Morgunblaðið - 08.07.1976, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 08.07.1976, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1976 Hættir Kissinger? ÞAR sem gert er ráS fyrir aS Henry Kissinger láti af starfi utanrlkis- ráSherra hvort sem Ford forseti nær endurkjörí eSa ekki er mikiS bollalagt hver taki viS af honum. Ef Ford verSur kosinn og Kiss- inger hættir er taliS Ifklegt aS næsti utanrfkisráSherra geti orSiS Eliott Richardson sem sagSi af sár embætti dómsmálaráSherra út af Watergate-málinu. Melvin Laird fyrrverandi land- vamaráSherra gæti einnig komiB til greina. Ef Ronald Reagan verSur forseti gæti utan rfkisráSherrann orSiS James Schlesinger sem Ford rak úr starfi landvarnaráS- herra þar sem hann gagnrýndi stefnuna f varnarmálum. MeSal þeirra sem taliB er aS Jimmy Carter gæti hugsaS sér sem utanrfkisráSherra eru menn eins og Theodore Sorensen, aS- stoSarmaSur Kennedys heitins forseta, og Paul Nitze fyrrverandi flotamálaráSherra eSa stjórnmála- menn eins og Frank Church og Henry Jackson sem börSust gegn honum f forkosningum demó- krata. Athyglin beinist þó meir aS reyndum embættismönnum og i þeim hópi eru: 0 Cyrus Vance, landvamaráS- herra i tiS L.B. Johnsons forseta. Cyrus Vance. sem meSal annars hefur tekiS þátt i viSræSum um Vietnam og Kýpur. 0 George Ball. sem lengi var aS- stoSarutanríkisráSherra og hefur einkum langt áherzlu á góSa sam- vinnu viS bandalagsþjóSir Banda- ríkjanna. ^ Paul Wamke fyrrverandi aS- stoSarlandvamaráSherra sem gagnrýndi stefnu stjómarinnar f VfetnamstrfSinu en IftiS hefur bor- iS á. Loks er taliS aS Carter hafi augastaS á 48 ára gömlum forstöSu- manni utanrfkis- málastofnunar viS Columbia- háskóla, Zbigni- ew Brzezinski sem löngu er kunnur sem einn færasti sérfræS- ingur Bandarfkjamanna i utanrfk- ismálum, ekki sízt f málum komm- únistarfkja. SérfræSingar segja greinilegt aS Brzezinski hafi samiS hluta fyrstu stórræSunnar sem Carter flutti um utanrfkismál. Hann hefur veriSaS- stoSarmaSur David Rockefellers, bróSur Nelsons Rockefeller sem Kissinger hóf feríl sinn hjá. er fæddur i Evrópu (Póllandi) eins og Kissinger og talar meS erlendum hreim eins og hann. Og aS þvi er spurt hvort Bandaríkjamenn vilji enn einn háskólamann frá Evrópu sem talar meS erlendum hreim i starf utanrikisráSherra. Kissinger Vanur byltingum JAFFAR Nimeiri hershöfðingi, forseti Súdans, var hylltur á götum Khartoum aðeins fimm vikum áður en tilraunin var gerö til að steypa honum af stóli fyrir helgina. Þá var haldin hersýning til þess að minnast þess að sjö ár voru liðin síðan hann komst til valda. Á þeim tíma hefur hann sýnt að það er hægara sagt en gert að víkja honum frá völdum. Fyrstu stjórnarár Nimeiris voru söguleg. Hann batt enda á borgarastyrjöld sem hafði geisað í sjö ár, braut á bak aftur tvær meiriháttar tilraunir til stjórnarbyltingar, kæfði aðrar byltingartil- raunir i fæðingunni og eignaðist óteljandi fjandmenn jafnt til vinstri og hægri. Vinstrisinnaðir uppreisnarmenn lögðu undir sig forsetahöllina 1971 og tóku Nimeiri hershöfðingja til fanga. Hersveitir hollar honum leystu hann úr haldi og bældu uppreisnina niður. Þrír óbreyttir borgarar voru hengdir og 11 yfirmenn í hernum skotnir til bana fyrir þátt þeirra i uppreisninni. Enn ein byltingar- tilraun var gerð í september i fyrra og bæld niður á tveimur klukkustundum. Ofurstinn sem stjórnaði henni og 18 aðrir voru ieiddir fyrir aftökusveit. Fáir menn hafa haft eins náin kynni af hermannasamsærum og Nimeiri hershöfðingi. Þegar hann var ungur foringi i hernum var hann félagi í leynilegum samtökum sem höfðu uppi áform um að reka Breta úr landi, en þeir afsöluðu sér yfirráðum sinum friðsam- lega og fóru 1956. Einu ári síðar var hann rekinn úr hernum og siðan hafður í stofuvarðhaldi í 16 mánuði fyrir þátttöku í samsæri gegn nýju stjórninni. Ihaldssamir herforingjar náðu völdunum með byltingu 1958 og Nimeiri var leyft að ganga aftur í herinn. Reynsla Nimeiris af borgarastríði múhameðstrúarmanna og blökkumanna í Suður-Súdan sannfærði hann um að hernaðarleg lausn væri útilokuð. Eftir byltinguna sem kom honum til valda kom hann til leiðar pólitískri lausn. Fyrst eftir að Nimeiri varð forseti var hann talinn róttækur. Rússar og Gaddafy, þjóðarleiðtogi Líbýu, biðluðu til hans, en hann sneri við þeim baki eftir byltingartilraun vinstrimanna 1971. Síðan hefur hann bætt sambúð Súdans við Bandaríkin og önnur vestræn ríki. Skömmu áður en byltingartilraunin var gerð á dögunum var hann i Washington þar sem hann ræddi við Fod forseta um aukna hernaðar- oe efnahaesaðstoð. Þaðan fór hann til Parísar bar sem hann ræddi við Giscard d’Estaing forseta og hann ætlaði aðeins að Nimeiri: hefur áður bælt niður hafa stutta viðdvöl í Khartoum áður en hann færi til fundar æðstu byltingartilraunir manna Einingarsamtaka Afríku á Mauritius. Síra Sigurður Pálsson vígslubiskup— 75ára HINN 8. þ.m. er vigslubiskup vor í Skálholtsstifti 75 ára. — Hissa horfi ég á þessa fregn. Enn finnst mér hann eiginlega ungur maður. En andinn er brennandi og hugs- un hans kvik, lifandi og skír. — Hann er, — í betri merkingu frjálslyndis-frjálslyndari en hann var ungur. — Ég er á Mosfelli. þegar ég rita þessar línur, og ég á þar heima. Ég var gestur á Mos- felli, þegar við sr. Sigurður sá- umst fyrst. Hann átti að kenna mér á tíu dögum til inntökuprófs í Kennaraskólann. Ég hafði að vísu lesið bækur eftir prófskrá um sumarið í fristundum frá heyskap á heimili mínu. Sira Sigurður var góður kennari — og kenndi mér auk þess að bera mátulega mikla virð- ingu fyrir reikningi. Sira Guðmundur Einarsson og hans ágæta frú Anna Þorkelsdótt- ir tóku 'mig til náms þennan tíma. Þegar til kom án endurgjalds. Sr. Sigurður hafði áður verið þar við nám og einnig Sr. Sigur- björn Einarsson. Hann kom þar gestur i tvo eða þrjá daga. Þeir voru þá báóir orðnir stúdentar og guðfræðinemar, og sr. Sigurður átti einn vetur eftir í guðfræði- deild. Ég mætti þarna hvorki meira né minna en tveimur biskupsefn- um. Sr. Sigurður var mikill trúmað- ur, fastheldinn á gamlan menningararf, spakur í orðum og beinsskeyttur. Sr. Sigurbjörn var ákaflega fleygur. Þeir leiddu stundum saman hesta sína, lítilsháttar. Ég var að lesa í sömu stofu. — En varð þá á að hætta því og hlusta á óvenju snjallar orðræður um trú og vísindi. Og var mér skemmt. Þessir guðfræðinemar voru nokkurskonar fóstbræður. Þeir höfðu ákafa löngun til þess að reisa Skálholtsstað úr rústum. Svo að það var engin furða, þótt ég fengi mikið álit á þeim. Þegar ég var um fermingu, var ég alltaf að hugsa um Skálholts dýrð og Skálholts niðurlægingu. En hvort sem ég minntist á það við jafnaldra mína eða tvítugt fólk, ellegar eldra fólk í Arnes- sýslu, var alltaf sama svarið: Það held ég að verði aldrei. Nei, nei, það er ómögulegt. — Þetta þótti mér fjarskalega einkennilegt. Að það væri ómögulegt. að byggja kirkju og beglegt hús í Skálholti. Löngum höfðu mér því sárnað svörin. Mér þótti því meira en lítið varið í stefnu þessara ungu manna. Mér þótti svo mikið varið í gáf- ur þeirra, hugsjónir og trú, að ég fór að hugsa eins og norskir konungar hugsuðu til forna. Ég hélt að það yrði ekki nema eins eða tveggja ára verk fyrir þá að koma öllum íslendingum til sannrar heitrar trúar. — En ég vildi nú samt fara minar eigin götur. Mér datt i hug, að e.t.v. yrðu þeir biskupar, annar í Skál- holti, hinn á Hólum. Ég hafði lesið allar bækur Dr. Helga Péturs og bækur Dr. Ágúst- ar H. Bjarnasonar og smámsaman týnt niður barnatrú. — Ég hafði líka lært einn vetur málfræði hjá Þórbergi Þórðarsyni og komist á snoður um frelsandi öfl, fyrir alþýðu manna. Trúið þér, að englar séu til, spurði ég prestsefnið. — Já, segir hann hiklaust. Trúið þér þvi ekki? — Ég trúði því, þegar ég var barn. Mér þykir vænt um að þér skuluð trúa því og þora að viðurkenna það en ég trúi því ekki lengur statt og stöðugt. Ég trúi engu. Ég efast um allt. Samt þótti mér vænt -um ákveðna og skýlausa trú þessa prestsefnis. Undirniðri saknaði ég nefnilega englanna. Sr. Sigurður vitnaði i fermingarföður sinn, síra Arna Þórarinsson um heimspekina: „Heimspekin hefur ekki bjargað svo miklu sem einu hundslífi." Ekki vildi sr. Sigurður sam- þykkja það með Dr. Helga Péturs, að við myndum flytja á aðra stjörnu í öðru sólkerfi, þegar við deyjum. En oft hef ég furðað mig á því, sem Sr. Sigurður sagði þá um kommúnismann, svo snemma á ferli þeirrar stefnu. Hann sagði: Kommúnisminn er guðlaus stefna og efnishyggja. — Þeir menn, sem trúa ekki á Guð, geta að vísu Iofað öllu fögru, lofað brauði og leikjum fyrir alþýðu manna, á meðan þeir eru að ná völdunum í sínar hendur. — Og hann hélt áfram: Að þvi loknu munu þeir svíkja fólkið, banna verkföll og hneppa almenning í meiri áþján og ófrelsi, heldur en nokkur dæmi eru til í kristnum löndum. Hann sagði eitthvað á þá leið, að þegar mennirnir eru sviptir Guði og valdhafarnir trúa ekki á Guð, þá eru engin takmörk lengur fyrir því, hvað hægt er að beita mikilli kúgun, ranglæti og undirokun. Guðlausir menn þekkja engin mannréttindi. Ég álit nú að eftir bókum Solzhenitsyns að dæma, þá sé þetta allt komið fram. Kommúnis- minn hefur svikið allt gott, sem einlægustu menn vonuðust til af honum, og hann hefur staðið við allt, sem ungi guðfræðingurinn, Sigurður Pálsson spáði, og meira að segja farið langt fram úr því að endemum. Sr. Sigurður ólst upp hjá afa sínum og ömmu til sjö ára aldurs. Þeir voru miklir ástvinir, dreng- urinn og afi hans. — Sennilega má þangað rekja alvöru og and- legan þroska, sem sr. Sigurður hafði strax sem ungur maður. Bæði afi hans og amma kenndu honum „hið eilifa sanna um Guð og mann, um lífsins og dauðans djúpin”. — Þar öðlaðist hann þá trúarvissu, sem honum hvarf aldrei. — Sr. Sigurður varð sorg- bitið og einmana barn, þegar afi hans dó. Þeir voru bundnir svo sterkum böndum, að enginn ann- ar maður náði viólíka sess að skipa I hjarta drengsins. Líklegtl er að sá aðskilnaður hafi sett rtiark djúprar alvöru á hugsun og tilfinningar hins gáfaða manns. Sfra Siguróur varð sjálfstæður maður á unga aldri. Lét ekki jafnaldra leiða sig. Þetta mun vera einkenni margra, sem nutu einhliða ástríkrar handleiðslu, sem var á réttan hátt veitt. Sr. Sigurður fór þann mennta- veg, sem hann sjálfur kaus. Þegar hann hafði lokið kandídatsprófi í guðfræði, sótti hann um Hraungerðisprestakall í Flóa. Hann hlaut það kall. Þar kom hann á heimili síra Ólafs Sæmundssonar, sem var aö fara frá Hraungerði. — Þá var þar ung og falleg stúlka, sem hugsaði um heimilið fyrir prest- inn, fósturföður sinn, og annaðist hann vel. Hún hét Stefanía, móðurnafni sr. Ólafs. Sr. Sigurður sá, að hún var kvennaprýði. Með þeim tókust ástir. Hann lýsti henni þannig fyrir mér, að hún hefði yndislega söng- rödd, hlátur hennar þyrlaði burtu ölium áhyggjum. — Erfiðleikar og vandamál leystust upp i ótal úrræðum hennar, sem hún sá í öllum áttum. Fljót var hún að framkvæma úrræðin. Huggun var hverjum hryggum manni búin við hjartaþel hennar og umhyggju. Ég hlakkaði til að kynnast henni. Sá dagur kom, að við hjónin heimsóttum prestshjónin í Hraun- gerði. Innilegar viðtökur. Þar var þá gamalt, virðulegt en gisið timburhús. Það var mjög af smekkvísi búið, meira en af ríki- dæmi. En allar viðtökur voru forkunnar stórmannlegar. Þá áttu þau einn son ungan, Pál. Og við áttum annan yngri. Svo ung vorum við öll á þeirri tíð. í þessu gamla húsi, hjá gömlum og merkum bókum var unga prestskonan við hlið sr. Sigurðar. Hún minnti helst á fallega maddonnumynd. Presturinn miðlaði af lífs- reynslu og visku, hún af lífsgleði. Margt var þá rætt um kristni landsins og kirkjunnar hand- leiðslu á liðnum öldum. Hvað væri hægt að gera til þess að efla kirkjuna, sem áður efldi allan lýð. Á þessu nýlega stofnaða heimili voru þrjár persónur í fjölskyldu og ein vinnukona. En ellefu manns sátu jafnaðarlega til borðs, þá viku, sem við vorum þar. Strax á þessum fyrstu árum í Hraungerði, hafði prestur og söfnuður látið prýða og mála Hraungerðiskirkju, bæði úti og inni. í Hraungerðiskirkju var prédikun flutt. Boðunin skýr. Krossins orð „frá allri villu klárt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.