Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JULÍ 1976 Helgi kóngsson og Álfdís kóngsdóttir hvorki meyjarnar komnar aftur né sveinninn. Drottningunni bregður mjög í brún og veit ekki, hvað veldur; lætur svipast að, hvort ekki sjáist til hirðmeyj- anna, en það hefur enginn séð ferð þeirra né sveinsins. Hún segir þá kon- unginum, manni sínum, hvar komið er, og fær það honum mikilla áhyggju. Er nú hafin leit eftir sveininum og finnst hann ekki. Siðan er leitað dag eftir dag, og finnst hvorki sveinninn né meyjarnar. Er ekki að orðlengja það, að atburður þessi fékk þeim kóngi og drottningu mesta harms, eins og von var, og treguðu þau sáran eftir sonarmissinn. Nú er þess að geta, að þar í landi voru fjöll mikil og há, eigi allskammt, en þó ekki mjög langt frá konungshöllinni, og höfðu menn lítt kannaó þessi fjöll, og þóttu þau ógeng víðast hvar fyrir klett- um og hömrum. Hátt uppi í fjöllunum var hellir einn mikill. Enginn maður í kóngsborginni vissi af þessum helli, því síður, að nokkur hefði þar fæti stigió, Fara úr? — Hver er meiningin, maður minn? enda var hellismunninn girtur háum, þverhníptum hömrum umhverfis á alla vegu. Aðalhellirinn lá þverbeint inn í hamravegginn, en út frá honum gekk til hægri handar afhellir mikill, myrkur og skuggalegur, og hélt þar hellisbúinn til. Aó kvöldi þess dags, sem meyjarnar hurfu með sveininn, var hann inni í helli sínum og hélt á ungum sveini, er lá í öngviti. Þessi sveinn var Helgi kóngsson, og leitaðist hellisbúinn við að vekja hann af öngvitinu. Þetta tókst og um síóir. En er pilturinn raknaði vió, tók hann að gráta sáran og var óhuggandi af því að skilja við foreldra sína. En þá gaf hellis- búinn honum óminnisdrykk, sem olli því, að hann gleymdi föður og móður og öllu því, er fyrr hafði á daga hans drifið. Eftir það fór hann að spekjast. Hellisbúinn kallaði nú sveininn Ásmund, en bauð honum að nefna sig Vermund. Fleira sagði hann honum ekki af högum sínum og bað hann að una sér vel í hellinum og fékk honum leikföng að skemmta sér vió. Fleira var kvikt i hellinum en þeir Vermundur og kóngsson. Þar var hestur heliisbúans mikill og fagur, og var fax hans úr lýsigulli, og lýsti þar af um hellinn. Hann var bundinn við snösina með taug, er sýndist álnarlöng, þegar fuglinn sat, en svo mikil teygja var í henni að fuglinnhgat ekki einungis flogið að vild sinni innan um hellinn, heldur og langa leið út fyrir hann. Fuglinn var dapur í bragði og söng einatt meó undar- legri og fagurri rödd. — Enn var í hellin- um skrín eitt mikið, og hafði það steins- lit. Á degi hverjum fór hellisbúinn burt og á dýraveiðar og fugla, til að afla þeim viðurværis, og kom hann með jafnaði heim aftur eftir litla stund, með fugla- kippu í hendi eða dýr, sem hann hafði veitt þeim til matar. Hann kom og á degi hverjum með fóður handa hestinum, en fuglinn leitaði sér sjálfur viðurværis út fyrir hellinn. En ekki vissi kóngsson, á hverju hann lifði. Sveinninn undi sér nú vel í hellinum. Hann hafði yndi af að skoða hinn fárán- lega hest, sem dag og nótt lýsti af í hellinum, en þess á milli skemmti hann sér við fuglinn, er söng á hverjum degi, en á einu furðaði kóngsson, hved-su hinn unaðslegi söngur gat orðið raunalegur með köflum. Hellisbúinn unni kóngssyni Skjálfhentir ræningjar þykir mér ekki alveg vonlausir, mað- Getur dómarinn flýtt sér — ur minn. stöðumælirinn er fallin á mig? Látir þú þig dreyma um hina Ég skal koma f mömmuleik, en gömlu glöðu daga, gleymdu þá við verðum að skilja fljótlega, ekki stúlkunni f mjólkurbúð- þvf hún mamma bfður. inni eða mömmu hennar. „Ég er feginn að ég skuli ekki vera ftali." „Hvers vegna?" „Af því að ég kann ekki orð f ftölsku." X Mark Twain blótaði mikið, konu hans til mikilla leiðinda, og gerði hún sitt bezta til þess að venja hann af því. Dag einn, er hann var að raka sig, skar hann sig heldur óþyrmilega. Eins og nærri má geta, dró hann ekki af blótsyrðum f það skiptið. Kona hans hlustaði á hann, og er hann var þagnaður, sagði hún allt, sem hann hafði sagt. Mark Twain sagði rólega, er hún hafði lokið því: „Þú hefur orðin rétt eftir, ástin mfn, en áherzlurnar hefur þú ekki Iært.“ Mjög gömul kona og mjög lítill drengur sátu eitt sinn hfið við hlið f kirkjunni. Þegar farið var að ganga um með samskota- baukinn, virtist drengnum sem konan ókyrrðist nokkuð. Hann sneri sér þvf að kon- unni og sagði. „Hérna, taktu mitt gjald og settu það í baukinn. Ég er svo Iftill, að ég get vel falið mig undir bekknum. ' X Eitt sinn hringdi sfminn hjá húsverði Roosevelts forseta. Rödd f símanum sagði: „Segðu mér, heldurðu að for- setinn komi f kirkju næsta sunnudag?" „Þvf get ég ekki lofað,“ svar- aði húsvörðurinn. „En hvað um það, guð verður alltaf staddur þar og það ætti að vera nóg til þess að menn f jölmenntu." Hóskadraumar Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 23 lega af vitinu. Ég sagði við værum hvorki sjúkraliðar né barnapfur og að við hefðum ekki fram að þessu talið jarðarfarir heyra undir okkar verksvið. En hann minnti mig á það hneyksli sem gerðist þegar hinn látni fyrir tveimur árum síðan og eiginkona hans — ekkjan núverandi — gengu f hjónaband — og kona ein ruddist fram og kastaði sér um hálsinn á eftirlætisskáldinu sfnu. Og viðkomandi skáld var í þann veginn að lenda í stórbrotnum slagsmálum út af þessu. Petrus gat ekki varist brosi. — Já, það er í meira lagi spaugilegt. Ljósmyndari hafði sofið bak við orgelið í tvær nætur, en svo fannst hann og var rekinn út hálftfma áður en herlegheitin hófust. — Hvað sem því Ifður varð niðurstaðan sú að ég nennti ekki að þrasa við Isander um hvað væri í okkar verkahring og hvað ekki. Andreas Hallmann er kol- vitlaus, við vitum það. En hann nýtur þeirrar sérstöðu að hann er bæði frægur og dáður vitleysing- ur og fyrst hann sýnir sig nú aldrei þessu vant utan dyra er vfst bczt að hafa hann undir eftir- liti. Þú verður sem sagt að aka þangað og sjá um málið. — Alveg sjálfsagt. Rödd Petrusar var ólíkt hressilegri en áður. — Meíra en guðvelkomið. — Hvað gengur eiginlega að þér? Af hverju ertu svona dular- fullur? — Ég skal gefa þér skýrslu sfð- ar, lofaði Petrus, ýtti hárinu undir einkennishúfuna og þegar hann gekk út flautaði hann skerandi falskt. Hann kom aftur heim til Swennugs um kvöldið og varo mjög undrandi þegar langleggjuð vera sat f makindum á bezta hægindastólnum. — Nei. Hvað er að þarna? Er yfirmaður morðdeildarinnar sjálfur á ferli? Þá hlýtur eitthvað fjör að vera f uppsiglingu. Eins og jafnan þegar Petrus rakst á Christer Wijk velti hann fyrir sér hvernig hann færi að þvf að halda svörtu hárinu alltaf svona hreinu og snyrtilega glans- andi og vel greiddu. Hann strauk eins og hikandi með hendinni gegnum óstýrilátt hárið og and- varpaði. Svo fór hann að fá sér kaffi og sporðrenndí með Iftilli fyrirhöfn fimm vfnarbrauðum. Þegar hann hafði lokið þvf hafði hann einnig fengið upplýs- ingar um hvers vegna Christer haföi skotið upp kollinum á þess- um breiddarbaug. t Ijós hafði komið að við rannsókn þriggja ára gamals morðmáls sem tekið hafði verið upp að nýju nánast vegna sönnunargagna sem borizt höfðu fyrir einskæra tilviljun, hafði hann farið hingað að ræða við fólk sem hann taldi að gæti gefið sér ákveðnar upplýsingar. Þetta var ekki tiltakanlega spenn- andi. Aftur á móti voru Christer Wijk og Swennung mun áfjáðari f að heyra hann segja frá útför Jóns Hallmans. Frásögn Petrusar var óneitan- lega heldur snubbótt. Jú, það hafði verið þarna þó nokkurt fólk, en það hafði ekkert borið til tfð- inda en einhvern veginn hafði honum fundist stemningin dálftið einkennileg. — Hvernig ber að skilja það? Hverju ertu að lúra á? Vinur hans Swennung, rauð- birkinn og hressilegur náungi, var orðinn dálftið óþolinmóður. Christer Wijk horfði einnig fast á hann og mjög spyrjandi. — Viltu þá ekki segja okkur af hverju f ósköpunum þú ert svona hugsandi? Og á þessari stundu var ómögu- legt annað en viöurkenna að Petr- us virtist f þungum þönkum. — Ja, ég verð að viðurkenna að vitneskja mfn er af skornum skammti. Én ég hef vissulega fulla löngun til að leggja spilin á borðið ... — Og hvað mælir eiginlega á móti þvf að þú gerir það? — Ef ég geri það bregst ég trúnaði — svfk loforð um að vera þögull. Christer tróð heimspekilegur á svip f pfpu sfna. Heldurðu að við getum orðið þér tíl einhverrar hjálpar, ef við fáum að vita um hvað málið snýst? — Já, það held ég, sagði Petrus ákveðinn. — Heldurðu að einhver ... það geti komið að þvf að einhver verði hjálpar þurfi? — Já, ég óttast það. — Þá, sagði Christer og sló eld- spýtunni við stokkinn, — skaltu gleyma loforði.þfnu og f þess stað taka á móti okkar loforði. Petrus kinkaði kolli. Sfðustu dægur hafði hann ekki verið f rónni. Hann hafði óttast að hann hefði ekki verið nógu skarp- ur til að skynja blæbrigðin... draga réttar ályktanir af því sem duldist bak víð frásögn Malin. Nú hafði hann kjörið tækifæri til að gera tilraun með þetta á Christer Wijk, en á viti hans og snilli hafði hann óbilandi trú. Hann hugsaði sig því ekki lengur um, heldur ákvað að gefa boltann áfram. Hann endurtók eins ftarlega og s.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.