Morgunblaðið - 07.07.1976, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 07.07.1976, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JULI 1976 33 VELVAKANDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags. % Annars flokks fólk? „Mig langar að gefnu tilefni að bera fram þá spurningu, hvort fatagjafir til Kópavogshæli séu nauðsynlegar, hvort ekki séu ein- hverjir vissir aðilar, sem eiga að sjá þvl fólki, sem þarna dvelst fyrir fötum. Mér hefur skilizt að sumt af þvi, sem þangað er gefið af hinum og öðrum, eigi hvergi heima nema i ruslatunnunni, sé auk þess af heilbrigðisástæðum varhugavert. Sjálfsagt er þetta af góðum hug gert, en getur verið særandi fyrir aðstandendur þessa fólks, að minnsta kosti sumra. Það er leið- ur hugsunarháttur, sem örlögin hafa mismunað, að bjóða megi þeim það sem heilbrigðir láta ekki bjóða sér. I sambandi við þetta vil ég benda á að mér finnst það sjálf- sögð krafa, að við fatakaup á þá, sem þarna dveljast, séu föt valin á hvern einstakling fyrir sig en ekki tilviljun ein látin ráða hvort fötin passa eða ekki. Sömuleiðis sé persónuléiki hvers og eins virt- ur svo, að hann hafi sin eigin föt að ganga i. Ég vil ékki að það sem ég hef sagt hér sé skoðað sem ádeila, heldur ábending. Það er svo margt gott um þennan stað að segja, að ég lýk þessum línum með því að þakka forstöðufólki þarna og öllum öðrum, sem þarna eiga hlut að máli. Það þakklæti skýrist bezt með þvi að bróðir minn, sem þarna hefur dvalizt frá upphafi þessarar stofnunar, er mjög ánægður, vill hvergi annars staðar vera og liður þar svo vel, að á betra er vart kosið. Vinsamlegast, Þuriður Sigurðardóttir." 0 Ókurteisi „Agæti Velvakandi. Ég er einn þeirra þrjú þúsund tónleikagesta, sem fóru í Laugar- dalshöllina s.l. þriðjudag til að hlýða á söng Cleo Laine og annað það, sem þar var til skemmtunar. Er skemmst frá að segja, að ég skemmti mér konunglega eins og áreiðanlega allir, sem þarna voru. Erindið var nú samt ekki að lýsa dýrðinni, heldur að gagnrýna nokkuð, sem mér fannst skyggja verulega á ánægjuna. Aðgöngumiðinn að tónleikun- um kostaði hvorki meira né minna en 2000 krónur. Þetta er ærið verð, en maður lætur sig samt hafa það að borga þetta, ef eitthvað sérstakt er á ferðinni, eins og hér var um að ræða. Mér bfl út úr skúrnum, sem var vlð hliðina á litla gróðurhúsinu og það var hreinasta ævintýri að sjá hliðið Ijúkast upp og leggja að baki bæði húsið og háan múrvegg- inn umhverfis. Björg sem var virðulega klædd f svarta dragt með lftinn hatt á Ijósu hári ók hratt og örugglega og gaf samtím- is Malin heilmiklar upplýsingar um, hvernig áformað væri aðhaga jarðarförinni. Þetta verður afskaplega mik- il áreynsla fyrir Andreas, sagði hún. — En Gregor hefur tekið að sér að hugsa um allt sem honum viðkemur og tala svo við þá sem sjá um útförina og ræða við prest- inn og allt það og ég vona það takist að gera þetta án þess að það fréttist mikið út. Eg veit að hann hefur sagt frá þvf f bænum að athöfnin verði á miðvikudag. Svo að ef heppnin verður með okkur sleppum við vonandi við hóp af hnýsnum áhorfendum. Þær voru komnar til Kila eftir örstutta stund. — Ég læt þig úr hérna, sagði Björg og stöðvaði bílinn á horni aðalgötunnar. — Við hittumst á sama stað aftur milli klukkan fjögur og hálffimm. Ef það fer að taldist til, að samtals hefðu fengizt um sex milljónir fyrir aðgöngumiðana, og svipað hlýtur þá að hafa komið inn fyrir tón- Ieika Anneliese Rothenberger. Það er auðvitað mál út af fyrir sig, að fáir frábærir listamenn séu látnir halda uppi heilli lista- hátið fjárhagslega, a.m.k. að veru- legu leyti, eða öllu heldur þeir, sem vilja njóta listar þeirra, en þeir verða þá sem sagt að borga fyrir þá listamenn, sem minni háttar eru, en þurfa samt að fá að Iáta Ijós sitt skína á listahátíð. En hvað um það — þegar tón- leikarnir góðu hófust varð ég þess fljótlega vör, að myndatökumenn sjónvarpsins voru komnir á stað- inn. Hófu þeir nú að aka tækjum sínum og vögnum um salinn í gríð og ergi, og héldu því áfram þar til yfir lauk. Af þessum erli stafaði að sjálfsögðu mikið ónæði og ég tók eftir því oftar en einu sinni, að sjálfu listafólkinu stóð ekki á sama um þetta brambolt. Ljós- myndarar blaðanna voru einnig á staðnum, en þeir fóru hljóðlega og létu lítt á sér bera. Nú veit og ofurvel, að þessir umræddu starfsmenn sjónvarpsins geta ekki athafnað sig án þess að við þá verði vart, þannig er ekki við þá að sakast persónulega. En ef sjónvarpið vill fá svona efni til sýningar, sem mér finnst vel til fundið og raunar alveg sjálfsagt, þá á að taka slíka dagskrá upp i sjónvarpssal i stað þess að spilla ánægju þeirra, sem kaupa sig inn á tónleika fyrir ærið fé. Að sjálf- sögðu yrði þetta e.t.v. nokkru dýrara fyrir sjónvarpið, en það getur ekki búizt við að fá hlutina fyrir ekki neitt frekar en aðrir i þjóðfélaginu. Að minnsta kosti er það ekki fallega gert að skemma fyrir öðrum í sparnaðarskyni. Tónleikagestur." HÖGNI HREKKVÍSI „Heyrdu, þú lætur köttinn hans afskiptalausan héd- an í frá.“ Umferðarfræðsla fyrir 5 og 6 ára börn í Kópavogi Umferðarfræðsla verður í þremur barnaskólum í Kópa- vogi dagana 7. til 9. júlí. Fræðslan fer fram með viðtölum við börnin, beinni kennslu, brúðuleikhúsi og kvikmyndasýningu. Einnig fá börnin verkefni við sitt hæfi til úrlausnar. Hvert barn þarf að koma tvisvar Niðurröðun eftir aldri, stað og tíma: Miðvikudag 7/7 Fimmtudag 8/7 Föstudag 9/7 Umferðarráð Lögreglan í Kópavogi Kópavogsskó'li 5 ára ki 9.30 6 ára kl. 1 1.00 Kársnesskóli 5 ára kl. 14.00 6 ára kl. 16.00 Kópavogsskóli 5 ára kl 9.30 6 ára kl. 11 00 Kársnesskóli 5 ára kl. 14.00 6 ára kl. 16.00 Digranesskóli 5 ára kl. 9 30 6 ára kl 1 1.00 Digranesskóli aftur 5 ára kl 14.00 6 ára kl. 16 00 EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU U h a a / AUGLÝSINGA- SÍMINN ER: 22480 S'* <-v 'vV. 1 Ein glæsilegasta ísbúö landsins. Jafnan 21 bragðtegund Úrvalið er hjá okkur. .v G3? SIGEA V/öGA t iliVtMH w waw W£vwr um AUYIIN&)/] 5IGGU \IIGGLl Gfóy/9. WÚH W bÚM AV ZO-i vi wa SA6T AM MYPM 5/6,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.