Morgunblaðið - 08.07.1976, Page 2
2
MORC.UNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JULl 1976
Fitumagn loðnunn-
ar rúmlega 13%
LOÐNAN sem Sigurður RE land-
aði á Siglufirði f fyrradag reynd-
ist vera mjög væn ng var fitu-
magn hennar 13.1% og meðal-
lengd 16 cm. Enginn fiskur var
undir 12 cm. að lengd. Allur afli
Sigurðar fer því í efsta verðflokk,
en fyrir loðnu sem er feitari en
12% eru greiddar 7,20 krónur,
þannig að verðmæti þeirrar loðnu
sem Sigurður Iandaði f gær mun
vera rúmar 6 milljónir króna.
Guðmundur RE landaði í Siglu-
firði í gær um 700 tonnum af
loðnu og var sú loðna einnig góð.
Björn Dagbjartsson hjá rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins tjáði
Mbl. í gær að loðnan sem nú hefði
veiðzt væri þriggja ára gömul og
gæti hún átt eftir að verða feitari
þegar líður á sumarið. Björn sagði
að hér væri á ferðinni loðnan sem
leitað hefði verið að án árangurs í
fyrra.
Auk Sigurðar og Guðmundar
eru nú tveir aðrir bátar á til-
raunaveiðum, en eftir 15. júlf
verður öllum heimilt að veiða
loðnuna. Ágúst Einarsson hjá
LtU sagði í gær í samtali við Mbl.
að margir útgerðarmenn hefðu
hug á að hefja loðnuveiðar, og
væru menn mjög áhugasamir um
hvern árangur tilraunaveiðarnar
bæru.
Löndun loðnunnar úr Sigurði
tók alls um 12 tíma og er landað
með lyftum en ekki dælt sem er
mun fljótlegra. Að sögn Ágústs
Einarssonar var verðlagning loðn-
unnar við það miðuð að henni
yrði ekki dælt í land, því með því
að nota lyftur í stað dæla fengist
mun betri nýting á hráefninu.
Hefði því Verðlagsráð sjávarút-
vegsins sett það að skilyrði fyrir
verðlagningunni að dælur yrðu
ekki notaðar.
V erkfr æðingaverkf allið:
Enn lítil áhrif í
byggingaiðnaðinum
MBL. leitaöi í gær til nokk-
urra fyrirtækja í bygginga-
iönaói í Reykjavík og
spuröist fyrir um það hvort
einhverra áhrifa væri
tekið að gæta af völdum
verkfalls nokkurra verk-
fræðinga hjá Reykjavíkur-
borg. Flestir þeirra sem
rætt var við töldu sig ekki
Veiðileyfin seld
í Húsafelli
I ÞÆTTINUM Eru þeir að
fá’ann? í gær var sagt að veiði-1
leyfi í Arnarvatni stóra væru seld
í Kalmannstungu. Jóhannes
Björnsson oddviti hafði samband
við okkur í gær og bað um leið-
réttingu á því að leyfin væru ekki
seld í Kalmannstungu heldur í
Húsafelli hjá Kristleifi Þorsteins-
syni. Sagði Jóhannes að hann
hefði ekki heyrt annað en að þeir
sem stunduðu veiðarnar að ráði
hefðu borið góðan afla úr býtum,
jafnvel á 2. hundrað fiska á dag.
hafa orðið vara við áhrif
verkfallsins enn sem komið
væri, en margir bjuggust
við að þeirra tæki fljótlega
að gæta. Hjá steypustöð-
inni B. M. Vallá var okkur
á hinn bóginn tjáð að veru-
legur samdráttur hefði
orðið í sölu steypu í síðustu
viku og væri þar vafalaust
verkfallinu um að kenna.
Hjá Breiðholti hf. varð fyrir
svörum Birgir Björnsson og sagði
hann að þeir merktu ekki nein
áhrif enn þá, en það kæmi sjálf-
sagt að því innan tíðar. Þeirra
verk væru þannig á vegi stödd að
þau tefðust ekki, en steypusalan
væri tekin að minnka, þar sem
ekki fengist mælt út fyrir nýjum
húsgrunnum.
Guðmundur Einarsson forstjóri
Aðalbrautar sagði að þeir væru
með ýmsar framkvæmdir á veg-
um borgarinnar og væri tekið að
bera á töfum á þeim vegna seink-
unar á afhendingu efnis og einnig
bæri á því að vissum eftirlitsstörf-
um væri ekki sinnt.
Héraðsmót Sjálfstæð-
isflokksins fyrir norð-
an um næstu helgi
HÉRAÐSMÖT Sjálfstæðisflokks-
ins um næstu helgi verða f Siglu-
firði á föstudagskvöld, Sauðár-
króki laugardagskvöld og Ásbyrgi
f Miðfirði á sunnudagskvöldið.
Matthfas Bjarnason sjávarútvegs-
ráðherra mun ávarpa mótsgesti á
öllum mótunum og auk hans al-
þingismennirnir Eyjólfur Konráð
Jónsson f Siglufirði, Pálmi Jóns-
son á Sauðárkróki og Ingólfur
Jónsson f Ásbyrgi.
Skemmtiatriði á héraðsmótun-
um annast hljómsveitin Nætur-
galar og söngvarinn Ágúst Atla-
son ásamt óperusöngvurunum
Kristni Hallssyni og Magnúsi
Jónssyni og grínistanum Jörundi.
Efnt verður til ókeypis happ-
drættis og eru vinningar tvær sól-
arlandaferðir til Kanaríeyja með
Flugleiðum. Verður dregið í
happdrættinu að héraðsmótunum
loknum þann 18. ágúst n.k.
Að loknu hverju héraðsmóti
verður haldinn dansleikur til kl. 2
e.m. þar sem Næturgalar leika
fyrir dansi en hljómsveitina skipa
auk Ágústs Atlasonar Karl K.
Gíslason, Einar Hólm og Birgir
Karfsson.
Herjólfur gamli leggur frá bryggju f Vestmannaeyjahöfn í sfðasta sinn.
Gamli Herjólfur kvaddur
f FYRRAKVÖLD var gamli
Herjólfur kvaddur við hátfð-
lega athöfn í Vestmannaeyja-
höfn og skipinu þökkuð rúm-
lega 16 ára dygg þjónusta við
Vestmanneyinga.
Mikili mannfjöldi safnaðist
saman á bryggjunni þegar skip-
ið var kvatt og lætur nærri að
fleiri hafi verið við kveðjuat-
höfn gamla Herjólfs en við mót-
tökuathöfn nýja Herjólfs.
Nokkur ávörp voru flutt við
þetta tækifæri og skipshöfn
gamla skipsins afhentur blóm-
vöndur. Lúðrasveit Vestmanna-
eyja lék og var það mál manna
að skipið hefði verið kvatt á
viðeigandi hátt.
Vísindanefnd NATO:
Hefur greitt til gróðurrannsókna
og jarðskjálftamælinga á íslandi
Lúðrasveit Vestmannaeyja lék á bryggjunni þegar Herjólfur gamli
var kvaddur. Ljósm. Guðlaugur Sigurgeirsson.
VÍSINDANEFND Nato, sem stendur
fyrir ráðstefnu um umhverfismál I
Reykjavík um þessar mundir, var
stofnuS fyrir 18 árum og starfar aS
fimm þáttum, eins og fram kom I
ræSu dr. T.D. Allans, framkvæmda-
stjóra ráSstefnunnar, viS opnun
hennar: þ.e. 1) veitingu rannsókna-
styrkja, 2) veitingu styrkja til sér-
náms og þjálfunar, sem stjómvöld í
hverju landi úthluta, 3) veitingu
ferSastyrkja til eldri vísindamanna,
4) starfrækslu sumarháskóla meS
ráSstefnum þar sem vísindamönnum
meS sérþekkingu er boSiS aS flytja
fyrirlestra fyrir yngri vísindamenn. 5)
I verkefnanefndum, sem starfa á
sviSi haffræSi, vistfræSi, samskipta
sjávar og lofts, á sviSi kerfarann-
sókna og loks ein, sem fjallar um
mannleg samskipti.
Fulltrúi íslands í vísindanefndinni er
dr. Guðmundur Sigvaldason, jarðefna-
fræðingur Hann upplýsti Mbl. um að
visindanefndin hefði engu hernaðar-
hlutverki að gegna i bandalaginu. Fé
það sem hún ráðstafar fer eingöngu til
verkefna, sem fulltrúar landanna i
henni, hafa áhuga á og telja þess virði
Mörg verkefni hafa verið styrkt á ís-
landi, t.d. er jarðskjálftamælinganetið
á íslandi mikið til sett upp með slíkum
Guðmundur
og Friðrik
efstir ásamt
þrem öðrum
FRIÐRIK Ólafsson og Guðmund-
ur Sigurjónsson gerðu báðir jafn-
tefli í skákum sínum í annarri
umferð IBM skákmótsins f Am-
sterdam. Friðrik tefldi við Szabo
en Guðmundur við Miles. Staðan í
mótinu er nú sú, að Guðmundur
og Friðrik, Kortsnoj, Farago og
Ligterink hafa allir 1,5 vinninga.
Ivkov, Sax, Szabo, Böhm, Miles,
Kurajica og Gipslis hafa 1 vinn-
ing. Ree, Velimirovic og Donner
Framhald á bls. 18
styrk til tækjakaupa, svo og gróður-
rannsóknirnar, sem Yngvi Þorsteinsson
hefur verið að vinna o.fl. Og mikill
fjöldi vísindamanna íslenzkra hafa
fengið þaðan styrki til einstakra verk-
efna
Rannsóknastyrkirnir eru veittir ein-
staklingum eða rannsóknahópum og
umsóknir þeirra valdar af alþjóðlega
kjörnum fulltrúum Einkum er lögð
áherzla á aukin samskipti milli vísinda-
manna. Af 368 umsækjendum á sl ári
hlutu 259 styrki, að því er dr Alfan
sagði Styrkir til sérnáms og þjálfunar
beinast mjög að þvi að efla samskipti
milli vísindamanna þátttökuþjóðanna
Á 15 árum hafa verið veittir 10
þúsund slíkir styrkir. Af ferðastyrkjun-
um voru veittir 10 á sl. ári, en þeir eiga
einkum að liðka fyrir því að eldri vís-
indamenn geti unnið með félögum
sinum i öðrum löndum Ráðstefnum
sumarháskólans var einkum komið
upp til að veita ungum vísindamönn-
um tækifæri til að heyra fyrirlestra
hinna, sem lengra eru komnir um ný
visindaverkefni, sem ofarlega eru á
baugi. Eru um 50 slikar ráðstefnur
haldnar á ári og fyrirlestrarnir birtir I
bókum, sem eru gefnir út sem áfram-
haldandi safn. Hafa margir vísinda-
menn frá öðrum löndum en Nato-
rikjum tekið þátt í þessum ráðstefnum
Framhald á bls. 18
Steel leiðtogi
frjálslyndra
London, 7. júlí. Reuter.
DAVID Steel var í dag kjörinn
leiðtogi Frjálslynda flokksins f
Bretlandi í stað Jeremy
Thorpes sem sagði af sér í maf
vegna ásakana um kynvillu en
sfðan hefur Jo Grimond, fyrr-
verandi leiðtogi flokksins,
gegnt stöðunni til bráðabirgða.
20.000 flokksfélagar kusu
leiðtogann og Steel hlaut 64%
atkvæða þannig að hann vann
öruggan sigur á keppinaut sin-
um, John Pardoe, sem er rót-
tækari í skoðunum.
Steel er 38 ára gamall og hef-
ur barizt fyrir þjóðfélagsbreyt-
ingum. Hann bar fram frum-
varp um fóstureyðingar 1967,
Stjórnaði mótmælaaðgerðum
gegn suður-afrískum íþrótta-
mönnum vegna stefnu stjórnar
þeirra í kynþáttamálum og var
tilkynnt 1972 að hann fengi
ekki að fara til Rhódesíu vegna
stuðnings við baráttu blökku-
manna þar.
David Steél ásamt konu sinni, Judith,
eftir að hann hafði verið kosinn formaður
Frjálslyndafiokksins f gær.
AP-símamynd
Frjálslyndi flokkurinn hefur
aðeins 13 þingsæti en hlaut
Framhald á bls. 18