Morgunblaðið - 08.07.1976, Side 32
Al'GI.VslNGASlMrNN ER:
22480
JH«r£unbln&it)
ffsguitfrlUifófr
AUGLYSINGASIMINN ER:
22480
JHoreunblabiti
FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1976
Banamenxiimir fundnir
» i
- - > i
hafa játað verknaðinn
TVEIR ungir menn játuðu um kvöldmatarleytið í gær f
yfirheyrslum hjá rannsóknarlögreglunni í Reykjavík að
hafa orðið Guðjóni Atla Árnasyni að bana aðfararnótt
þriðjudags, en lík hans fannst, sem kunnugt er, með
allmiklum höfuðáverkum rétt utan við Fífuhvammsveg
f Kópavogi, í grennd við Rörsteypuna hf., árla á þriðju-
dagsmorgun. Hvorki rannsóknarlögreglumenn í Reykja-
vfk né f Kópavogi vildu í gær láta uppi hvað kæmi fram í
játningum tvfmenninganna um tildrög þess að þeir réðu
Guðjóni bana, en eftir því sem Morgunblaðið komst næst
munu mennirnir hafa verið ölvaðir og hafa tekið nokkuð
af fjármunum af Guðjóni eftir að hafa unnið á honum.
Unnið var að rannsókn þessa
máls með náinni samvinnu rann-
sóknarlögreglumanna í Reykjavík
og rannsóknarlögreglunnar í
Sláttur er nú hafinn eða að
hefjast víðast hvar á land-
inu og hafa bændur
norðanlands notfært sér
veðurbllðuna fyrir norðan
til heyskapar. Kýrin hér á
myndinni virðist lika
kunna vel að meta þurrk-
inn.
Ljósm. Rax.
Dreng bjarg-
að úr sjó
á Borgar-
fírði eystra
Borgarfirdi eystra. 7. júlf.
SIÐASTLIÐIÐ mánudags-
kvöld vildi það til að 12 ára
drengur sem var að leika sér í
bát við hafnargarðinn hérna
datt í sjóinn. Svo vel vildi til
að nokkrir drengir voru á ára-
bát þar skammt hjá og urðu
varir við þetta. Einn drengj-
anna sem f bátnum var Magn-
ús Ásgrfmsson 12 ára gamall
stakk sér umsvifalaust útbyrð-
is og náði drengnum, sem þá
var búinn að sökkva einu
sinni. Hélt Magnús honum
uppi þar til hjálp barst. Þykir
mönnum þetta vel af sér vikið
af svo ungum dreng.
Héðan er annars lítið að
frétta. Nokkrir bændur byrj-
uðu heyskap og er spretta
sæmileg. Sumarveður er hér
dag hvern eins og það getur
bezt orðið, sólskin og hiti um
20 stig, en þótt gæftir séu
sæmilegar og sjómenn rói dag
hvern þá er varla hægt að
segja að þeir fái bein úr sjó,
svo að það nálgast ördeyðu.
Sr. Sverrir.
Kópavogi, þar sem verknaðurinn
var framinn. Rannsóknarlög-
reglumenn í Reykjavik höfðu
annazt vettvangsrannsókn þar
sem lík Guðjóns fannst og einnig
tæknilega hlið rannsóknarinnar.
Leiddi hún til þess, að grunur
beindist að ákveðnum mönnum,
og um 11 leytið í gærmorgun
handtóku rannsóknarlögreglu-
menn í Reykjavík annan manninn
en hinn síðan skömmu eftir há-
degi. Eftir að mennirnir höfðu
verið handteknir, tókst einnig að
hafa upp á vitnum, sem gátu með
framburði sínum styrjct mjög
þann grun að mennirnir tveir
hefðu aðfararnótt mánudagsins
verið í slagtogi með Guðjóni
heitnum.
Mennirnir voru yfirheyrðir í
allan gærdag og um kvöldverðar-
leytið lá fyrir játning þeirra um
að hafa orðið Guðjóni að bana.
Sem fyrr segir vildu rannsóknar-
lögreglumenn ekki láta uppi að
svo stöddu um nánari tildrög þess
að piltarnir tveir réðu Guðjóni
bana, né veita neinar aðrar upp-
lýsingar um gang málsins. En eft-
ir þeim upplýsingum sem Morg-
unblaðið gat aflað sér í gær er
Ijóst, að mennirnir voru allir
ölvaðir. Talið er að Guðjón hafi
verið meðnokkratugi þúsunda
króna á sér er hann fór að heiman
frá sér á mánudagskvöld, en þeg-
ar veski hans kom í leitirnar
nokkur hundruð metra frá þeim
stað, þar sem líkið fannst, reynd-
ust aðeins vera í því persónuleg
skilríki mannsins.
Eftir þeim upplýsingum sem
Mbl. hefur aflað sér, er annar
mannanna, sem nú hafa játað,
Reykvikingur, en hinn utan-
bæjarmaður. Hefur hinn fyrr-
Framhald á bls. 18
Kvikmynd um
í slenzka laxinn
FYRIRTÆKIÐ lsfilm hf. vinnur
nú að gerð kvikmyndar um ís-
lenzka iaxinn og er ráðgert að
myndin verði tilbúin næsta vor.
Að tsfilm standa Jón Hermanns-
son tæknifræðingur og Indriði G.
Þorsteinsson rithöfundur en auk
þeirra vinna að myndinni þeir
Sigurður Sverrir Pálsson og
Þrándur Thoroddsen kvikmynda-
gerðarmenn.
Jón Hermannsson sagði í sam-
tali við Mbl. i gær, að fyrirhugað
væri að myndin tæki um hálftíma
í sýningu, en í myndinni yrði iögð
áherzla á að sýna uppeldi laxins
og laxarækt, en minna fjallað um
sjálfar veiðarnar. Myndin verður
tekin i laxeldistöðinni í Kolla-
firði, en einnig verður kvikmynd-
að við helztu laxveiðiár landsins,
m.a. Laxá í Kjós og Þingeyjar-
sýslu og Borgarfjarðarárnar. Þá
er fyrirhugað að kvikmynda eitt-
hvað á Grænlandi, þegar Græn-
lendingar hefja netaveiðar sínar í
haust, og reynt með kortum að
sýna hvar laxinn fer um eftir því
sem það er vitað.
Jón Hermannsson sagði að ut-
anrikisráðuneytið hefði sýnt á því
áhuga að fá eintök af myndinni til
sýningar á vegum íslenzku sendi-
ráðanna erlendis og einnig mundi
íslenzka sjónvarpinu og erlendum
sjónvarpsstöðvum verða boðin
myndin til sýningar.
Heildargjaldeyrisskammtur-
inn hækkaður um 12.500 kr.
Hækkunin rennur í vasa ferðamannsins en
ferðaskrifstofumar fá áfram sama hluta
VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ til-
kynnti í gær, að ákveðið hefði
verið að hækka gjaldeyrisyfir-
færslur til þeirra, sem færu í
skemmtiferðir til útlanda, úr kr.
37.500 í kr. 50.000. Þarna er um
heildaryfirfærslu að ræða, þann-
ig að hjá þeim ferðamönnum sem
fara í skemmtiferðir á vegum
ferðaskrifstofa, t.d. til sólarlanda,
dregst frá hluti af yfirfærslunni
fyrir hótclkostnaði en ferðamenn
sem fara aftur á móti á eigin
vegum fá þessa yfirfærslu
óskipta. Forsvarsmenn ferða-
skrifstofa hafa lýst þvi yfir að
þeir teiji þessa hækkun of litla og
hún leysi hvergi nærri þann
vanda sem gjaldeyrismál vegna
skemmtiferðamanna eru komin í.
I viðtali vð Morgunblaðið f gær
sagði Björgvin Guðmundsson, for-
maður gjaldeyrisnefndar, að líta
yrði á þessa ákvörðun sem veru-
lega breytingu í gjaldeyrismálum.
Þetta væri raunar eina breytingin
sem gerð hefði verið i þessum
efnum nú um nokkur ár og ekki'
hefði verið ákveðin nein hækkun
á ferðamannaskammtinum lengi.
Hið eina sem gert hefði verið,
væri að leiðrétta yfirfærsluna við
gengisbreytingar, þar sem þetta
væri ákveðið í íslenzkum krónum.
Björgvin sagði ennfremur, að í
fyrra hefði verið hætt að leggja til
grundvallar tiltekinn dagskammt,
þ.e. 3‘A pund, eftir að upp kom
óánægja með að verið væri að
takmarka lengd ferða erlendis, en
fram að því hafði verið miðað við
að menn fengju 3'A pund með
hótelkostnaði inniföldum i 14
daga eða samtals 52'á pund. I þess
stað var ákveðið að veita 37.500
kr. hámarksyfirfærslu í erlendri
mynt og réðist það af þvi hversu
hótelin væru dýr, hvort skammt-
urinn entist í viku, hálfan mánuð
eða þrjár vikur.
Björgvin sagði, að áherzlu bæri
að leggja á það að þarna væri um
heildaryfirfærslu að ræða, en
hins vegar væri verið að fjalla um
það núna hjá gjaldeyrisdeildinni,
hvernig skammturinn ætti að
skiptast milli farþega og ferða-
skrifstofu. Þó lægi þegar fyrir, að
í sólarlandaferðum rynni þessi
aukning fyrst og fremst i vasa
farþeganna, þar sem ferðaskrif-
stofurnar fengju eftir sem áður^
sömu upphæð af gjaldeyris-
skammtinum fyrir hótelkostnaði.
Hins vegar hefði verið ákveðið, að
auka nokkuð hlutdeild ferðaskrif-
stofa í gjaldeyrisskammtinum
vegna hótelkostnaðar í ferðum
um V-Evrópu og Bandaríkjunum
og væri þar verið að taka nokkuð
tillit þess hversu hótel þar væru
miklu dýrari. Farþeginn fengi þá
aftur á móti aðeins minna af
gjaldeyri í sinn hlut.
Björgvin sagði að þessi skipting
væri að öðru leyti ekki endanlega
frágengin, en þess væri að vænta
að svo yrði þegar i dag. Björgvin
nefndi einnig nokkur dæmi um
það hvernig hin nýja gjaideyrisyf-
Framhald á bls. 18
5 kg. kartöflupoki
lækkar um 30 kr.
VERÐ á innfluttum kartöflum
lækkar I dag og nemur þessi
lækkun um 30 krónum á kartöfl-
um I fimm kílóa umbúðum. Að
sögn Jóhanns Jónassonar for-
stjóra Grænmetisverzlunar land-
búnaðarins stafar þessi lækkun af
verðlækkun á kartöflum á erlend-
um markaði, en Jóhann tók fram
að verð á kartöflum væri mjög
ótryggt um þessar mundir og
gætu þær jafnvel átt eftir að
hækka f verði áður en langt um
liði.
Eftir þessa lækkun kosta
kartöflur pakkaðar í fimm kílóa
umbúðir 94,40 krónur í heildsölu
en 104,20 i smásölu en kostuðu
áður 135 krónur í smásölu.
Jóhann sagði að útlitið með kart-
öfluuppskeru í Evrópu væri nú
mjög slæmt vegna þurrkanna
miklu og jafnvel mætti búast við
að óhægt yrði um vik með inn-
kaup á kartöflum á þessu ári eins
og í fyrra. Nefndi hann sem dæmi
að Danir væru nú komnir í þrot
með fyrstu uppskeru sína og yróu
að kaupa kartöflur erlendis frá
þar til þeir fengju seinni uppsker-
una ef hún yrði þá einhver. Vart
er við því að búast að íslenzkar
kartöflur komi á markað fyrr en í
byrjun ágústmánaðar.