Morgunblaðið - 08.07.1976, Page 1
146. tb. 63. árg.
FIMMTUDAGUR 8. JULÍ 1976
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Líbanon:
Mesta blóðbað frá upp-
hafi styrjaldarinnar
— 300 féllu 1 gær
og 600 særðust
Beirút — 7. júlí — AP—Reuter.
UM 300 manns féllu f bardögunum f Lfbanon f dag, og
um 600 særðust. Þetta er mesta blóðbað, sem orðið hefur
á einum degi frá upphafi styrjaldarinnar, en talið er að f
gær hafi um 200 fallið. Hörðustu bardagarnir í dag urðu
við bæinn Chekka, þar sem hægri menn gerðu mikla
gagnárás á um 8 þúsund manna herlið Múhammeðstrú-
armanna og bandamanna þeirra. Við flóttamannabúð-
irnar Tel Zaatar var einnig barizt og segjast hægri menn
hafa náð þar undirtökunum. Nú hefur umsátrið um
flóttamannabúðirnar staðið f 15 daga.
Hjálparsveitir Rauða krossins
hafa gert margítekaðar tilraunir
til að koma fólki í Tel Zadfar til
hjálpar undanfarna daga, en ár-
angurslaust. Fólkið er mjög illa
haldið, en í búðunum er vatns-
laust, auk þess sem lyf og ýmsar
nauðsynjar eru löngu uppurnar.
Fréttaritarar i norðurhluta
landsins segja, að hægri menn
hafi betur í bardögunum þar og
séu enn í sókn. I Beirút er enn
Spassky vann
BRASILlSKI stórmeistarinn
Mecking tapaði fyrstu skák
sinni á millisvæðamótinu f
Maníla í gær fyrir Boris
Spassky, fyrrum heimsmeist-
ara, í 17. umferð. Skák Hort
við Balashov frá Rússlandi fór
hins vegar I bið meðan
Polugaevsky sigraði Harandi
frá tran.
Mecking heldur þó enn for-
ustunni með 11,5 vinninga og á
eina biðskák, Hort er i öðru
sæti með 11 vinninga en tvær
biðskákir, og Polugaevsky er
með 11 vinninga og eina bið-
skák. Ribli frá Ungverjalandi
er með 10,5 vinninga, Czes-
kovsky frá Sovétrikjunum er
Framhald á bls. 18
barizt af mikilli hörku á mörgum
stöðum. Þar varð mikiðöngþveitií
dag, þegar ekið var þar um götur
og hrópað úr hátölurum, að sýr-
lenzkar hersveitir væru í þann
veginn að gera eldflaugaárás á
Beirút. Af slíkri árás varð þó
ekki, en borgin hefur nú verið
vatns- og rafmagnslaus að heita
má i næstum þrjár vikur, auk
þess sem fjarskiptasamband við
borgina er ekkert og hreinlætis-
ástandið fer stöðugt versnandi.
Slitin á stjórnmálasambandi
Súdans og Líbanons hafa orðið til
þess að auka enn á erfiðleikana
innan Arababandalagsins, sem
reynir að stilla til friðar i Líban-
on. Haldinn verður fundur utan-
ríkisráðherra Arabalandanna í
Kaíró n.k. mánudag, og er talið að
niðurstaða fundarins verði jafn-
framt úrslitatilraun bandalagsins
til að koma á friði í Líbanon.
Að sögn Beirút-útvarpsins, sem
er á valdi vinstri sinna, hefur
Jassir Arafat ákveðið að höfuð-
stöðvar PLO-skæruliða verði
fluttar frá Damaskus til Beirút,
og var ástæðan sögð sú, að Arafat
vildi koma á nánara sambandi yf-
irmanna hreyfingarinnar og bar-
dagasveita hennar.
Síðan bardagarnir i Líbanon
hófust fyrir 15 mánuðum hafa
fallið þar yfir 30 þúsund manns.
Myndir úr safni lög-
reglunnar i V-Berlín.
— Talið frá vinstri:
Inge Viett (32 ára),
Gabriela Rollnik (24
ára) Monika Berber-
ich (34 ára) og Juli-
ane Plambeck (24
ára).
Hryðjuverkakvennanna
ákaft leitað um allt land
V.-Berlín —7. júli — AP.
HRYÐJUVERKAKVENNANNA
fjögurra, sem brutust út úr fang-
elsinu I V-Berlln ( dag, er nú
leitað um allt V-Þýzkaland og hef-
ur öryggisvarzla verið aukin mjög
á landinu vegna flóttans. Ein
kvennanna er Inge Viett, sem var
meðal þeirra 53 hryðjuverka-
manna, sem flugræningjarnir á
Entebbe-flugvelli kröfðust í
skiptum fyrir glsla sfna um dag-
inn. Inge Viett strauk úr sama
fengelsi fyrir þremur árum.
Inge Viett, Juliane Plambeck
og Gabriele Rollnik eru í hópi,
sem nefndur hefur verið „2. júní-
hreyfingin", en sú fjórða, Monika
Berberich var að afplána 12 ára
fangelsi fyrir bankarán. Hún hef-
ur verið i Baader-Meinhof hópn-
um.
Stjórn kvennafangelsisins hef-
ur lýst þvi yfir, að konurnar hafi
fengið aðstoð við að flýja bæði
utan veggja fangelsisins og innan.
Dómsmálaráðherra V-Þýzka-
lands, Hermann Oxfort, sagði
á fundi með fréttamönnum í
dag, að sig brysti orð til að tjá sig
um atburð þennan, sem væri þó
hryllileg staðreynd. Ráðherrann
sagði, að konunum hefði tekizt að
komast yfir lykla og hafi þær því
komizt út úr klefum sinum. Á
ganginum fvrir framan klefana
Framhald á bls. 18
Spánn:
Deinkennisklæddur lögreglumað-
ur bendir á staðinn þar sem
hryðjuverkakonurnar sigu I
rekkjuvoðum niður eftir fangels-
isveggnum I gær. (AP-mynd).
Suarez mynd-
ar nýja stjórn
Madrid —7. júli — Reuler.
ADOLFO Suarez h“f«ir myndað
nýja ríkisstjórn á Spáni. I stjórn-
Ugandamenn sáu þrjátíu
óvinaflugvélar í ratsjám
Kampala, 7. júlí. Reuter. AP.
HERNUM I Uganda var skipað
að vera I viðbragðsstöðu I dag
vegna frétta um að óvinaflug-
vélar væru á leiðinni frá Ken-
ya. Talsmaður hersins hvatti
fólk til þess að hræðast ekki og
hafa augu með vestrænum
njósnurum.
Hann sagði að talið væri að
flugvélarnar væru fsraelskar
eða bandarískar og þær hefðu
sézt f ratsjám. Talsmaðurinn
bætti þvf við að ef Uganda-
menn sæju óvinaflugvél lenda
ættu þeir að beita öllum tiltæk-
um vopnum og gera út af við
áhöfnina þvf engrar samúðar
væri að vænta frá óvinunum.
Almenningur var hvattur til
þess að gefa blóð og ráðstafanir
voru gerðar til þess að veita
tafarlausa læknisþjónustu.
Talsmaður hersins sagði að Ug-
andamenn væru fullfærir um
að verja sig en bætti því við að
vinveitt ríki vaéri reiðubúin að
koma þeim til hjálpar.
LÍBÝA HJ^LPAR
Uganda-útvarpið skýrði frá
Idi Amin.
því að óvinaflugvélar nálguðust
og sams konar frétt var útvarp-
að tiu kiukkustundum siðar,
þótt bent sé á að flugtíminn frá
Kenya sé nokkrar minútur.
Seinna sagði útvarpið að stuðn-
ingsyfirlýsing hefði borizt frá
þjóðarleiðtoga líbýu, Muammar
Gaddafi.
Gaddafi fullvissaði Idi Amin
forseta um að Libýumenn
mundu gera allt sem i þeirra
valdi stæði til að veita Uganda-
mönnum aðstoð ef þeir yrðu
fyrir annarri árás. Amin svar-
Framhald á bls. 18
inni eiga sæti sjö ráðherrar úr
fráfarandi stjórn, en tfu ráð-
herrar eru nýir. Einn hinna nýju
ráðherra er Marcelino Oreja, sem
fara mun með utanrfkismál, en
hann hefur verið varautanrfkis-
ráðherra og náinn samstarfsmað-
ur Areilza, sem var utanrfkisráð-
herra f fráfarandi stjórn.
Oreja er talinn frjálslyndastur
nýju ráðherranna. Er búizi við
því að hann muni beita sér mjög
fyrir inngöngu Spánar í Efna-
hagsbandalagið. Hinn nýi utan-
ríkisráðherra er fertugur að aldri.
Manuel Fraga og Areilza voru
meðal þeirra frjálslyndu ráðherra
í fráfarandi stjórn, sem höfnuðu
sæti i stjórn Suarezar á þeirri
forsendu að hann væri reynslu-
laus og hefði þar að auki of náin
tengsl við hægri öflin í landinu og
trúarhreyfinguna Opus Dei.
í stjórninni er enginn ráðherra,
sem vitað er að sé i Opus Dei, en
þrir eru taidir hlynntir hreyfing-
unni. Margir nýju ráðherranna
hafa reynslu á sviði efnahags-
mála. Fyrrverandi upplýsinga-
Framhald á bls. 18
í