Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚLl 1976
Æskulýðsmót
heymardaufra
í Reykholti
Æskulýðsmót f Reykholti bls. 14
1 DAG hefst norrænt æskulýðs-
mót heyrnardaufra, en það er
haldið hér á landi í fyrsta sinn.
Mótið fer fram f Reykholti f Borg-
arfirði og verður það formlega
sett á morgun að viðstöddum
menntamálaráðherra, Vilhjálmi
Hjálmarssyni.
Að sögn Vilhjálms Vilhjálms-
sonar, sem er formaður Foreldra-
og styrktarfélags heyrnardaufra,
sækja mótið rúmlega eitt hundr-
að erlendir þátttakendur og um
30 íslenzkir. Auk þeirra verða þar
starfsmenn, túlkar og kvikmynda-
tökumenn frá Danmörku svo alls
verður hópurinn 140 manns. Vil-
hjálmur sagði að mótið væri fyrir
fólk á aldrinum 18—30 ára og
hefðu þau verið haldin 11 sinnum
áður, en ekki fyrr hér á landi eins
og fyrr segir.
Á þessu æskulýðsmóti heyrnar-
daufra verður dagskráin blönduð
af íþróttum, leikjum og fyrirlestr-
um. Rætt verður m.a. um atvinnu-
og félagsmál heyrnardaufra og
sagt verður frá málefnum heyrn-
ardaufra hér á landi. Þá verða og
fluttir fyrirlestrar um Island,
sögu og landafræði landsins og
einn daginn verður farið í skoð-
unarferð til Gullfoss og Geysis og
annan dag verður Reykjavik skoð-
uð og borgarstjóri mun þá taka á
móti þátttakendunum. Mótið
stendur fram í næstu viku og lýk-
ur því njeð grímuballi á föstu-
dagskvöldið.
Vilhjálmur Vilhjálmsson sagði
að það væru Félög heyrnardaufra
í hverju landi sem stæðu að þess-
um mótum og hefði norrænt sam-
starf þessara félaga þegar sannað
ágæti sitt. Meðal annars eru hald-
in ýmis námskeið og í sumar verð-
ur félagsmálanámskeið i Noregi
og ráðstefna í Finnlandi, sem gert
er ráð fyrir að Islendingar sæki.
Þá sagði Vilhjálmur aó von væri á
25 Svíum seinna í sumar og væri
það hópur eldri Svía, sem ekki
gætu sótt mótið. Hann sagði aó
þeir sem sæktu mótið hér væru
þeir, sem ekki gætu notið kennslu
í almennum skólum, heldur yrðu
að leita til heyrnleysingjas’\óla.
Að lokum sagði Vilhjál nur Vil-
hjálmsson að mikil gróska væri
nú í málefnum heyrnardaufra hér
á landi og væri það ekki sízt að
þakka þessu samstarfi. Hefur
Foreldra- og styrktarfélag heyrn-
ardaufra nýlega gefið út bók um
táknmál heyrnardar fra og fleira
er á döfinni hjá þeim.
m
...
Helga Weishappel Foster
sýnir að Hallveigarstöðum
1 DAG, laugardag 10. júlf kl. 3,
opnar Helga Weisshappel Foster
málverkasýningu að Hallveigar-
stöðum. Helga sýnir 35 myndir
unnar í olíu, vatnlitum eða olíu-
krit, sem'flestar eru málaðar síð-
ustu 4 árin. Hún hefur áður sýnt
verk sín, bæði hér í Reykjavík og
á Akranesi, í Keflavík og Vest-
mannaeyjum. Auk þess hafí
myndir eftir Helgu verið á sýn
ingum í Vinarborg, Liibeck
Berlin, Kaupmannahöfn og fleiri
stöðum erlendis.
Sýningin að Hallveigarstöðun:
er opin daglega kl. 3 til 10 e.h
dagana 10. til 18. júlí. Flestai
myndanna eru til sölu.
Listamennirnir 8, sem sýna á Loftinu: Ómar Skúlason, Magnús Kjartansson, Margrét Auðuns, Halldór B.
Runólfsson, Sigurður Orlygsson, Örn Þorsteinsson, Kolbrún Bjórgólfsdóttir og Kristján Kristjánsson.
„Það hafa flestir opnað augu sín
fyrir möguleikum myndlistar nema
forstöðumenn Listasafns Islands”
Dvölin eystra verður kórnum
alveg að kostnaðarlausu.
Kórinn mun nær eingöngu
kynna íslenzka tónlist í ferðinni.
Söngskránni verður skipt í fjóra
hluta: íslenzk þjóðlög, lög eftir
látin islenzk tónskáld, norræn lög
og lög eftir núlifandi ísienzk tón-
skáld. Stjórnandi kórsins er Jónas
Ingimundarson, einsöngvarar
Erlingur Vigfússon og Hákon
Oddgeirsson. Undirleik annast
Lára Rafnsdóttir.
A leiðinni til Sovétríkjanna
staldrar kórinn við í Helsingfors í
Finnlandi, þar sem vinakór Fóst-
bræðra, Muntra Musikanter, tek-
ur á móti kórfélögum. Hefur
verið ákveðin ein söngskemmtun
í Helsingfors.
Á bakaleiðinni eyðir kórinn
nokkrum dögum í Kaupmanna-
höfn, þar sem sungið verður inn á
plötu og tekin upp dagskrá fyrir
danska útvarpið.
Karlakórinn Fóstbræður hefur
áður komið til Sovétrikjanna, árið
1961, og einnig þá í boði sovézka
menningarmálaráðuneytisins.
Það var fyrsta för íslenzkra lista-
manna þangað eftir nýgerðan
menningarsáttmála milli land-
anna tveggja.
Litið inn á loftið,
þar sem 8 listamenn
opna sýningu í dag
son oc, Örn Þorsteinsson. Á sýn-
ingunni eru 22 myndir, olíumynd-
ir, collage (klippi) myndir o fl , en
Kolbrún sýnir keramik.
..Þetta er óttalegt basl," sögðu
þau, þegar blaðamaður Mbl spurði
um aðstöðu ungs listafólks á íslandi
„Skilningurinn á því, sem við erum
að gera, fer þó vaxandi og ýmsum
greinum myndlistar er að vaxa fiskur
um hrygg, t.d grafík og vefnaði
Eiginlega hafa flestir opnaðaugu sín
fyrir möguleikum myndlistar nema
forstöðumenn Listasafns íslands
Frá þeirri ^tofnun virðist einskis aö
vænta til stuðnings fólki, sem vili
fitja uppá einhverju nýju "
Fjögur úr hópnum hafa sýnt verk
sín áður, en þau Margrét, Halldór,
Kristján og Örn ekki.
..Nei, það er engin sérstök ástæða
fyrir því að endilega við átta sýnum
saman hérna. Það var bara safnað
saman hópi af ungu fólki —Eigum
við eitthvað sameiginlegt? —Ekki
nema hvað við erum öll skólasystkin
úr Myndlistaskólanum En við erum
engin samtök og sýningin heitir ekki
neitt Þið megið kalla okkur „Sólrík-
ur Júlí" ef þið viljið "
Sýningin verður opin á venjuleg-
um verzlunartíma og öll myndverkin
eru til sölu
Þessi mynd er eftir Margréti
Auðuns og er sú eina, sem hún
sýnir.
KARLAKÓRINN Fóstbrædur
heldur upp í söngför til Sovétríkj-
anna laugardaginn 17. júlí, í boði
menningarmálaráðuneytisins
þar. Kórinn verður 10 daga í
Sovétríkjunum og syngur alls
fjórum sinnum opinberlega, í
Leningrad 22. og 23. júlf og í
Vilnius í Lithauen 26. eg 27. júlí.
Sláturfélagsboogie eftir Magnús
Kjartansson.
ÁTTA ungir listamenn og konur
opna i dag sýningu á verkum sín-
um á Loftinu við Skólavörðustíg.
Þetta eru þau Halldór B. Runólfs-
son, Kolbrún Bjorgólf sdóttir,
Krist/án Kristjánsson, Magnús
Kjartansson, Margrét Auðuns,
Ómar Skúlason, Sigurður Örlygs-
Fóstbræður í söng-
ferð til Rússlands