Morgunblaðið - 07.07.1976, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JULI 1976
Skipbrotið
í sameiningu. Ég geröi honum aftur
'skiljanlegt með bendingum, að ég hefði
viðbjóð og andstyggð á slíku.
Nú fórum við þangað, sem villimenn-
irnir höfðu haldið máltíð sína. Hér sá ég
þá hryllingar sjón, að blóðið ætlaði að
stirðna í æðum mínum.
Jörðin var öll blóði drifin; sumstaðar
lágu hálfsteykt kjötstykki, sumstaðar
nagaðar beinhnútur og hauskúpur.
Nú gerði Frjádagur eins og ég sagöi
honum fyrir með bendingum; hann bar
saman við, lagði beinin þar ofan á og
kveikti síðan í með eldglæðum, sem fund-
ust enn í öskunni eftir bál það, er villi-
mennirnir höfðu kynt daginn áður.
Þegar þvi var lokið, þá fyrst fór ég með
Frjádag inn í hellishíbýli mín. í skútan-
um voru ekki miklir munir. En þegar hér
var komið, féll hann hreint í stafi yfir
nægtaforða mínum og þeim margbreyttu
hlutum, sem hann sá. Hann horfði á mig
með óttablandinni lotningu, og oft var
rétt að honum komið að falla fram fyrir
mér og tilbiðja mig.
Fyrst af öllu lét ég mér um það hugað,
aó klæða hann, því að ég hafði óbeit á að
Það var skynsamleg ákvörðun að leyfa
Lúlla litla ekki að sjá þessa mynd.
sjá hann hlaupa svona nakinn í kringum
mig.
Þegar ég tók til klæðagerðarinnar,
horfði hann á mig með grandgæfilegustu
eftirtekt. Ég gerði honum skiljanlegt,
hvaó það væri, sem ég ætlaði að búa til
handa honum, og var eins og honum
þætti vænt um það.
Fatnaðinn gerði ég sem líkastan þeim,
er ég var i sjálfur, og er ég hafði lokið
þessu skraddarastarfi mínu, þá varð ég
sjálfur að hafa fyrir að færa Frjádag
minn í spjarirnar, og gekk það ekki
þrautalaust.
Nokkrum dögum síðar hittum við villi-
geit úti í skógi; lagði ég þá byssuna til
hæfis og skaut geitina. Frjádagur varó
dauðhræddur, reif af sér fötin og skoðaði
á sér brjóstið.
Það var auðskilið, hvað honum bjó í
huga. Hann hafði sem sé hugað mjög
vandlega að sárinu á brjósti villimanns-
ins, og hélt, að skotið hefði ef til vill í
þetta sinn lent í sínu eigin brjósti. Nú er
hann sá, að hann var ósærður, þá féll
hann fram fyrir mér og faðmaði kné mín.
ég hughreisti hann með bendingum og
lét hann fara með mér til dauðu geitar-
innar. Meðan hann var að horfa á hana,
hljóð ég byssu mína.
Rétt á eftir sá ég, hvar fálki sat hátt
uppi í tré. Reyndi ég þá að gera Frjádag
skiljanlegt, aó ég hefði í hyggju að skjóta
fuglinn. Því næst miðaði ég og hleypti af,
og datt fálkinn þá dauður til jaröar.
Frjádagur horfði á byssu mína með
helgum ótta og dirfðist ekki að snerta á
henni.
Hann varð nú aö bera geitina heim.
Sauð ég eitt kjötsfykki, og varð af því hin
ágætasta súpa, og sá ég ekki betur en að
Frjádag smakkaðist hún vel. Þó vantaði
mikið á, að honum þætti hún eins góð og
steikin, sem ég steikti á teini daginn
eftir.
Frjádagur var afbragðs námfús. Það
leið ekki á löngu, áður en hann gat
aðstoðað mig i öllu við mín margbreyttu
heimastörf, og þar að auki fór hann
einnig að geta talað við mig.. ..
Bardaginn
Það var einhvern morgun, að Frjádag-
ur var genginn ofan í fjöru til að leita að
skjaldbökum.
Haltu naglanum fyrir mig, ég
Hann er ekki aðeins of breiður er búinn að lemja á mér putt-
heldur líka of langur. ann til blóðs.
Nokkrir háttsettir hers-
höfðingjar komu eitt sinn I
eftirlitsferð I fremstu vfgllnu.
— Kapteinn, sem var leiðsögu-
maður þeirra, sneri sér að her-
foringja þeim, er var næstur
honum og hvfslaði: „Við erum
nú I þriðju virkjalfnu.“
Hershöfðinginn sneri sér að
hershöfðingjanum fyrir aftan
sig og hvfslaði þessum upp-
lýsingum að honum og þannig
gekk það mann frá manni.
Nokkru seinna hvfslaði
kapteinninn aftur: „Núna er-
um við f annarri virkjalfnu.“
Hershöfðinginn lét það ganga
til næsta manns og svo koll af
kolli.
Að nokkurri stundu liðinni
hvfslar kapteinninn enn: „Þá
erum við víst f fremstu vfg-
línu.“
Hvfslið gekk eins og fyrr.
„Jæja,“ hvíslaði nú hers-
höfðinginn. „Hvar eru óvinirn-
ir?“
„Hér um bil fjórðung mfiu f
burtu,“ svaraði kapteinninn.
„Fjórðung mflu,“ hrópaði
hershöfðinginn. ,4Ivers vegna
erum við þá að hvfslast á?“
„Vegna þess að ég er
þegjandi hás þessa stundina."
Einn sólbjartan mafdag stóð
blindur maður á Central Park.
Hann bar stórt merki, sem á
var letrað „Hjálpið blindum".
Það voru fáir sem veittu honum
eftirtekt og hagnaður hans var
Iftill þann dag.
Nokkru sfðar kom annar
blindur betlari á torgið. Fólkið
þyrptist að honum og allir létu
hann fá eitthvað, sumir jafnvel
sneru aftur til þess að bæta við
framlag sitt.
Hann hafði spjald, sem á var
letrað: „Það er maf — og ég er
blindur."
Höskadraumar
Pramhaldssaga eftir Mariu Lang
Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi
20
panta hana eftir teikningu sem
hann gerði sjálfur og ég kom
pakkanum til hans á miðvikudag-
inn elns og afráðið hafði verið.
Hann tók pappfrinn utan af og f
Ijós kom Iftil askja. Á hvftu
flaueli lá gullhringur með fimm
ólýsanlega fallegum gimmstein-
um sem glitruðu svo að maður
fékk næstum ofbirtu í augun.
— Ja, hamingjan góða; sagði
Kári lotningarfullur. — Hann
hefur kostað formúu þessi.
— Já, það máttu bóka.
Gregor rétti hringinn í áttina
til Cecilíu torkennilegur á svip.
Hún starði sem dáleidd á gersem-
ina f nokkrar sekúndur. Svo lét
hún öskjuna á borðið. fól andlit
sitt f höndum sér og fór að gráta.
svo beizklega að það var næstum
ómögulegt að skilja hverju hún
reyndi að stynja upp milli grát-
hviðanna.
— Ö.... hann er.... nákvæm-
lega eins og ég óskaði mér... og
ég sem var svo fúl og önug allan
daginn... og þá hefur hann Ifk-
lega bara geymt að gefa mér
hann.... en hvers vegna...
HVERS VEGNA beið hann með
að gefa mér hann... Þá hefði ég
aldrei....
Gráturinn varð æ hömiulausari
og þar sem allar tilraunir við-
staddra til að sefa hana, mistók-
ust, varð Gregor loks að gefa
henni róandi sprautu. Og enda
þótt Andreas mótmælti harðlega
neyddi læknirinn hann einnig til
að taka töflur og skipaði bæði
honum og öllum öðrum að fara
aftur f rúmið.
Næstu klukkutfmana lá Malin
alklædd ofan á rúminu sfnu og
horfði á skugga næturinnar vfkja
smám saman fyrir dagsbirt*
unni.... ef þessi drungalegu
regnský voru þá dagsbirta... og
hún varð æ sannfærðari um ... og
gat ekki fosað sig við þá tilhugs-
un... að það væri eitthvað stór-
kostlega og ægilega mikið athuga-
vert við það sem hafði gerzt á
Hall þennan sfðasta sólarhring.
Hún gat ekki skilgreint hvað
það var. Henni fannst hún hafa
greint það dulúðuga og einkenni-
lega andrúmsloft sem rfkti á Hall
og hún hafði einhvern veginn
haft hugboð um að eitthvað
myndi gerast. En hún hafði verið
svo hjartanlega sannfærð um að
þegar höggið riði af myndi það
lenda á öðrum. Þar af leiðandi
neitaði hún að sætta sig við dauða
Jóns, sem virtist vissulega eðli-
legur og f raun kannski það sem
hefði mátt búast við. Skilningar-
vit hennar sem höfðu skerpzt
bæði af hræðslu og tortryggni
sögðu henni að hún ætti að rækta
með sér meiri árvekni og gætni.
En gagnvart hverju... og
hverjum?
Allt i einu fannst henni
einangrunin frá umheiminum
leggjast á sig eins og óþolandi
taugafarg. Hún óskaði þess af öllu
hjarta að hún gæti rætt við ein-
hvern góðan vin og sagt honum
frá hinum óskýranlegu grun-
semdum.... og áhyggjum. Láta
einhvern hugga sig og láta sann-
færa sig um að þetta væri of-
skynjun og fmyndun. F.n sú veika
von sem hún ól með sér þessar
klukkustundir: að Andreas
myndi vegna þess sem gerzt hafði
hætta vlð skáldsögu sfna og segja
ritaranum að fara sfna leið, varð
að engu daginn eftir, þegar hún
var kvödd á fund hans f bókaher-
berginu.
Hann var f inniskóm og peysu.
Hann var öskugrár f andliti og
þreytt augu hans báru vott um
þvflfka örvæntingu að hún gat
ekki fengið af sér að horfa
framan f hann.
Formálalaust hóf hann að lesa
henni fyrir bréf til Rambergs for-
leggjara:
„Kæri vinur.
Sonur minn, Jón, andaðist sl.
nótt. Eg mun hlffa þér við nánari
lýsíngu á Ifðan minni, og þess f
stað segja þér það sem máli
skiptir. I.æknirinn minn hefur
skipað mér að vinna sem mest og
segír það beztu lækninguna til að
fyila það tómarúm sem verður þó
ekki fyilt. Eg hallast að þvf að
hann hafi rétt fyrir sér. Þú skalt
fá bók þfna, en ég þori ekki að svo
komnu máli að lofa þér sfðasta
hluta handritsins fyrr en 15.
nóvember f stað 3. nóvember eins
og við höfðum talað um. Ef þú
telur að ekki sé hægt að koma
henni á markað fyrir jól, verður
þú að bfða með prentunina eftir
þvf sem þú telur réttast.
Andreas.
Þar. næst tilkynnti hann
stuttaralega að jarðarförin yrði
frá Kila á mánudeginum og að
Malin gæti fengið frf það sem
eftir væri dagsins.
Hún varð ákaflega glöð þegar
Björg stakk upp á þvf að hún
slægist ( föi með henni til Kila að
verzla.
— Ég hef óskaplega mikið að
gera. Hvorki Cecilía né Ylva eiga
nein viðeigandi föt til að vera f
við útförina og hvorug þeirra
treystir sér til að koma með mér.
Svo verð ég að útvega blóm og
kransa og auðvitað mat, en ef við
skiptum með okkur verkum býst
ég við þetta hljóti að takast.
Þær óku dökkbláum Chrystler-