Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JULÍ 1976 25 fclk í fréttum Dyttað að klukkunni. .. + Honum John Otto sundlar ekki þó að hann stundi starf sitt hátt yfir strætum Bostonar. Hér er hann að dytta að klukk- unni í húsi þvl sem kallast (;ustoms House í Boston en þessi klukka hefur það sér til ágætis að hún getur státað af stærstu klukkuskífu sem um getur í Bandaríkjunum. Þar sem talan sex er á skffunni má sjá á höfuðið á syni Johns Ottos sem fylgist með föður sínum að vinnu. Lengi lifir í gömlum glœðum + Fred Astaire, Hollywood- stjarna af árgerðinni 1898, var á dögunum kjörinn „Skemmti- kraftur ársins 1976“ af blaðinu Variety. Það sem útslagið gerði um útnefninguna voru met- söluplöturnar „A couple of song and dance men“ og „Attitude Dancing“. Á annarri syngur hann dúett með vini sfn- um Bing Crosby en á hinni er hann einn að verki. Fred Astaire hefur í mörg ár búið í hálfgerðri einangrun f vilfu sinni í Hollywood en nú finnst honum sem hann sé orð- inn ungur í annað sinn og auk þess að syngja inn á plötur hef- ur hann komið fram á sviði og í f jölda sjónvarpsþátta. Kred Astaire. + Claire Bloom er frfð og fjör- leg stúlka eða það þótti Anthony Quinn f þá 36 daga sem þau voru samvistum. Þá yfirgaf leikkonan lúxusíbúðina hans Quinns og hvarf aftur til eiginmannsins, kvikmynda- framleiðandans Ilillard El- Kins. — Anthony lyktaði alltaf af hvítlauk, sagði Claire Bloom að lokum. + Vfsindamenn á vegum Good- year-fyrirtækisins í Bandaríkj- unum hafa að undanförnu ver- ið að leggja drög að nýju loft- f««»» fiugiaii li aiiiuuai lilildl aú þeirra sögn. Er það loftbelgur eða loftskip sem á að geta flutt 80 farþega og náð 60 km hraða á klst. Loftskipið verður búið fjórum hreyflum sem gera því kleyft að hefja sig á loft og lenda lóðrétt á sant'a hátt og þyrla. Vfsindamennirnir hafa einnig flutningafar f huga sem á að geta borið 250 tonn, og ekki verður herinn gerður hornreka því að nú er verið að ildlllld Ittíuöl »eiil eigd <tu duu- velda alla herflutninga. Allur tilkostnaður við rekst- ur svona loftfars er sagður vera miklu minni en gerist og geng- ur með farþegaflugvélar og ef til vill hillir hér undir algjöra byltingu f farþega- og vöru- flutningum. Bylting í loftferðum? — Slagsmála- sveit Framhald af bls. 19 lögfestingu frumvarps um námslán fram á mitt próftímabil og því raun- verulega knúið okkur til andmæla af þessi tæi, ef mótmælt skyldi á annað borð í öðru lagi töldu námsmenn freklega gengið á rétt sinn, þegar ráðherra kippti frum- varpsgerðinm úr höndum nefndar, sem hafði starfað að endurskoðun námslánalaga um hartnær tveggja ára skeið Með því var miklu starfi — og fé — á glæ kastað, auk þess sem hin lýðræðislega starfsaðferð var gróflega brotin. Það var því ekki óeðlilegt að námsmenn svöruðu í sömu mynt Því var ákveðið að einn úr hópi námsmanna flytti ræðu á pöllum Al- þingis við afgreiðslu frumvarpsins. Með því hugðumst við vekja rækilega athygli á andstöðu námsmanna, enda ekki vanþörf á, þar sem vissir fjölmiðl- ar höfðu básúnað það meðal fjöldans, að frumvarp ráðherra væri grundað á vilja námsmanna Slíkt var að sjálf- sögðu hrein blekking Sá möguleiki vofði yfir, að aðgerð sem þessi spillti að einhverju leyti þeirri samúð, sem okkur hafði tekist að vinna málstað okkar meðal fólks Eftir mikla yfirvegun komust við að þeirri mðurstöðu, að slíkt myndi ekki gerast Að því hnigu þau rök, að mikillar andúðar hafði gætt á því er menn töldu slæleg vinnubrögð Alþingis. Það al- menna álit speglaðist ma i umræðum manna og skrifum fjölmiðla Sá háttur sem námsmenn höfðu á andmælum sínum var þvi liklegur til að njóta skilnings meðal fjöldans, sem gat i honum séð nokkra túlkun á eigin af- stöðu til Alþingis Að námsmenn hafi metið stöðuna rétt, má ma greina af lesendadálkum blaðanna, sem þrútna vanalega af bræði, þyki stúdentar of stórhöggir, — sbr 1 des ár hvert, — en létu lítið á sér kræla af þessu tílviki Ætlun okkar var að flytja ávarpið við lok annarrar umræðu. Til þess hefðum við etv þurft að hefja ræðuhöldin áður en þingfundi var frestað Það reyndist þó ónauðsynlegt, og þingsköp voru því ekki rofin. Lengra hefðum við aldrei gengið í grein Magnúsar eru ummæli mín frá Stúdentaráðsfundi þó sett í heimasmiðað samhengi, sem gefur til kynna að námsmenn séu reiðubúnir til hvers kyns lögbrota, málstaðnum til framdráttar Ég vil leggja áherslu á, að það er alrangt, og þar hefur sú árátta sem Magnús er haldinn til að hagræða staðreyndum borið skynsemina ofurliði eina ferðina enn KOMMARNIR" í STÚDENTARÁÐI Vökumenn reyna tíðum að berja það inni fólk, að hinn vinstri sinnaði meiri- hluti Stúdentaráðs sé gerður af gall- hörðum kommúnistum Ennfremur hafi þeir þá hugsjón eina að leiðarljósi, að teyma hinn fávísa lýð á asnaeyrum yfir eyðimörkina til fyrirheitna lands- ins. Þetta kallar Magnús Ásgeirsson ..eyðimerkurgöngu marxismans" í greinarstúf sínum Nú hygg ég, aðeftir lestur á grein hans, gangi fólk þess ekki dulið, að sé til einhvers konar eyðimörk í Háskóla íslands, þá sé land- fræðileg staðsetning hennar án tví- mæla hægra megin hinnar pólitísku þrætulínu Menn taka því staðhæfing um Magnúsar með nokkurri varúð Eigi að síður tel ég rétt að upplýsa á þessum vettvangi, að samstarf vinstri aflanna í Háskólanum spannar allar götur sem liggja vinstra megin Sjálf- stæðisflokksins Það er að vísu rétt, að Karl gamli Marx á nokkur ítök meðal fulltrúa í Stúdentaráði, en það er ekki verra Samvinnustefnan er þar einnig á kreiki eins og víðar Sem dæmi má taka, að varaformenn ráðsins hafa gjarnan verið framsóknarmenn Síðasti framkvæmdastjóri ráðsins var til að mynda Gylfi Kristinsson, endurskoð- andi Sambands ungra framsóknar- manna Og það þarf beysnari bóg en Magnús Ásgeirsson til að telja mér trú um, að Marx gamli hafi knúið þar dyra á eyðimerkurrölti sínu Að lokum langar mig til að drepa litillega á meint „trúðsleg fíflalæti" sem Magnús þessi eignar mér Mér þykir vænt um, að þær ákúrur sem ég hef sett þessum piltum á vettvangi há- skólapólitikurinnar hafi borið þann ár- angur, að þeir hafa nú kveinkað sér málarekstur er oftlega þess eðlis, að nauðsyn ber til að hirta þá eins og önnur brekabörn Það hefur reynst mér Ijúfur starfi Þvi miður hefur mér ekki auðnast að eiga orðastað við Magnús Ásgeirsson vegna fyrrgreindrar orð- fæðar mannsins, en — ég hlakka til. . Össur Skarphéðinsson formaður Stúdentaráðs. Í1SÍ1S1S1S1M1SIS ALLT MEÐ EIMSKIF A IMÆSTUIMNI FERMA SKIP VOR TIL ÍSlANDS SEM HÉR SEGIR: ANTWERPEN: Grundarfoss 1 5. julí Urriðafoss 1 9. júli Tungufoss 26. júlí Grundarfoss 2. ágúst ROTTERDAM: Grundarfoss 14. júlí Urriðafoss 20. júli Tungufoss 27. júlí Grundarfoss 3. ágúst FELIXSTOWE: Mánafoss 1 3. júlí Dettifoss 20. júli Mánafoss 29. júli Dettifoss 3. ágúst HAMBORG: Mánafoss 1 5. júli Dettifoss 22. júli Mánafoss 29. júli Dettifoss 5. ágúst PORTSMOUTH: Brúarfoss 1 2. júli Bakkafoss 1 2. júlí Selfoss 23. júli Bakkafoss 2. ágúst Goðafoss 1 1. ágúst HALIFAX: Bakkafoss 1 5. júli KAUPMANNAHÖFN: Múlafoss 1 3. júli Irafoss 20. júli Múlafoss 2 7. júlí írafoss 3. ágúst GAUTABORG: Múlafoss 1 4. júlí írafoss 2 1. júlí Múlafoss 28 júlí írafoss 4. ágúsx HELSINGBORG: Skip 1 9. júli Álafoss 2. ágúst KRISTIANSAND: Bæjarfoss 1 5. júli Álafoss 3. ágúst ÞRÁNDHEIMUR: Skip 28. júlí GDYNIA/GDANSK: Fjallfoss 1 ?. júlí Lagarfoss 23 júli VALKOM: Skógafoss 26 júlí VENTSPILS: Fjallfoss 10, júli Lagarfoss 23. júli WESTON POINT: Álafoss 1 2. júli Kljáfoss 26. júli. REGLUBUNDNAR VIKULEGAR HRAÐ- FERÐIR FRÁ: ANTWERPEN, FELIXSTOWE, GAUTABORG, HAMBORG, KAUPMANNAHÖFN, ROTTERDAM ALLTMEÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.