Morgunblaðið - 17.07.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.07.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLI 1976 Loftbelgurinn TF-HOF flaug yfir Reykjavík um hádegis- bil í gær í góðu veðri og var Holberg Másson við annan mann í hclgnum, en myndina tók ungur piltur, Þórir Guðmundsson, af loftfleyinu þegar það sveif yfir Seltjarnarnesið. Fremst á myndinni er Pálsbær. Norrænt endurskoðendaþing í Reykjavík: Fjallað um aðferðir og tækni við endurskoðun Á ÞINGI norrænna endurskoð- enda, sem hefsl í Reykjavík 19. júlí næstkomandi verða aðallega tvö málefni tekin til umræðu. Eru það um aðferðir og tækni, hvern- ig aðgerðum endurskoðandi skuli beita til að geta endanlega látið f Ijósi álit sitt á árciðanleika árs- reikninga fyrirtækja. Síðara efn- ið er áritun endurskoðanda og fjallar það um hvernig og með hvaða hætti endurskoðandi kem- ur á framfæri til lesenda árs- reiknings áliti sínu. Nú um nokkurt skeið hefur ver- ið unnið að samrærningu laga um hiutafélög á Norðurlöndum og hafa ný lög verið samþykkt n- þegar i Danmörku og Noregi um það efni, en í þeim er nánar kveð- ið á um starf endurskoðenda en áður var. Gera má ráð fyrir að væntanleg ný lög um hlutafélög hér á landi verði mjög svipuð þeim dönsku og norsku. Hin nýja hlutafélagalöggjöf mun koma til umræðu á þinginu, enda hefur hún haft og mun hafa veruleg áhrif á störf endurskoðenda. Alls sækja ráðstefnuna 700 þátttak- endur og eru lslendingar um 55 sem er rúmlega helmingur starf- andi löggiltra endurskoðenda hér á landi. Spánarkonungur afsalar sér rétti til að skipa biskupa Madrid. It>. júlí. AP-ReuU*r. Jl'AN Carlos Spánarkonungur hefur afsalað sér þeim rétti sín- um að skipa kaþólska biskupa á Spáni. Það hafa verið sérstök for- réttindi þjóðhöfðingja Spánar að skipa biskupa kaþólsku kirkjunn- ar í landinu síðan 1953, en sú Bandalag háskólamanna og verkfræð- ingaverkfallið BANDALAG Háskólamanna sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem það hvetur félags- menn sína til þess að ganga ekki inn í störf þeirra verkfræðinga, sem eru í verkfalli og standa í deilu við Reykjavíkurborg. JAFNTEFLI í 2. DEILD EINN leikur fór fram í 2. deild í gærkviildi. Armann og Selfoss léku á Laugardalsvelli og varð jafntefli 2:2. Staðan í hálfleik var 1:0 Selfossi f vil. málsmeðferð var viðurkennd í sérstökum samningi Franeos þjóðarleiðtoga og Píusar páfa tólfta um samskipti Spánar og páfastóls. Sú ákvörðun konungs að afsala sér þessum réttindum er talin boða stefnubreytingu í samskipt- um Spánverja og Vatíkansins, að því er áreiðanlegar heimildir i Madrid telja. Hin nýja ríkisstjdrn Spánar kemur saman ttl fundar í dag, þar sem stefnuskrá stjórnarinnar verður á dagskrá. Búizt er við yfirlýsingu stjórnarinnar að fund- inum ioknum, þar sem áherzla verði lögð á aukna samstöðu með- al þjóðarinnar, og telja margir að í yfirlýsingunni muni stjórnin boða náðun pólitískrafanga. — Olympíuleikar Framhald af bls. 1 þremur skilyrðum sínum fyrir þátttöku Taiwans. Eina skilyrðið sem var eftir var að Taiwanmenn gengju ekki undir merki með nafni lýóveidisins Taiwan og á það gátu þeir ekki fallizt og ákváðu að hætta við þátttöku sína. Hins vegar gekk Alþjóðaolym- píunefndin að þessu skilyrði þótt hún væri treg til þess að Banda- ríkjamenn féllu frá hótun sinni um að hætta við þátttöku siha í leikunum í samúðarskyni við Tai- wan. Þannig var það undir Tai- wanmönnum sjálfum komið hvort þeir tækju þátt i leikunum eða ekki. Leikarnir geta því hafizt þótt þeir hafi verið í hættu, nú siðast vegna pólitiskra deilna og fyrst vegna tafa sem urðu á smiði leik- vangsins, þrátt fyrir óvissuna um þátttöku Afríkumanna. Kenya- manna verður ekki sizt saknað úr hópi þeirra þar sem þeir eiga frá- bæra íþróttamenn — og einnig Eþíópíumenn. Um 8.000 íþróttamenn taka þátt í leikunum sem standa til 2. ágúst og keppa um 600 verðlaunapen- inga. Aðeins 70.000 manns geta fylgzt með leikunum á vettvang- inum sjálfum en gert er ráð fyrir að 1.000 milljón manna fylgist með þeim í sjónvarpi um víða veröld. Elísabet Bretadrottning setur þessa 21. Olympíuleika í Montreal kl. 3 að staðartima (19.00 að ísl. tíma). Hún er þjóðhöfðingi Kanada en tveir af hverjum þremur frönskumælandi Kanada- mönnum eru andvígir því að hún setji leikana samkvæmt skoðana- könnunum. Montreal er höfuðvígi þeirra. Þó er ekki búizt við mót- mælaaðgerðum gegn drottning- unni. — 26 börn Framhald af bls. 1 barnahóp til sundlaugarinnar og siðan komið aftur og náð i börnin sem nú eru horfin. „Við biðum eftir að samband verði haft við okkur,“ sagði Bates lögreglustjóri. Alríkislög- reglan FBI hefur tekið að sér yfirstjórnina og það rennir stoðum undir þá skoðun að um mannrán sé að ræða. Ford for- seti lét í ljós samúð sína og bað um upplýsingar um málið. í skrifstofu lögreglustjórans í Madera County, sýslunni sem Chowchilla er í, var gefið í skyn að börnin hefðu verið flutt frá þvi svæði sem leitað er á. Lög- regla á öðrum stöðum hefur verið beðin um að taka þátt í leitinni. Harmi lostnir foreldrar hafa fínkembt svæðið þar sem börn- in hurfu og leitað hefur verið í hverju einasta húsi í bænum en þau standa flest öll við eina aðalgötu. Foreldrarnir eru heizt þeirrar skoðunar að börn- unum hafi verið rænt af póli- tiskum ástæðum. „Þetta er lítill bær og hefnd kemur ekki til greina,“ sagði vélvirki sem hefur týnt einka- barni sínu og gaf i skyn að ástæðunnar væri að leita ann- ars staðar í Kaliforníu. Þar með virtist hann meðal annars eiga við réttarhöld sem fara fram í málum liðsmanna Symbiones- iska frelsishersins. Bærinn Chowshilla er í San Joaquin-dalnum 80 km norður af Fresno. íbúar bæjarins eru 5.000. Bates lögreglustjóri sagði að tilkynningar hefðu borizt fyrir einu ári um vopnaða menn sem eltu skólabíla og að nú væri verið að rannsaka þær. Starfsmaður skólans sagði að foreldrar hefðu verið beðnir að vera við síma sína ef ske kynni að einhver sem kynni að hafa börnin eða vita um þau hringdi eða sendi skilaboð. • • — Oryggi hert Framhald af bls. 1 mæli um að vera við öllu búin. Kruger dómsmálaráðherra segir að frestað hafi verið að opna aftur skóla blökkumanna í nágrenni Jóhannes arborgar og Pretoria. Hann hefur einnig bannað alla opinbera fundi og gripið í fyrsta skipti til ákvæðis í nýjum öryggislögum um handtökur til að koma I veg fyrir óeirðir. Dómsmálaráðherra sagði að þess- ar ströngu ráðstafanir væru nauð synlegar þar sem stöðugt væri haldið áfram áróðri I hverfum blökkumanna í því skyni að æsa blökkumenn til óeirða. Kruger sagði að æsingamenn ætl- uðu að nota tækifærið þegar skólar yrðu aftur opnaðir á þriðjudag til að koma af stað nýjum óeirðum. Hann tók fram að skólar annar staðar en umhverfis Jóhannesarborg og Pretoria yrðu opnaðir. — Kolmunna- vinnsla Framhald af bls. 2 reyndar upphafið að miklu meirs en búið er að semja um sölu á. Kg af marningi er nú á um 80—90 kr eða heldur minna en kg af þorski og kg af kolmunnaskreið er á um 320 kr. kg. Auk Neskaupstaðar eru fiskvinnsluhús i Hafnarfirði, Þorlákshöfn og í Garði tilbúin til að vinna kolmunna. — Carter Framhald af bls. 1 50 rikjum Bandarikjanna í nóvember. Richard Nixon fyrrum fcfrseti sigraði i öllum rikjum nema einu — Massachusetts. Val Mondales i varaforseta- framboðið hefur mælzt vel fyrir hjá demókrötum. Á flokksþinginu i New York fögnuðu fulltrúar frá öllum landshlutum vali hans. Eins mikill einhugur hefur sjald- an ríkt á flokksþingum demó- krata. Bæði Carter og Mondale lögðu áherzlu á „nýtt hugarfar í Bandaríkjunum" í ræðum sem þeir héldu þegar þeir höfðu verið tilnefndir. Carter sagði að 1976 væri ekk- ert venjulegt ár. Kjósendur hefðu ruglað stjórnmálasérfræðinga í ríminu og þjóðin væri að endur- meta skaphöfn sina og tilgang. Hann sagði að þetta ár gæti reynzt ár innblásturs og vonar og hét þvi að fá stjórn landsins aftur í hend- ur þjóðinni. Hann gerði gys að sundrungu í röðum repúblikana og spáði demókrötum sigri hvort sem for- setaefni repúblikana yrði Ford eða Reagan. Aðalstöðvar Carters verða sem fyrr í Atlanta, en Robert Strauss formanni Demókrataflokksins, verður falið að samræma kosn- ingabaráttuna í Bandaríkjunum í heild. Starfslið Carters verður óbreytt en bætt verður við sér- fræðingum í kosningum sem ná til alls landsins. 1 sinni ræðu sagði Mondale að hann og Carter heyrðu til nýrri kynslóð dugandi og reyndra stjórnmálamanna. Hann sagði að barátta Carters hefði sýnt að völd- in væru hjá þjóðinni en ekki bak- tjaldamökkurum. Þjóðin hefði orðið fyrir áföllum heima og er- lendis og svipaðist um eftir nýj- um mönnum og hugmyndum. Ríkisstjórnir gætu ekki leyst all- an vanda en Bandaríkjamenn gætu ekki sætt sig við mistök, meðalmennsku og lágkúru. Carter kvaðst mundu beita sér fyrir atvinnu handa öllum sem gætu unnið, víðtækum skatta- breytingum, almennri heilbrigðis- þjónustu og strangri löggæzlu og berjast gegn kynþátta- og kyn- ferðismisrétti og tvöföldu siðgæði í dómsmálum. Hann sagði blaða- mönnum að hann gæti náð mark- miðum sínum á fjórum árum. Carter fordæmdi Watergate- hneykslið án þess að nefna nöfn, Mondale sagði að eitt mesta stjórnmálahneyksli í sögu Banda- ríkjanna væri afstaðið og þjóðin væri undir stjörn forseta sem hefði náðað manninn sem væri ábyrgur. Ummæli Carters um utanríkis- mál minntu á innsetningarræðu John F. Kennedy fyrir 15 árum. Hann sagði að það sem sameinaði Bandaríkjamenn og vini þeirra í trú á lýðræði skipti meira máli en það sem stundum aðskildi þá í efnahagsmálum og stjórnmálum. Samúð og traust voru megin- stefin í ræðu Carters. Hann sagði að demókrötum hefði mistekizt en flokkur þeirra byggði á arfleifð forystu, samúðar og framfara. — Lögmenn Framhald af bls. 2 eigna þeirra og ljúka síðan skipt- um. Á íslandi er hins vegar oft sá háttur á hafður þegar gjaldþrot verður, að rekstur fyrirtækis er stöðvaður, allar eignir búsins seldar á nauðungaruppboði, oft fyrir verð, sem er langt undir sannvirði, en búið síðan látið liggja óskipt, oft á tíðum um fjölda ára. Aður fyrr voru í lögum ákvæði um að skiptaráðendum væri skylt að ljúka skiptum innan 18 mán- aða, en með lögum nr. 32/1972, segir að skiptum skuli lokið eins fljótt og verða má. Þessi lagaákvæði virðast ekki hafa haft þau áhrif að skipta gangi fljótar fyrir sig og ástandið fer sífellt versnandi. Stjórn L.M.F.1. telur höfuð- nauðsyn að dómsmálaráðherra geri nú þegar ráðstafanir til að þrotabúum, sem liggja óskipt, verði skipt án frekari dráttar, og ennfremur að hann láti hraða gerð löggjafar, sem miði að því að koma málum þessum í nútíma- legra horf. Lögmenn eru reiðubúnir til að taka þátt í störfum að undirbún- ingi nýrrar löggjafar um þetta efni“. Stjórn L.M.F.Í. er nú þannig skipuð: Guðjón Steingrímsson hrl., for- maður, Jón Finnsson hrl., varaformaður, Gylfi Thorlacius hdl., gjaldkeri, Hjalti Steinþórsson hdl., ritari Brynjólfur Kjartansson hdl., með- stjórnandi. — Tony Knapp Framhald af bls. 27 blaðaskrif sem orðið hafa verða þeim ekki til góðs í þeim leikjum ef til kemur Þeir munu þá leika undir mikilli pressu. Og í þessu sambandi vil ég að það komi fram, að það er munur á því að leika í 1 deild á íslandi og í landsleikjum. Þetta sagði ég fyrir leik- inn við Finna og þetta sannaðist þar Okkar efnilegasti knattspyrnumaður í dag og markhæsti maður 1 deildar, Guðmundur Þorbjörnsson náði ekki að sýna sitt bezta gegn finnsku vorninni Og hann sagði við mig eftir leikinn, að munurinn á því að leika gegn þessum mönnum og að leilja í deildinni heima væri mjög mikill Þrátt fyrir þetta verð- ur Guðmundur áfram í hópnum, því ég hef trú á honum — Leikirnir þrír við Southamton og Luxemburg verða notaðir til að finna rétta hópinn fyrir leikina gegn Belgíu og Hollandi Þeir eru því mikilvægur áfangi í undirbúningnum en koma þó ekki að fullum notum því við getum ekki fengið atvinnumennina með Þetta er vandamál, sem við eigum við að glíma en aðrar þjóðir ekki Þær geta ætíð náð saman sínum beztu mönnum fyrir mikilvæg verkefni. — Ég vil að lokum segja það, að aðeins eitt blað sendi fréttamann á leikinn Hann gagnrýndi islenzka landsliðið og ég sætti mig við það því ég get tekið réttmætri gagnrýni En ég get ekki skilið, hvernig blöð eins og Tíminn og Þjóðviljinn, sem ekki sendu mann á leikinn, geta skrifað eins og þau gerðu daginn eftir leikinn Það var eins og fréttamennirnir vonuðust eftir tapi liðsins til að geta sagt: Hafði ég ekki rétt fyrir mér um val og undirbún- ing liðsins Þetta finnst mér slæm blaðamennska — Fréttabréf Framhald af bls. 26 hrapaði i klettum og meiddist illa á höfði. Oftast vill svo vel til að læknir eða hjúkrunarkona er hér meðal gesta og stendur þá aldrei á þeirra liðsinni ef til þeirra næst. Ástæðulaust er þó að ónáða það fólk nema i meiri- háttar tilvikum. Gæslufólk í Þórsmörk býður alla velkomna í þennan fagra reit og óskar eftir sem bestri umgengni. Einar Helgason. — Hljómleikar Framhald af bls. 26 inu lýkur með hinu fagra Máriu- versi „Máriá mild og há“, en þar var sem englar syngju. Hér verð- ur ekki rætt um hlutverkaskipun, en þó verður ekki komist framhjá „kerlingu" sem Ásdís Krist- mundsdóttir lék og „óvininum" sem var leikinn af Ragnari Skúla- syni; þar virðast vera efni í af- bragðs leikara, ef lif og ástæður leyfa. Þessir hljómleikar voru öllum hlutaðeigendum til mikils sóma og óskandi að þetta fólk eigi eftir að þroskast á þeirri braut, sem það nú hefur valið sér. Sigrún Glsladóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.