð:
Halldór Ásgeirs-
son fv. kjötbúð-
ar- og sölustjóri
Hinn 18, júní sl. andaðist Hall-
dór Ásgeirsson fv. kjötbúðar- og
sölustjóri hjá Kaupfélagi Eyfirð-
inga. Halldór hafði hin siðustu ár
átt við mikla vanheilsu að striða.
Hann var jarðsunginn frá Akur-
eyrarkirkju hinn 25. þ.m.
Þeim fækkar nú óðum full-
trúum eldri kynslóðarinnar á Ak-
ureyri, sem á sínum tima settu
sérstakan svip á bæjarlífið, en
Halldór Ásgeirsson var einkenn-
andi fulltrúi sins tíma. Halldór
var fæddur 5. ágúst árið 1893 í
Dagverðartungu í Hörgárdal.
Hann fluttist ungur til Akureyrar
og þar var starfsvettvangur hans
alla tíð uns yfir' lauk. Halldór hóf
ungur starf hjá Kaupfélagi Ey-
firðinga, sem aðstoðarmaður i
kjötbúð félagsins, síðar sem kjöt-
búðarstjóri, og sinnti hann því
starfi lengstan hluta starfsæfi
sinnar, en síðustu starfsárin vann
hann sem sölustjóri verksmiðja
Kaupfélags Eyfirðinga. Halldór
mun hafa átt einna lengstan
starfsferil af starfsmönnum
Kaupf. Eyfirðinga, eða um eða
yfir 50 ár. Halldór var dyggur og
traustur starfsmaður, sérstaklega
vel látinn af yfirboðurum sinum
og öllu samstarfsfólki. Halldór
+
Móðir okkar,
JÓNÍNA
GUÐMUNDSDÓTTIR,
frá Viðey
lézt að heimili sinu, Laugarnes-
vegi 61,4.7
Jarðarförin auglýst síðar
Fyrir hönd barna og tengda-
barna.
Guðmundur R. Magnússon.
var einlægur samvinnumaður og
naut óskoraðs trausts félags-
manna KEA svo og annarra við-
skiptamanna sem hann átti sam-
skipti við. Sérstaklega er mér
minnisstætt hve vinsæll hann var
hjá öllum brytum á farþega- og
flutningaskipum sem hingað
komu, svo og matsveinum og öðr-
um forráðamönnum fiskiskipa-
flotans, en stundum hér áður
fyrr, var oft ákaflega erilssamt i
kringum Halldór þegar hann var
kjötbúðarstjóri, sérstaklega þegar
að sildarvertíðin stóð sem hæst.
Það var ekki alltaf umsvifamest
eða mesta fyrirhöfnin, við að af-
greiða vörurnar sem fengust í
kjötbúðinni hjá Halldóri, heldur
þurfti hann að snúast út og suður
um allan bæ og jafnvel lengra til
þess að útvega hitt og þetta, sem
sett hafði verið á pöntunarlist-
ann, sem i þá daga var oftast
sendur gegnum talstöð skipanna.
En það var sama, hvort heldur var
að nóttu eða degi, hjá Halldóri
komst það eitt að, að reyna að
leysa fljótt og vel úr þeim vand-
kvæðum sem að bar hverju sinni,
og það var oft með ólíkindum hve
vel honum tókst i þeim efnum. Ég
fylgdist vel með flotanum í þá
daga og var vel kunnugur þessum
málum, og maður fann það best í
vertiðarlokin, hve margir það
voru sem áttu Halldóri þakkar-
skuld að gjalda, og hve hlýjan hug
menn báru til hans.
Atvikin höguðu því þannig, að
ég kynntist ungur Halldóri Ás-
geirssyni og þó nokkur aldurs-
munur væri milli okkar, uróum
við miklir vinir og nánir félagar. í
mínum kunningjahópi var Hall-
dór eins konar Nestor hópsins,
og einhvern veginn var það svo,
að okkur strákunum sem vor-
um þó töluvert yngri en hann.
fannst selskapið eiginlega
ekki alveg fullkomið nema að
Halldór væri með. Halldór var
gæddur einstakri kímnigáfu
og gat verið mjög spaug-
samur. Hann hafði frábæra
frásagnarhæfileika og það var
hrein unun að vera í félagsskap
hans þegar sá gállinn var á hon-
um. Honum virtist svo létt að
finna björtu hliðarnar á lífinu og
ef eitthvað bar i móti var hann
uppörfandi og úrræðagóður. Þess
vegna var svo gott að leita til
Halldórs ef eitthvað bjátaði á og
maður fór aldrei vonsvikinn af
hans fundi. Enda voru þeir marg-
ir sem um árin lögðu leið sína til
Halldórs Ásgeirssonar, þegar
vandræði steðjuðu að, og ótöldum
veitti hann margvíslega hjálp og
aðstoð. Af mínum .kynnum við
hann, fann ég að Halldóri ieið
sjaldan betur en ef hann hafði
getað orðið einhverjum að liði,
eða gert einhverjum greiða.
Nú er þessi aldni góði vinur
minn genginn á vit feðra sinna.
Hin siðustu ár átti hann við van-
heilsu að striða og eilin var hon-
um erfið. Undir slíkum kringum-
stæðum er dauðinn hin mesta
líkn, og ég er ekki í nokkrum vafa
um, að hinum megin bíða Hall-
dórs margir vinir í varpa.
Ég kveð þennan látna heiðurs-
mann með angurværum huga. Ég
er forsjóninni þakklátur fyrir að
hafa átt hann sem vin og félaga.
Eftirlifandi eiginkonu hans og
öðrum ástvinum votta ég einlæga
samúð og bið þeim blessunar.
Jón G. Sólnes.