Morgunblaðið - 08.07.1976, Side 15

Morgunblaðið - 08.07.1976, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JULl 1976 15 r Stjórnarkreppan á Italíu: Þrír líklegastir til stjórnarmyndunar — einn er náfrændi Berlinguers Róm — 7. júli — NTB ÞRlR MENN eru nú einkum nefndir sem forsætisráðherraefni á Italfu og eru þeir allir úr flokki kristilegra demókrata. Einn þeirra, Francesco Kossica, núver- andi innanrfkisráðherra, er ná- skyidur kommúnistaleiðtoganum Enrico Berlinguer. Hinir eru Arnaldo Forlani varnarmálaráð- herra og Giulio Anremtto fjár- málaráðherra. Enginn þeirra hefur tjáð sig um hversu langt sé hægt að teygja sig til móts við kommúnista og sósíal- ista þannig að stuðningur þeirra fáist til stjórnarmyndunar. Búizt er við því, að Aldo Moro forsætisráðherra biðjist lausnar á föstudag eða laugardag. Tékkar dæma popp-listafólk Prag, 7. júlí. Reuter. DÓMSTÓLL í Pilsen hefur dæmt þrjá Tékkóslóvaka f 30, 18 og 8 mánaða fangelsi fyrir að leyfa þremur popp- listamönnum að ræða og flytja list sfna í æskulýðsklúbbi, samkvæmt áreiðanlegum heimildum f Prag f dag. Hinir ákærðu voru hand- teknir f marz þegar aðför var gerð gegn listamannasamtök- um sem yfirvöld viðurkenna ekki. Popplistamennirnir eru einnig f haldi og búizt er við að þeir verði leiddir fyrir rétt í Prag innan skamms ásamt sjö öðrum sem hafa verið hand- teknir. Kunnir rithöfundar og and- ófsmenn, Vaclav Havel, Pavel Kohout, Ludvik Vaculik, Ivan Klima og Vaclav Cerny hafa gagnrýnt það að listamenn séu ákærðir fyrir að helga sig list- greinum sem njóti ekki opin- berrar viðurkenningar. Þeir mótmæla því að fjöl- miðlar hafi sagt að hinir hand- teknu hafi áður gerzt brotlegir við lög og séu eiturlyfjaneyt- endur og áfengissjúklingar þvf þar með sé almenningi gefnar villandi uppiýsingar og sak- borningum lýst sem sekum áð- ur en þeir mæti fyrir rétti. Snarræði í loftinu GRAHAM Jacobs, 18 ára gamall fallhlffarmaður f Englandi, komst naumlega Iffs af á dögun- um, þegar fallhlífin hans festist f stélhjóli Iftillar flugvélar yfir heimabæ hans f Suður-Englandi. Graham var fastur í flugvélinni f 15 mínútur, en tókst þá að losa sig úr fallhlífarbeizlinu. Sfðan sveif hann til jarðar f varafallhlff. Flugmaður flugvélarinnar, sem var af Cessna gerð, hrósaði Gra- ham mikið fyrir það jafnvægi, sem hann sýndi. Ef Graham hefði opnað varafallhlffina áður en hann var laus frá vélinni, hefði hún, ásamt með aðalfallhlffinni, stöðvað flugvélina á fluginu. Adolfo Suarez Gonzales, hinn nýi forsætísráðherra Spánar (tíl vinstri), vinnur embættís- eið sinn að viðstöddum konungi. Forsetí þingsins, Torcuato Femandez Miranda, er tíl hægri. Mannað sovétf ar tengt við geimstöð Moskvu, 7. júlí. Reuter. AP. SOVÉZKU geimfararnir Boris Volynov og Vitaly Zholobov tengdu f dag geimfar sitt Soyuz-21 við geimstöðina Salyut-5 og fóru Rússar kaupa soyabaunir Washington, 7. júli. Reuter. RtJSAR hafa keypt 700.000 lestir af soyabaunum til viðbótar af Bandarfkjamönnum og hafa þar með keypt af þeim 1.7 milljón lestir á fjórum dögum að sögn bandarfska landbúnaðarráðu- neytisins. í síðustu viku keyptu Rússar 200.000 lestir af soyabaunum frá Brazilfu og sérfræðingar telja ekki óhugsandi að þeir séu að semja um kaup á 300.000 lestum til viðbótar frá Braziiíu. Búizt er við að uppskera Rússa af soyabaunum minnki um 190.000 lestir á þessu ári miðað við uppskeruna i fyrra. Þó gerðu Bandarikjamenn ráð fyrir i fyrstu að Rússar mundu aðeins kaupa 400.000 lestir af bandariska heild- arútflutningnum sem er 14.5 milljón lestir. báðir um borð f stöðina að sögn fréttastofunnar Tass. Hlé var gert á venjulegri frétta- sendingu sovézka sjónvarpsins til að segja frá fréttinni. Frá þvf var skýrt að geimfararnir hefðu farið um borð í Salyut-5 um fimm tfm- um eftir tenginguna. „Erfiðasta kafla starfs þeirra er lokið,“ sagði f fréttinni. Geimfarinn Alexei Veliseyev sagði fréttamanni sjónvarpsins að athugun Volynovs og Zholobovs hefði leitt í ljós að öll tæki Salyut- 5 störfuðu eðlilega. Hann sagði að hér eftir færi starf þeirra að mestu leyti fram í geimstöðinni. Þeir fara aðeins um borð í Soyuz- 21 til að ná i tæki og vistir og undirbúa heimferðina. Að sögn Tass munu Volynov og Zholobov rannsaka áhrif þyngdar- leysis og athuga kennileiti á jörðu niðri og veðurfyrirbæri. Einn helzti tilgangur ferðarinnar er að afla upplýsinga sem aó gagni koma við veðurspár og leit að náttúruauðlindum. Þess er ekki getið hve lengi geimfararnir verði á lofti en gert ráð fyrir að þeir reyni að slá dval- armet Bandaríkjamanna í geimn- um. Það er 84 dagar og var sett þegar þrir bandarískir geimfarar dvöldust í Skylab 1974. Til greina getur komið að annað mannaó sovézkt geimfar verói sent til Salyut-5 eftir fjórar til fimm vikur ef allt gengur að ósk- um. Þeir Rússar sem lengst hafa dvalizt f geimnum eru Pyotr Klimuk og Vitaly Sevastyanov sem voru 63 daga um borð í geim- farinu Soyuz-18 þegar það var tengt við Salyut-4 í fyrra. Siðasta mannaða geimferðin var sameiginleg Söyu- Appollo-ferð Rússa og Banda- ríkjamanna í júlf i fyrra. Enn lenda ljóð Akhmatovu í hreinsUnareldinum í USSR NÝLEGA kom út I Leningrad nýtt úrval úr verkum sovézku skáldkonunnar Önnu Akhmatovu. Þetta úrval virSist benda til þess að nú, — tiu árum eftir andlát hennar —, sé enn hert á hinni hugmyndafræSilegu flokks- snöru um Ijóð hennar. Bókin. sem nefnist „Anna Akhmatova: LjóS og laust mál" og hefur raunar ekki verið áberaridi í bókaverzlunum i Sovétrikjunum, hefur t.d. aS geyma enn færri brot úr beiskasta andstalin- iska IjóSi skáldkonunnar, „Sálumessu", en þaS úrval sem siSast var gefið út. í samanburSi viS þá útgáfu, sem kom út fyrir tveimur árum, virðist þróunin vera sú að hinir sovézku útgefendur strika æ meir út af trúarlegum IjóSum. Og hinn stutti en þrætubókarkenndi inngangur eftir gagnrýnandann Dmitri Khrenkov virSist einkum eiga sér þann tilgang að sýna fram á að Akhmatova haf i veriS góður borgari. Þetta nýja úrval er 616 bls. að lögreglustjóri Stalíns til ársins stærð og prentað i 200.000 ein- tökum. sem mun vera stærsta upplag af verkum skáldkonunnar sem gefið hefur verið út í heima- landi hennar. 23 Ijóðum sem voru með í siðasta úrvali er nú sleppt og þau eru fyrst og fremst trúar- legs eðlis. í staðinn koma að visu 15 Ijóð sem aldrei hafa birzt áður á bók, en i þeim er aðeins ein trúarleg skirskotun. Eitt þeirra Ijóða sem ekki hlaut náð fyrir augum útgefandans að þessu sinni er eitt þriggja Ijóða úr þeim flokki 13 Ijóða, „Sálumessu", sem hingað til hafa verið birt I Sovétrikjunum. „Sálumessa" var einkum ort á árunum 1939 og 1940 og i minn- ingu fórnarlamba „Yeshovsh- china", — hinna miklu hreinsana sem Nikolai Yezhov, leyni- 1938. stjórnaði. en eftirmaður hans i því embætti, Lavrenty Beria, var jafnvel enn illræmdari. Ljóðaf lokkur þessi visar einkum til hlutskiptis sonar Akhmatovu, Levs Gumilyov, sem var handtek- inn mörgum sinnum i hreinsunum þessum, en hélt þó velli. Þau þrjú Ijóð sem birt eru i þessu nýja úrvali, — án þess þó að minnzt sé einu orði á Ijóðaflokkinn sem þau tilheyra — fjalla aðeins með al- mennum orðum um sorg Akham- tovu. Eitt þeirra heitir „Dómsúr- skurður", en I sovézku útgáfunum er þeim titli sleppt. Þriðja „Sálu- messuljóðið", sem sleppt er í nýju útgáfunni, fékk ekki að birtast óbrjálað i útgáfunni frá 1974. Þar var Ijóðlinan „ekki heldur stund fangelsisfundarins" . orðin að „ekki heldur stuná' hins óvænta fundar". Þessi breyting á Ijóðinu Anna Akhmatova á efri árum var gerð athugasemdarlaust. „Sálumessa" birtist fyrst i heild sinni i Múnchen árið 1963. Anna Akhmatova, sem fæddist árið 1889, var þegar fyrir bylting- una 1917 orðin kunn sem leiðtogi hinnar svokölluðu „acmeista- hreyfingar" i sovézkri Ijóðagerð, en sú hreyfing hafnaði þoku- kenndri dulhyggju symbólistanna og lagði i staðinn áherzlu á skýrari og skorinorðari Ijóðlist. Andstætt mörgum samtimamönnum hennar kaus hún að flytja ekki úr landi eftir byltinguna, en á miðjum þriðja áratugnum, þegar hið menningarlega veðurfar í Sovét- ríkjunum varð harðneskjulegra, þóttu hin ástriðufullu Ijóð hennar of persónuleg og hún neydd til 1 5 ára langrar þagnar. I siðari heims- styrjöldinni tók hún að gefa út á ný, en árið 1946 varð hún og satíruhöfundurinn Mikhail Zosh- chenko fyrir mikilli árás i ályktun miðstjórnar kommúnistaflokksins fvrir frumkvæði helzta hugmynda- fræðings Stalins, Andrei Zhdanov. í ræðu kallaði Zhdanov, sem á 80 ára ártið sinni fyrr á þessu ári var hlýlega hylltur i sovézkum fjöl- miðlum, Akhmatovu „hálfgildings nunnu og hálfgildings hóru". Eftir lát Stalins féll Akhmatova síðustu 10 ár ævi sinnar aftur I náð og skipaði traustan 'sess með fremstu höfundum rússneskra bókmennta á þessari öld. En jafnvel þegar „þýðan" á Krúséfftímanum var hvað mest fékk Akhmatova ekki að sjá öll verk sin á prenti i föður- landi sinu. og þegar hún lézt i marzmánuði árið 1966 höfðu veð- ur snúizt á þann veg i sovézkum innanrikismálum að likurnar á sliku urðu æ minni. | hið nýja úrval af verkum Önnu Akhmatovu vantar þvi enn um 80 Ijóð til þess að sovézkir lesendur geti notið allra verka hennar á móðurmálinu. (—Reuter) Heroin- smyglar- ar teknir Vestur-Þýzkaland. 7. júlí. Reuter. VESTUR-ÞÝZKIR lög- reglumenn hafa eftir langt samstarf við starfsbræður sína í Bretlandi, Belgíu og Niðurlöndunum komið upp um samtök heroinsmygl- ara. Samkvæmt fréttum frá lögreglunni í Wies- baden eru nú þar og i Frankfurt 3 Kínverjar með brezkt eða belgískt ríkis- fang í haldi. 4 kg af heroin fundust. Nokkrir aðrir Kínverjar, sem flestir eru veitingahúsaeigendur í Wiesbaden, Trier og Coblenz eru einnig í haldi til frekari yfirheyrslu. Samstarfi og rannsóknum verður haldið áfram. 6000 saknað Jakarta, 7. júli. ÓTTAZT er, að 6000 hafi grafizt undir f jarðskjálftum sem urðu i Indónesíu f sfðustu viku. 420 Ifk hafa fundizt. U.þ.b. 16000 manns búa á jarðskjálftasvæðinu. Engar opinberar fréttir hafa borizt um jarðskjálftana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.