Morgunblaðið - 17.07.1976, Side 14

Morgunblaðið - 17.07.1976, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JULÍ 1976 fMtogðttlÞlllfrÍÞ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Aðalstræti 6, sími 10100 Aðalstræti 6. sími 22480. hf. Árvakur. Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. Lífeyrir hinna öldruðu — vextir af drengskap arskuld að er sagt að menning og þroski þjóðar mælist ekki sízt af því, hvern veg hún býr að öldr- uðum — og þeím, sem ekki ganga heilir til skógar í þjóðfélaginu. Sú kynslóð, sem nú lifir síðdegi ævi sinnar, getur horft yfir langt og strangt en farsælt ævistarf. Hún sáði til og uppskar það velmegun- arþjóðfélag, sem niðjar hennar njóta nú. Þetta þjóðfélag er síður en svo gallalaust. Én breytingarn- ar frá fátæki og frumbýli íslenzks þjóðfélags um og upp úr aldamót- unum sl. til nútíma þjóófélags- hátta á öllim sviðum, efnahagsleg- um, menningarlegum og félags- legum, eru í raun kraftaverk, sem fyrst og fremst á rætur í lífi og starfi hinna öldruðu í dag. Og þetta þjóðfélag er í jákvæðri breytingu, þrátt fyrir annmarka þess, og heldur áfram að mótast og þróast á lýðræóislegan hátt, eftir því sem þjóðarvilji segir til, að reglum þingræðis. Þær þjóðfélagsbreytingar, sem hér hafa orðið á 20. öidinni, eiga ekki einungis rætur í lifi og starfi hinna öldruðru í dag. Það fjár- magn, sem liggur að baki fram- kvæmdanna, sem breyttu þjóðfé- laginu, var til þeirra sótt, Hinar félagslegu framkvæmdir, á sviði heilbrigðismála, fræóslumála og samgöngumála, svo örfáir þættir séu nefndir af mörgum, vóru ekki einungis fjármagnaðar með tíund af tekjum þessa fólks, heldur að hluta til með sparifé þess, í gegn um lánafyrirgreiðslu bankakerf- is. Sparifé þessa aldna fólks var blóðið, sem rann um æðar at- vinnulífsins og grunnurinn, er okkar nútima atvinnuhættir og at- vinnugreinar vóru reistir á. — Það er svo annar og ömurlegri þáttur málsins, hvern veg við ávöxtum þetta sparifé, sem þetta fólk lagði til hliðar til efri ára, á báli verðbólgunnar, og skiluðum verðlausu í hnýttar hendur^- Þrátt fyrir allt eru tímarnir þó gjörbreyttir, einnig í aðbúð og afkomu gamla fólksins, frá því sem var í öryggisleysi fyrri ára. í þeim efnum hefur skilningur lög- gjafans á málefnum hinna öldr- uðu farið sívaxandi. Þetta sést meðal annars af því að af heildar- útgjöldum síðustu fjárlaga, fyrir árið 1976, sem hljóðuðu upp á 60.000.000.000,- króna — eða sex- tíu milljarði — spönnuðu heil- brigðis- og tryggingamál þrjátíu og fimm af hundraði (35%), þar af lífeyrirtryggingar, sjúkratrygg- ingar og tekjutryggingar bróður- partinn. Sem dæmi má nefna að í tíð Matthiasar Bjarnasonar sem tryggingarmálaráðherra hafa framlög til þessara mála marg- faldazt þó efalítið megi betur gera, með hliðsjón af þeirri óða- verðbólgu. sem losnaði úr bönd- um á síðustu misserum fyrri ríkis- stjórnar. Þannig hafa lifeyris- tryggingar hækkað úr 3178 m.kr. á árinu 1972 í 7715 m.kr. á fjárlög- um yfirstandandi árs, eða gott betur en tvöfaldazt á 4 árum, og sjúkratryggingar hækkað úr 2887 m.kr. 1972 í 11.629 m.kr. 1976, eða u.þ.b. fjórfaldazt á sama tima. Þessar hækkanir hafa orðið þrátt fyrir þá efnahagskreppu, sem gengið hefur yfir þjóðfélagið, versnandi viðskiptakjor og rýrn- andi þjóðartekjur undanfarin misseri, að ekki sé talaó um þann samdrátt og aðhald, sem stjórn- völd hafa neyðzt til að grípa til í rikisfjármálum i nær öllum út- gjaldapóstum. Tekjuþörf trygginganna í þessu sambandi var á sl. vetri m.a. mætt með 1% brúttóskatti á útsvars- skyldar tekjur, sem fram kemur á skattseðlum okkar næstu daga. Efalitið bregðast ýmsir reiðir við. Og öruggt er að stjórnarandstöðu- blöð munu ala á gremju vegna þessarar skattheimtu. Slíkt er létt verk og löðurmannlegt á þreng- ingartímum i þjóðarbúskapnum. Þeir, sem í orði hafa þótzt tals- menn hærra lífeyris til aldraðra og örkumla, munu engu að síður háværast mótmæla skattheimt- unni, sem gerir hækkunina mögu- lega í raun. Þeir sem eru „rottæk- astir" í orðum eru oft smásálir í reynd. — En hver sem viðbrögð manna verða við skattseðlínum ættum við sizt að sjá eftir vöxtun- um af skuld okkar við hina öldr- uðu sveit, sem lagði til höfuðstól- inn i velmegunarþjóðfélagi líð- andi stundar. Þar er um að ræða vexti af drengskaparskuld. Samkvæmt reglugerð, sem heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytið gaf út í fyrradag, hækka allar bætur'almannatrygginga um 9% frá 1. ágúst nk., en tekju- trygging elli- og örorkulífeyris- þega, sem ekki hafa aðrar tekjur en almannatryggingar, hækka um 18%. Samkvæmt lögum er skyit að hækka almannatryggingabæt- ur innan sex mánaða frá því að almennar launahækkanir verða í landinu, en þær urðu siðast 1. júlí sl. Hækkun tekjutryggingar er meiri nú en skylt var að lögum, en þeirra njóta nú um 40% allra elli- og örorkulífeyrisþega, eða um 9000 manns. 1% álagið rennur með öðrum tekjum trygginganna til greiðslu á þessum hækkunum á lífeyri hinna öldruðu. Tryggingamálaráðherra beitir sér nú fyrir heildarer.durskoðun á almannatryggingalöggjöfinni. Slíkt er nauðsynlegt að gera í ljósi fenginnar reynslu af og til. Sú ■ endurskoðun verður að fara fram með þaðfyrstogfremstíhuga að þessi langstærsti útgjaldaliður á fjárlögum ríkisins nýtist sem bezt, sé hyggilega varið og komi þeim fyrst og fremst að gagni, sem eru í mestri þörfínni. Wmmm Búið er að þekja alla austureyjuna með mold og sáningin er farin að bera árangur, þvf smám saman færist græni liturinn yfir. Þarna á myndinni er tæplega 100 ha svæði, verðandi tún þar sem áður var aska og Páll Arnason bóndi hefur lagt fram þá hugmynd að Gúanóverk- smiðjan hefji þar heykögglaframleiðslu. ÞAÐ ER margt sem hefur gengið und- arlega fyrir sig í sambandi við eldgosið í Vestmannaeyjum Sumt hefur verið í stíl við eldgosið sjálft, þ e gengið fyrir sig hratt og kröftuglega svo með ólik- indum er, en annað hefur gengið svo hægt að með jafn miklum ólíkindum er. Meðal þess sem jákvætt er má nefna hraða uppbyggingu iþróttahall- arinnar, byggmgu nýja Herjólfs, ösku- hreinsunina á sínum tíma og nú siðast uppgræðsluna á Heimaey sem þó mun taka nokkur ár til þess að öruggt sé að verkið verði tryggt og árangursríkt. í tvö ár voru gerðar tilraunir i sambandi við sáningu í Eyjum og var eytt í það tugmilljónum króna, ekki vantaði sér- fræðingana og ráðleggingarnar, en það gleymdist að taka tillit til þeirra sem höfðu reynsluna Fræ og áburður fyrir fjárfúlgur fékk því að fjúka í róleg- heitunum þegar veðurguðirnir byrstu sig í Eyjum. Vorið 1 9 75 tók Páll Árna- son bóndi i Vestra-Þorlaugargerði sig til ag byrjaði að yrkja upp öskusvæðin vestur á Eyju, með gamla laginu Hann dreifði mold yfir svæðið, sáði og hlúði að daga og nætur mánuðum saman og árangurinn lét ekki á sér standa, iðja- græn tún litu dagsins Ijós Heimamenn voru þá kallaðir til framkvæmda og gerð var áætlun um uppgræðsluna í stærstu dráttum Síðan 1 vor hefur síðan verið unnið að því að dreifa mold yfir liðlega 100 hektara öskusvæði, sá i og bera áburð á og jafnframt hefur verið unniðaðsáningu í um 100 hekt- ara af graslendi í björgum og fjöllum Eyjanna, hreinsun ösku úr hliðum Helgafells og þar sem allt var svart af ösku i vor er nú grænn möttull að færast yfir, þvi grasið er farið að koma Þessar blómarósir ásamt mörgum öðrum eru ákveðnar f að klæða Heimaey í græna kápu á ný. Það er mikið verk að græða Eyjuna upp þarna, þvf þetta eru engir smá flákar eins og smæð jarðýtunnar á svæðinu sýnir. Þarna djúpt undir voru áður gróin tún, en nú hefur mold úr gömlum túnum verið ekið á svæðið og sáningin er farin að bera árangur. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JULI 1976 15 Um jaröabætur 09 bjartarl svip yfir bæjarlitinu upp á völlunum austan Helgafells og Eldfellsins, milli þeirra og bæjarmegin við Eldfellið upp • hlíðar þess Búið er að keyra um 100 þús rúmmetrum af mold í sambandi við uppgræðsluna af alls um 1 70 þús. rúmmetrum sem reiknað er með að þurfi til að græða upp Heimaey Á Heimaey voru fyrir mikil gróðurmoldarsvæði með mold allt niður á 5—7 metra dýpi. Þessi svæði hafa nú verið grafin upp og ösku keyrt í þau í staðin fyrir þá mold sem Vikurfokið í Eyjum var orðið mikil plága og olli miklu tjóni í bænum, bæði á húsum, bílum, lóðum og öðr um mannvirkjum Segja má að 200—300 hús hafi verið á versta svæðinu, vestur af skarðinu milli Helgafells og Eldfells, en í snörpum austanvindum blés askan þar yfir bæ- inn eins og út úr trompett. Kom fyrir að málning hvarf af húsum á einni nóttu og gluggarúður urðu mattar af öskufoki Ef svo fer sem horfir mun Greln: Árnl Johnsen Myndir: Slgurgeir Júnasson tekin hefur verið Síðan hefur moldar- lagi verið dreift yfir aftur svo tún megi lifna þar á ný. Til jafnaðar hefur mold- arlagið sem lagt hefur verið yfir ösku- svæðin verið um 20 sm á þykkt Um 100 manns vinna við þessar fram- kvæmdir sem Viðlagasjóður stendur straum af og unnið er frá 8 á morgn- ana fram á rauða nótt Þá hefur vinnu- aflið verið dreift, hópar ungs fólks hafa sáð í Heimaklett og önnur fjöll, aðrir hafa verið á öskusvæðunum og svo hafa vélar verið látnar vmna allan sólar- hringinn þegar aðstæður hafa verið góðar vegna veðurs og annars Gísli Óskarsson kennari í Eyjum hef- ur stjórnað verkinu á vegum Viðlaga- sjóðs, en það hefur gengið einstaklega vel þar sem allir hafa lagt hönd á plóginn af miklum dugnaði ástandið lagast mjög skjótt Þá verður einnig sáð í Helgafellið og mikil áherzla lögð á að Herjólfsdalur komist sem fyrst í fyrra horf og þar fyrir utan þarf að hlúa að fjölmörgum stöðum sem urðu fyrir mikilli eyðileggingu í eldgos- inu. Til dæmis þarf að sinna allri suðureynni, því aska hefur fokið þar víða yfir og mun reyndar gera jafn lengi og flugbrautirnar á háeynni eru ekki lagðar varanlegu slitlagi sem fýkur ekki yfir fold og flæði þegar norðan- eða austanhvellir koma í Eyjum Um 1 5 bílar frá Bifreiðastöð Vestmanna- eyja hafa að jafnaði verið í moldarflutn- ingi á öskusvæðin og jarðýtur, vél- skóflur og fleiri tæki eru mikið notuð, öll skipuð frábærum tækjamönnum, sagði Gísli í spjalli við okkur Það hefur ótrúlegur árangur náðst á síðustu mánuðum, en það er mikið óunnið og að mörgu þarf að gæta Einnig er byrjað að græða nokkuð hraunkantinn bæjarmegin og til stend- ur að setja græna bletti f nýja hraunið Brautryðjandi f uppgræðslu hraun- kantsins er Gísli Þorsteinsson frá Lauf- ási en hann byrjaði að aka mold f hraunkantinn sem liggur næsf^ höfn- inni, sá og tyrfa, gróðursetja baldurs- brá og skrautjurtir og ekki leið á löngu þar til landið, þessi óvelkomni gestur yfir byggð Eyjanna, tók á sig vinalegri svip og reyndar hefur fólk Eyjanna séð hlutina í miklu bjartara Ijósi eftir að uppgræðslan fór að bera árangur Það er því mikið í húfi að ekki verði slakað á í þessari framkvæmd sem óhjá- kvæmilega hlýtur að taka nokkur ár Nokkur mistök hafa orðið í sam- bandi við uppgræðsluna, en úr þeim verður bætt. Til dæmis var mjög sér- kennilegt gil við Hrafnakletta kaffært í mold og ösku, en það verður grafið upp og lagfært síðar í sumar Þá má nefna að Stefnt er að því að taka skipulega grjót úr nýja hrauninu, en fram til þessa hefur grjótnámið verið mjög óreglulegt og sérkennilegir staðir í nýja hraunmu eru í hættu, t d svo- kölluð álfakirkja yfir Grænuhlíð, en augu ráðamanna eru að opnast fyrir því að fara þarf varlega höndum um þetta svæði vegna framtíðarinnar Þá stendur til að beina grjótnámi á næst- unni að Skansinum, og hreinsa þar allt hraun og endurbyggja svæðið við Skansinn, a m k. Skansinn sjálfan, en það er ekki mjög mikið verk Það er því mikil von til þess að Eyjarnar nái skjótt aftur sínum Hvanngræna og snyrtilega svip Samhliða vikurhreinsun er landid þakið með mold og sáð í, en á þessari mynd sést vel hvernig unnið hefur verið að öskuhreinsun úr Helgafelli. Vinnuvélar eru komnar neðarlega í hlíð Helgafells, en hafa rutt á undan sér tugþúsundum rúmmetra af ösku. Síðan verður sáð í sallann í hlíðunum. Myndin er tekin ofan af Eldfelli. en þessar tvær myndir sýna stærsta hlutann af öskusvæðunum sem verið er að græða upp. I fyrrahaust var byrjað að safna mold og hér sjást vel bflhlössin þar sem þau voru geymd við „Borgirnar“ austasta hluta gfgsprungunnar þar sem aðeins gaus fyrstu gosnóttina 1973. &>au vinna hér við að flokka lifandi plöntur innan úr Botni, ganga frá þeim f bréfpoka og planta þeim sfðan austur á Eyjum til þess að flýta fyrir uppgræðslunni. Þótt mikið væri að gera f upp- græðslunni gaf hún UNNUR sér tfma til að lfta aðeins upp og þá lá beinast við að brosa, það var fljót- legast. ÍVigga mokar fræi af miklum móð, þvf það var byrjað að rigna. A þeim hvílir hið mikla verk að klæða öskusvæðin og jarðskemmdir grasi, ásamt f jölda harðduglegs fólks. Þeir Gfsli og Páll bóndi brosa þarna og líklega eiga þeir eftir að brosa enn meir með haustinu þegar verulegur árangur af uppgræðslunni kemur f ljós.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.