Morgunblaðið - 08.07.1976, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 08.07.1976, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1976 flfaKgMtlIlIflMfe , Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Aðalstræti 6, simi 10100 Aðalstræti 6, sími 22480. hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50.00 kr. eintakið. Vestmannaeyjar hafa um langan aldur verið í fremstu víglínu verð- mætasköpunar í íslenzkum þjóðarbúskap; nokkurs konar höfuðstöðvar í sjávarútvegi okkar, bæði veiða og vinnslu. í því efni hafa eyjarnar notið legu sinnar og fengsælla fiski- miða umhverfis. Þessi lega hefur engu að síður skapað ýmis vandamál fyrir svo stóra byggð, einkum á sviði samgöngumála, en greiðar samgöngur við fastalandið eru ekki einungis félagsleg nauðsyn fyrir íbúa Heima- eyjar, heldur ekki síður fyrir þá þýðingarmiklu verðmætasköpun, sem þarna fer fram. Loftbrú sú, sem flug- félög hafa byggt milli eyja og lands, olli á sínum tíma gjörbyltingu í samgöngu- málum Vestmanneyinga, og gegnir enn ómetanlegu hlutverki. Hinu er ekki að leyna, að flugskilyrði í Eyj- um eru ekki ætíð þau, er hugur kýs, og oft geta flug- samgöngur legið niðri dög- um saman. Flugsamgöngur mæta heldur ekki, þrátt fyrir ágæti sitt, allra þörf- um. Lengi hefur því verið brýn þörf fyrir nýtt ferju- skip milli Vestmannaeyja og fastalandsins, sem flutt gæti bæði farþega og bif- reiðar með skjótara og hægara móti en hægt hefur verið hingað til. Það var því sögulegur at- burður í Eyjum er nýi Her- jólfur, 1030 tonna ferju- skip, sem flutt getur 40 bif- reiðar og 400 farþega, sigldi inn á höfnina þar sl. sunnudag. Verið er að vinna við sérstaka hafnar- aðstöðu í Vestmannaeyj- um, til að auðvelda akstur bifreiða um borð i ferjuna. Verður sú aðstaða tilbúin um miðjan þennan mánuð. Samskonar aðstaða i Þor- lákshöfn er og í undirbún- ingi en verður ekki fullbú- in fyrr en nokkru síðar. Ráðgert mun að halda uppi daglegum ferðum milli Vestmannaeyja og Þorláks- hafnar eða mun fleiri en var með gamla Herjólfi. Engum vafa er undirorp- ið, að þessi glæsilegi far- kostur veldur timamótum í samgöngum Vestmanney- inga. Hann skapar ekki ein- ungis íbúum eyjanna nýj- an og eftirsóttan valkost um ferðir milli lands og eyja, og þá jafnframt með bifreiðar sínar, heldur skap ar hann ekki síður öðrum landsmönnum og erlend- um ferðalöngum bætta möguleika á því aö heim- sækja eyjarnar og skoða sig þar um. Hinn nýi Herjólfur mun því væntan- lega auka verulega á ferða- mannastraum til Vest- mannaeyja í framtíðinni. Það er e.t.v. ástæðulaust að minna á eldgosin í Surtsey og Heimaey í þessu sam- bandi, en hvort tveggja er þó staðreynd, sem ekki verður svo auðveldlega horft fram hjá, að þær eld- raunir, sem eyjaskeggjar gengu í gegn um, gera eyj- arnar að eftirsóttum áfangastað ferðalanga; sem og sú endurreisn, sem þar hefur átt sér stað, eftir að íbúarnir sneru heim og byggðu upp bæ sinn. Það átak og sá stórhugur, sem býr að baki komu hins nýja Herjólfs til Vestmanna- eyja, er einn vottur þessa viðreisnarstarfs og þeirrar framtakssemi, er eyja- skeggjar hafa löngum verið þekktir fyrir. Þeir eru að sjálfsögðu margir, sem lagt hafa hönd að verki, varðandi undir- búning að komu þessa glæsilega farkosts. Einn í þeirra hópi má sérstaklega nefna Guðlaug Gíslason, al- þingismann, og stjórnar- formann Herjólfs hf., sem er rekstraraðili skipsins. Hann hefur unnið veiga- mikið og árangursríkt starf við undirbúning þessa máls, sem ástæða er til að minna á. Með komu hins nýja skips hættir Skipaútgerð ríkisins rekstri gamla Her- jólfs, sem verið hefur lengi í förum milli lands og eyja og reynst farsæll. Skipaút- gerðin mun þó halda áfram þjónustu við Vestmanna- eyjar með strandferðaskip- unum Esju og Heklu. En rekstur hinnar nýju ferju annast samnefnt hluta- félag, sem Vestmanney- ingar hafa sjálfir byggt upp. Það er, eins og fyrr segir, talandi dæmi um framtak og samtakamátt þeirra. Það má raunar vera öðrum byggðarlögum hvatning og fordæmi um staðbundin áhuga- og hags- munamál, hverrar tegund- ar sem er. í þvi efni má oft lyfta grettistaki, ef sam- hugur ríkir. Frjáls fjölda- þátttaka, t.d. í formi al- menningshlutafélaga, gæti í ennríkaramælien reynd hefur verið, byggt upp þær atvinnu- og félagslegu að- stæður í hinum einstöku byggðarlögum og sveitar- félögum landsins, er treysti afkomuöryggi og lifshamingju fólksins, sem staðina byggir. Framtak Vestmanneyinga vísar sannarlega veginn á þeim vettvangi. Bylting 1 samgöngumálum Vestmanneyinga Góð byrjun í Amsterdam SEXTÁNDA IBM skákmótið hófst í Amsterdam í fyrradag og mun óhætt að fullyrða að það hafi aldrei verið jafn vel skipað sem nú. í efsta flokki eru þátttakendur 16. þar af 10 stór- meistarar. Alls eru þátttakendur I mótinu um 700. og mun þetta vera fjölmenn^ata mót, sem haldið er, að sovézkum sveitakeppnum einum undanskildum. Fyrir okkur íslend- inga er mótið sérlega áhugavert þar sem báðir stórmeistararnir okkar eru meðal þátttakenda í efsta flokki. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem tveir sterkustu skákmenn íslendinga tefla saman I alþjóðlegu móti. Ekki verður annað sagt en að þeir Friðrik og Guðmundur hafi byrjað vel. í fyrstu umferðinni unnu báðir góða sigra, og I annarri gerðu báðir jafn- tefli við ofluga andstæðinga. Úrslit i 1. umferð urðu annars sem hér segír: Kortsnoj (Sovétr) — Ree (Holl.) jafnt Farago (Ungvl ) — Miles (Engl ) jafnt Guðmundur 1 —0 Böhm (Holl ) Friðrik 1—0 Donner (Holl ) Langeweg (Holl ) 0—1 Ligterink (Holl) Gipslis (Sovétr) Sax (Ungvl ) jafnt. Ivkov (Júgósl ) — Velimirovic (Júgósl ) jafnt Skákir þeirra Friðriks og Guðmundar fára nú hér á eftir: Hvitt: Guðmundur Sigurjónsson Svart: Böhm (Holland) Caro-kann vörn 1. e4 — c6, 2. d4 — d5, 3. xcd5 — cxd5. 4. c4 (Panov árásin er af mörgum talin hvassasta áframhald hvits gegn Caro- kann vörninni Einnig er leikið hér 4 Bd3) 4. — Rf6, 5. Rc3 — e6. 6. Rf3 — Be7, 7. cxd5 — Rxd5, 8. Bd3 — Rc6. 9. 0-0 — 0 0, 10. Hel — Rf6, 11. a3 —- b6. 12. Bc2! (Góður leikur. nú getur biskupinn brugðið sér til b3 eða a4 eftir þörfum og hvita drottningin á góðan reit á d3). 12. — Bb7, 13. Dd3 — g6. 14. Bh6 — He8, 15. Had 1 — Bf8, 16. Bg5 — Be7, 17. Ba4! (Biskupinn blífur. Nú lendir svartur i óþaegilegri leppun) 1 7. — Hc8, 18. Re5 — Rd5, (Ekki 18. — Rxe5 vegna 19 dxe5 og vinnur skiptamun) 19. Bxe7 — Hxe7, 20. Rxd5 — Dxd5, (Svartur vonast eftir mótspili á skálín- unni a8 — h 1 Eftir 20 — exd5 væri svarti biskupinn á b7 aumur maður) 21, Dg3! — Rxe5, (Eftir 21. — Rxd4, 22 Rg4 stæðu öll spjót á svörtum) 22. dx35 — Dc4, 23. Hd1 — Dc7, (Eða 23 — Hec7, 24 Hd8-F og vinnur) 24. h4 — h5, 25. Hcl — Dd8, 26. Hxc8 — Bxc8, 27 Hd1 — Dc7, 28. Hc1 — Dd8, 29. Hdl — Dc7, 30. Bc6! (Skemmtilegur leikur. sem múlbindur lið svarts). 30 — Ba6, 31. b3 — Be2, 32. Hd6 — Bg4. 33. b4 — a6. 34. a4 — Bf5. 35 g3 — Kg7. 36. b5 — axb5. 37. axb5 — Kg8, 38. Kg2 — Bg4. 39. Kh2 (Tímahraksleikur Hvitur gat auðvitað leikið d4 strax) 39. — Bf5, 40. Kg2 — Bg4, 41. Hd4 — Kh7 og svartur gafst upp. (Hann á enga vörn gegn hótuninni Ha4 og Ha8 ). Hvitt: Friðrik Ólafsson Svart: J.H. Donner. Katalónsk byrjun 1. c4 — Rf6, 2. Rc3 — e6. 3 Rf3 — d5, 4. d4— Be7, 5. g3 (Þeir Friðrik og Donner hafa oft teflt drottningarbragð, en nú víndur Friðrik sér yfir i katalónska byrjun). 5. — 0 — 0. 6. 0 — 0 — dxc4, 7. Re5 — c5. 8. dxc5 (í uppskriftaafbrigðinu, sem hér fer á eftir hefur hvitur alltaf aðeins betra tafl vegna biskupsins á g2). 8. — Dxd1, 9. Rxd 1 — Bxc5, 10. Rxc4 — Rc6. 11. 0— 0 — Bd7. 12. Rc3 — Had8. (12 -— Hfd8 var nákvæmara) 13. f4 — b6. 14. Hfd1 — Re7, 15. Re5 — Bc8, 16. Rd3 — Rfd5, (Eftir 16. — Bd6, 1 7 Bxd6 — Hxd6, 18. Rb5 ætti svartur I miklum erfið- leikum Nú fær hann hins vegar stakt peð, sem hann getur ekki varið til lengdar). 17. Rxc5 — Rxf4, 18. gxf4 — bxc5, 19. e3 — Ba6, 20. Re4 — c4. 21. Rc5 — Bb5. 22. Hacl — Rd5, 23. a4 — Hc8, (Svartur komst engan veginn hjá peðs- tapi) 24. Rxe6 — fxe6. 25. axb5 — Hc5, 26. Hd4 — Hfc8, 27. f5 (Þar fer annað peð) 27. — Rb6 (Eftir 27 — Rc7, 28 fxe6 — Rxe6, 29 Bd5 gæti svartur gefizt upp með góðri samvizku). 28. fxe6 — He8, 29. Hd6 — He5, 30. Hal og svarturgafst upp. Donner hélt upp á 49. afmælisdag sinn sama dag og þessi skák var tefld og ku hafa þótt lltið til um afmælisgjöf Friðriks: pökkun. Friórik Olafsson Guðmundur Sigurjónsson eftir JÓN Þ. ÞÓR í 2 umferð átti Friðrik i höggi við annan gamlan kunningja, ungverska stórmeistarann Szabó Á timabili virtist Friðrik vera að ná undirtökunum, eftir 21 d5 fékk Szabó mótspil, sem nægði til jafnteflis. Hvltt: L. Szabó Svart: Friðrik Ólafsson Grúnfeldsvorn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — g6, 3. Rc3 — d5, 4. cxd5 — Rxd5. 5. e4 — Rxc3. 6. bxc3 — Bg7, 7. Bc4 — 0 0. 8. Re2 — c5, 9.0-0 — Rc6, 10. Be3 — cxd4, 11. csd4 — Ra5, 12. Bd3 — b6, 13. Dd2 — Bb 7, 14. Bh6 — e6, 15. Bxg7 — Kxg7, 16. Df4 — De7, 17. Hadl — Had8, 18. Hfel — Rc6, 19. De3 — Db4, 20. Hbl — Dd6. 21. d5 — exd5, 22. exd5 — Dxd5 23. Rf4 — Dd4, 24. Dg3 — Hfe8. 25. h4 — Kh8, 26. h5 — Re5, 27 Bc2 — gxh5, 28. Hedl — Dc5, 29. Hxd8 — Hxd8, 30. Dh4 — Hg8, 31. Df6+ — Hg7, 32. Dd8+ — Hg8 jafntefli. í 2. umferð hafði Guðmundur svart gegn enska stórmeistaranum Tony Miles Skákin var allan timann í jafn- vægi og þarfnast ekki skýringa Hvltt: A. Miles Svart: Guðmundur Sigurjónsson Kóngsindversk vörn I. d4 — Rf6, 2. c4 — g6, 3. Rc3 — Bg7, 4. e4 — d6. 5. Be2 — 0-0. 6. Rf3 — e5, 7. Be3 — Rbd7, 8. 0-0 — c6, 9. d5 — c5, 10. Re1 — Re8, II. Rd3 — Rb6, 12. Db3 — a5. 13. a4 — Rd7, 14. Hae1 — De7. 15. Khl — Kh8. 16. Dc2 — b6, 17. Bd2 — Rc7, 18. Bdl — Ra6, 19. Rb5 — Rb4, 20. Rxb4 — axb4. 21. Bg4 — Ba6, 22. Bh3 — Bxb5 23. cxb5 — Hae8, 24. Ha1 — Ha8, 25. Ha2 — f5, 26. Hfa 1 — f4, 27. f3 — Rf6, 28. b3 — h5, 29. Be6 — Rh7, 30. Bel og hér sömdu kepp- endur um jafntefli. Enn hefur okkur ekki borizt töfluröð keppenda, en hún verður birt strax og hún berst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.