Morgunblaðið - 08.07.1976, Page 14

Morgunblaðið - 08.07.1976, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JULÍ 1976 Brezkir sjómenn harðir gegn EBE íslendingar gegn — segir James Johnson Morgunhlaðid leitaði í gær fregna hjá James Johnson, þingmanni Verkamannaflokksins frá Ilull, um frumvarp sem nú er í undirhúningi í Lund- únum um útfærslu Breta í 200 mílur og ráðgert er að leggja fram komi Efna- hagsbandalagið sér ekki saman um sameiginlega fiskveiðistefnu aðildar- ríkjanna áður en hafréttar- ráðstefna Sameinuðu þjóð- anna hefst í New York í næsta mánuði. James Johnson, sem er formað- ur sjávarútvegsnefndar brezka þingsins, sagði, að ekkert væri að frétta af málinu fyrr en í næstu viku þegar Anthony Crosland ut- anrikisráðherra kæmi heim úr för sinni til Bandaríkjanna og Kan- ada, en málið væri nú algjörlega i höndum hans. Johnson sagði, að James Johnson. nýlega hefði birzt kort í dagblaði þar sem sýnt væri hvaða einkalög- sögumörk væru nú til umræðu milli Breta og EBE. Þar væri gert ráð fyrir 12 mílna einkalögsögu vestur af Skotlandi, 50 mílum austur af Skotlandi, við Orkneyj- ar og Hjaltlandseyjar og suður fyrir Aberdeen en þegar kæmi að ströndinni við Hull hefði línan verið dregin við 12 mílur. Við Lowestoft væri á kortinu gert ráð fyrir 35 mílum. Johnson sagði, að ekki hefði jafn og Bretum fengizt staðfest hvort kort þetta gæfi rétta mynd af því, sem samn- ingaviðræðurnar snerust um, en margir teldu vist, að svo væri. ,,Mér og mörgum öðrum þing- mönnum lízt ekki á blikuna, ef þetta er það, sem koma skal, því að við viljum fá 50 milna einka- lögsögu við strendur landsins. Við erum harðir. i afstöðu okkar vegna þessa máls og munum eiga fund um það með Anthony Cros- land i næstu viku,“ sagði James Johnson. - Spurningunni um það, hvort Johnson teldi, að Efnahagsbanda- lagið yrði Bretum þyngra i skauti en jafnvel íslendingar, svaraði hann svo, að það ætti eftir að koma í ljós, „en eitt er víst og það er það, að eftir að sjómennirnir okkar hafa séð hvernig þið fóruð með okkur, þá verða þeir að minnsta kosti eins harðir í horn að taka gagnvart EBE. Ég held, að það sé sama hvert litið er — okk- ar menn eru orðnir alveg eins þreyttir á framkomu EBE eins og þið íslendingar voruð á okkur,“ sagði James Johnson að lokum. .Moskva: Mínni geislun í sendi- ráði Bandaríkjanna Washington, 7. júlí — Reuter. UTANRÍKISRAÐUNEYTI Bandaríkjanna upp- lýsti f dag, að Rússar hefðu dregið mikið úr örby Igjugeislunum, sem þeir hafa heint að bandarfska sendiráðinu f Moskvu. Talsmaður ráðuneytisins, Robert Funseth, kvaðst harma. að geislasendingarnar skyldu ekki hafa verið stöðv- aðar fyrir fullt og allt. Örbylgjugeislarnir eru taldir koma frá tækjum, sem notuð eru til út- varpstruflana og sfmahlerana. Þeirra hefur orðið vart í sendiráðinu f 16 ár. Styrkleiki geislanna er sem stendur 2 mfkróvött á hvern fersentimetra. Þegar álplötur voru settar fyrir gluggana, minnk- aði styrkleiki geislanna f sendiráðinu niður f aðeins brot úr mfkróvatti, en, þegar styrkurinn var í hámarki, mældist hann u.þ.b. 30 mfkróvött að sögn talsmannsins. Grunur leikur á að geisl- arnir séu hættulegir heilsu manna f sendiráðinu, en talsmaður tók þó fram f dag, að sá grunur hefði ekki verið staðfestur. Utanríkisráðuneytið hefur þó samið við læknadeild John Hopkins háskólans að hefja rannsókn á öllum þeim, sem starfað hafa við sendiráðið, svo og ættingjum þeirra til þess að ganga úr skugga um, hvort þessi grunur gæti átt við rök að styðjast. Tvö börn bandarfsks sendiráðsmanns í Moskvu voru nýlega flutt til Bandarfkjanna vegna veikinda sem gætu verið afleiðing örbylgjugeislanna. Annað þeirra er farið aftur til Moskvu. Talsmaðurinn, Funseth, vildi ekki gefa nánari upplýsingar um eðli veik indanna. Rannsóknin á vegum háskólans mun m.a. beinast að þeim möguleika, að lítill styrk- leiki á örbylgjum vfir langan tíma geti verið hættulegur heilsunni. Funseth tók fram, að Bandarfkin hefðu ekki á neinn hátt slakað til gagnvart Rússum til að fá þá til að draga úr geislavirkninni. Aðspurður hvort njósnastarfsemi Bandaríkj- anna sjálfra f Rússlandi hefði goldið afhroð vegna örbylgjugeislanna kvaðst Funseth ekkert vilja um segja. Hann sagðist að lokum harma þann skort Rússa á mannúð og velvild f garð vinnandi fólks f Moskvu, sem fram kæmi f notkun þeirra á þessum geislum. Svona Iftur botninn á ánni Rfn út, en vatnsyfirborð árinnar hefur lækkað um 5 sentimetra á dag f þurrkunum að undanförnu. Drykkjarvatn í Bretlar.di hættulegt ungbörnum Lundúnum — 7. júli — Reuler. SLtK aukning hefur orðið á ólff- rænum efnum í neyzluvatni f Bretlandi að undanförnu, að ekki er lengur óhætt að ungbörn neyti þess. Hér er um að ræða úrgangs- efni frá verksmiðjum og úr áburði, sem f venjulegu árferði skolast burt með rigningum, en aukning þessara efna f drykkjar- vatninu á rætur sfnar að rekja til þurrkanna miklu. Mengunarefni þessi geta valdið blóðsjúkdómi i börnum (cyannos- is), og dregur hann úr hæfni blóðsins til að dreifa súrefni um líkamann, þannig að sýkt barn stendur á öndinni og blánar upp. Aðalhættan af sjúkdómi þessum stafar af þvi hversu sjaldgæfur hann er og rangrar sjúkdóms- greiningar af þeim sökum, en sjúkdómurinn getur verið lífs- hættulegur hljóti sjúklingarnír ekki rétta meðhöndlun. Nú er hafin dreifing ó flöskum með sérstöku diykkjarvatni handa ungbörnum. Yfirvöld i Bretlandi lra mál fetta mjög al- varlegum augum, og sagði fulltrúi vatnsveitunnar þar i dag, að þetta væri i fyrsta sinn, sem hlutfall ólífrænna efna i neyzluvatni yrði svo hátt, að hætta stafaði af, og færi ástandið stöðugt versnandi að þessu leyti. Tók hann sérstak- lega fram, að þótt úrhellisrigning kæmi nú, mundi það ekki bæta ástandið umsvifalaust, þar sem fyrst í stað mundi enn meira af ólífrænum efnum berast í vatns- ból af þurru landi. Gefin verða út bráðabirgðalög með fyrirmælum vegna neyðar- ástandsins sem þurrkarnir hafa valdið en þeir eru þeir verstu sem komið hafa i Bretlandi i tvær ald- ir. Víða er fyrirsjáanleg skömmt- un á drykkjarvatni. Gaddafi og Al- Madhi hinir seku — segir Nemeyri forseti Khartoum — Reuter —7. júlí. NEMEYRI forseti Súdans sagði í dag, að Sadik Al-Madhi, sem var forsætisráðherra Súdans á árun- um 1966 og 1967, hefði ásamt Muammar Gaddafi forsætisráð- herra Líbýu staðið að byltingar- tilrauninni, sem gerð var I Súdan í síðustu viku. Sagði Nemeyri, að Al-Madhi hefði sveimað í flugvél yfir Khartoum meðan hersveitir hans hefðu barizt gegn bvltingar- hermönnum. Að sögn Nemeyris tók ekki einn einasti súdanskur hermaður þátt í uppreisninni, heldur var þar um að ræða um 200 málaliða frá ýmsum Afríku- löndum. Útvarpið í Súdan hefur í dag Framhald á bls. 18 Vegna flutnings verzlunar okkar frá Bankastræti 11 bjóöum við 20% afslátt ; af öllum vörum þar dagana 1 —9. júlí NOTIÐ EINSTAKT TÆKIFÆRI OG GERIÐ GÓÐ KAUP T D Á VEGGFÓÐRI, BAÐMOTTUM, BAÐSKÁPUM GLUGGATJALDASTÖNGUM, GÓLFDREGLUM OG ÝMIS KONAR BÚSÁHÖLDUM. J. Þorláksson 8- Norðmann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.