Morgunblaðið - 17.07.1976, Síða 26

Morgunblaðið - 17.07.1976, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JULl 1976 BLÓM VIKUNNAR UMSJÓN: ÁB. Skarfakál (Cochlearia officinalis) Skarfakál er jurt sem ætti að vera í hvers manns garði, jafn góð, gagnleg og auðveld í ræktun sem hún er. Það er alkunna að skarfa- kál var notað til lækninga á skyrbjúg löngu áður en víta- mín voru þekkt Siðan hefur komið í Ijós að það er mjög auðugt af c-vítamínum, en c-vítamínið hefur sífellt hækkað í einkunnastiga nægingarfræðinnar svo að æ fleiri spekingar og áhrifa- menn á því sviði finna þar uppsprettu alls konar heilsu- bóta, skilst manni. Skarfakálið vex víða villt við sjó fram og á eyjum svo að auðvelt er að ná í plöntur og setja í garðana. Þar þrífst það prýðilega og gefur ár eftir ár góða uppskeru af dökkgrænum, bragðsterkum blöðum sem eru ágæt t.d. á smurt brauð, í ýmis salöt, söxuð með rúsínum, út i skyr o.s.frv. eftir hugkvæmni hverrar húsmóður. Auk c- vítamíns eru i skarfakáli ýmis næringarefni; þar er að finna eggjahvítuefni og alkalisk sölt, einnig sterk bragðefni svo það kryddar sig sjálft. í danskri jurtalækningabók segir svo meðal annars um ágæti skarfakálsins og lækn- ingamátt: ..Skarfakál notist sem te við skyrbjúgi, gigt, slimrennsli Ennfremur við hjarta-, tauga- og efnaskipta- sjúkdómum, steinmyndun- um og fl Teið á þá að búa til að þann hátt að 2 tesk. (af þurrkaðri jurtinni) setjist i 'A lítra af sjóðandi vatni og trekkist í 10 mínútur. Drekka tvo bolla daglega Þetta te er líka gott sem gúlgruvatn við háls- og munnbólgu." Þann- ig segir þar, að bezt og mas- minnst finnst mér að borða blöðin hrá með öðrum mat og fljótlegt er að klippa þau niður ef maður vill smækka þau Eins þarf að gæta við rækt- un skarfakáls eigi það að koma til góðra nota og hald- ast fjölært Það blómstrar mikið á vorin og þá þarf að ganga um brúskana og slíta öll blómin af. Sé þeim leyft að vera á plöntunni og hún nái að eyða orku sinni i fræ- myndun feroftsvoað hún blómstrar sig i hel og lifir ekki af næsta vetur í garðinum. Ef hún aftur á móti er losuð við blómin strax á vorin lifir hún og gefur góðan afrakstur svo að segja allt árið Jurtin er sígræn og hægt að sækja blöð af henni í garðinn ef á annað borð næst í jörð fyrir snjó og gaddi. Skarfakáli má fjölga bæði með sáningu og skiptingu og dökkgrænn litur þess er fallegur svo það sóm- ir sér vel á sínum stað hvort sem það er ræktað í garði eða prýðir eyjar, sker og fjör- ur. S.A. Greinin um SKESSUJURT sem birtist í blómaþættinum 18. maí s.l. virðist að verð- leikum hafa vakið mikla at- hygli og áhuga fólks fyrir að eignast þá jurt. Þvf miður féll hið latneska heiti plöntunnar niður í prentun en það er Levisticum officinale. ÁB Frá fyrstu sjálfstæðu tónleikum söngdeildar Tónlistarskólans f marz '76. IlL ) r í £' 'jdékMw g'{wm HK Jj&m i m mSSpfi i -■ IfSjBH í Tvennir hljómleikar Tón- listarskólans á Akranesi Á jóladag 1975 var fluttur í Akraneskrikju helgileikur sem heitir „Fæðing frelsarans“ sem er saminn upp úr jólaugðspjallinu af sra. Hauki Águstssyni að Hofi i Vopnafirði, er einnig samdi tón- listina. Flytjendur var Söngdeild Tónlistarskóla Akraness undir stjórn Guðmundu Elíasdóttur, en hún valdi einnig búninga eftir fyrirmyndum úr Biblíunni í myndum. Helgistundin hófst með því að kórinn gekk í fylkingu í kirkju, tveir og tveir saman þar sem hver og einn bar logandi kerti og söng upphafssálm verksins „Mannkyn hefur myrkur gengið", við undir- leik orgelsins, sem Bryndís Bragadóttir lék á af mikilli smekkvísi. Allir risu úr sætum. Fylkingin skiptist framan við gráturnar eftir hlutverkum. Þessi inngangur helgistundar- innar hafði þau áhrif á kirkju- gesti að allan tímann, meðan á flutningi stóð, var djúp þögn og samstilling flytjenda og hlust- enda slík, að með fádæmum mun vera. Að sjálfsögðu verður ekki fjall- að hér um einstök atriði verksins, það þekkja allir. Um höfundinn sra. Hauk ÁgústSson er það að segja að hann kemur manni algjörlega á óvart. Svo hrífandi er verkið allt frá hans hendi, svo vel í stíl sett að jólaguðspjallið verður ljóslifandi fyrir áhorfendum og hvergi hvikað frá kjarna þess. Flutningur verksins var f alla staði frábær og ber þar fyrst og fremst að þakka söngkennurum skóians, þeim Guðmundu Elías- dóttur og Jóni Karli Einarssyni — en sem segir sig sjálft — koma þar margir við sögu innan og utan skólans, þó ekki sé nefnt nema eitt atriði — búningarnir — þar sem aðstandendur flytjenda komu til móts við kennara með hjálpfúsar hendur. Kórinn er 30 manns, þetta út af fyrir sig er til fyrirmyndar og sýnir ljóslega hvað hægt er að komast langt i uppbyggingu til menningarauka, þegar allir vinna saman af alúð og fórnfýsi. Það sem vakti sérstaklega athygli var framkoma kórsins i heild og flutningur allur slíkur að gegnir furðu, líkari því að þarna væri um að ræða sistarfandi kór, en ekki skólakór, raddirnar kristalstærar og svo samtaka að hvert orð komst til skila. Hér verður ekki fjölyrt um þá ógnar vinnu, sem liggur að baki slikri uppfærslu með þeim fram- úrskarandi árangri, sem reynt hefur verið að vekja athygli á í framanskráðum linum og er öll- um viðkomandi til mikils sóma. Mánudaginn 29. marz 1976 voru haldnir hljómleikar í Bíóhöllinni á Akranesi þar sem Söngdeild Tónlistarskólans kom fram i fyrsta skipti á opinberum vett- vangi undir stjórn Guðmundu Elíasdóttur, undirleik annaðist Fríða Lárusdóttir, sem er pianó- kennari við skólann. Söngskráin var margþætt og hófst með útdrætti úr barnasöng- leiknum „Litía stúlkan með eld- spýturnar" eftir H.C. Andersen í þýðingu og samantekt Magnúsar Péturssonar píánóleikara, en hann samdi einnig tónlistina. Óneitanlega gætti nokkurrar for- vitni gesta um sviðsetningu þessa sígilda verks, vitandi að aðbún- ingur allur er af mjög skornum skammti þar á staðnum til hvers konar uppfærslu á leikformi. Óþarfi var að hafa vangaveltur vegna þessa. Tjaldið var dregið frá sviðinu og i ljós kom fríður hópur barna á aldrinum 8—14 ára. Þegar aðalpersónur höfðu sitt að segja tóku þær sig úr hópn- um og gengu fram á sviðið og næsta furðulegt hvað hægt er að ná góðum árangri með þessum hætti, en til þess þarf sérstaka samvinnu milli stjórnanda og flytjenda, sem ekki virtist nokkuð á skorta þarna, öllu skilað með prýði. Ástæða er til að nefna hér Laufeyju Gylfadóttur, sem lék litlu stúlkuna áberandi vel. Næsta atriði á söngskránni var einsöngur. Þóra Guðmundsdóttir alt söng „Sofðu, sofðu góði“ eftir Sigvalda Kaldalóns og Guðmund Guðmundsson og „Myndin þin“ Eftir Eyþór Stefánsson og Gisla Ólafsson. Þá söng Halldór Karls- son bariton „Abba labba lá“ eftir Friðrik Bjarnason og Davíð Stefánsson. Þá var gert hlé. Á síðari hluta hljómleikanna var fluttur þáttur úr barnasöng- leiknum „Betlarabrúðkaupið" eftir Cesar Bresgen „Rumm plata plan — Tunnan veltur" og söng þá allur kórinn sem varð að tví- endurtaka verkið, svo voru mót- tökur góðar. Eftir að hafa heyrt Wienersangerknaberne í Oslo, þá er þar helzt samanburður hvað flutning snertir og engu við að bæta. Raddfegurð eigum við ís- lendingar, ef rétt er með farið, sem þarna var gert. Næst á söngskránni var þrí- söngur (tresett) „Donna nobis pacem“ eftir Eyþór Stefánsson, sem var flutt af Ágústu Ágústs- dóttur sópran, Þóru Guðmunds- dóttur alt og Halldóri Karlssyni baritón, mjög áheyrilegt. Því næst söng Ágústa þrjú lög, „ís- lenzkt vögguljóð á Hörpu“ eftir Jón Þórarinsson, „Du bist wie eine blume“ eftir Schumann og ,,Du bist die ruhe“ eftir Schubert. Söngur Ágústu vakti frá upphafi allra athygli. Tónblær, meðferð öll á verkunum ásamt fágaðri framkomu var hrífandi, sama má segja um Fríðu Lárusdóttur, sem lék með af miklum næmleik og djúpum skilningi, svo að þeirra þáttur beggja verður ógleyman- legur þeim er á hlýddu. Þessi frumraun Ágústu er ekki aðeins stór heiður fyrir hana sjálfa, held- ur ber hún einnig kennara henn- ar, Guðmundu Elíasdóttur, fagurt vitni. Þessum hljómleikum lauk með því að fluttur var útdráttur úr lokaþætti „Gullna hliðsins" eftir Pál ísólfsson og Davið Stefánsson í samantekt Magnúsar Pétursson- ar. Kynnir var Jón S. Þórðarson. Um þessa uppfærslu má segja að hún færi fram úr öllum vonum. Það athyglisverðasta var, hvað börnin voru samtaka og leikurinn gekk snurðulaust þar sem verk- Framhald á bls. 16 Fréttabréf úr Þórsmörk Þórsmörk 11. júlí 1976. í dag komst hitinn upp í 21 stig, enda glaða sólskin. Að undanförnu hafa skipst á skin og skúrir. Hiti á daginn hefur verið frá 10 — 24 stig og um nætur 5 — 12 stig. Skógurinn er að mestu laus við maðk og lús og því mjög fallegur. Hann er líka í örri framför, því þar sem sáð hefur verið í uppblást- ur, og það er víða, eru litlu birkiplönturnar alls staðar að stinga kollinum upp úr sinunni sem veitt hefur þeim skjól fyrsta árið. Varla er hægt að segja að hér finnist forarblettur, jafnvel þó mikið rigni þar sem allt er vafið grasi. Þó er víða sárt að sjá hvernig snjóþyngsli hafa brotið niður stór og falleg tré og þarf víða hendi til að taka við að fjarlægja þau föllnu, einkum þar sem þau valda skaða á næstu trjám. Mannmargt hefur verið hér að undanförnu, þó mest um helgar, en tvær þær siðustu hafa verið 800 — 900 manns frá föstudagskvöldi til seinnipart sunnudags, en þá fara flestir. Gönguferðir eru almennar jafnvel þó ekki viðri alltaf sem best og búa menn sig þá bara eftir veðrinu. Þær eru jafnvel ekkert almennari þegar sólin skín, því þá leggjast svo margir í sólbað upp um allar hlíðar. Árnar eru slæmir farartálm- ar, einkum í hitum og þegar mikið rignir. Þó er víða hægt að finna sæmileg vöð á þeim, en til þess þarf helst bæði vöðlur og prik, þvf straumþungi er mikíll. Einnig mætti benda óvönum á að alltaf skal aka á ská undan straumi svo ekki er hægt að nota sama vað fram og til baka og því nauðsynlegt að finna annað vað þegar heim er farið. Vöðin sem stóru bílarnir nota erú ekki ávallt hagkvæmust fyrir jeppana því þau eru oft svo djúp, enda þola þeir meira dýpi og meiri straum á hlið vegna hæðar og þyngdar. Flest- ir þeir jeppar sem hafa fest sig f ánum í sumar virðast hafa haft Bakkus með við stýrið enda drykkjuskapur alialmenn- ur hér um helgar og má rekja obban af óhöppum til hans. Ekki er þó sú ástæðan þegar rúturnar hafa fest sig, heldur mun ástæðan vera oftrú á þessa stóru bila, eða skakkt vað. Misbrestur vill verða á að menn hreinsi vel tjaldstæði sín þegar tekið er saman. Einkum er það áberandi þar sem mikið vín hefur verið haft um hönd. Ekki er það þó nein algild regla, þvi flestir eru allsgáðir þegar tekið er saman. Einkum er áberandi hvað sígarettureyk- ingamenn skilja sóðalegar við en aðrir, það gera stubbarnir, en þá þarf að tína saman eins og annað rusl. Bæði er ljúft og skylt að geta þess einnig að obbinn af fólki hreinsar með sóma sitt tjaldstæði og næsta umhverfi og kann vel að meta það þegar það kemur að setjast að í hreinu og snyrtilegu um- hverfi. Vissi ég fyrr að Þórsmörkin er fagur staður og stórbrotinn, enda býður hún upp á marg- breytilega náttúrufegurð. Bara gilin og gjárnar á leiðinni inn í Mörkina eru ævintýraheimur út af fyrir sig ef menn nenna að tölta inneftir þeim, hvað þá þegar komið er f Mörkina sjálfa. Þar geta vfst flestir eytt a.m.k. vikunni og haldið vel áfram án þess að sjá nema part af því sem hægt er og vert er að skoða. Benda mætti fólki á, og þó helst fararstjórum stórra hópa, að hafa með einhver sjúkra- gögn. Það er ekki óalgengt að menn hrufli sig eða skrámi, jafnvel brjóti sig. Flestar helg- ar hefur þurft að fá sjúkrabíl og nú síðast þyrlu frá varnarlið- inu, er 82 ára gamall maður Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.