Morgunblaðið - 08.07.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.07.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JULI 1976 Tryggja Valsmenn forystu sína eða opna V íkingar mótið Eiríkur Þorsteinsson ásamt félögum sfnum f Vlking I varnarstöðu. I kvöld er það spurningin hvort hinni sterku framlfnu Vals teksi að brjótast gegnum múrinn. Víkingur vinnur 2:1 - sagði Eiríkur Þorsteinsson EINN af úrslitaleikjum Islands- mótsins í knattspyrnu fer fram á Laugardalsvellinum í kvöld. Þar mætast Valur og Víkingur, en þessi tvö lið standa nú bezt að vfgi f haráttunni um Islandsmeistara- titilinn, og þó Valur betur, en Valur er eina liðið sem til þessa hefur ekki tapað leik í Islands- mótinu. Ef að Ifkum lætur verður um hörkuleik að ræða í kvöld, og erfitt er að spá um úrslit. I leik liðanna f fyrri umferð sigraði Valur með þremur mörkum gegn einu, eftir að staðan hafði verið jöfn unz skammt var eftir af leik- tímanum. Vinni Valsmenn leikinn i kvöld er, staða þeirra í mótinu orðin mjög góð, þar sem þeir hafa þar með 4 stiga forskot á næstu lið. Fari hins vegar svo að Víkingar vinni má segja að mótið galopnist að nýju. Þá stæðu Vikingar jafn- fætis Val — bæði iiðin hefðu tap- að fimm stigum. Fram hefur tap- að sex stigum og Akranes einnig sex stigum. Valsmenn eiga hins vegar einna erfiðasta „prógrammið" eftir af þeim liðum sem eru i toppbarátt- unni, þar sem þeir eiga eftir að leika við Akranes, Keflavík og FH á útivelli, en reynslan hefur sýnt að stig eru ekki auðsótt til þessara félaga er þau leika heima. Leikurinn í kvöid hefst kl. 20.00 og stóðu i gær vonir til þess að hann gæti farið fram á „gamla“ Laugardalsvellinum. Búist er við miklum fjölda áhorfenda, en eins og kemur fram í annarri frétt í blaðinu, hefur aðsókn að leikjum þessara tveggja liða verið góð i sumar — sérstaklega þó Vals- manna. M — ÞETTA verður hörkuleikur, sagði Eirfkur Þorsteinsson Vfk- ingur um leikinn í kvöld. — Við verðum að vinna þennan leik ef við ætlum okkur að vera með f toppbaráttunni, og ég hef mikla trú á þvf að það takist hjá okkur. Sóknarleikmenn Vals verða okk- ur þó örugglega erfiðir viðfangs, þeir eru fljótir og hættulegir og það er betra að gæta sín á þeim og sleppa þeim aldrei lausum. Eg hef ekki mikla trú á þvf að mörg mörk verði skoruð f leiknum, — ætli hann fari ekki 2—1 fyrir okkur. Um knattspyrnuna f sumar sagði Eirfkur, að það væri sitt álit að hún væri nú betri en undanfar- in ár. — Liðin reyna miklu meira að spila, og árangurinn er svo beittari sóknarleikur og fleiri mörk en verið hefur, sagði Eirfk- ur. — Að mínum dómi skera f jög- ur lið sig nokkuð úr: Valur, Vfk- ingur, Akranes og Fram, en KR- ingar eru ekki þarna langt undan. Þeir gætu alveg blandað sér f baráttuna. Hin liðin eru nokkru slakari, en geta þó átt góða leiki. Að minnsta kosti er óhætt að full- yrða, að það er enginn leikur létt- ur f mótinu að þessu sinni. VALUR VINNUR 3:1 - sagði Hermann Gunnarsson t^pLYMPIULEIKAR 7?vv/í s/iti eere'J/se/te/*/ / s'/94ír/> s/'J'J / ?/9't/s /gí’V i//9/i e/te/nsr / e/■<?»/*<'/ v//t i. 5 rtlooÞÝ f/lU (J.S./* . //ó>s/ //■/>£/'///ee>///) u c/rrtf /mss //otj/s/i /j^ce "/ts jbri //í/// cer />‘-Þ/te / t csoS r/os/*//,# 6//n. j /*//)*. Þ//trs*/ &G r/*.«*// t/'/p/ttsr'ii>/> i/fiíívív/ *£/'*'*,* ees/'// //eegt f/9 /vyt* síx r/c. //,*s ÝT't/isr/i s/0'Ze/Wz>A , S/Ji"i/"r6S/30C7>i " OC- KJ///// ý/n/s /49<t/l/epi . hefur yfir að ráða við mjög sterka vörn. Vikingarnir hafa það einnig með sér í þessum leik að þeir hafa allt að vinna, þar sem tap í leikn- um minnkar verulega möguleika þeirra til að berjast um íslands- meistaratitilinn. Ég hef þó trú á þvi að okkur takist að snúa á Víkingsvörnina og vinna. En hver svo sem úrslitin verða er óhætt að spá þvi að þetta verður hörkuleik- ur. Hermann sagði það sitt álit að Valur, Víkingur, Fram og Akra- nes væru um þessar mundir i sérflokki og Valsmenn þó sterk/ astir. — Sigur í leiknum við Vik- inga þýðir alls ekki að við séum orðnir öruggir með íslands- meistaratitilinn. Síður en svo. Við eigum eftir að leika við KR og síðan þrjá erfiða útileiki í röð. Um knattspyrnuna í sumar sagði Hermann að sér fyndist hún betri en undanfarin ár, og sér- staklega þó hjá Valsmönnum. — Leikskipulag sovézka þjálfarans fellur okkur vel, sagði hann, — það er leikin óþvinguð knatt- spyrna og mikií áherzla lögð á sókn og mörk. Víkingarnir leika hins vegar töluvert öðruvísi og kerfisbundnari knattspyrnu. — ÉG spái þvi að Valur vinni leikinn 3—1, sagði Hermann Gunnarsson, annar af markakóng- um Valsliðsins í viðtali við Morgunblaðið í gær, þar sem hann var spurður álits um leikinn í kvöld. — Þetta verður barátta beztu framlínu sem lið á íslandi /flOOD/ i//>/x. ■B/tAJr/i y þjA'Jd i fet/t't'i/t t/zxJ #*> a£/t/> &£/> é t/ó e ti/'/iJ, / e’erP'J/ . //j'J t/écr Á£*/*/*. StcjKreitc/ sí//j'T)^ S/f/tAP/ 9 S/'S'/JA> i *//'*&/.£PO/J, /zfx-P *■ 06 ER EKKINOGU GOÐUR FYRIR OLYMPÍULÐKA - sagöi Erlendur Valdimarsson, sem ætlar ekki til Montreal — Ég býst alls ekki við þvf að ég fari á Olympfuleikana í Montreal, sagði Erlendur Valdimarsson kringlukastari, er Morgunblaðið ræddi við hann eftir krínglukastskeppni Kaiottkeppninnar, en þar varð Erlendur óvænt f öðru sæti, en náði samt ágætum árangri, kastaði rösklega 56 metra. — Ég tel mig ekkert erindi eiga á leikana, sagði Erlendur, — ég hef einfaldlega ekki náð mér eins vel á strik og ég gerði mér vonir um, og þvf lágmarki sem ég setti mér sjálfur, hef ég ekki náð. Hefði ég kastað 60 metra f kvöld þá hefði ég sennilega far- ið, en því var ekki að heilsa. — Ég næ ekki að samræma nógu vel atrennuna og útkastið, þannig að kringlan fer beint upp f loftið hjá mér. Ég er viss um að þetta kemur, en það er svo skammt til leikanna, að ég er vonlftill að ég nái að laga þetta hjá mér fyrir þann tfma. Erlendur hefur átt við meiðsli að strfða að undan- förnu, og hafði aðeins getað farið á fjórar kastæfingar fyrir Kalottkeppnina. I keppninni virtist hann geysilega sterkur og snöggur, en hins vegar tókst honum ekki nógu vel að sam- ræma atrennu sfna og útkastið, svo sem hann segir sjálfur. Virtist Erlendur ætla að ná risaköstum f hvert skipti sem hann kastaði, en kringlan sner- ist sfðan niður „á miðri leið“. Erlendur kvaðst vera orðinn góður af meiðslunum, og hann vonaðist nú tii að geta einbeitt sér að æfingunum. Þá er og óvfst hvort Stefán Hallgrfmsson getur farið á leik- ana. Hann héfur átt f meiðslum að undanförnu og á grinda- hlaupsæfingu f vikunni kom f Ijós að hann hafði ekki náð sér eins vel og hann hafði haldið. Einn fþróttamaður til, sem val- inn hafði verið f Olympfuliðið, Gústaf Agnarsson, er einnig á sjúkralista eftir keppni f fyrri viku og óvfst hvort hann getur farið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.