Morgunblaðið - 17.07.1976, Síða 13

Morgunblaðið - 17.07.1976, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JULI 1976 13 Sætta Bretar sig við * 12 mílna einkalögsögu? Briissel 16. júlf. NTB. AÐ ÞVt er áreiðanlegar heimild- ir greindu frá að loknum fundi i fastaráði Efnahagsbandalagsins i Briissel í dag, munu aðildarríkin I þann veginn að koma sér saman um að lýsayfir útfærslu fiskveiði- lögsögu sinnar í 200 milur. Talið er, að útfærsian muni ekki eiga sér stað siðar en um næstu ára- mót, og er i þvi sambandi bent á, að þegar hafi nokkur iönd utan bandalagsins lýst yfir 200 milna fiskveiðilögsögu, og önnur séu i þann múnd að fara að dæmi þeirra, t.d. Noregur og Bandarik- Enn munu ákveðin lögfræðileg vandamál vera óleyst i sambandi við útfærslu EBE, og munu Hol- lendingar m.a. eiga þar hlut að máli. Af þessum sökum er ekki víst, að endanleg yfirlýsing um útfggi fyrir að loknum utanrikis- ráðherrafundi aðildarríkjanna, sem haldinn verður í Briissel n.k. mánudag og þriðjudag, eins og þó hafði verið búizt við. Enn hefur ekki náðst samkomu- iag vegna kröfu Breta um 50 milna einkalögsögu, en þó hefur heyrzt, að þessi krafa Breta sé ekki jafn eindregin og hingað til, heldur sé nú einkum rætt um 12 milna einkalögsögu. Að írlandi undanskildu eru önnur EBE-riki andvíg hugmynd- um um einkalögsögu, enda þótt þau viðurkenni, að tillit skuli tek- ið til sérhagsmuna þeirra, sem hingað til hafa veitt á heimamið- um, t.d. með þvi að segja reglur um stærð fiskiskipa. Dvöl bandarísks her- liðs lokið 1 Thailandi Bankok, 16. júl(. Reuter. RlKISSTJÓRNIR Banda- ríkjanna og Thailands lýstu því yfir í dag, að í næstu viku lyki dvöl bandarísks herliðs i Thai- Frankinn í botni París. 16. júli. Reuter. FRAKKLANDSBANKI varði i dag 100 milljónum franka til stuðnings frankanum eftir mestu lækkun hans á þessu ári. V-þýzkir sjómenn vilja samninga Hamborg, 16 júli Reuter. Í YFIRLÝSINGU v-þýzkra sjómanna, sem sækja á fjarlægð mið, segir, að útfærsla fiskveiðilögsögu Noregs, Bandarikjanna og Kanada í 200 milur, muni stefna sjávarútvegi V- Þjóðverja i hættu. Samtök útgerðarmanna halda þvi fram, að afli utan 200 milna við strendur þessara ríkja sé svo rýr, að veiðar á þessum miðum geti ekki borgað sig. Sjómannasamtökin hafa skorað á v-þýzku stjórnina að semja við stjórnir Noregs, Bandarikjanna og Kanada um gagnkvæmar veiði- heimildir, þannig að v-þýzkum skip- um verði tryggður nægilegur afli innan fiskveiðilögsögu þeirra. Spákaupmennska hefur aukizt og ástæðurnar eru llklega áhrif þurrka á landbúnaðinn og spár um aukna verðbólgu. Rétt áður en frankinn lækkaði sagði Jean-Pierre Fourcade fjár- málaráðherra að stjórnin réði við ástandið og að litlar breytingar yrðu á genginu næstu daga. Jafnframt var tilkynnt að greiðsluhalli Frakka hefði minnk- að úr 762 milljónum franka i maí í 104 milljónir franka i júní, en hallinn er talinn nema 6.000 millj- ónum franka á ársgrundvelli. Frakklandsbanki hefur varið um 500 milljónum dollara til stuðnings frankanum á undan- förnum vikum. Frankinn hefur lækkað um 7% síðan gengi hans var látið fljóta í marz. landi, að öðru leyti en þvl, að bandarískir hernaðar- ráðgjafar verða áfram í landinu. Brottflutningi liðsins á að Ijúka næsta þriðjudag, en 12 ár eru síð- an bandarískt herlið kom til landsins. Þegar styrjöldin í Víet- nam stðð sem hæst var um 50 þúsund manna lið Bandarfkjamanna I Thai- landi. FALL ER FARARHEILL. Þannig hugsar sjálfsagt sovézka fimleika- stúlkan Olga Korbut sem sést hér falla af jafnvægisslánni á æfingu f Montreal, en slfkt mun ekki oft henda hana. Olga Korbut vann hug og hjörtu áhorfenda á Olympíuleikunum f Miinchen 1972, og hefur æ sfðan verið f hálfgerðri ónáð f heimalandi sfnu, þar sem forystumenn telja hana bera tilfinningar sfnar of mikið á borð. Til Montreal er Korbut komin til þess að verja Olympfutitla sfna, en róðurinn verður ugglaust erfiður fyrir hana. Telja margir að erfiðustu keppinautar hannar verði landa hennar Maria Filatova, sem aðeins er 14 ára að aldri og rúmenska stúlkan Nadja Comaneci, sem nú er nýlega orðin 15 ára. Kenya og Úganda: BRIGZLYUÐIN GANGA Á VÍXL Nairobi, 16. júlf. Reuter. VARNARMÁLARÁÐHERRA Kenya, James Gichuru, lét svo um mælt f dag, að her Kenya mundi umsvifalaust ráða niður- lögum hermanna frá Uganda stigju þeir eitt fótmál á land- svæði Kenya. Gichuru bætti þvf við að Kenyamenn væru friðelsk þjóð, sem ekki ætlaði að ráðast á aðrar þjóðir að fyrra bragði, en hins vegar yrði brugðist harka- lega við óvinaárás. Idi Amin, forseti Uganda, hélt áfram ásökunum sinum í garð Kenyamanna í dag, og ítrekaði fyrri ummæli um, að þeir hefðu verið í vitorði með Israelsmönn- um þegar þeir gerðu árás á Ent- ebbe-flugvöll til frelsunar gíslun- um á dögunum. Amin sagði einn- ig að allir lögreglumenn, sem Ítalía: Árangurslaus fundur Andreottis og sósíalista Járn brautarslys Landskrona, 16 júlí Reuter HRAÐLEST á leiðinni frá Málmey til Gautaborgar fór út af járnbrautar- teinunum skammt frá Landskrona i dag Fjórir vagnar fóru af teinunum og ^hvolfdi þremur þeirra Talið er, að minnsta kosti 20 manns hafi slasazt RAm. 16. júlf. Reuter. STJORNARMYNDUNARTIL- RAUNIR Giulio Andreottis héldu áfram f Róm f dag, en þá átti hann fund með nýkjörnum ritara Sósfalistaffokksins, Bettino Craxi. Fundurinn stóð f þrjár klukkustundir, en ekki er tafið að vænlegar horfi um stjórnarmynd- un á Itaffu að honum loknum. Bettino Craxi var kjörinn ritari Sósialistaflokksins i morgun, og tekur við þeirri stöðu af Fransesco de Martino. Craxi er 42 ára að aldri. Hann var áður vara- ritari flokksins og hafa áhrif hans í þingflokki sósíalista aukizt mjög að undanförnu. Kjör hans i stöðu ritara flokksins er talið benda eindregið til þess, að áhrif yngri manna séu að aukast i flokknum. Að loknum fundi sinum með Andreotti sagðist Craxi vera þeirrar skoðunar, að enn liði á löngu áður en myndun rikis- stjórnar tækist, og treglega gengi að samræma skoðanir kristilegra demókrata og sósialista. Annar leiðtogi sósíalista, Giuseppe de Vagno, sagði i dag, að flokkur hans hefði enn itrekað þá afstöðu sína, að bráðabirgðastjórn ætti að taka við völdum á Italíu, auk þess sem sósíalistaflokkurinn hafnaði enn þeirri lausn, að sósíalistar og kristilegir demókratar beittu sér fyrir myndun meirihlutastjórnar. voru að störfum á flugvellinum þegar árásin var gerð, hefðu lagt á flótta, og hefði framkoma þeirra verið skammarleg. Þetta kom fram í frásögn Ugandaútvarpsins af ræðu, sem Amin flutti yfir háttsettum lögreglumönnum, en þar lét hann m.a. þau ummæli falla, að fyrrverandi yfirmaður lögreglunnar hefði tekið þátt í samsæri bandarísku leyniþjónust- unnar um að steypa honum af stóli. 1 ræðunni ráðlagði Amin lögreglumönnunum að skipta sér ekki af stjórnmálum og vara sig á CIA og útlögum frá Uganda, sem hann kvað bandarísku leyniþjón- ustuna nota til að koma af stað vandræðum í Úganda. Um 40 Evrópumenn komu til Nairobi frá Uganda í dag, og sögðu þeir, að eldsneyti væri nú á þrotum í Kampala. Að sögn Ugandaútvarpsins átti Amin for- seti i dag viðræður við sendiherra frá Zaire, Rwanda og Súdan um ólíuflutninga. Hélt hann þvi m.a. fram að Kenyamenn hindruðu um 200 olíuflutningaskip í því að flytja eldsneyti til Uganda. 10 ára sundafmæli Maós Peking, 16. júlf. Reuter. MILLJÓNIR Kínverja lögðust I dag til sunds I ám og vötnum og minnt- ust með þeim hætti þess, að nú eru 10 ár liðin frá því að Maó formaður synti 1 Gulu ánni. Dagblað alþýðunnar gerir þessum eftirminnilega atburði ýtarleg skil, auk þess sem fri- merki með mynd af Maó á sundi kom út í tilefni dagsins. 1 forystugrein í Dagblaði alþýð- unnar í dag segir m.a.: „Reynsl- an hefur sýnt, að með þvi að fara eftir lífsreglum þeim, sem Maó formaður hefúr lagt okk- ur, getum við komizt heilu og höldnu i gegnum brim og boða- föll, og unnið þannig hvern sig- urinn á fætur öðrum, á leið hinnar sósíalistísku byltingar.“ Þúsundir barna syntu í dag í Kun Ming-vatninu í Peking, og rauðir fánar blöktu meðfram ströndinni, þar sem reist höfðu verið skilti með áletruninni „Lengi lifi Maó formaður“. Mao — 10 ár eru liðin frá hinu mikla sundafrcki hans Paul Gallico látinn New York — 16. júli — Reuter BANDARÍSKI rithöfundurinn Paul Gallico lézt af hjartaslagi að heimili sinu í Monaco í dag, en hann hefði orðið 79 ára í þessum mánuði. Fyrsta verk Gallicos, sem veru- lega athygli vakti var skáldsagan „The Snow Goose", en alls kom út eftir hann 41 bók, auk þess sem hann var afkastamikill greina- höfundur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.