Morgunblaðið - 08.07.1976, Síða 4

Morgunblaðið - 08.07.1976, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1976 4 LOFTLEIDIR ZT 2 1190 2 11 88 P l O 'BILALEIGAN 5IEYSIR CAR LAUGAVEGI66 ^ RENTAL 24460 ^ 28810 n Útvarpog stereo. kasettutæki FERÐABÍLAR hf. Bílaleiga, sími 81260. Fólksbilar, stationbilar, sendibil- ar, hópferðabilar og jeppar. litRóm MÚSCiöGIM Grensásvegi7 Sími 86511 Skrifstofu- stólarnir vinsælu Ábyrgd og þjónusta Skrifborösstólar 11 geröir Verð frá kr. 13.430.— EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU \l (iLVSINÍiA- SÍMINN KR: 22480 Brezkar húsmæð- ur halda tryggð við þorskinn NEYTENDUR virðast ekki á því að draga úr kaupum sínum á þorski og beina þeim í staðinn að öðrum fisktegundum. Þetta kom fram í skoðanakönn- un, sem Birds Eye fyrirtaekið i Bretlandi lét nýlega gera á neyzluvenjum viðskiptavina sinna. Niðurstaða könnunarinnar staðfesti þá skoðun forráðamanna fyrirtækisins, að erfitt muni að breyta neyzluvenjum almennings, sem enn sem fyrr tekur þorskinn fram yfir allar aðrar fisktegundir. Tæpur helmingur húsmæðranna, sem spurðarvoru ikönnun Birds Eye, hafði reynt fisktegundir eins og t.d. skötu og ufsa, en nánast allar höfðu borið á borð þorsk, ýsu og skarkola. Tregða húsmæðr- anna til að reyna tiltölulega vel þekktar fisktegundir, sem þó hefðu ekki verið aigengar á borð- um hingað til, ber þess ljósan vott hve húsmæður eru ihaldssamar í fiskkaupum að því er framleið- endur telja. Úlvarp ReykjavlK FIMMTUDkGUR 8. júlí MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Örn Eiðsson byrjar lest- ur sinn á „Dýrasögum“eftir Böðvar Magnússon á Laugar- vatni. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milii atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir við Tijmas Þorvaldsson í Grindavfk; fyrsti þáttur (áður útv. í október). Tónleikar. Morguntónleikar kl. 11.00: Gábor Gabos og Sinfóniu- hljómsveit ungverska út- varpsins leika Píanókonsert nr. 2 eftir Béla Bartók; György Lehel stjórnar / Suisse Romandehljómsveitin leikur „Ástarglettur galdra- mannsins", tónverk fyrir hljómsveit og messósópran eftir Manuel de Falla. Mar- ina De Gabarain syngur ein- söng; Ernest Ansermet stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Á frívaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. SÍÐDEGIÐ 14.30 Miðdegissagan: „Farðu burt, skuggi" eftir Steinar Sigurjónsson. Karl Guðmundsson leikari lýkur lestri sögunnar (6). 15.00 Miðdegistónleikar Börje Márelius og félagar úr Sinfóniuhljómsveit sænska útvarpsins leika Pastoral- svitu fyrir flautu og strengja- sveit eftir Gunnar de Fru- merie; Stig Westerberg stjórnar. Janos Starker og hljómsveit- in Fílharmónia leika Selló- konsert nr. 1 í a-moll op. 33 eftir Camilla Saint-Saéns; Carlo Naria Giulini stjórnar. Félagar úr Fflharmóníusveit Lundúna leika tvö verk fyrir strengjasveit eftir Edward Elgar; Introduction og Allegro op. 47 og Serenöðu í e-moll op. 20; Sir Adrian Boult stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatfminn Finnborg Scheving hefur umsjón með höndum. 17.00 Tónleikar 17.30 Bækur, sem breyttu heiminum — IV „Uppruni tegundanna“ eftir Charles Darwin. Bárður Jakobsson lögfræð- ingur tekur saman og flytur. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Nasasjón Arni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson ræða við Svövu Jakobsdóttur rithöf- und og alþingismann. 20.10 Samleikur í útvarpssal: Christina Tryk og Sigrfður Sveinsdóttir leika saman á horn og píaná a. Allemande eftir Purcell. b. Air eftir Bach. c. Preludia eftir Liadoff. d. Intermezzó eftir Gliére. e. Aprés um réve eftir Fauré. f. Rómansa eftir Davidoff. g. Fantasíuþáttur eftir Heise. 20.35 Leikrit „Hefðarfrúin" eftir Valentin Chorell. Þýðandi: Sigurjón Guðjóns- son. Leikstjóri: Gfsli Hall- dórsson. Persónur og leikendur: Itona Silver Sigríður Hagalín Boubou..................... ........Guðrún Stephensen Læknirinn....Gisli Alfreðsson 21.40 Kórsöngur: Sunnukór- inn syngur íslenzk og erlend lög Sigrfður Ragnarsdóttir leik- ur með á píanó og Jónas Tómasson á altflautu. Hjálm- ar Helgi Ragnarsson stjórn- ar. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Litli dýrling- urinn“ eftir Georges Simenon Kristinn Reyr les þýðingu Ásmundar Jónssonar (7). 22.40 Á sumarkvöldi Guðmundur Jónsson kynnir tónlist úr ýmsum áttum. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Kl. 20.35 — Leikrit vikunnar: Gömul leikkona rifjar upp endurminningar í KVÖLD kl. 20.35 verður flutt leikritið „Hefðar- frúin“ eftir finnska rit- höfundinn Walentin Chorell. Þýðinguna gerði sr. Sigurjón Guðjónsson, Sigrfður Hagalfn en leikstjóri er Gísli Hall- dórsson. í hlutverkum eTu þau Sigríður Haga- lín, Guðrún Stephensen og Gísli Alfreðsson. Leikurinn lýsir síðustu Gfsli Alfreðsson stundum í lífi gamallar leik- konu. Þjónustustúlka hennar, sem reyndar er líka orðin öldr- uð, er hjá henni, og þær rifja upp endurminningar frá liðn- um dögum. Leikkonunni finnst hún komin á sviðið aftur, böðuð ljósum, hún heyrir fagnaðar- læti áhorfenda og tekur við blómum frá aðdáendum. Hún á enn sitt stolt, hún ætlar að kveðja leiksvið lífsins með sama glæsibrag og hún kvaddi svið ieikhússins. Walentin Chorell er fæddur í Abo árið 1912. Hann hóf ritferil sinn sem ljóðskáld, en fór fljót- lega að semja skáldsögur og leikrit. Chorell tekur oft til meðferðar skipti einstaklings- ins við samfélagið, en raun- verulega þjóðfélagsádeilu er sjaldnast að finna í verkum hans. Hann er nærfærinn höf- undur, ekki sizt þegar hann fjallar um sálarlíf konunnar, sem honum er jafnan hugstætt viðfangsefni. Hann getur verið Guðrún Stephensen. gamansamur á stundum, en undirtónninn er alvarlegur, allt að þvi harmþrunginn í sumum verkum hans. Áður hafa verið flutt nokkur leikrit eftir Chorell í útvarpinu og má þar m.a. nefna „Fabian opnar hliðin“, og „Samtal við glugga“. HOl HEVHH Fyrir börnin... LITLI barnatíminn er á dagskrá útvarpsins kl. 16.40 í dag. Það er Finn- borg Scheving fóstra, .sem hefur umsjón þáttar- Lns með höndum. Að þessu sinni er efni þátt- arins tvíþætt. Fyrst les Eva Sigurbjörnsdóttir söguna Kisan með rófurnar 6 og síðan verð- ur söngleikurinn um Litlu Ljót fluttur af plötu telpnakórs Langholts- skóla. Að venju er morgun- stund barnanna á dag- skrá kl. 8.45. í dag verður byrjað aó lesa nýjar sög- ur eftir Böðvar Magnús- son á Laugarvatni. Sög- urnar heita Dýrasögur og eins og nafnið ber með sér eru þetta sögur um dýr. Þessar sögur eru all- ar sannar, eins konar endurminningar Böðvars um dýr, sem hann hefur þekkt. Það er örn Eiðs- son, sem les sögurnar. 1 morgunstund barnanna byrjar Örn Eiðsson lestur á „Dýrasögum“ eftir Böðvar Magnússon á Laugarvatni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.