Morgunblaðið - 08.07.1976, Side 29

Morgunblaðið - 08.07.1976, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JULl 1976 29 VELVAKAINIIDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu- dags 0 Vinmargur maður „Austurbæingur" skrifar eftir- farandi bréf: „Kæri Velvakandi. Eins og fram kom í dálkum þín- um núna á dögunum eru umferð- armál mjög vinsælt efni — eigum við kannski að segja nöldursefni — hjá bréfriturum þinum. Mér finnst þetta eðlilegt með tilliti til hinna miklu fórna, sem við fær- um í umferðinni. Og því miður má rekja orsök margra slysa til kæru- leysis eða hugsunarleysis akandi og gangandi vegfarenda. En því skrifa ég þér þetta, að litlu munaði einn daginn, að bíll- inn minn væri „keyrður í klessu“ vegna þess að ég ók á eftir vin- mörgum manni, sem jafnframt því að aka bíl sinum þurfti að heilsa svo mörgum kunningjum. % Á miðri Lækjargötu Við biðum báðir eftir að taka vinstri beygju úr Lækjargötu yfir á Skólabrú. Loks var „auður sjór“ og ég ók á eftir vininum. En allt i einu stanzaði hann rétt kominn inn á merktu gangbrautina vió Skólabrú. Hver fjárinn, hugsaði ég, var maður, sem ég hafði ekki séð, þarna á ferð? Nei, svo reynd- ist ekki heldur hafði sá vinmargi séð tvo vini sína upp við húsvegg og nú byrjaði hann að veifa til þeirra og lagði ekki af stað eftur fyrren þeir höfðu svarað kveðju hans með handauppréttingu. Ég í mínum bil var eins og illa gerður hlutur úti á Lækjargötu og lokaði alveg annarri akreininni. Ekki leið mér betur, þegar ég fór að svipast um eftir umferðinni og sá tvo bila koma askvaðandi sinn á hvorri akrein rétt eins og þeir væru í kappakstri. Til allrar ham- ingju sáu þeir, hvernig í málum lá og sá, sem var min megin, hægði niður og stanzaði. Ég sendi hon- um þakkarskeyti. • Fleiri kunningjar En öllu var ekki lokíð enn, sá vinmargi sá mann á gangi við Dómkirkjuna. Hann hægði niður og reyndi með handapati að vekja athygli hans á sér, en það tókst þó ekki því sá gangandi beygði fyrir hornið inn í Kirkjustræti. Vininum hefur sennilega þótt miður því nú skimaði hann meira | en nokkru sinni i allar áttir hvar hann ók norður Pósthússtræti. Þegar hann beygði svo inn í Austurstræti sá hann einhvern, sem hann þekkti á horninu við Landsbandann og enn reyndi hann að vekja á sér athygli með handsveiflu en mistókst. Síðan lúsaðist hann eftir Austurstræti og hér skyldi sýnilega enginn sleppa, svo ákaft var horft til hægri og vinstri. Það kom þó ekki mál við mig því að eftir fyrstu atrennuna var ég við öllu búinn. Ég hugsaði með mér hvílik heppni það væri að þessi ágæti maður ætti ekki jafnmarga vini í útlandinu og hér heima, því ef marka má tS-merkið á bílnum hans hefur hann ekið honum er- lendis — og þar ku hart tekið á svona akstursmáta. Austurbæingur." Þetta er sígilt dæmi um það sem getur komið fyrir í umferð- inni í Reykjavik. Það var drepið á það í Velvakanda nýlega að sofandaháttur og hugsunarleysi sumra bílstjóra spillti stórlega fyrir greiðri umferð um bæinn og getur slíkt verið mjög bagalegt fyrir þá sem þurfa að komast hindrunarlaust leiðar sinnar. Ein- staka bílstjórar virðast ekki hugsa lengra en um sinn eigin bíl, og þar með ekki gera sér grein grein fyrir því að þeir eru alls ekkert einir i umferðinni og verða að taka tillit til svo fjöl- margra annarra. 0 Hættuleg sölumennska Það eru fleiri atriði í umferð- inni sem eru ámælisverð en fram- ferði bilstjóra. Þeir eru ekki einu vegfarendurnir, — og nýlega hafði sambandi við Velvakanda kona nokkur sem kvaðst furða sig á því að ekki skyldu menn hafa neitt að athuga við athafnir blaða- söludrengja á miklum umferðar- götuhornum. Konan sagði m.a.: „Það hafa áreiðanlega fleiri en ég tekið eftir þeim rnikla fjölda drengja sem selja siðdegisblöðin og hafa það fyrir sið að bíða á umferðareyjum við umferðarljós eftir viðskipta- vinum. Þeir ramba fram og aftur mílli eyjanna og taka umferðar- Ijósin oft ekki svo mjög hátíðlega, sem að sjálfsögðu skapar stór- hættu. Þetta er á vissan hátt snið- ug leið til að afla sér viðskipta- vina, þeir hljóta að selja vel á slíkum umferðarhornum og kannski er það þess vegna sem enginn hefur séð ástæðu til að amast við þessari iðju. En ég furða mig á því samt sem áður að lögregla skuli ekki stugga þeim burtu. Ég man ekki eftir að hafa séð það. Annað atriði langar mig einnig til að taka fram í þessu sambandi þótt það sé ekki mikilvægt. Einu sinni man ég eftir því, að bilstjóri sem keypti sér blað, gleymdi sér svo gjörsamlega við lestur ein- hverrar æsifréttar, að hann rank- aði ekki við sér fyrr en heill flautukór upphófst. Þetta er kannski ónauðsynlegt röfl i mér, en samt fannst mér rétt að vekja á þessu athygli hér.“ Velvakandi þakkar fyrir þessi bréf og það er rétt sem segir i fyrra bréfinu að umferðarmál koma oft til umræðu hér. Er það sennilega vegna þess að þetta er mál, sem öllum kemur við, það eru allir meira eða minna á ferli í umferðinni hvort sem þeir eru akandi eða gangandi eða eitthvað allt annað og hver hópur fyrir sig hefur eitthvað upp á hinn hópinn að klaga. persónulegri skoðun sinni á ein- stökum fjölskyldumeðlimum, svo og lækninum Gregor Isander. Hún lagði sig fram um að láta hann finna stemninguna... og skynja spennuna... eins konar mann- vonsku sem lá í loftinu... spennu sem hafði náð hámarki slnu á afmælisdegi Cecilfu og með dauða Jóns um nóttina. Þegar hún hafði loks lokið máli sinu uppgötvaði hún að klukkan var orðin hálf fimm og hún hrópaði upp yfir sig. — Hamingjan góða! Ég hef gleymt að Ifta eftir þvf hvort bfll- inn kæmi. — Hann hefur ekki farið fram- hjá enn, sagði hann sefandi. — En Björg... Eg skil ekki, hvernig stendur á þvf að hún er svona lengi? — Það get ég kannski reiknað út. Það vottaði fyrir hörku í rödd Petrus. — En svo getur vel verið að hún skjóti upp kollinum á hverri stundu og ég býst þvf við að það sé bezt ég hafi hraðan á og segi þér hvernig þetta litla ævíntýri kemur mér fyrir eyru. Hvorugt þeirra veitti því at- HÖGNI HREKKVÍSI ©1»76 McNaught Syad., Inc. .. og þegar.'þú ert búinn að nota sólarolíuna þá Bændur athugið Heybindigarn fyrirliggjandi, þrír sverleikar, hagstætt verð, sendum gegn póstkröfu. R. JÓNSSON sf. umboðs- og heildverslun Nýlendugötu 14, Reykjavík simi 1 7480. FERÐALANGAR er rykið að kæfa ykkur. Akið út af hringveginum og gistið á HÓTEL VÍKURRÖST, — DALVÍK — Upplýsingar í síma 96-61 354. Lánasjóður íslenskra námsmanna auglýsir: Námslán og/eða f erðastyrkir til náms n.k. skólaár: Auglýst eru til umsóknar lán og/eða ferðastyrkir úr Lánasjóði ísl námsmanna skv lögum nr. 57. 28 mai 1976 um námslán og námsstyrki Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu Lánasjóðsins, að Laugavegi 7 7, Reykjavík, á skrifstofu SHÍ og Sine í Félagsheimili stúdenta við Hringbraut, í send ráðum íslands erlendis og hlutaðeigandi skólastofn- unum. Námsmenn, aðrir en 1 árs nemar, geta, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, fengið úthlutað hluta námsláns fyrri hluta skólaárs, ef þeir óska þess i umsókn. Verður sá hluti greiddur út ef fjármagn fæst Aætlaður afgreiðslutími ákvarðast af umsóknarfresti á eftirfarandi hátt UMSÓKNARFRESTUR: Umsókn skilað fyrir 1 5. júlí Umsókn skilaðfyrir 10 sept Umsókn skilað fyrir 1 0 okt Umsókn skilaðfyrir 10 feb Áætlaður afgreiðslutimi Haustlán Alm. lán 1.— 15 okt 1 —15 feb 1—15. nóv. 15.-28 feb 1 5, — 31. jan 1 5. — 31. mars. Sjóðurinn getur ekki ábyrgst að áætlaður afgreiðslutimi standist nema nægjanlegt fjármagn fáist. f umsóknum sem skilað er fyrir 10 júli ber að áætla tekjur fyrir árið 19 76 — leiðréttingum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum fyrir 1 sept 1976 Upplýsingar um endanlegar tekjur fyrir árið 1 976 verða að hafa borist sjóðnum a.m.k. 1 5 dögum fyrir afgreiðslu almenns láns. Ef nauðsynleg gögn (s.s prófvottorð. ábyrgð. tekjuvottorð) eru ekki fyrir hendi áður en afgreiðslutimabil hefst, tekur a m k 5 daga að afgreiða lánið eftir að þau hafa borist sjóðnum SUMARLÁN: Umsóknum skal skilað fyrir 10 júli Áætlað er að lánin verði afgreidd 1 5. — 30 ágúsf (Sumarlán eru einungis ætluð þeim sem Ijúka námi á timabilinuágúst—nóv 1976) Reykjavik 23. júnl 1976. LánasjóSur íslenskra námsmanna. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AKÍI.VSINGA- SÍMINN F.R: 22480

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.