Morgunblaðið - 07.07.1976, Page 34

Morgunblaðið - 07.07.1976, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JULI 1976 Hnífjöfn barátta í Karlottkeppninni Finnar og Norðmenn með 144 stig, íslendingar 136, Svíar 126 Ingunn Einarsdóttir stórbætti met sitt í 400 metra hlaupi EFTIR fyrri dag Kalott landskeppninnar í frjálsum Iþróttum verður ekki annað sagt en að stigabaráttan gæti tæpast verið tvlsýnni og jafnari. Norðmenn og Finnar voru þá I forystu með 144 stig, en íslendingar I þriðja sæti með 136 stig og Svíar I fjórða sæti með 126 stig. Hvaða þjóð sem er getur þvi unnið keppnina, en seinni hluti hennar fer fram á Laugardalsvellinum I kvöld. Góðar vonir eru á islenzkum sigri, og er vonandi að islenzkir áhorfendur láti ekki sitt eftir liggja til þess að hvetja frjálsiþróttafólkið að þvi marki. Fjölmargir áhorfendur voru á keppninni í gær, og hafði þátttaka þeirra i baráttu íslendinganna sýnileg áhrif. Eitt íslandsmet var slegið i keppninni I gær. Það gerði Ingunn Einarsdóttir i 400 metra hlaupi sem hún hljóp á 56,6 sek. og bætti eigið met um 6/10 úr sek. Ingunn var tvimælalaust „maður mótsins" I gærkvöldi fyrir vikið, svo og glæsilegan sprett i boðhlaupi kvenna og annað sætið é *»ftir Ernu Guðmundsdóttur í 100 metra hlaupinu. EKKI ER hægt að segja að keppnin [ gærkvöldi hafi byrjað vel fyrir íslend- inga. 400 metra grindahlaupið átti að vera örugg „islenzk" grein, en Stefán Hallgrimsson, methafi i hlaupinu, treysti sár ekki til þess að keppa vegna meiðsla, og þar með var úti vonin um sigurinn. Ungu mánnirnir tveir sem hlupu, Jón S. Þórðarson og Þorvaldur Þórsson stóðu sig með mikilli prýði og gerðu betur en búizt var við af þeim, hlutu fjórða og fimmta sætið, á ágætum tima miðað víð það að gjósturinn i fangið á endasprettinum var hvað mestur meðan þetta hlaup fór fram. — Ég var að reyna að hlaupa grindahlaup i fyrrakvöld, sagði Stef- án Hallgrímsson, — en ég fann strax að meiðslin háðu mér. þannig að ég tók þann kostinn að keppa ekki. Stefán bætti þvi við að með öllu væri óvist hvort hann færi til Olympíu- leikanna i Montreal — það gerði hann ekki nema hann væri búinn að ná sér vel af meiðslunum. Næsta hlaupagrein, sem var 400 metra grindahlaup kvenna, var held- ur nöturleg fyrir islendinga. enda alls ekki við þvi að búast að ungu stúlkurnar tvær: Aðalbjörg Haf- steinsdóttir og Áslaug ivarsdóttir sem kepptu i fyrsta sinn i þessari grein blönduðu sér I baráttuna Hlaup þetta var annars heldur slakt og bar þess vitni að stúlkurnar sem hlupu það höfðu ekki mikla reynslu né tækni í greininni, enda er þarna um að ræða grein sem ekki er viður- kennd i landskeppni. Sagði Örn Eiðs son, formaður FRÍ i viðtali við Morg- unblaðið i gær, að hinar þjóðirnar hefðu lagt mikla áherzlu á að fá þessa keppnisgrein inn og hefðu ís- lendingar ekki geta staðið á móti þvi. Eftir tvær fyrstu greinarnar voru Íslendingar neðstir með 12 stig. Norðmenn höfðu hlotið 26. Finnar 21 og Sviar 14. SVO FÓR AÐ GANGA BETUR í næstu hlaupagrein, 200 metra hlaupi, fór að ganga betur. Hlaupið var i tveimur riðlum og vann Sigurð- ur Sigurðsson öruggan sigur í fyrri riðlinum, þrátt fyrir greinilegt þjóf- start Svians Runald Báckman. Hljóp Sigurður mjög vel og kröftuglega. í seinni riðlinum hafði Bjarni Stefáns- son svo yfirburði og átti ágætt hlaup. Tvöfaldur islenzkur sigur og timi Bjarna 22.4 sek. og Sigurðar 22.6 sek. er mjög góður og er ekki vafi á þvi að þeir leika sér báðir að þvi að hlaupa vel undir 22 sek. þegar skilyrði verða hagstæðari, en mót- vindur var meginhluta leiðarinnar. í kringlukastinu hreppti ísland svo annað og þriðja sætið. Flestir höfðu gert sér vonir um islenzkan sigur i þeirri grein, en bæði var að finnska tröllið Matti Kemppainen náði ágæt um- árangri og Erlendur Valdimars- son náði sér ekki vel á strik. Kraftur- inn I atrennunni hjá honum var mjög góður og útkastið virtist einnig gott, en i öllum köstum hans fór kringlan of hátt — náði ekki fluginu i gol- unni, og datt dauð niður úr mikilli hæð. Erlendur á ekkert annað eftir en að finna „tempóið,. i kastinu til þess að ná mjög góðum árangri og var þess ef til vill ekki að vænta að hann næði betri árangri, þar sem hann hefur sáralitið getað æft að undanförnu vegna meiðsla. Óskar Jakobsson kastaði mjög vel, en það var hið sama að hjá honum og Er- lendi, — það vantaði herzlumuninn I samræmingu atrennu og útkasts til þess að kastið yrði til muna lengra Guðrún Ingólf sdóttir lét hins vegar ekki sinn hlut i kúluvarpinu. Hún náði snemma forystu og varð ekki ógnað. Árangur hennar 11,48 metr- ar verður að teljast ágætur, a.m.k. ef miðað er við það að Guðrún hefur lítið æft að undanförnu. Um næstu sæti var svo gifurleg barátta, og i henni varð hinn islenzki keppandinn, Sigurlina Hreiðarsdóttir, að láta I sek., og var það vel af sér vikið i mótvindinum. Tími Ingunnar var 12.6 sek. f 800 metra hlaupi karla var um mikla baráttu að ræða og léku Norð- mennimir þar aðalhlutverkið. Gunn- ar Páll hafði forystu fyrri 400 metr- ana, en varð siðan að gefa örlitið eftir og missti við það keppinauta sina fram úr sér. Hann var þó enn vel með i baráttunni þegar komið var á beinu brautina og 100 metrar eftir, en lokaðist nokkuð af á endasprett- inum. Jón Diðriksson byrjaði þetta hlaup fremur rólega, an sótti siðan verulega á undir lokin og skaut báð um Sviunum vel aftur fyrir sig. í langstökki kvenna var mikið sentimetrastrið. í þvi hafði sænska stúlkan Louise Hedkvist bezt, en Lára Sveinsdóttir stóð sig með mikl- um ágætum og stökk 5,73^ métra, Ingunn Einarsdóttir stóð sig með miklum ágætum I keppninni ' gærkvöldi og setti nýtt met f 400 metra hlaupi. Það er grindahlaupar- inn Jón Sævar Þórðarson sem aðstoðar hana eftir methlaupið. minni pokann og hafnaði hún i sjö- unda sæti. EFTIR fimm greinar var staðan þann- ig að Finnland var i forystu með 53 stig, Ísland var með 52 stig, Noregur með 47 stig og Sviþjóð 33 stig. TVÖFALTÍ 100 M HLAUPI KVENNA íslenzku stúlkurnar tryggðu svo tvöfaldan sigur i 100 metra hlaupi kvenna og munaði um minna i stiga- baráttunni. Ingunn hljóp i fyrri riðlin um og var vel á undan keppinautum sinum, en Ema sem hljóp I seinni riðlinum gerði þó enn betur og kom langfyrst að marki. Reyndist tfmi hennar sá bezti i keppninni, 12,4 mun lengra en Islandsmetið I greín- inni er. Afrek hennar verður þó ekki viðurkennt met, þar sem meðvindur var of mikill. f þriðja sæti varð svo norska stúlkan Ann Karin Aanes sem stökk 5,72 metra — aðeins 7 senti- metra munur á fyrstu og þriðju. Eftir átta keppnisgreinar var stað- an orðin sú. að ísland var I forystu með 84 stig, Norðmenn voru óvænt komnir i annað sætið með 80 stig, Finnar voru með 74 stig og Sviar ráku svo lestina með 58 stig. GLÆSILEGT MET HJÁ INGUNNI Það var ekki að sjá á Ingunni Einarsdóttur, er hún hóf 400 metra hlaupið að hún væri nýbúin að Ijúka 100 metra hlaupi. Ingunn hljóp fyrri hluta hlaupsins geysilega vel — nýtti meðvindinn sem þá var, og tók yfirburðaforystu. Og þótt hún væri greinilega orðin útkeyrð á siðustu 100 metrunum og hefði að auki vindinn i fangið, gaf hún hvergi eftir og kom langfyrst i markið á nýju fslandsmeti 56,6 sek. Yfirburði Ing- unnar má bezt marka af því að timi helzta keppinautar hennar var 59,0 sek. Þess má geta að Olympíulág- markið í 400 metra hlaupi kvenna var 55,0 sek. og enginn efi á þvi að Ingunn getur náð þeim árangri hvar og hvenær sem er við sæmileg skil- yrði og keppni. Ekki gekk eins vel í hástökki karla, en þar voru flestir keppendur nokk- uð frá sinu bezta og kvörtuðu yfir aðstæðum. Hafsteinn var sá fyrsti sem féll úr, á 1,95 metrum, en yfir þá hæð fóru allir aðrir. Þrir keppend- ur staðnæmdust á 1,95 metr. og var Elias Sveinsson meðal þeirra Átti Elias ágætar tilraunir við 1.98 metra. en hafði ekki heppnina með sér. Mikið og langt strið varð siðan um sigurinn i greininni og lauk því neð sigri Svíans Ingemar Nyman sem stökk 2,01 metra. en á bezt 2,14 metra í ár. . 1500 metra hlaup kvenna varð islendingum nokkur vonbrigði Lilja Guðmundsdóttir tók strax forystuna og fór geyst. en þegar á hlaupið leið dofnaði yfir henni og á endasprettin- um tókst norsku stúlkunni Elin Skjellnes að skjótast fram úr henni. Virtist Lilju fyrst og fremst skorta hörku á endasprettinum, en hlaupa- still hennar er mjög skemmtilegur og hún greinilega til muna sterkari en hún var i fyrra. Staðan eftir 11 keppnisgreinar var sú, að Ísland hafði misst forystuna i hendur Norðmanna. Var norska liðið með 113 stig, íslendingar með 107 stig, Finnar i þriðja sæti með 99 stig og enn sem fyrr ráku Sviar lestina með 88 stig. AFTUR HALLAR A LANDANN i þremur næstu greinum: 5000 metra hlaupi. langstökki, og spjót- kasti kvenna hallaði á landann. Sig- fús Jónsson. okkar sterkasti lang- hlaupari tók ekki þátt i 5000 metra hlaupinu — vildi einbeita sér að 10.000 metra hlaupinu i kvöld. þar sem hann á góða sigurmöguleika. Ágúst hélt i við þá beztu útlending- ana til að byrja með, en gaf siðan eftir og virtist ekki ieggja mikla áherzlu á hlaupið eftir það. Hefur sennilega haft 3000 metra hindrun- arhlaupið i kvöld í huga. í spjótkasti kvenna stóð Arndis Björnsdóttir vel fyrir sinu, en það þýddi samt sem áður fimmta sætið og Sólrún Ástvaldsdóttir varð að gera sér áttunda sætið að góðu. Þegar sýnt var að Friðrik Þór gæti ekki keppt i langstökkinu vegna meiðsla munu flestir hafa bókað að íslendingar yrðu i tveimur neðstu sætunum. Jóhann Pétursson kom þó á óvart og tókst að skjóta Norð- manni og Finna aftur fyrir sig og hreppa fimmta sætið. Guðrún Ingólfsdóttir — vann ör- uggan sigur I kúluvarpinu. UPPREISN í BOÐHLAUPUNUM í boðhlaupunum fengu íslendingar svo uppreisn, en þar gjörsigruðu is- lenzku sveitimar keppinauta sina og hlupu stórglæsilega, einkum þó karlasveitin sem var aðeins 3 brot- um úr sekúndu frá íslandsmeti boð- hlaupssveitarinnar frægu á Evrópu- meistaramótinu 1950. Af öðrum ólöstuðum hljóp Vilmundur Vilhjálmsson bezt. en sprettur hans var f einu orði sagt frábær. Þá átti Ingunn einnig frábæran þátt i boð- hlaupi kvenna. og kórónaði frammi- stöðu sina um kvöldið. Urslit í einstökum greinum: 400 M GRINDAHLAUP KARLA: Einar Hernes N. 55.0 Markku Rajala F. 55.2 Torolf Kruger N. 55.7 Jón S. Þórðarson i. 56.1 Þorvaldur Þórsson i. 57.0 UK Karlsson S. 57.5 Timo Alatalo F. 59.5 Lars Hágglund S. 61.8 STIG: Noregur 15 Finnland 9 Sviþjóð 4 Ísland 9 400 M GRINDAHLAUP KVENNA Anna Leena Manninen F. 65.9 Aina Tollefsen S. 67.6 Elisabet Udnes N. 67.8 Guri Hoff Pettersen N. 67.8 Riitta Manninen F. 68.7 Bjarni Stefánsson hefur tekió góða forystu f 200 metra hlaupinu ( þarna öruggiega tvöfaldan sigur og er vonandi að þeir leiki það afrek gærkvöldi er komið er út á beinu brautina. Bjarni og Sigurður unnu eftir í 100 metra hlaupinu i kvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.