Morgunblaðið - 07.07.1976, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JULÍ 1976
27
Minning:
Arnór Stefánsson
ógleymdum afa og ömmum við
svo skyndilegt fráfall. Því hvað er
sviplegra en standa fyrirvaralaust
við dánarbeð yndislegs sonar,
bróður og barnabarns og ástríks
frænda? Hve erfitt slíkt er veit sá
einn er reynir.
Ég veit að söknuður vina minna
er mikill, en við eigum þá huggun
að kveðja hér góðan dreng sem
alls staðar skildi eftir sig góðar
minningar.
Allra framtíð er óráðin og við
þökkum fyrir að hafa fengið að
njóta samvista við Arnór og biðj-
um honum blessunar á nýjum
vegum í faðmi Drottins.
Við hjónin sendum innilegar
samúðarkveðjur heim í Reyni-
hvamm 7, heim að Þverá og til afa
og ömmu í Hveragerði og Tómas-
arhaga og til annarra ættingja.
Drottinn minn, huggaðu þá sem
hryggðin slær.
Kári Arnórsson.
Hér er verið að koma fyrir steinsteyptum loftbitum í íþróttahúsi Selfyssinga.
mesti efnis piltur, sem þeir er til
þekktu væntu sér mikils af.
Arnór hafði dvalist hjá frænd-
fólki sinu að Þverá í Fnjóskadal
hvert sumar frá sjö ára aldri.
Hann hafói tekið miklu ástfóstri
við staðinn. Hann var hændur að
skepnum og naut dvalarinnar á
Þverá, enda hef ég það fyrir satt
að hann hafi verið uppáhalds
frændi i miklu dálæti. Það er því
mikill harmur kveðinn að frænd-
fólkinu þar við þetta hörmulega
slys og söknuður þess mikill, en
jafnframt er þakkiæti fyrir þau
sumur er þau fengu að njóta
hans.
Fæddur 20. mars 1961.
Dáinn 29. júní 1976.
Það syrti snögglega að. Mér
barst sú harmafregn, að Arnór
Stefánsson hefði látist af slysför-
um siðla dags 29. júní. Svipur
þessa dags var mér þungbúinn.
Unglingur í fullum blóma er
skyndilega hrifinn burt, burt úr
systkinahópi, frá foreldrum og
frændum. Það er örðug reynsla.
Arnór, sem kvaddur var hinstu
kveðju 5. júlí, virtist hafa allt til
að bera, sem mannsefni prýðir.
Hann var gæddur miklum næm-
ieika, enda mjög létt um alit nám.
Hann var geðprúður í besta lagi
og yfirlætislaus, hægur í fram-
komu en bjó yfir farsælum metn-
aði. Hann var í fáum orðum sagt
Þeir sem Guðirnir elska deyja
ungir.
Hann Arnór er horfinn.
Það er erfitt að trúa þvf að Nóri
eins og við kölluðum hann,
bekkjarbróðir okkar sé horfinn
fyrir fullt og allt úr þessu lifi.
Hann var hrókur alls fagnaóar i
bekknum, alltaf kátur og fjörugur
og leysti gjarnan vandamál okkar
hinna. Hann kom ungur i Kópa-
voginn og slóst strax í för með
okkur í barnaskóla og fylgdi okk-
ur i skóla og frítímum til dauða-
dags.
Nóri var samviskusamur og
stundvís á allan hátt, duglegur að
læra og áhugasamur.
Hann var góður trúnaðarvinur
og varð aldrei þreyttur á að hlusta
á okkur.
En við verðum að sætta okkur
við stóra skarðið sem höggvist
hefur í vinahóp okkar við hvarf
hans.
Við vottum foreldrum hans og
systkinum innilegustu samúðar-
kveðjur.
Minning hans lifir meðal okkar
allra.
Bekkjarsystkinin.
Ný útisundlaug og
íþróttahús á Selfossi
Á Selfossi er hafinn
undirbúningur á
skipuiagningu úti-
vistarsvæðis, þar sem
m.a. mun verða úti-
sundlaug, boltavellir,
mini-golfvöllur og sól-
baðsaðstaða. (Jtivistar-
svæðið verður mið-
svæðis i bænum, eða
vestan við Sundhöll
Selfoss. Morgunblaðið
hafði samband við Jón
B. Stefánsson, fþrótta
og æskulýðsfulltrúa
Selfosshrepps, til að
inna hann eftir fram-
kvæmdum.
Sagði hann, að
hreppurinn hefði fest
kaup á plastsundlaug
áf Landsmótsnefnd
Ungmennafélags Is-
lands og væri verið að
bjóða verkið út þessa
dagana. Sundlaugin er
11x25 m og gerði Jón
ráð fyrir, að hún kæm-
ist í gagnið næsta sum-
ar. I viðtalinu við Jón
kom enn fremur fram,
að verið er að reisa
íþróttahús við Gagn-
fræðaskólann á Sel-
fossi. I húsinu verður
m.a. íþróttavöllur af
löglegri stærð, eða
25x11 m, og er þessi
íþróttaaðstaða i fyrsta
lagi ætluð til leik-
fimiskennslu við. skól-
ann, en einnig til al-
mennra íþróttaæfinga.
Verður þetta fyrsta
íþróttahúsið með lög-
legum keppnisvelli á
gjörvöllu Suðurlands-
undirlendinu, og sagði
Jón B. Stefánsson, að
vonandi yrði íþrótta-
húsið mikil lyftistöng
fyrir innanhúsíþróttir
á því landsvæði, en
gert er ráð fyrir að
byggingin verði full-
gerð seint á næsta ári.
ÞARFTU AÐ KAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?
Þl' AIGLYSIR t M ALLT LAND ÞEGAR
ÞL' AUGLYSIR I MORGl'NBLADINl'
FVESTUR-ÞÝZK GÆÐAFRAMLEIÐSLA'
Ætíð fylgir því ný reynsla að
kynnast fólki. Svo var einnig er
samskipti jukust milli míns heim-
ilis og heimilis foreldra Arnórs,
þeirra Arnþrúðar og Stefáns. Ég
minnist Arnórs frá mörgum heim-
sóknum mínum í Reynihvamm 7.
Það vakti athygli mina hve prúð-
ur hann var á heimili og fyrirferð-
ar lítill, en fylgdist þó vel með
öllu, hve látlaus hann var en þó
friskur i hverjum leik. Hann virt-
ist í rikum mæli hafa erft hina
bestu kosti ættmenna sinna.
Það er mikill harmur kveðinn
að foreldrum og systkinum að
Afmælis-
og
minning-
argreinar
ATHYGLI skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á f mið-
vikudagsblaði, að berast 1 sfð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera I sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
linubili.
stílhreinn og vandaður
Ýmsa kosti vaeri hægt að telja, svo sem sérlega vönduð
framsæti með höfuðpúðum, rúmgóð og þægileg aftursæti.
Fullkomnustu gerð af loftræsti- og hitunarkerfi og óvenju^
stórt farangursrými.
En það eru ýmsir aðrir bílar sem eru glæsilegir og góðum
kostum búnir. VW Passat hefir þó mikilvægan kost umfram
aðra bíla.
Hann er framleiddur af Volkswagen verksmiðjunum. Hann
er vestur-þýzk gæðaframleiðsla, sem ber vott um hug-
kvæmni og vöruvöndun. Hann er ódýr í rekstri og hann
nýtur hinnar þekktu Volkswagen varahluta- og viðgerða-
þjónustu með tölvustýrðum bilanagreini. VW Passat «r
fáanlegur 2ja dyra, 4ra dyra.
© PASSAT — bíllinn sem hentar yður
FYRIRLIGGJANDI
HEKLA
Laugavegi 170—172
HF.
Sfmi 21240