Morgunblaðið - 17.07.1976, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.07.1976, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLl 1976 Bandarfska flugmóður- skipið Coral Sea á fullri ferð f átt til Koh Tay. Eftir John Cornwell Ford forseti bendir örygg- isráði sfnu á kort yfir Kambódfu meðan á að- gerðum stóð vegna áhafn- arinnará Mayaguez Bandarfskir landgöngulið- ar koma til Koh Tay. r Israelsmenn hafa enn skotið Bandaríkjamönnum ref fyrir rass London ÞAÐ er enginn vafi á þvi, að athygli hernaðarsérfræðinga i heiminum, sem brjóta til mergjar hina snilldarlegu að- gerð ísraelsmanna á Entebbe-flugvelli, muni beinast í því sambandi að tveim- ur hernaðaraðgerðum Bandarikja manna sem urðu lítill álitsauki fyrir foringjana í Pentagon varnarmálaráðu neytmu í Washington) Samanburður er varhugaverður, en aðgerðir bandarísku landgönguliðanna í Son-Tay i Norður-Vietnam árið 19 70 og ,,björgun' bandariska flutningskips ms Mayaguez undan ströndum Kambódiu á siðasta ári hlýtur að minna á þá staðreynd, að leifturárásir eru enginn barnaleikur — hver sem i hlut á Nixón Bandarikjaforseti gaf út fyrir- skipun um, að nóttina 24 nóvember 1970 færu þyrlur 300 mílur inn í Norður-Vietnam til að reyna að bjarga bandariskum flugmönnum sem voru í fangabúðum 20 mílur vestur af Hanoi Bandaríkjamennirnir komust á áfangastað kl 2 að nóttu og misstu eina þyrlu og orustuþotu, sem var til varnar, og skotin var niður með SAM eldflaug Aðgerðin'mistókst, því engir fangar voru i búðunum. Á sinum tima leit Nixon stjórnin á aðgerðina sem hetjudáð, sem „ætti að auka stolt Bandarikjamanna ", að þvi er Melvin Laird varnarmálaráðherra sagði En hernaðarorðstir og öryggi striðsfanga eykst ekki við mistök eins og þau er þarna áttu sér stað Af einhverjum ástæðum brást njósnaþjónusta hersins Hafði lekið út um þessa fyrirhuggðu leifturárás? Höfðu Norður-Víetnamar myrt fanga sina i hasti og grafið þá í grenndinni? Foringi árásarhópsins skýrði frá því, að þrátt fyrir leit hefðu engin merki um slik grimmdarverk fundizt, en hann bætti því við, að menn hans hefðu haft nauman tima Yfirforingjar hersins fengust ekki einu sinni til þess að velta fyrir sér öðrum möguleika hvort upp- lýsingarnar hefðu verið rangar sem áætlunin byggðist á Það er enginn vafi á þvi, að björgun fanganna hefði fengið Bandaríkjamenn til að dansa á götum úti af gleði. En niðurstaðan varð sú, að menn fylltust alvarlegum efasemdum um hvort slíkar leifturárásir svöruðu kostnaði „Ég óttast um framtíð stríðsfanga Okkar,'' sagði einn þingmaðurinn. Wiliam Fulbright öldunadeildarþing- maður sagði í þessu sambandi „Það gefur svo sannarlega tilefni til mótað- gerða þegar gripið er til innrásar Ég óttast afleiðingarnar '' Þrátt fyrir áhyggjur af þessu tæi fyrirskipaði Ford forseti umfangsmiklar björgunaraðgerðir 11 maí 1975 und- an kambódísku eyjunni Koh Tay til að frelsa 40 manna áhöfn bandaríska flutningaskipsins Mayaguez og ná því sjálfu úr höndum Kambódíumanna. í aðgerðinni tóku þátt fjöldi orustuþota og sprengjuþota og 250 landgöngulið- ar Þessi aðgerð var ekki sízt prófsteinn á hæfni Fords til að slíta af sér fjötra þingsins á sviði utanrikismála sem fylgt höfðu í kjölfar afsagnar Nixons. Hann vildi sýna umheiminum að Bandarikjaforseti gæti i stöðu sinni sem æðstráðandi heraflans ennþá grip- ið til fyrirvaralausra og ákveðinna að- gerða — jafnvel þótt Saigon hefði skömmu áður verið hertekin af komm- únistum. Hernaðaraðgerðin sem hann beitti var kröftug í meira lagi. Orustuþotur veittust að Kambódiumönnum og bandariskum sjómönnurh einnig með gassprengjum og eldflaugum og all- stór floti herskipa, þar á meðal þrjú flugmóðurskip, sigldi á fullri ferð á staðinn. Þessi umfangsmikla aðqerð heppn- oSi&THEOBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER <£&&• THE OBSERVER a&fab THE OBSERVER Reyfaralegt viðskiptahneyksli veldur fjaðrafoki í Eftir Simon Kent LONDON — Þráðurinn í þessari sögu er ekki óáþekkur því sem gerist í einhverri skáldsögu Harold Robin, sem maður kaupir sér til að lesa í flugvél Vettvangurinn er London, þar sem eru aðalbækistöðvar fjöl- þjóðafyrirtækis á sviði iðnaðar og viðskipta og helztu söguhetjurnar eru stóriðjuhöldur, meðlimur kon- ungsfjölskyldunnar og fyrrum ráð herra Sögusviðið færist við og við til glæstra einkahíbýla forstjóranna og sundlaugar aðalframkvæmdastjór- ans á sveitasetri hans, þar sem brugðið er á leik til a*ð skemmta furstum og soldánum Ennfremur er komið við i námabæjum i Ródesiu og hótelherbergjum í Salisbury og Ródesíu Sagan fer ekki varhluta af svikum og prettum, þar eru átök og mönn- um settir afarkostir Hatrömm valda- barátta er háð og hvers kyns hættur liggja i leyni. Hetjan, sem í sögulok ber sigur úr býtum, er af lágum stigum og hefur klifið metorðastig- ann frá neðstu þrepum, en hún hóf feril sinn sem þjónn og járnbrautar starfsmaður Með kaldri rökhyggju og baráttuhæfni tekst honum að leika á andstæðinga sina, þar til þeir sjá sitt óvænna og hafa sig af sjónar- sviðinu Þessa sögu má lesa i skýrslu brezku rfkisstjórnarinnar. þar sem gaumgæfilega er sagt frá starfsemi fyrirtækisins Lonrho, en það er iðn aðarsamsteypa, sem hefur marg- háttaðra hagsmuna að gæta i Afríku Hreyfiafl sögunnar er það fyrir- brigði, sem Edward Heath fyrrum forsætisráðherra kallaði i eftirminni- legri ræðu, hina óviðfelldnu og skelfilegu ásýnd kapitalismans. Frá málavöxtu segir á 660 blaðsiðum skýrslunnar Frásagnarháttur er æði þurr og verð skýrslunnar er rúm 1 3 sterlingspund, þannig að hún mun væntanlega ekki slá fyrri sölumet á bókamarkaði Hins vegar gerðu helztu dagblöð á Bretlandi sér mat úr henni á forsiðum i tvo daqa nú nýlega og líklegt er, að ýmsir þættir máls þessa verði ræddir og reifaðir í náinni framtið Aðalframkvæmdastjóri Lonrho er Tiny Rowland, sextugur að aldri Því fór fjarri að hann leiddi fyrirtækið fram af heljarþröminni, þvi að hagur þess stendur með miklum blóma og það græðir á tá og fingri Eigi að siður sá Edward Heath fyrrum for- sætisráðherra ástæðu til að viðhafa tilgreind ummæli um hann og atferli hans, og þeir sem rannsökuðu mála- vöxtu komust að þeirri niðurstöðu, að Rowland hefði villt um fyrir öðr- um framkvæmdarstjórum fyrirtækis- ins og komið í veg fyrir að þeir fengju réttar upplýsingar í hendur um gang mála Þá er Rowland sak- aður um að hafa sniðgengið refsi- ákvæði Breta gagnvart Ródeslu Þrátt fyrir þetta er Rowland ekki talinn eini syndaselurinn í hinum Ijóta leik, sem háður var við stjórn Lonhro fyrirtækisins og þegar öllu er á botninn hvolft virðist hann fá skárri útreið, en aðrir hlutaðeigend- ur Rannsókn málsins var í höndum lögfræðings og endurskoðanda við- skiptaráðuneytisins. Var Rowland borið á brýn að hafa gengið of langt á ýmsum sviðum, en eigi að síður báru rannsóknaraðilar lof á hann fyrir skarpskyggni, einurð og taum- lausa atorku ROWLAND — Hann er höfuð paurinn að best verður séð. Hrakfallabálkurinn í sögunni er Angus Ogilvy, eiginmaður Alexöndru prinsessu, sem er ná- frænka drottningar. Hann var einn af forstjórum Lonrho, og þegar umrædd skýrsla var birt, var það hans fyrsta verk að hætta öllum umsvifum i viðskiptalíf- inu Hann sagði, að þar sem hann virtist hafa komist i óbærilega að- stöðu, ætti hann ekki annars úrkosti Ogilvy hefur komið víða við í við- skiptalifinu M a. hefur hann verið í stjórn Midland Bank, the Rank Organisation, the Guardian Royal Exchange Assurance og the Canadian Imperial Bank of Commerce í skýrslunni er Ogilvy sakaður um að hafa hegðað sér mjög óviður- kvæmilega Þar sem þetta er opin- bert plagg getur hann ekki borið hönd fyrir höfuð sér og fengið um- mælin dæmd dauð og ómerk Hon- um er einkum gefið að sök að hafa látið undir höfuð leggjast að gera öðrum framkvæmdastjórum fyrir- tækisins grein fyrir loforðum, sem Rowland hafði gefið honum þess efnis að hann gæti fengið hlutdeild í ýmiss konar tilboðum. í skýrslunni er það einnig staðhæft, að Ogilvy hafi vanrækt skyldur sínar svo mjög, að hann sé afar ámælisverður Skýrslan greinir í smáatriðum frá deilum þeirra Rowland og Ogilvy, sem urðu vegna þess, að sá síðar nefndi ákvað að láta af störfum hjá fyrirtækinu. Sú ákvörðun var tekin að ráði Sír Burke Trend, sem þá var ráðherra og hafði illan bifur á því. hvernig Lonrho hafði búið um hnúta sina í Ródesiu Þar segir og frá þvi, að frú Jose Rowland skipaði Ogilvy að hverfa á brott úr íbúð sinni snemma morguns, og ennfremur hafa þeir, sem gerðu rannsóknina, það eftir Ogilvy, að markmið aðal- framkvæmdastjórans hafi verið að OGILVY — Tengdur drottning- unni og ber allt af sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.