Morgunblaðið - 17.07.1976, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JUH 1976
5
Magnús Ásgeirsson:
Slagsmálasveit-
in 1 eyðimörkinni
Svar til formanns stúdentaráðs
Magnús Ásgeirsson háskólanemi.
Formaður Stúdentaráðs Há-
skóla íslands össur Skarphéðins-
son reit þann 10. júlí grein i Morg-
unblaðið vegna umræðna sem
orðið hafa um siagsmálasveit
stúdenta. Hinn drambsami Össur
lét þar eftir sig geipan mikið sem
honum er títt. Tilefni þess er
grein sem ég reit þann 1. júlí í
þetta blað. Össur hefur heldur
betur verið hörundsár er það
greinarkorn komst fyrir almenn-
ingssjónir og drepið var á sann-
leikann um slagsmálasveit stúd-
enta. í grein sinni sem full er
hroka ræðst össur Skarphéðins-
son á hinn undarlegasta hátt að
undirrituðum. Lygavefur Össurar
er margfaldur og ég ætlá mér
ekki að svara hinum persónulegu
aðdróttunum að mér sem hann
lætur i ljós. Þeim málflutningi
visa ég alfarið til föðurhúsanna.
Hins vegar er rétt a drepa á að
málflutningur manna af sama
sauðahúsi og össur Skarphéðins-
son er yfirleitt gjörsneyddur mál-
efnalegri umræðu þó þar séu til
undantekningar.
Ég er i nefndri grein kallaður
óbeinum orðum lygari og trúi nú
hver sem vill. Hugarheimur
Össurar Skarphéðinssonar hlýtur
að vera afar þröngur þegar hann
viðhefur slíkan málflutning á
opinberum vettvangi að hrópa
þjófur, þjófur að skólafélaga sin-
um. Þetta er hans síðasta hald-
reipi sem gefur ef til vill vísbend-
ingu um að hann sjái eftir gönu-
hlaupi sinu á þingpöllum í vor.
Össur heldur því fram að Vaka
geri út menn til að niðurlægja
skólafélaga sina eða koma óorði á
þá. En það er lygi sem Össur
Skarphéðinsson spinnur upp og
hverjum skyldi hún vera ætluð?
Nýstúdentum? Hinum almenna
borgara? Ég bara spyr. Við fyrr-
nefnda fullyrðingú Össurar kem-
ur mér í hug hvort stuðnings-
menn hans í H.í. iðki stíkan
ósóma sjálfir. Reyndar kemur
þeirra ómálefnalegi málflútning-
ur heim og saman við það svo
möguleikinn er fyrir hendi.
Hins vegar hafa slík vinnu-
brögð ekki tíðkast i Vöku og á ég
síst von á að aðstandendur henn-
ar sem virða drengileg og lýð-
ræðisleg vinnubrögð framar öllu
taki upp þann sið. Fullyrða má að
það muni ekki gerast.
Formaður Stúdentaráðs geipar
mikið yfir mikilli breidd á póli-
tiskum skoðunum stuðnings-
manna sinna. Og víst er það rétt,
en hverjir skyldu hafa ráðið ferð-
inni í hópi stuðningsmanna Öss-
urar Skarphéðinssonar undanfar-
in ár? Framsóknarmenn eða
venjulegir sósíalistar? Nei þar
hefur Marx gamli haldið traust-
lega í hönd foringjanna og leitt þá
um eyðimörkina. í eyðimörk
marxismans hafa menn lítt séð
fyrir hinum rauða loga eymdar-
innar og framsóknarmaðurinn
sem Össur talar svo fjálglega um
hefur ásamt fleirum gerst auð-
sveipur marxistum í stúdentapóli-
tíkinni.
IslenSkir samvinnumenn og
framsóknarmenn hafa hingað til
verið þekktir að öðru en að að-
hyllast skoðanir Karls Marx og ég
geri ekki ráð fyrir að sú afstaða
muni breytast. Samvinnumenn
eru alla jafna lýðræðissinnar og
því er þeirra rétti staður meðal
manna sem aðhyllast vestrænt
lýðræði en hagræða því ekki
endrum og sinnum á einn eða
annan hátt, eftir eigin þörfum. En
HÓTEL BORG
Okkar vinsæla
kalda borð
í hádeginu
í dag
ef össur Skarphéðinsson er með
samvinnutali sínu að hverfa frá
eyðimerkurgöngu ■ marxismans
fagna ég þvl að stráksi hafi leið-
rétt stefnu sína.
í grein össurar kemur skýrt
fram hversu mjög hann vanmetur
dómgreind almennings þegar
hann gerir ráð fyrir að almenn-
ingi hafi fundizt verknaðurinn á
þingpöllum snjall og hann hafi
vakið samúð almennings með
námsmönnum. Þvert á móti hefur
t.d. hinn almenni borgari megn-
ustu andúð á slíkum aðgerðum.
En það skyldi þó engan undra þó
skoðanir manna sem sest hafa að í
fílabeinsturni úti i eyðimörk
marxismans séu frábrugðnar því
sem gerist og gengur meðal
venjulegra borgara þessa lands.
Orð Össurar Skarphéðinssonar
á Stúdentaráðsfundinum 28. júní
„Við hefðum gripið inn I þing-
fund ef þess hefði þurft“ hafa
vakið almenna reiði stúdenta og
eflaust almennings.
Þó að baki þessara orða liggi
hjá Össuri einhver gamansemi að
hans sögn þá eru þau nógu alvar-
leg til að vekja umhugsun.
Kannski ber pilturinn ekki skyn-
bragð á að alþingi er alþingi og
þar eru áhorfendapallar ekki ætl-
aðir til skemmtanahalds.
Mótmælaaðgerðir námsmanna i
október siðastliðnum fóru vel
fram og höfðu yfir sér blæ sem ég
er fullviss að vekur með timanum
samúð þjóðarinnar með náms-
mönnum og ekki veitir af því
ótrúlega margir eru illa staddir
þó sumir lifi hátt.
Össur óskapast mikið yfir þvi að
ég leitaði til Morgunblaðsins um
birtingu greinar minnar. En hon-
um er eins ljóst og mér að greinar
sem fulltrúar úr minnihluta Stúd-
entaráðs hafa ritað til birtingar i
Stúdentablaðinu undanfarin ár
hafa yfirleitt ekki fengið eðlilega
fyrirgreiðslu eins og greinar
manna úr meirihlutanum hafa
fengið. Hefur ritstjórum Stúd-
entablaðshis oft á tíðum þótt
meira um vert að koma inn grein-
um um erlenda byltingarforingja,
Marx og annað þess háttar, en
greinum sem snerta okkur sjálf,
þ.e. hagsmuni stúdenta og hreina
islenska stúdentapólitík. Um
þverbak keyrði þó að mig minnir
1974 þegar fulltrúar úr meiri-
hluta Stúdentaráðs tóku sig til og
skrifuðu eigin orð, langar setning-
ar og athugasemdir inn í miðjar
greinar sem skrifaðar voru fyrst
af fulltrúum Vöku! Svo undrast
Össur Skarphéðinsson að ég leiti
ekki til Stúdentablaðsins! I Þjóð-
viljanum minnist ég ekki að hafa
séð fréttatilkynningar frá Vöku
óbreyttar.
Fullyrðing Össurar Skarp-
héðinssonar að ég hafi hagrætt
sannleikanum er lygi.
Ég ætla mér ekki frekar að
reyna að rökræða við Össur, það
er illmögulegt að gera slíkt þegar
á móti kemur ekki annað en per-
sónulegt skítkast sem ekki er á
rökum reist. Hinn ómálefnalegi
málflutningur virðist vera ákaf-
lega hjartfólginn félögum hans í
H.Í. Þeim ættu menn þvi að sýna
vorkunn. Trúðsleg fiflalæti og
önnur skemmtan sem Össur
Skarphéðinsson tiðkar hafa menn
lengi þurft að umbera en nú er
mælirinn fullur þegar fuglar
þessir hefja skemmtanahald á
þingpöllum að eigin sögn. Ég von-
ast því til að Össur Skarphéðins-
son taki nú breytingum, sitji á
strák sinum og temji sér þá sóma-
samlegu hegðan sem formanni
SHI sæmir.
Magnús Ásgeirsson.
Lokað vegna sumarleyfa
1 7. júlí til 3. ágúst
ÖRNINN SPÍTALASTÍG 8
Úthlutað dvöl
í fræðimanns-
íbúð í húsi Jóns
Sigurðssonar
NÚ HEFUR verið úthlutað
dvöl í fræðimannsibúðinni í
húsi Jóns Sigurðssonar í
Kaupmannahöfn. Stjórn
hússins hefur samþykkt að
veita eftirtöldum aðilum
kost á afnotum af íbúðinni á
tímabilinu 1. september
1976 til 31. ágúst 1977 sem
hér scgir:
Ólafur Bjarnason próf.
dr.med. frá 1. september til
30. nóvember 1976.
Þór Mágnússon þjóðminja-
vörður, frá 1. desember 1976
til 28 febrúar 1977.
Páll A. Pálsson yfirdýra-
læknir, frá 1. marz til 31.
maí 1977.
Ari Gíslason fræðimaður
og kennari frá 1. júní til 3.
ágúst 1977.
Alls sóttu um dvöl í fræði-
mannsíbúð hússins 21 aðili
að þessu sinni.
LEIÐRÉTTING
I VIÐTALI við Gylfa Þ. Gíslason,
sem birtist í blaðinu i gær, var
ranglega farið með nafn ritara
níu manna nefndarinnar, sem út-
hlutar styrkjum úr norræna þýð-
ingasjóónum. Hann heitir Sten
Cold, en ekki Magnus Kull.