Morgunblaðið - 17.07.1976, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLI 1976
17
Minning:
Ólafur Ó. Jóns-
son bifreiðastjóri
Fæddur 25. júlí, 1908.
Dáinn 10. júlf 1976.
Sláttumaðurinn mikli hefur
verið þunghöggur í röðum okkar
bilstjóranna á B.S.R. þessa dag-
ana, þrír hafa flutt yfir landa-
mærin miklu á tæpum þremur
vikum.
Þann síðasta í röðinni kveðjum
við í dag, Ólaf Ó. Jónsson, Grjóta-
götu 12.
Ólafur var fæddur í Reykjavík
25. júlí, 1908. Hann ólst hér upp,
en var langdvölum til fermingar-
aldurs austur í Hvolhreppi í
Rangárþingi. Við fólkið og sveit-
ina fyrir austan var hann bund-
inn þeim vináttuböndum sem
aldrei hafa slitnað. Oft var til
hans leitað og ætíð brugðist vel
við. Mjög ungur byrjaði hann að
aka vörubíl hjá Sæberg í Hafnar-
firði, og mun hafa þurft undan-
þágu til að stráksi fengi að keyra.
Strax og hann hafði tekið
meirapróf fyrir 48 árum, hóf
hann akstur á sjö manna bílum
sem þá voru notaðir í langferðir,
og síðan á leigubílum og má því
með sanni segja að hann hafi
helgað akstri allt sitt líf og á
B.S.R. starfaði hann allan þennan
tima nær 50 ár.
Árið 1938 giftist hann Guðlaugu
Sigríði Magnúsdóttur og bjuggu
þau i ágætu hjónabandi í 22 ár.
Þau eignuðust 8 börn, þrjú dóu
ung en fimm eru fullorðin, fjögur
búsett i Grindavík og eitt hér í
borg. Börn þeirra hjóna eru:
Jófriður, gift Geir Guðmunds-
syni; Jón, kvæntur Agnesi Jóns-
dóttur; Pálina, gift ísleifi Har-
aldssyni; Gisli, kvæntur Njólu S.
Vídalín; Magnús, kvæntur Hall-
dóru Baldursdóttur.
Þau hjónin höfðu barnalán og
allt en þetta myndar- og dugnað-
arfólk. Þá ólu þau upp frá 12 ára
aldri bróðurson Sigriðar, Reyni
Hauk Hauksson.
F. 29. maí 1900.
D. 20. júnil976.
20. júni 1976 andaðist í Landa-
kotsspítala Alexía Pálsdóttir,
tengdamóðir mín, eftir stutta
sjúkdómslegu. Hún var jarðsett 5.
júlí sl. Ekki er ætlun mín með
þessum fátæklegu kveðjuorðum
að rekja ætt Alexíu, til þess eru
aðrir færari. Ég vil aðeins þakka
henni samveruna hér með okkur
fjölskyldunni.
Alexía var fædd og uppalin hér
i Reykjavík. Foreldrar hennar
voru þau hjónin Páli Hafliðason
skipstjóri og Guðlaug Ágústa Lúð-
víksdóttir, og var Guðlaug lifandi,
er ég kynntist fjölskyldu manns-
ins míns. Ég man vel hve falleg
gömul kona mér þótti hún vera,
og var hún alltaf vel upp á klædd,
og aldrei sá ég hana öðru vísi en
glæsilega og snyrtilega, og voru
þær mæðgurnar mjög likar, hvað
það snertir.
19. september 1925 giftist Alex-
ia Lúðvíki Sigmundssyni vél-
stjóra, Sveinssonar, sem lengi var
umsjónarmaður í Miðbæjarskól-
anum, yndislegum manni, og var
hjónaband þeirra alltaf til fyrir-
myndar, en því miður allt of stutt,
því hann andaðist langt fyrir ald-
ur fram, aðeins 43ja ára gamall,
eftir stutta sjúkdómslegu. Var
það mikill harmdauði fyrir hana
og börnin, en þau eru 6 og voru
flest á mjög viðkvæmum aldri.
Erfitt hefur verið að koma svo
Sumarið 1960 missti Ólafur eig-
inkonu sína, og var það honum og
barnahópnum þungbær missir, en
öll él birtir um síðir og honum
tókst að sjá barnahópnum far-
borða. Pálína dóttir hans tók nú
að sér húsmóðurstörfin á heimil-
inu, aðeins 15 ára, en tveir bræð-
ur hennar voru langtum yngri.
Nú reyndi mikið á húsbóndann,
en hann brást ekki skyldu sinni,
og reyndist börnunum bæði faðir
og móðir. Fyrir fjórum árum
kynntist hann Ingibjörgu Sveins-
dóttur frá Akureyri, en hún er
ættuð úr Húnaþingi, og hefur hún
verið sambýliskona hans í fögur
ár. Hún bjó honum gott heimiii,
og var sambúð þeirra hin besta.
Börnum hans og barnabörnum
reyndist hún líka vel.
Heimilið í Grjótagötu 12 var
orðlagt fyrir gestrisni og greiða-
semi og nutu hennar allir i ríkum
mæli sem þangað komu, þó húsið
sé ekki háreist höll, fann maður
ekki fyrir því innari dyra, hús-
bændurnir sáu fyrir því.
Við Ólafur höfðum starfað sam-
an i nær 29 ár svo kynni okkar
voru orðin löng. Mér er hann
minnisstæður sem ógleymanlegur
persónuleiki, sem bjó yfir hlýju
og einlægu viðmóti, en hann gat
líka verið harður i horn að taka og
lét skoðanir sínar í ljós umbúða-
laust og fór ekki i launkofa með
það sem hann meinti.
Þó skoðanir okkar væru ekki
alltaf af sama toga spunnar, stóð
það ekki í vegi fyrir þvi að milli
okkar skapaðist kunningsskapur
sem seinna varð að vináttu og
þeim mun varanlegri sem hún
stóð lengur.
Ólafur dró sig aldrei í hlé þó
eitthvað blési á móti, það var eðli
hans að standa í fremstu viglínu,
en ekki að vera áhorfandi hvorki i
sókn né vörn. Hann var trúnaðar-
stórum barnahópi áfram á þeim
tíma, en þau voru öll í námi.
Lúðvik var mjög mikill heimil-
isfaðir og þó ég hafi aldrei þekkt
hann, þá finnst mér eins og ég~
hafi gert það, þvi svo oft var talað
um hann af börnum hennar og
henni, og fann ég hvað þau höfðu
öll misst mikið. Stundum fannst
mér eins og tengdamóðir mín hafi
aldrei komizt yfir þá raun að
missa manninn. Fann ég þá enn
betur, hvað sambúð þeirra hefur
verið góð í einu og öllu, og hvað
þau hafa verið samrýmd.
Alla tíð reyndist Alexía mér vel
og margt gott kenndi hún mér, og
þakka ég henni það. Hún var af-
maður okkar á stöðinni um langt
skeið. Það starf er oftast óvinsælt
og sjaldan þakkað það sem vel er
gert, en því haldið hæst á loft sem
talið er að betur mætti gera, en
með dyggð og trúmennsku hélt
hann vörð um allt sem honum var
tiltrúað.
Ólafur safnaði aldrei veraldar-
auði. Til þess lágu margar ástæð-
ur, barnahópurinn stór, gesta-
gangur mikill bæði af borgarbú-
um og utanbæjaríólki, hvers
manns götu skyldi greiða og eðli
hans var þannig að betur hentaði
honum að veita en þiggja.
Hann var duglegur og ósérhlif-
inn, kappið og eljusemin, gengu
oft lengra en þrekið leyfði, þvi
mörg síðustu árin gekk hann ekki
heill til skógar.
Ólafur var gleðimaður, hress og
kátur á góðri stund og meðan
skemmtanalífið hjá okkur á
B.S.R. var og hét, var hann alltaf
ómissandi og hrókur alls fagnað-
ar.
Nú kveð ég hann hinstu kveðju
og þakka honum góða samfylgd
um áratugaskeið.
Við hjónin þökkum honum
margar glaðar og ánægjulegar
samverustundir, góða vináttu,
gestrisni og tryggð.
Ástvinum hans vottum við
dýpstu samúð og óskum houm
góðrar ferðar til fyrirheitna
landsins.
Jakob Þorsteinsson.
skaplega myndarleg húsmóðir, og
mikil snyrtikona i allri umgengni.
Hún hafði alveg sérstaka ánægju
Framhald á bls. 19
+
Þökkum innilega sýnda samúð og hlýjar kveðjur viðandlát og útför
VILHJÁLMS ÁRNASONAR
1 skipstjóra
Guðríður Sigurðardóttir,
Sigríður Vilhjálmsdóttir, Vilhjálmur K. Sigurðsson,
Kristín Vilhjálmsdóttir, Asgeir Bjarnason,
Ámi Vilhjálmsson Ingibjörg Bjömsdóttir
og barnaböm.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
sonar míns, föður, tengdaföður, bróður okkar og afa
ELÍASAR ÞORVALDSSONAR,
Vesturgötu 56,
Súsanna Elfasdóttir
Ásgeir Elíasson Soffla Guðmundsdóttir
Þorvaldur Ásgeirsson
Helgi Þorvaldsson Hrafnhildur Bjarnadóttir
^irgir Þorvaldsson Helga Asgeirsdóttir
Erla Þorvaldsdóttir Bjami Glslason.
og börn
Minning:
A lexía Pálsdóttir
Útfaraskreytingar
btómoual
Groóurhusið v/Sigtun simi 36770
Ölafur Andrésson
járnsmiöur—Kveðja
Fæddur 6. júnf 1908.
Dáinn 20. júní 1976.
A einum þeim fegursta morgni
er vorið gaf, þegar dagurinn er
hvað lengstur, var lífshlaupi Ól-
afs lokið, eftir margra mánaða
baráttu við erfiðan sjúkdóm, sem
hann bar með æðruleysi og still-
ingu. Þetta eru síðbúnar línur,
sem eiga að vera kveðja og þakk-
læti til Ólafs, frá okkur hjónunum
fyrir áralanga vináttu og gott ná-
býli. Óli, eins og hann var alltaf
kallaður af kunningjunum, var
einstaklega léttlyndúr og góð-
lyndur og lét ekki erfiðleika lífs-
ins buga hið góða skap sitt. Hann
var hverjum manni hjálpfúsari og
taldi ekki eftir sér að rétta ná-
grönnum og kunningjum hjálpar-
hönd, að afloknum vinnudegi eða
á sinum frídögum, en hrædd er ég
um að ekki hafi alltaf hækkað i
pyngjunni hjá honum þótt hann
væri búinn að hjálpa kunningjum
i marga klukkutíma. Ef maður
hafði orð á því við hann, að hann
sliti sér alltof mikið út furir aðra,
leit hann á mann með sínu góðlát-
lega glettnisbrosi og svaraði með
orðtaki er honum var svo tamt:
„Þetta er allt i sómanum".
Eg rek ekki æviferil Ólafs en
hann fékk ábyggilega frá blautu
barnsbeini að vita hvað lífið var,
eins og svo margir aðrir sem voru
á sama aldri, en öllum erfiðleik-
um tók hann og æðraðist ekki,
hann var í orðsins fyllstu merk-
ingu góður maður. Það er sagt ,,að
hver uppskeri eins og hann sáir“
og ekki efast ég um að honum er
búinn góður staður handan við
móðuna miklu og þar uppsker
hann sín laun fyrir lifsstrit sitt.
Með þessum fáu orðum kveðj-
um við hjónin góðan vin og þökk-
um honum allt gott siðan við
kynntumst honum. Maður er fá-
tækari eftir fráfall hans. Far því í
guðs friði.
Ragnheiður og Sigurður.
Guðjón A. Sigurðs-
son garðyrkjubóndi
Gufudal — Minning
Fundum okkar Guðjóns í Gufu-
dal bar fyrst saman í Hveragerði,
en þar heyrði ég um andlát hans
fyrir nokkrum dögum. Fregnin
kom mér á óvart, enda þótt ég
vissi að hann hafði lengi átt við
vanheilsu að stríða.
Fyrir tuttugu og fimm árum
bað hann mig að koma austur
vegna þess, að í ráði var að Árnes-
sýsla kæmi upp elliheimili, en
Guðjón var formaður elliheimilis-
nefndar. Samstarf tókst og Ás hóf
starfsemi sina.
Þessi frásögn er ekki löng, en á
bak við er nokkur saga. Guðjón A.
Sigurðsson kom mjög við þá sögu,
en stuðningur hans og skilningur
á málum aldraða fólksins var mik-
ill, og ávallt var gott til hans að
leita þegar með þurfti.
Nú eru leiðir skildar að sinni og
nokkur minningarorð um látinn
vin skrifuð i þakkar- og virðingar-
skyni. Margir munu efalaust
minnast Guðjóns í Gufudal, enda
kom hann viða við á langri ævi.
Framúrskarandi dugnaðar mað-
ur, sístarfandi, ákveðinn og ein-
arður, sem vann að félags-og vel-
ferðarmálum sýslunga sinna af al-
hug, en slfkir menn eru að verða
fágætir.
Við hjónin sendum eftirlifandi
eiginkonu hans, börnum og öðr-
um vandamönnum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Gfsli Sigurbjörnsson.
Eiginmaður minn + HJALTI LÝÐSSON,
forstjóri.
andaðist 1 6 júli Elvíra Lýðsson.
+
Þökkum innilega samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengda-
móður og ömmu
HELGU GUOJÓNSDÓTTUR
Austurbrún 6.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Landspitalans og Vifilsstaða
spitala fyrir góða umönnun og hjúkrun.
Alma Einarsdóttir Hjörtur Guðmundsson
og barnaböm
+
Föðursystir okkar,
INGVELDUR BJÓRNSDÓTTIR
frá Þverfelli,
er andaðist 12 júli, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn
20 júli kl 3
Ásta Daviðsdóttír,
Bjöm Daviðsson,
Sveinbjörg Daviðsdóttir,
Kristján Daviðsson,
Eltn Davlðsdóttir