Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JULÍ 1976 23 togaraveru í viðtali i Morgunblað- inu. „Mér líkaði strax vel að vera á togara, þótt engin vökulög væru í þá daga. Töluverðar stöður voru um borð, en mér brá ekkert við það þvi þeim var ég vanur af skakinu á skútunum. Enda var það mín reynsla, að maður var jafngóður eftir þótt leggja þyrfti á sig töluverðar vökur og vinnu.“ Var Vilhjámur síðan stýrimað- ur á ýmsum togurum fram til 1928 ér hann réðst skipstjóri á togarann Gylli og var með hann til 1936. Árið 1930 hófst nýr þáttur í sögu Islenskrar togaraútgerðar. Það var er togarinn Gyllir undir stjórn Vilhjálms seldi ísfisk í Þýzkalandi fyrst íslenzkra skipa. Var það upphaf að mjög þýðingar- miklum þætti í sölu afla Islenzkra skipa erlendis. Gyllir landaði á vegum Firma Peter Hein í Cuxhaven. Þar kynntist Vilhjálmur núverandi aðalræðismanni Islands i Cuxhav- en, Ernst Stabel. Tókust með þeim mjög náin kynni og vinátta, sem hélst æ síðan. Árið 1936 var stofnað Fisk- veiðahlutafélagið Venus i Hafnar- firði, og var Vilhjálmur einn af stofnendum þess. Þar hófst sam- starf föður mins heitins og Vil- hjálms. Tókst með þeim órofa vin- átta, sem hélst eins lengi og aldur entist. Fiskveiðahlutafélagið Venus var stofnað til að kaupa togarann Venus af Þórarni Olgeirssyni. Tók Vilhjálmur við skipstjórn á Venusi og var með hann til 1948. Um 1945 varð breyting á eignaraðild i Fiskveiðahlutafélag- inu Venusi og urðu aðaleigendur eftir það Loftur Bjarnason, Vil- hjálmur Árnason og Þórarinn 01- geirsson. Jafnhliða togaraútgerð rak félagið fiskverkun í Hafnar- firði. Fiskveiðahlutafélagið Venus keypti einn af nýsköpunartogur- um þeim er byggðir voru eftir seinni heimsstyrjöldina og hlaut hann nafnið Röðull. Var Vil- hjálmur skipstjóri á Röðli frá þvi hann kom til landsins 1948 og þar til hann hætti sjómennsku 1956 60 ára að aldri. Frá 1956 og til dauðadags var Vilhjálmur fram- kvæmdastjóri Fiskveiðahluta- félagsins Venusar. Fiskveiðahlutafélagið Venus var einn aðal stofnandi Hvals h.f., Hvalfirði árið 1947. Lagði Vil- hjálmur Hval h.f. mikið lið alla tíð og var i stjórn félagsins um ára- bil. Vilhjálmur var einn af stofn- endum Hampiðjunnar h.f. árið 1934. Átti hann sæti I stjórn Hampiðjunnar i fjölda ára. Hafði hann brennandi áhuga á eflingu islensks veiðafæraiðnaðar alla tið. Árið 1927 kvæntist Vilhjálmur eftirlifandi konu sinni Guóríði Sigurðardóttur, Hinrikssonar bónda og útgerðarmanns í Rana- koti á Stokkseyri. Þau Vilhjálmur og Guðríður ólust upp á sömu slóðum i æsku og hafa því átt samleið nær alla ævi. Minntist Vilhjálmur oft á það hve mikil gæfa það hefði verið fyrir sig að eignast slíka ágætiskonu fyrir lifsförunaut. Þeim varð þriggja barna auðið og hafa eignast 10 barnabörn og 1 barnabarnabarn. Hér hefur verið stiklað á stóru í æviferli Vilhjálms Árnasonar. Það er margs að minnast er einmmesti aflamaður sem islensk þjóð hefur alið, mikill skipstjóri og stórbrotinn persónuleiki er kvaddur hinstu kveðju. Frá þvi ég man eftir mér þá hafa þau Vilhjálmur og Guðriður ávallt verið í minum huga sem nánir ættingjar. Ég minnist þess að faðir minn hafði oft orð á því hversu þakklátur hann væri for- sjóninni fyrir að hafa kynnst Vil- hjálmi og haft tækifæri til að starfa með og eignast sem vin slíkan ágætismann. Yfir heimsóknum á heimili Vilhjálms og Guðriðar að Flóka- götu 53 var alltaf sami ævintýra- ljóminn. Þar hitti maður fyrir mann er hafði brotist áfram úr sárri fátækt af eigin ramleik og dugnaði, mann sem hafði heiðar- leika í samskiptum við náungann að leiðarljósi. Vilhjálmur vildi láta fara vel með fenginn hlut, en bruðl og sóun með fé og verðmæti voru ekki að hans skapi. Hann var mikill tilfinningamaður, sterktrú- aður, hafði næmt eyra fyrir söng og tónlist, bókamaður mikill, bridgemaður góður, glaður og glettinn á góðri stund, en ákveó- inn og ósérhlífinn við dagleg störf, enda farsæll í starfi bæði til sjós og lands. Vilhjálmi hélst vel á mönnum og voru margir með honum til sjós og I landi svo áratugum skipti. Þetta sannaðist vel er hann varð 80 ára, 27. maí s.l. Þá sóttu hann heim margir af hans gömlu samstarfsmönnum og gaman var að hlusta á þá rifja upp atburði frá fyrri tið. Vilhjálmur naut þar hverrar stundar og var hrókur alls fagnaðar að vanda. Að leiðarlokum vil ég fyrir mina hönd, móður minnar og syst- ur og hennar fjölskyldu þakka Vilhjálmi ánægjuleg kynni og minningarnar um hann munu okkur aldrei úr minni liða. Kristján Loftsson. Minning: Sverrir Gunnarsson Fæddur 30. maí 1969 Dáinn 25. júni 1976. Jesús sagði: „Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.“ Hann var aðeins 7 ára. Hann var barn morgunroðans í vitund þeirra, sem þekktu hann best. Hann var sólargeisli Indriða afa síns. Þó að hann væri ungur að árum, hafði hann þó orðið fyrir alvarlegri lífsreynslu nokkrum dögum áð.ur en hann lést af slys- förum. Afi hans, sem hann elsk- aði af innileik og einlægni sak- lauss barns, varð veikur og varð að fara á sjúkrahús. Drengurinn þráði þá stund, þegar afi hans kæmi heim. Afi kom ekki heim. Hann dó á sjúkrahúsinu. Dreng- urinn ungi, sólargeislinn hans afa sins og hennar ömmu sinnar, virt- ist verða eldri en 7 ára. Hann varð alvörugefnari og fullorðinslegri en áður. Um þennan dreng hefur verið sagt margt í blaðagreinum, en hér koma ummæli, sem um hann hafa verið sögð á öðrum stað: „Hann varð hugsi og leikir höfðuðu ekki til hans, svo að hann leitaði frekar samfélags við fullorðna. Og þótt sólin léki í gullnum lokkum hans, hvarf hann inn og hugsaði, af því að hér var ný reynsla. Nú vissi hann um leyndardóm, sem var miklu sterkari en allt annað — leyndardóm dauðans.“ Hann fann líka til þeirrar ábyrgðar, að nú þyrfti hann enn meir að hjálpa elsku Jónu ömmu. Og daginn áður en örlögin báru honum bana, hafði hann verið að hamast við að raka garðinn hennar ömmu sinn- ar og blettinn hennar. Hver var hann, þessi elskulegi drengur? Hann hét Sverrir. Hann var fæddur i Reykjavík 30. maí 1969 — „fæddur inn i vorið og vorið fylgdi honum alltaf". For- eldrar hans eru Elín Sjöfn Sverr- isdóttir og Gunnar Þór Indriðason prentari, Þórufelli 6. Þau veittu honum allt það sem þau vissu honum til góðs og kappkostuðu að láta honum líða sem best. Honum Sverri litla var mikið gefið á hans stuttu ævi. En hann gefur líka ástvinum sinum mik- inn arf, en það eru björtu minn- ingarnar. Hann gefur það sem hann átti. Hann gaf þeim bros sin og tár, orð sín og hjal. Hann gaf þeim leiki sína og sólskinsb.iartar samverustundir. — Hann var hjartahreinn. Orð Jesú eiga þvi vel við hann: „Sælir eru hjarta- hreinir, þvi að þeir munu Guð sjá.“ Sem slikur var hann kvadd- ur með helgri athöfn 2. þessa mánaðar i Fossvogskapellu. Sem hjartahreinn og , elskulegur drengur lifir hann'í minningun- um. Nú hvílir hann i Fossvogs- kirkjugarði við hlið afa síns og krossarnir á leiðum þeirra ná saman. Og á sinum tíma er Jónu ömmu hans ætlað að hvila við hlið hans, sVo að hann verður milli afa og ömmu, sem hann unni svo heitt. Hann Sverrir litli þráði sam- fundi með afa sínum. Hver veit hvað saklaust barnið hefur á hljóðri stund beðið til Guðs í söknuði sinum og þrá? Afi hans var kominn yfir brúna. „Sólar- geislinn“ hans fetaði i fótspor hans. Ástvinirnir horfa á eftir þeim tveimur með söknuði. Þar má sannarlega telja systurina litlu, sem verður 3ja ára i september. Hún saknar eirðarlaus bróður sins. En það dregur úr sárum söknuði ástvinanna, að einnig þéir eiga að fara yfir brúna, þar sem þeim mun gefast kostur að finna horfnu ástvinina sína. Jsús Framhald af bls. 31 EF ÞAÐ ER FRÉT NÆMT ÞÁ ER ÞAL MORGUNBLAÐIM Nýja T-bleyjan MEÐ PLASTUNDIRLAGI FRÁ MÖLNLYCKE ER SÉRLEGA HENTUG í FERÐALAGIÐ. SPARIÐ BLEYJUÞVOTTINN OG KAUPIÐ PAKKA Fæst í öllum apótekum og flestum stærri matvöruverzlunur . Indriði Aðalsteinn Jóhannsson - Minning Fæddur 9. febrúar 1917 Dáinn 8. júní 1976 „Lfóur áfram Iff og stund. Lýkur degi. Kvöldar brátt. Eftir dagsverk æði stðrt öllum verður svefninn hvíld. Fölnar ásýnd. Fellur t jald. Farinn er f nýjan heim margur sá, er mjög var kær. Minning eftir lifir skær.“ Um miðja siðustu öld var skosk- ur kristniboði á ferð upp með Gangesfljótinu. Þar kom hann í borg eina, sem liggur að nokkru leyti í rústum. I henni var afar- stórt musteri, eitt hið veglegasta, sem Múhameðstrúarmenn hafa reist. Inn að því var fagurt hlið, og þar innan á veggnum hægra- megin sá kristniboðinn, sér til mikillar undrunar, letruð þessi orð, sem þannig hljóða í íslenskri þýðingu: „Jesús — og friður sé með honum — sagði: Veröldin er ekki nema brú; þér eigið að fara um brúna, en eigi reisa yður bústaði yðar á henni." Er það ekki einmitt þetta, sem eilífðartrúin bendir okkur á, að dauðinn sé likur brú milli tveggja heima og yfir þá brú sé hverjum manni ætlað að fara? Það leynir sér ekki, að þetta liggur í orðun- um, sem þarna eru höfð eftir Jesú. Við annan enda þeirrar brú- ar sjáum við standa ástvini og vini þess, sem er á leið yfir hana. Þeir bíóa, uns röðin er komin að þeim. Þeir horfa á eftir ástvininum með söknuði. Indriói Aðalsteinn er horfinn yfir brúna. Meðal ástvina og vina hefur hann látið eftir sig kærar minningar. Og þvi er eðlilegt, að sögð séu nokkur orð um hann opinberlega. Hann var fæddur í Reykjavík 9. febrúar 1917 og hér hefur hann alið aldur sinn. Foreldrar hans voru sæmdarhjónin Jakobína Jónasdóttir, en hún er af hún- vetnskum ættum, og Jóhann Ara- son frá Ragnheiðarstöðum í Flóa. Jakobína lifir son sinn i hárri elli. Indriði ólst upp á mannmörgu heimili, þar sem „dyrum var aldrei á neinn lokað og kærleikur og veitandi hlýja mætti öllum“. Þessi voru þau mótandi uppeldis- áhrif, sem hann varð aðjijótandi á heimilinu. — Indriði varð snemma vel verki farinn og traustur verkmaður. Á árinu 1946 kvæntist hann Jónu Kristófersdóttur, ættaðri úr Ketildölum í Arnarfirði, mestu myndar- og mannkostakonu. Heimili sitt stofnuðu þau hér í Reykjavík og bjuggu hér upp frá þvi. Var heimili þeirra friðsælt og aðlaðandi, því að hjónin voru samtaka um að gera það sem ham- ingjuríkast. Tvo syni eignuðust þau, Andrés og Gunnar Þór, sem báðir eru búsettir ‘hér í Reykja- vík. Jóna lifir mann sinn og sakn- ar hans í tryggð sinni, ásamt son- unum og öðrum ástvinum. Hjart- kær sonur Gunnars, fyrsta barna- barnið þeirra Jónu og Indriða, varð eftirtlæti þeirra og dvaldi mikið á heimili þeirra. Afi hans kallaði hann „sólargeislann" sinn. En hann unni jafnframt öðrum barnabörnum sínum og auðsýndi þeim eólisdjúpu hlýjuna sina. Indriði gerðist lögreglumaður 1. október 1946 og reyndist þar samviskusamur og ágætis félagi. Var hann lögregluflokksstjóri. En fyrir rúmlega ári var hann gerður aðstoóarmaður varðstjóra á fjar- skiptum. Hér skulu tilfærð ummæli, sem höfð hafa verið um Indriða, og tel ég að honum verði vart lýst betur í fáum orðum: „Indriði var alla tið dulur maó- ur og flíkaði ekki tilfinningum sínum, en glaður og reifur í góð- vina hópi. Heimilið var þunga- miója lífs hans, þar þráði hann að vera, þangað stefndi hugur hans. Dvölin á sjúkrahúsinu slævði ekki þá innilegu þrá hans að geta haldið áfram aó vinna heimili sínu. Hann vandaði í hvivetna framkomu síria. Hann var orðvar og hógvær, en fylginn sér, þegar hann vildi þvi beita. Hann sá ætið fótum sínum forráð og vildi i engu binda þyngri bagga en hann bjóst við að geta með þægilegu átaki lyft. Samviskusemi hans var sterk og á engu vildi hann níð- ast, sem honum var trúað fyrir." Það má með sanni segja, að Indrkli hafi vel ávaxtað það pund, sem honum var úthlutað i for- eldrahúsum. Ævi Indriða virtist sannarlega ekki að leiðarlokum komin, þegar hann var burtkallaður, því að ekki var aldurinn nálægur elli- dögum. Hann lést á Landspítalan- um 8. júní s.l. Jón Kr. ísfeld. Jötunn lokar vegna sumarleyfa Frá og með 19. júlí—14. ágúst n.k. verður verksmiðjan lokuð vegna sumarleyfa. Þó verður nauðsynleg þjónusta veitt eigendum SÚGÞURRKUNARMÓTORA á þessu tímabili í verksmiðjunni. JÖTUNN H.F. Höfðabakka 9, Reykjavík sími 85585

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.