Morgunblaðið - 07.07.1976, Side 36
JGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
iWor0unbl«í)ií>
AUGLÝSINGASIMINN ER:
22480
iHorðunlifobib
ÍVIIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1976
Fannst látmn 1 sand-
gryfju 1 Kópavogi
Lfk Guðjóns Atla
Árnasonar
fannst í þessari
sandkvos,
og hafa flekarnir
verið lagðir
yfir staðinn, þar
sem líkið lá.
Ljósm. RAX
Fullvíst að
um manndráp
er að ræða
RANNSOKNARLÖGREÍiLlJlVIKNN í Reykjavík og Kópavof>i leituðu f
jíærkvöldi banamanns eða banamanna 49 ára Kamals manns. Guðjóns
Atla Arnasonar, til heimilis í sumarbústaðnum Elliða við Elliðavatn
en lík hans fannst árla f gærmorgun í grvfju f grennd við stevpustöð
Breiðholts við Fffuhvammsveg. Töluverðir höfuðáverkar voru á Ifkinu
og fullvíst talið að um manndráp sé að ræða. Bifreið hins látna fannst í
gærdag í vesturborginni og voru ummerki í hifreiðinni þannig, að Ijóst
má vera að hún hafi verið notuð við verknaðinn. Rannsóknarlögreglan
biður alla þá, sem eitthvað vita um ferðir Guðjóns frá um kl. 7 á
mánudagskvöld, að gefa sig fram við lögregluna.
Það var Asgeir Olafsson, bif-
reiðastjóri einnar af steypubif-
reiðum Breiðholts h.f, sem fann
Ifk (Juðjóns heitins. en steypistöð
Breiðholts er þarna skammt frá.
Ásgeir sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær, að hann hefði átt
þarna leið um kl. 8.30 um morgun-
inn og þá séð mann liggja litið eitt
Guðjón Atli Árnason.
frá veginum inni í sandkvos.
Töluvert blóð var í kringum
munninn, en að öðru leyti sagði
Asgeir, að honum hefði ekki virzt
hann mjög illa leikinn. Þó kvaðst
hann ekki hafa aðgætt það nánar
nema gengið úr skugga um hvort
maðurinn væri stirnaður og síðan
gert lögreglunni viðvart.
Að sögn Leos E. Löve, fulltrúa
hjá bæjarfógetanum f Kópavogi,
reyndist líkið vera af Oiuðjóni
Atla Arnasyni, en hann hafði
undanfarið verið heimilisfastur í
sumarbústaðnum Elliða við Ell-
iðavatn. Eftir því sem bezt var
vitað i gær mun Guðjón ekki láta
eftir sig neina afkomendur né
heldur var hann kvæntur. Þá lá
heldur ekki fyrir hvort Guðjón
kynni að hafa verið rændur, er
honum var ráðinn bani, en engir
fjármunir fundust á líkinu. Sagði
Leo, að bæði lögregluyfirvöld í
Kópavogi og rannsóknarlögreglan
í Reykjavík ynnu nú að rannsókn
þessa máls.
I gærdag auglýsti síðan rann-
sóknarlögreglan eftir bifreið Guð-
jóns Atla Árnasonar, sem vitað
var, að hann hafði nýlega fest
Framhald á bls. 20
Rannsóknariögreglumenn voru í gær að kanna bifreið Guðjóns, og þykir Ijóst að hún
hafi verið notuð við verknaðinn. Ljósm. Br.H.
I GÆR voru komnir á land í Hval-
stöðinni í Hvalfirði 120 hvalir,
105 langreyðar, 14 búrhveli og 1
sandreyður. A sama tfma f fyrra
var búið að veiða 101 hval, en þá
byrjaði veiðin hálfum mánuði
seinna en f ár.
Viðræðurnar við Stóra Norræna:
Vafasamt að fallizt verði
á að stytta samningstímann
ir á land
VIÐRÆÐUM íslenzku
sendinefndarinnar við
Stóra norræna ritsímafé-
lagið lauk í gærmorgun í
Kaupmannahöfn, en við-
ræðurnar hófust sl.
fimmtudag. í]kki hefur
fengizt upplýst hver niður-
staða fundanna var, en
vafasamt þykir að
Stóra norræna fáist til að
stytta þann samningstíma
sem tiltekinn er í samn-
ingi félagsins við íslenzka
ríkið. Virðist sem félagið
hyggist standa fast á rétti
sínum samkvæmt samn-
ingnum frá 1960, en í hon-
um er gert ráð fyrir að
félagið hafi einkarétt á
fjarskiptaþjónustu milli
íslands og annarra landa
til ársins 1985.
Ekki mun þó útilokað að
félagið telji sér einhvern
hag i því að ná samkomu-
lagi við íslendinga um end-
urskoðaðan samning og
120 hval-
komast með þvi móti fram
hjá hugsanlegum málaferl-
um komi til þess að íslend-
ingar rjúfi samninginn upp
á eigin spýtur. Fyrirhugað
mun að halda fleiri við-
ræðufundi síðar á þessu
sumri.
Ljónsunginn
við það sama
LIÐAN ljónsungans sem
einn er eftirlifandi af
ljónafjölskyldunni í Sæ-
dýrasafninu í Hafnarfirði
er að mestu óbreytt frá því
sem verið hefur. Dýriö get-
ur ekki staðið í fæturna og
ekki er enn séð hvort hann
lifir af fár það sem greip
ljónin í safninu.