Morgunblaðið - 08.07.1976, Síða 23

Morgunblaðið - 08.07.1976, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚLl 1976 23 Ársskýrsla Búnaðarbanka íslands: Hagfelldasta árið 1 nær hálfrar aldar sögu bankans Bókfært eigið fé jókst um 59% — heildareignir um 42% — Inneignir í Seðlabanka hærri en heildarend- urkaup hans af Búnaðarbankanum GEIRASKIPTING ÚTLÁNA „ÁRIÐ 1975 var hagfelldasta ír I nær hálfrar aldar sögu BúnaSar- banka íslands. Gildir þar einu hvort litíS ar á innlánsaukningu. ágaata lausafjárstöðu allt árið eSa betri rekstrarafkomu en nokkru sinni fyrr. segir I nýútkominni ársskýrslu bank- ans fyrir ári8 1975. — BúnaSar- bankinn er annar stærsti viBskipta banki þjóBarinnar. Hann hefur þó enn ekki fengi8 leyfi til gjaldeyris- verzlunnar. Innlðn. Heildarinnlán Búnaðarbankans juk- ust um 2360 milljónir(32%)á liðnu ári og námu í árslok 9.725 m.kr. — Spariinnlán. þ e innstæður i bundnum bókum og almennum. námu 73% allra innlána og voru 7087 m.kr. um sl. áramót; jukust um 29.4%. — Velti- innlán á ávisana- og hlaupareikningum voru 2838 m kr., aukning 752 m.kr eða 39.9% Innlán i aðalbanka og útibúum í Reykjavík námu 5332 m.kr. en í útibú- um banka, utan Reykjavikur. 4.393 m.kr Útlán. Heildarútlán um sl áramót námu 8.922 m.kr Aukning á árinu 2.157 m.kr. eða 31 9%. Tilsvarandi aukning árið áður var 43.3%. I heildartölum útlána eru meðtalin öll endurseld lán i Seðlabanka íslands, sem að langmestu leyti eru afurðalán landbúnaðarins. svo og verðbréfakaup bankans af Fram- kvæmdasjóði, sem er 10% af bindi- skyldri innlánsaukningu ársins Þegar afurðalán landbúnaðar og skuldabréf Framkvæmdastofnunar eru dregin frá, standa eftir hin sjálfráðu útlán, en þau námu 5 332 m kr , juk- ust um 837 m.kr. eða 18 6% á árinu (34.5% árið áður). Afurðalán jukust mun meir eða um 1.346 m kr., i 3 008 m.kr , aukning á árinu 81%. Fyrir 5 árum námu afurðalán 17 9% heildarútlána bankans, en voru um sl áramót 33.7% þeirra; höfðu þvi nær sexfaldast á sama tima og heildarútlán tæplega þrefölduðust Útlán til atvinnuveganna. Útlán bankans til atvinnuveganna námu í árslok 6 775 m kr , til opm- berra aðila 1.227 m.kr. og til einstak- linga 920 m.kf. í fyrst nefnda flokkn- um er landbúnaður langstærstur 3.541 m.kr. eða 52% Aukning á lánum til þessarar atvinnugreinar varð mjög mikil á árinu, eða 1.437 m.kr. Til iðnaðar og byggingarstarfsemi námu útlán 1.217 m.kr.# samvinnu- og kaupmannaverzlunar 1.072 m.kr.# samgangna. ferðamála og ýmiss konar þjónustustarfsemi 613 m.kr. og til sjávarútvegs 331 m.kr. StaSan vi8 Seðlabankann. í skýrslu bankans segir að seðla- bankinn grfpi á þrennan hátt inn f stöðu hans: með bindingu sparifjár, endurkaupum á lánum og viðskipta- reikningi, sem raunverulega spegli lausafjárstöðu hans. Á viðskiptareikn- ingi kom aldrei til yfirdráttar og inn- stæða þar f árslok nam 1.037 m.kr. (423 m.kr. árið áður), þann veg að lausafjárstaða bankans batnaði enn verulega Innstæða bankans á bundn- um reikningi f Seðlabanka nam í árslok l. 983 m.kr.. jókst á árinu um 529 m. kr. — Endurkaup Seðlabankans voru 2.810 m.kr. um áramót sl., þar af 2.424 m.kr. afurðalán atvinnuveg- anna (1.207 m.kr. sl. ár) — Inneign- ir Búnaðarbankans í Seðlabankanum námu því hærri fjárhæð en heildar endurkaup Seðlabankans af Búnaðar- bankanum Rekstur bankans. Bókfært eigið fé bankans í árslok var 304,4 m.kr. og hafði aukizt um 59% á árinu. Heildareignir voru tæplega 13 000 m.kr. og nam eignaaukning 42%. Niðurstaða á rekstrarreikmngi sýndi ráðstöfunarfé 1 24 0 m.kr. (69 1 m.kr árið áður). 10 7 m kr. var varið til afskrifta, en 113 3 m.kr. ráðstafað í varasjóð. Heildarkostnaður varð 372.5 m.kr. og jókst um 42%. Langstærstur kostn- aðarliður voru laun og tengd útgjöld Aukning á þessum gjaldalið nam 35%, sem er mun minna en árið áður, og er ,,þar að finna aðalskýringuna á betri afkomu bankans á liðnu ári", segir í skýrslunni Starfsmannafjöldi I bankanum. að meðtalinni Veðdeild Búnaðarbankans og Stofnlánadeildar landbúnaðarins, var 221 (214 árið áður). 65 starfa í útibúum utan Reykjavíkur Nýtt útibú, í Vík í Mýrdal tók til starfa á árinu 1975 ! Innlán 9725 | Endurseld lán 2849 | önnur útlán 6073 as'>'V s° 10000 9500 9000 I 8500 8000 7500 7000 6500 6000 3000 2500 2000 1500 1966 1967 1968 1969 1970 , 1971 1972 1973 197$ 1975 Bankinn er eignaraðili að Reiknistofu bankanna Bankinn rekur 5 útibú í Reykjavík og 1 1 utan höfuðborgarinn- ar. Nýtt útibú verður opnað innan tíðar í Görðum (Garðabæ). Stofnlánadeild landbúnaðar ins. Heildarútlán Stofnlánadeildar land- búnaðarins voru í árslok 1975 4 244 m.kr., aukning á árinu 1 249 m.kr. eða 41.7%. Heildarskuldir deildarinnar námu aftur á móti 3.951 m.kr. og hækkuðu á árinu um 1.391 m.kr. eða 54.3%. — Greiðslustreymi inn- og útborgana sýnir að innborganir námu I heild 2.414 m.kr. en útborganir 2.157 m.kr.. þann veg að innborganir voru 257 m.kr. hærri. sem kemur fram f betrí stöðu deildarinnar við spari- sjóðsdeild Búnaðarbankans. Lánveitingar deildarínnar námu l. 375 m.kr. á árinu (1.054 m.kr. árið áður). Aukning 323 m.kr. eða 30.6%. Sundurliðun lána: Ibúðarhús ! sveitum 185 m.kr., ræktun og útihús 738 m. kr.. dráttar- og vinnuvélar 154 m.kr., gróðurhús 22 m.kr., vinnslu- w, Til atvinnuveganna Til einkaaðila Til opinberra aðila stöðvar 162 m.kr.. verkstæði 31 m.kr.. lax og silungseldi 26 m.kr., minnkabú 1 1 m.kr., bústofnslán 46 m.kr. Veðdeild Búnaðarbankans. Veðdeildin lánaði til 83 lán að fjár- hæð 49 m.kr. til jarðakaupa (99 lán árið áður). Lántökur deildarinnar námu 65 m.kr. (frá Framkvæmdasjóði 15 m.kr., Llfeyrissj. bænda 50 m kr ). Inn- borganir námu 125 m.kr. en útborg- anir 139 m.kr. á greiðsluyfirliti Stað- an á viðskiptareikningi ! Búnaðarbank- anum versnaði því á árinu um 14 m.kr.. en á reikningi var innstæða i árslok á fjárhæð 10 m.kr. ..Afkoma deildarinnar fer ört versnandi." segir i ársskýrslunni, ,.og var halli á rekstrar- reikningi 15 m.kr, Stendur nú fyrir dyrum athugun á fjárhag deildarinnar og ákvörðun um framtlðarstarfsemi hennar." FLAUELS- BUXUR BARNA 1200 MUSSUR II 7900 DENIM BUXUR m/beinum skálmum, 4.200 Geysilegt úrval af rúllukragapeysum VIÐLEGUBÚNAÐUR Fatnaður í ferðalagið á alla fjölskylduna MATVARA Á HAGKAUPSVERÐI Opið til kl. 10 á föstudögum. Lokað á laugardögum. IsKEIFUNNI 15llsÍMI 86566 '____________________

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.