Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JULÍ 1976
Elztu bogagöng, sem fundizt hafa í Irlandi, þau eru frá 8. öld og vekja mikla athygli feröamanna, sem
og artrar byggingar { Glendalough.
Ólafur hvíti og Eirfkur blórtöx settust fyrstir manna að f Dublin árið 840 og er þessi mynd frá
aðalgötunni f Dublin.
Ferðasögubrot
frá írlandi
Á mfnum yngri árum hafði ég það fyrir sið að fylgjast með stórum
nöfnum f ferðamálum svo sem Fieldings sem hefur verið Biblfa
Amerfkumanna á ferðalögum f fjölda mörg ár. Þar las ég þá ráðlegg-
ingu að fara aldrei til trlands, þvf færi maður þangað einu sinni þá
yrði það sfðasta ferðin, þvf annað land mundi maður ekki æskja að
sækja heim eftir það. Aðstæður okkar Islendinga hafa verið þannig, að
ekkert beint samband hefur verið við lrland, þar til um sfðustu
mánaðamót að 70 Islendingar tóku sig til og fóru til irska frfrfkisins.
Tók ferðin aðeins fjóra daga. Ég held að allir þátttakendur hafi verið
sammála um, að ferðin hefði mátt vera að minnsta kosti helmingi
lengri.
Dvalið var f Dublin mest af þessum f jórum dögum og ánægjan af þvf
að kynnast Dublfn og þvf fólki, sem þar býr, er ógleymanleg. Aðeins
það að setjast stundarkorn á krá og fá smáolnbogaskot f sfðuna og stórt
bros og sagt „Ha Ha“ þvf gáfuð Bretanum heldur betur lexfu.
Hvað sem segja má um sambandsleysi islendinga og tra er stað-
reynd, að island var byggt af pöpum áður en vfkingar lögðu landið
undir sig, og þá vonandi þeir sömu, sem lögðu grundvöll að Dublin 840
e.K. Þá gætum við verið stolt. Þegar víkingarnir hættu að rupla og
ræna f irlandi og settust þar að, stofnuðu þeir fyrstu þorpin þar f landi.
i dag segja trar að þeir hafi verið of miklir einstaklingshyggjumenn
til þess að búa f þorpum og eigi þvf vfkingunum það að þakka að
grundvöllur var lagður að borgum svo sem Dublin. e.
Turn til varnar víkingum
byggður á níundu öld eins og
kirkjan og það skal haft í huga
að þá var islend sennilega
ónumið.
Hvað viltu sjá?
EF FARIÐ er til Irlands og
þess æskt að dvelja f Dublin, þá
er um ótal margar dagsferðir
að velja frá Dublin um allt Ir-
land.
Frá járnbrautarstöðvunum i
Dublin og Umferðarmiðstöð-
inni (CIE) er hægt að kaupa
miða sem gilda f 15 daga fyrir
allt landið, ótakmörkuð ferða-
iög fyrir 25£.
Ef tfmi er takmarkaður þá er
rétt að velja ferð til Glenda-
lough, þar sem ST. Kevin stofn-
setti sitt menntasetur snemma
á 6. öld og var þar ein aðal
menningamiðstöð f Evrópu um
600 ára skeið.
Dagsferð með lest er farin
yfir þvert irland til Killarney,
þar sem leiðsögumaður greinir
frá öllum þeim hclztu stöðum,
sem farið er um og þess á milli
eru leikin frsk þjóðlög og mat-
ur borinn fram. i Killarney er
ekið um f hestakerrum og það
markverðasta skoðað.
Um margar ferðir, f líkingu
við framantaldar, er hægt að
velja, en of langt er upp að
telja.
Hvar viltu búa?
Irish Tourist Board gefur út
þrjá leiðbeiningabæklinga á
ári fyrir ferðamenn. Í þeim er
gefið upp verð, sem viðkom-
andi staður má selja sfna þjón-
ustu á. Þessir staðir eru venju-
leg hótel í borgum og úti á
landsbyggðinni, dvöl á einka-
heimilum, bóndabæjum, smá-
hýsum og hjólhýsum. Einnig
eru 47 farfuglaheimili á víð og
dreif um landið þar sem hægt
er að dvelja í 3 nætur f einu og
kostar nóttin frá 1—2£.
Vakti það eftirtekt mfna, er
ég keyrði um írland, að sjá
auglýst við heimkeyrslu á öðr-
um hverjum bóndabæ að hægt
væri að fá gistingu og morgun-
mat og var mér tjáð af innfædd-
um að þetta væri ákaflega vin-
sælt hjá þeim, sem ferðuðust
um írland og vildu kynnast
landi og þjóð. Og svo má að
sjálfsögðu ekki gleyma þvf, að
fólk getur ferðast með tjald
með sér og á hinum opinberu
tjaldstöðum eru oftast fyrir
hendi hreinlætisaðstaða, leik-
vellir fyrir börn, matstaðir og
búðir.
Hvað erhœgtaðgera?
Hægt er að segja að hver
ferðalangur, sem til trlands
kemur, geti fundið eitthvað við
sitt hæfi. frland er paradfs golf-
unnenda, grænir vellir f fögru
umhverfi milli skógivaxinna
fjalla eða við undurfögur vötn.
Á trlandi er um 300 golfvelli að
velja og eru þeir allir opnir
ferðamönnum og kostar frá 50p
upp í 3£ á dag að leika á völlun-
um. Fyrir þá, sem dreymir um
að lifa frjálsir sem sfgaunar, er
hægt að fá leigða sfgaunavagna,
sem dregnir eru af hestum og f
þeim geta sofið allt upp f 5
manns. Þessum vögnum fylgja
öll eldunaráhöld og rúmfatnað-
ur. Hestarnir eru þægir og eru
vanir umferð á vegum svo hver
viðvaningur getur stjórnað
þeim. Vegalengdin, sem þeir
fara yfir daginn, er um 15 km.
Kostnaður við slfkan sfgauna-
vagn ásamt hesti er frá 40£ á
viku upp f 70£ eftir árstfma.
Hægt er að fá hesta leigða vfð-
ast hvar á trlandi, allt frá 1
klst. fyrir 1£. Einnig er hægt að
fá hest, herbergi og fullt fæði f
7 daga fyrir 48£.
Mikið er um silungsveiði,
laxveiði og sjóstangaveiði.
Eitt sem heillaði mig hvað mest
var leiga á bátum á ánni
Shannon, þar sem hægt er að fá
báta með svefnplássi fyrir tvo
og allt upp f átta manns. Áin
Shannon er rómuð fyrir fegurð.
Á siglingu um Shannon má sjá
stór vötn, lygnar ár, þar sem
skógivaxin fjöli gnæfa hátt til
beggja hliða. Hvað tekur við á
næstu beygju veit maður
aldrei, hvort það er löngu yfir-
gefinn kastali, bær með iðandi
athafnalffi eða Iftið þorp með
vinalegri bjórkrá á bakkanum.
En eitt á maður vfst, að á hvern
stað sem komið er á, er gestur-
inn boðinn hjartanlega velkom-
inn.
Engu máli skiptir hvort mað-
ur hefur nokkurn tfma pissað f
saltan sjó, því þessir bátar eru
auðveldir f meðferð og hver
sem er, getur stjórnað þeim.
Ókeypis kennsia er gefin hverj-
um þeim, sem æskir. Allir þess-
ir bátar hafa ljós, hita, renn-
andi vatn, eldavél, fsskáp, kló-
sett, eldhúsáhöld og rúmfatnað.
Þeir kosta á viku frá 55£ fyrir
tvo upp f 300£ fyrir 8 manns.
Margt annað væri hægt að telja
upp, svo sem sögufræga staði
sem alls staðar er að finna f
trlandi.
Bfla er að sjálfsögðu hægt að
fá leigða og kostar Áustin Mini
frá 33£ áviku.