Morgunblaðið - 08.07.1976, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JULI 1976
„Eigum við ekki
bara að segja að
þetta sé gert a
aevintýralöng
NORSKA skemmtiferðaskipið Vista-
fjord kom hingað til lands í gær í
annað skiptið á sumrinu. Með skip-
inu eru nú 520 farþegar, flestir Þjóð-
verjar, en einnig stór hópur Banda-
ríkjamanna. í áhöfninni eru um 350
manns af mörgum þjóðernum og
verkefni hennar er fyrst og fremst að
sjá um að farþegunum líði sem allra
bezt og þá skorti ekki nokkurn hlut.
Norðmenn eru sennilega í meirihluta
í áhöfn skipsins, Þjóðverjar, Spán-
verjar og Englendingar eru einnig
margir, Kínverjar starfa í eldhúsinu
og ísland á sinn fulltrúa þar sem er
hjúkrunarkonan Björg Ólafsdóttir.
Hafði Björg í mörgu að snúast í
gæræorgun áður en hún hafði tíma til
að fara ..heim" til foreldra sinna við
Laugarásveginn og borða þar uppá-
haldsmatinn og hitta vini og ættingja
Morgunblaðsmenn voru komnir i
heimsókn og skoðuðu skipið hátt og
lágt undir leiðsögn Bjargar og auk
þeirra voru bræður hennar þrír i heim-
sókn, þeir Halldór Óli. Ólafur Kristinn
og Sigurður Ólafssynir, en sá síðast-
nefndi heldurá mánudaginn til Kanada
þar sem hann verður einn af islenzku
keppendunum á Ólympíuleikunum
— Eigum við ekki bara að segja að
það hafi verið af ævintýralöngun, sem
ég sóttí um starfið, sagði Björg, er við
spurðum hana hvers vegna hún hefði
sótt um þennan starfa — Nei, nei,
þátturinn „læknir til sjós" hafði engin
áhrif í þessu sambandi, segir Björg og
hlær og bætir því síðan við að starfið
um borð í Vistafjord sé ekki á nokkurn
hátt svipað þessum vinsælu gaman-
þáttum, sem bæði norska og islenzka
sjónvarpið hafa sýnt
Björg hélt til Noregs siðastliðið
haust og starfaði þar á sjúkrahúsi fram
eftir vetri, en tók í vor nauðsynlegt próf
til að komast i framhaldsnám í hjúkrun-
arfræðum i Noregi Hvenær hún sezt á
skólabekk aftur sagðist hún ekki vita
— Það er erfitt að komast inn á þá
skóla í Noregi. sem ég hef áhuga á,
jafnvel þó maður sé íslendingur og ég
reikna með að vinna lika næsta vetur,
sagði Björg — Ég er ráðm á Vistafjord
út september, en það má vel vera að
ég sæki um starf hér á skipinu eitthvað
áfram, þetta er geysilega spennandi,
auk þess sem maður fer viða og kynn-
ist mörgum í október verður skipið á
ferðum i karabiska hafinu og ég hefði
ekkert á móti þvi að komast þangað
Fullkomið
fijótandi sj'úkrahús
Á ferð okkar um skipið fór það ekki á
milli mála að það er smíðað með öll
hugsanleg þægindi ferðamannanna í
huga. Það kostar líka drjúgt að ferðast
með Vistafjord og Björg gizkaði á að
sólarhringurinn kóstaði um 10 þúsund
krónur um borð í skipinu Reyndar er
hægt að panta sérstakar svítur í skip-
inu eins og prinsinn frá Kuwait gerði í
síðustu ferð skipsins Hann lét sér ekki
duga minna en eina hæð af svítum á
efsta þilfari og kveinkaði sér ekki hið
minnsta þegar hann fékk reikninginn.
imtiitHu i
unn ttatt ttmm n mtmw* i«»»«m«»««»«*«*
«. *«««»««
Bitii HKttn tmm* nmm *
■
Norsk hjúkrunarkona, læknirinn Per og Björg Ólafsdóttir i
hinni fullkomnu sjúkrastofu.
fyrir sig, lækna sína og annað aðstoð-
arfólk, upp á nokkrar milljónir króna
Af þeim þægindum, sem farþegum
er boðið upp á um borð má nefna
kvikmyndasal, konsertsal, danssal,
næturklúbb, aðskiljanlega bari, bóka-
safn, matsali, gufubað, nudd og síðast
en ekki sizt þrjár sundlaugar Þeim
sýndi Sigurður Ólafsson mikinn
áhuga, enda ekki nema eðlilegt, þar
sem maðurinn eyðir þremur—fjórum
klukkutímum á degi hverjum í sund-
m
lauginni í Laugardal til æfinga fyrir
Ólympiuleikana.
Ekki má heldur gleyma sjúkrastof-
unni um borð, þar sem Björg starfar
ásamt norskri hjúkrunarkonu og norsk-
um lækni. Er aðbúnaður allur þar hinn
fullkomnasti og að sögn Bjargar eitt
fullkomnasta sjúkrahús sem finnst á1
nokkru skemmtiferðaskipi Þar eru rúm
fyrir 14 manns, aðstaða til erfiðra
uppskurða og flestra þeirra aðgerða,
Rabbað við Björgu
Ólafsdóttur, hjúkrun-
arkonu um borð í
skemmtiferðaskip-
inu Vistafjord
sem á annað borð er mögulegt að
framkvæma úti á rúmsjó.
„Einhver verður
að gæta sjoppunnar"
Á leið okkar upp í brú hittum við
fyrir skipstjórann á þessu 25 þúsund
tonna fljótandi hóteli. Sá heitir Sverre
Brakstad og er hinn geðugasti náungi,
frá Stavanger. Kvartaði hann fyrSt yfir
kuldanum á islandi og sagðist ekki trúa
því að 1 6 stiga híti væri í lofti. —Ég
hefði þó drifið mig i land ef ég hefði
komizt, sagði hann, en einhver verður
vístað gæta sjoppunnar.
Flestir skipverjar Vistafjord fóru i
skoðunarferð um Reykjavík í gær og
farþegarnir austur fyrir Fjall í gær-
kvöldi hélt skipið vestur fyrir ísland til
Jan Mayen og þaðan til Svalbarða
Síðan er ætlunin að sigla suður með
ströndum Noregs og þá innan skerja
lengst af leiðina til Bergen. Þar endar
ferðin í rauninni, en flestir farþegarnir
halda þó áfram til Hamborgar, þar sem
nýtt fólk kemur um borð til að njóta
þægindanna og þjónustunnar í Vista-
fjord
Um borð í Vistafjord stendur þessa
dagana yfir læknaþing og eru haldnir
fyrirlestrar í kvikmyndasalnum Þar eru
síðan sýndar kvikmyndir tvisvar á dag
og-það eru yfirleitt nýjar myndir sem
boðið er upp á. í þessari ferð er
farþegum m.a. boðið upp á myndir
eins og Sting, Ókindina, Jarðskjálft-
ann, Gatsby og Three days of the
Condor svo eittbvað sé nefnt Ekki er
nauðsynlegt að fara í kvikmyndasalinn
til að njóta þessara mynda. I flestum
herbergjum eru sjónvarpstæki og nóg
er að kveikja á þeim til að geta séð
myndina í eigin herbergi
n
skýrandinn á Umferðarmiðstöðinni og
Árbæjarsafninu.
— Það var hálfleiðinlegt fyrir mig að
verða vitni að svona vitleysu, sagði
Björg —Ég talaði þó við hann og
leiðrétti vitleysurnar, þannig að þegar
við komum hingað aftur i lok mánaðar-
ins held ég að hann ætti að koma
þessum upplýsingum rétt til skila.
—áij.
Litli báturinn við hlið Vista-
fjord er einn þeirra báta sem
notaðir eru til að flytja far-
þega I land i hinum ýmsu
höfnum.
Ekki vantar skrautmunina um borð i
þetta skip í næturklúbbnum eru
skreytingar úr 18 karata gulli og
reyndar var mynd af Ólafi Noregskon-
ungi til skamms tima skreytt með
krónu úr skiragulli Það er þó liðin tið
því einhverjir bíræfnír náungar stálu
krónunni er skipið kom í höfn fyrir
nokkru.
Ruglaðist á Árbæ
og Umferðarmiðstöðinni
Bræðurnir Halldór Óti, Ólafur
Kristinn og Sigurður Ólafs-
son brugðu á leik með
íþróttatæki farþeganna.
Björg og Sigurður við eina af þremur sundlaugum skipsins. (Ijósm. Friðþjófur).
Áður en komið er í land i nýrri höfn
er staðurinn kynntur farþegum með
fyrirlestri og myndum. í fyrrakvöld var
fyrirlestur um ísland og fræddust far-
þegar þar nokkuð um land og þjóð
Ýmislegt komst þó ekki rétt til skila
Þannig var sagt er mynd birtist af
Ingólfi Arnarsyni að hann væri Jón
Sigurðsson og sömuleiðis ruglaðist út-