Morgunblaðið - 08.07.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.07.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JULl 1976 31 ISLAND VANN KVENNAKEPPNINA EN FINNAR KARLAKEPPNINA OG HLUTU FLEST STIG FINNAR báru öruggan sigur úr být- um ( karlakeppni Kalottkeppninnar I frjálsum (þróttum sem lauk á Laugar- dalsvellinum I gærkvöldi, en (slenzku stúlkurnar sigruSu hins vegar ( kvennakeppninni. Stigamunurinn var þó það mikill ( karlakeppninni, að Finnar hlutu flest stig, samtals 355, en islendingar hrepptu annað sætið með 317 stig. Norðmenn urðu I þriðja sæti með 287 stig og Svíar ráku lestina með 252 stig. Keppnin ( gærkvöldi bauð upp á mikla spennu lengst af, og var sann- kölluð keppnisstemmning á áhorf- endapöllunum, en á þeim var fleira fólk en um langt skeið á frjálslþrótta- móti hérlendis. í nær öllum greinun- um var um harða baráttu að ræða þar sem ekki mátti milli sjá fyrr en ( lokin. INGUNN HETJA MÓTSINS Það leikur ekki á tveim tungum að Ingunn Einarsdóttir var sá keppandi á þessu móti sem stóð sig bezt. Þrlvegis ( gærkvöldi var hún ( sviðs- Ijósinu og -þrfvegis kom hún fyrst að marki, og þrjú voru jslandsmet henn- ar. Framfarir Ingunnar um þessar mundir eru með óllkindum og skaði að hún skyldi ekki fá keppnisrétt á Ólympluleikunum I Montreal. Fyrsta metið ( gærkvöldi setti Ingunn I 100 metra grindahlaupinu, sem hún hljóp á 14,1 sek., — meira en sekúndu betri tlma en sú er varð I öðru sæti. Erna Guðmundsdóttir varð þriðja ( þessu hlaupi. en hefði átt annað sætið örugg hefði hún ekki orðið fyrir því óhappi að hrasa um sfðustu grindina og hálfdetta. Næsti sigur met Ingunnar kom svo ( 200 metra hlaupi sem hún hljóp á 24,6 sek., sem er 3/ 10 úr sek. betri t(mi en gildandi íslandsmet. Ekki er vlst hvort þetta met Ingunnar fær staðfestingu, þar sem vindmælir sýndi of mikinn meðvind I hlaupinu. Eftir á komu fram grunsemdir um að vindmælirinn myndi ekki vera réttur, og hlógu sumir útlendingarnir af þeim fréttum, að um of mikinn með- vind hefði verið að ræða. í 4x400 metra boðhlaupinu hljóp Ingunn svo slðasta sprettinn fyrir (slenzku sveitina — jafnglæsilega og hún hafði hlaupið áður I keppninni, og tlmi sveitarinnar var nýtt íslands- met, 3:54,5 mfn. í sveitinni voru auk Ingunnar þær Sigríður Kjartansdóttir KA, Lilja Guðmundsdóttir ÍR. og Ema Guðmundsdóttir KR. LILJA ÖRUGGUR SIGURVEGARI Lilja Guðmundsdóttir vann fyrir- hafnarlltinn sigur I 800 metra hlaup- inu, hljóp létt og leikandi og hafði forystu frá upphafi til enda. án þess að henni væri ógnað. T(mi hennar reyndist vera 2:11,7 m(n. — Ég er mjög ánægð með þennan árangur sagði Lilja, eftir hlaupið. Ég er orðin óvön að hlaupa á öðru en tartan, og sllkt munar glfurlega miklu, sennilega 6—7 sekúndum. Þessi árangur ( kvöld eykur mér bjartsýni á að mér takist að hlaupa á 2:05—2:06 m(n. á Ólympluleikun- um. I Lilja Guðmundsdóttir kemur að marki sem yfirburðasigurvegari I 800 metra hlaupi kvenna. ÞÓRDÍS ÖNNUR íslenzki kvenkeppandinn á Ólym pfuleikunum, Þórdís Glsladóttir, stóð sig einnig með ágætum I gærkvöldi. Hún fór hátt yfir 1.72 metra. en virtist of hrædd við 1.75 til þess að stökka þá hæð, sem hún ætti þó að geta hvenær sem væri. Lára er greinilega að ná sér á strik í hástökk- inu aftur, stökk 1.66 metra I gær- kvöldi og var vel yfir þeirri hæð. Í öðrum kvennagreinum ( gær- kvöldi var útkoman svipuð og búizt hafði verið við fyrirfram. Einna mesta athygli vakti 12 ára stúlka úr Kópavogi, Thelma Bjömsdóttir, sem hljóp 3000 metra hlaupið mjög vel. — Þessi verður sigurvegari í Kalott eftir svona 2—3 ár, varð einum Norðmanni að orði, er hann fylgdist með hlaupi Thelmu. - — . .....11 Hreinn Halldórsson sigraði f kúluvarpi með 19,35 metr. ALLT ER FERTUGUM FÆRT Öðru hverju hefur verið gert hálf- gert grln að (slenzkum hlaupurum fyrir að láta Valbjöm Þorláksson. sem nú er kominn yfir fertugt, vinna sig I keppni. Valbjöm sýndi I gær- kvöldi, að það þarf þá l(ka að gera grln að erlendum hlaupurum. Hann sigraði ( 110 metra grindahlaupi á ágætum tlma, 15.0 sek.. þrátt fyrir að hann byrjaði hlaupið fremur illa og væri með slðustu mönnum yfir fyrstu grind. Þama sá maður keppn- isskap ( lagi, þar sem ekki er gefizt upp fyrr en I fulla hnefana. Tækni Valbjöms yfir grindunum var llka áberandi betri en keppinauta hans. SIGUR í KÚLUVARPI OG SLEGGJUKASTI íslendingar unnu örugga sigra I kúluvarpi og sleggjukasti ( gær- kvöldi. Erlendur þeytti sleggjunni tæpum sex metrum lengra en næsti maður og náði ágætu afreki, 58,42 metra. Þetta sýnir glögglega að Erlendur gæti komizt ( fremstu röð sleggjukastara legði hann rækt við þá grein. Hreinn var svo yfirburða- maður ( kúluvarpinu, varpaði lengst 19.35 metra, en vel yfjr 20 metra ( upphituninni, eins og s.l. föstudag. Það er aðeins tlmaspursmál hvenær „Stóra kastið" kemur, — vonandi verður þaðá Ólympfuleikunum. í þriðju kastgreininni ( gærkvöldi gekk ekki eins vel. Óskar náði sér ekki vel á strik ( spjótkastinu og varð að gera sér fjórða sætið að góðu með 68.72 metra kasti. SKEMMTILEG HLAUP i hlaupagreinunum var gffurleg barátta ( gærkvöldi, en þargekk ekki eins vel hjá íslendingunum og I fyrrakvöld. í 100 metra hlaupinu sátu þeir Bjami og Sigurður báðir herfilega eftir í startinu og áttu ekki Hring eftir hring fylgdust þeir Ágúst Asgeirsson og Finninn Seppo Helenius að, en þar fór að Agúst varð að gefa eftir. von eftir það. Sigurður hreppti þó annað sætið ( hlaupinu á mjög góð- um t(ma, 10.6 sek.. og er ekkert vafamál að hann á eftir að gera atlögu að íslandsmeti Hilmars Þor- bjömssonar, jafnvel þegar I sumar. í 400 metra hlaupinu voru þeir Bjami og Sigurður aftur á ferð. Virt- ist sem Bjami myndi vinna þar ör- uggan sigur, en þegar út á beinu brautina kom stffnaði hann nokkuð og varð að sleppa Jaako Kemola fram úr sér. Sigurður varð svo I 4. sæti ( 50,0 sek. j 300 metra hindrunarhlaupinu var skemmtileg keppni. Seppo Helenius frá Finnlandi og Ágúst Ásgeirsson fylgdust að hring eftir hring og var það ekki fyrr en um 1000 metrar voru eftir að Ágúst missti hann frá sér. — Hann tók skyndilega mikinn kipp, og ég áttaði mig hreinlega ekki fyrr en hann var kominn það langt á undan, að vonlaust var að reyna að berjast við hann, sagði Ágúst eftir hlaupið. Tlminn hjá Ágústi var þó allgóður ( hlaupinu, 9:07.2 mln. í 10.000 metra hlaupinu lagði Sig- Framhald á bls. 18 Urslit í einstökum greinum SLEGGJUKAST KARLA Erlendur Valdemarsson I. 58.42 Aage Mölstad N. 52.74 Risto Sorvoja F. 51.46 Hannu Kesti F. 50.44 Martin Wedin S. 49.48 Ragnar Stensrud N. 47.52 Óskar Jakobsson t. 47.12 Karl Zerpe S. 39.84 100 M GRINDAHLAUP KVENNA Ingunn Einarsdóttir t. 14.1 Erja Kinnunen F. 15.2 Erna Guómundsdóttir t. 15.4 Carina Ström S. 16.2 Anne Karjaluoto F. 16.2 Inger Strömsnes N. 16.2 Maria Olsson S. 16.3 Guri Hoff Pettersen N. 16.7 100 M GRINDAHLAUP KARLA Valbjöm Þorláksson 1. 15.0 Einar Hernes N. 15.0 Markku Pekkala F. 15.2 Odd Ivar Sövik N. 15.4 Bertil Johansson S. 15.4 Jón S. Þórðarson t. 15.5 Jan Erik Westman S. 15.5 Markku Rajala F. 15.6 200 M HLAUP KVENNA Ingunn Einarsdóttir t. 24.6 Mona Evjen N. 24.8 Erna Guómundsdóttir t. 25.7 Louise Hedkvist S. 25.8 Sirpa Merilaeinen F. 25.9 Lena Johansson S. 26.7 Ann Karen Aanes N. 27.1 Soile Joona F. 27.4 KÚLUVARPKARLA Hreinn Halldórsson t. 19.35 Matti Kemppainen F. 18.10 Guóni Halldórsson t. 17.68 Per Nilson S. 17.51 Esa Pajuniemi F. 15.97 Tom Feldberg N. 15.34 Nils Otto Petttersen N. 15.30 Gustav Nyberg S. 15.30 100 M HLAUP KARLA Simo Lamsa F. 10.5 Siguróur Sigurósson í. 10.6 Tapani Turunen F. 10.7 Runald Báckman S. 10.8 Bjarni Stefánsson t. 10.9 Ole B. Skarstein N. 11.2 Tommy Person S. 11.2 Eirik Lilland N. 11.3 STANGARSTÖKK KARLA Antti Haapalahti F. 4.70 Kimmo Jokivartio F. 4.40 Tomas Widmark S. 4.30 Valbjörn Þorláksson I. 4.10 Stefán Hallgrfmsson t. 4.10 Björn Morstöl N. 4.10 I. Nyman S. 4.00 Jan Albrigtsen N. 3.50 ÞRtSTÖKK Veli Jukkola F. 15.02 Eirik Karlsson S. 14.73 Jan Albrigtsen N. 14.56 Eero Jormakka F. 14.54 Pétur Pétursson I. 14.34 Jóhann Pétursson t. 14.00 Kurt Engman S. 13.76 Torfinn Overn N. 13.39 SPJÓTKAST KARLA Leif Lundmark S. 76.82 Jerry Holmström S. 74.00 Vesa Honka F. 71.68 óskar Jakobsson I. 68.72 Torgeir Boldermo N. 68.66 Jorma Markus F. 64.58 Elfas Sveinsson t. 63.88 Helge Lorentsen N. 62.96 HÁSTÖKK KVENNA Eija Puolakka F. 1.72 Þórdfs Gfsladóttir t. 1.72 Ingrid Marcusson S. 1.66 Carina Ström S. 1.66 Lóra Sveinsdóttir I. 1.66 Jaana Rusanen F. 1.60 Janne Gunnarsrud N. 1.60 Irine Storjörd N. 1.55 10000 M HLAUP KARLA Seppo Matela F. 30:10.8 Ari VehkaojaF/ 30:13.8 Sigfús Jónsson t. 30:36.4 Bengt Nordkvist S. 30:42.2 Thorbjörn Larsen N. 30:44.8 Henry Ölsen N. 30:45.0 LarsVinosS. 33:32.8 Agúst Gunnarsson t. 34:55.6 4X400 METRA BOÐHLAUP KVENNA Sveit tslands 3:54,5 Sveit Noregs 3:56,0 Sveit Finnlands 4:02,4 Sveit Svfþjóóar 4:03.9 4X400 METRA BOÐHLAUP KARLA Sveit Finnlands 3:21,9 Sveit tslands 3:22.6 Sveit Svfþjóðar 3:25.8 Sveit Noregs 3:27,5 1500 M HLAUP KARLA Thor Höydal, N 3:57.1 Terje Johanson, N 3:57.3 Jouko Niskanen, F 3:57.8 Jón Dióriksson, t 3:58.8 Hanu Holappa, F 3:59.7 Gunnar P. Jóakimsson. I 4:04.5 Stefan Wrige, S 4:06.5 PerNorlin.S 4:09.9 800 M HLAUP KVENNA: Lilja Guómundsdóttir, I 2:11.7 Ingvill Eimhjellen, N 2:13.3 Hanna Kiuru, F 2:14.6 Ewa Ludwigsson, S 2:18.1 Teija Virkberg. F 2:18.1 Elisabeth Udnes. N 2:22.2 Mariann Hedkvist. S 2:23.5 Ingibjörg tvarsdóttir. t 2:29.8 KRINGLUKAST KVENNA: Lilsa Anttelainen. F 40.36 Anita Nilsen, N 39.86 Sirka Kauppinen, F 39.70 Anne Brit Nöro, N 37.30 Guórún Ingólfsdóttir, t 36.40 Ingibjörg Guómundsdóttir. I 35.00 Anna Stina ögren, S 34.52 Gunnila Moreus, S 33.82 3000 M HLAUP KVENNA: Elin Skjellnes, N 10:07.6 Berit Jensen, N 10:07.8 Lilsa Haapanieni, F 10:11.5 Ritva Martin, F 10:18.6 Siw Larsson, S 11:08.8 Ulla Karlsson, S 11:09.0 Thelma Björnsdóttir, t 11:19.6 Lilja Steingrfmsdóttir, t 11:55.2 3000 M HINDRUNARHLAUP KARLA: Seppo Helenius, F 8:58.2 Ágúst Ásgeirsson, t 9:07.6 Trules Mökleby, N 9:16.0 LeifHaug, N 9:19.0 Erkki Anunti, F 9:22.2 Hákon Strandberg, S 9:24.6 Siguróur P. Sigmundsson, t 10:16.6 Dick Vaksjö, S 10:40.6 400 M HLAUP KÁRLA: Jaako Kemola, 48.6 Bjarni Stefánsson, t 49.2 Tapani Heiska. F 50.0 Siguróur Sigurósson, t 50.5 Torstein Hampusson. S 51.0 B.O. Hietala, S 51.4 Knut Kjölsöy. N 51.7 Birgir Lundestad, N 52.2 Urslit stigakeppninnar Konur Karlar Samtals Finnland 130 225 355 tsland 138 179 317 Noregur 131 156 287 Svfþjóó 114 138 252

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.