Morgunblaðið - 17.07.1976, Page 28
>
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
LAUGARDAGUR 17. JULl 1976
Landhelgisbrot á friðuðu svæði:
Fangelsisdóm-
ur og ein millj.
króna í sekt
SKIPSTJÓRINN á Lárusi
Sveinssyni SH 126, sem
tekinn var aö ólöglegum
veiðum á friðuðu svæði út
af Breiðafirði fyrr í vik-
unni var dæmdur í Saka-
dómi Snæfells- og Hnappa-
dalssýslu í gærdag og kvað
Jón Magnússon fulltrúi
upp dóminn. Skipstjórinn
var dæmdur í þriggja mán-
aða fangelsi, I millj. kr.
sekt og vararefsing ef ekki
veröur staðið við sektar-
greiðslu innan ákveðins
tima, er 4 mánaða fangelsi.
Þá voru afli og veiðarfæri
bátsins gerð upptæk til
landhelgissjóðs og skip-
stjórinn var sviptur skip-
stjórnarréttindum í þrjá
mánuði, en hér var um
ítrekað landhelgisbrot að
ræða. Skipstjórinn hefur
áfrýjað dóminum.
Suðurland:
Tún byrjuð að
spretta úr sér
TÚNIN eru víða að byrja að
spretta úr sér og ef ekki fer að
koma þurrkur er þess ekki langt
að bfða að fóðurgildið minnki,
sagði Hjalti Gestsson.ráðunautur
á Selfossi, þegar Mbl. ræddi við
hann í gær um heyskaparhorfur á
Suðurlandi. Hjalti sagði að hey-
skapur á Suðurlandi hefði gengið
mjög stirðlega og þurrkdagarnir
um sfðustu helgi hefðu verið of
Sameig
m-
legur skatt-
og gjald-
heimtuseðill
EINS og komið hefur fram f
Mbl. verður skattskráin í
Reykjavfk væntanlega lögð
fram næsta föstudag. Hins veg-
ar hefst útsending álagningar-
seðla á þriðjudag eða miðviku-
dag, samkvæmt þeim upplýs-
ingum, sem blaðið fékk hjá
Skattstofunni f gær.
Nú hefur sá háttur verið tek-
inn upp í fyrsta sinn, að senda
út aðeins einn sameiginlegan
seðil frá Skattstofunni og
Gjaldheimtunni í stað tveggja
áöur. Á þessum seðli kemur
fram hver eru álögð gjöld við-
komandi, sundurgreining á
þeim og aðrar nauðsynlegar
upplýsingar frá Skattstofunni.
Ennfremur kemur þar fram
hve há skuld viðkomandi er
þegar fyrirframgreiðsla hefur
verið innt af hendi og hve mik-
ið viðkomandi á að greiða jafn-
aðarlega á þeim mánuðum sem
eftir eru á árinu. Þessar upp-
lýsingar hafa fram til þessa
komið á sérstökum seðli, sem
Gjaldheimtan hefur sent skatt-
greiðendum skömmu eftir út-
komu skattskrár.
fáir til að nýtast fyflilega. Margir
bændur slógu mikið og þeim, sem
hafa góða súgþurrkun tókst að ná
töluverðu inn. Sumir eiga enn
flatt og það er tekið að hrekjast,
þvf síðustu daga hefur veður ver-
ið fremur hlýtt og gengið á með
skúrum.
Hjá Hjalta kom fram að margir
bændur hirða nú í vothey en þeir
hafa átt í nokkrum erfiðleikum
með að komast um túnin vegna
votviðrisins. Spretta er nú ör og
komið mikið gras og sagði Hjalti,
að ef veður batnaði fljótlega
mætti vera ráð fyrir að mikil hey
næðust. — Þó túnin séu að byrja
að spretta úr sér minnkar fóðrið
ekki að magni til en það versnar
og það virðist útséð með að heyin
verði eins og þau gætu verið best,
sagði Hjalti.
Þess eru dæmi að menn séu
ekki enn byrjaðir að slá en Hjaltí
sagðist gera ráð fyrir að heyskap-
ur hjá bændum á Suðurlandi
kæmist langt ef þeir fengju 2
vikna þurrkakafla. — Bændur
eru ekki búnir að gleyma
óþurrkunum í fyrrasumar og þeir
eru illa undir það búnir að mæta
öðru slíku sumri en það vona allir
hið besta í lengstu lög, sagði
Hjalti að lokum.
IJrskurður i sérkjara-
samningum BSRB og BHM:
24 úrskurðir
kveðnir upp
í gærkvöldi
KJARADÓMUR og kjaranefnd
sem hafa starfað sfðan í júníbyrj-
un vegna sérsamninga BSRB og
BHM kváðu upp úrskurð um kjör
félaganna f gærkvöldi og verða
niðurstöður birtar f dag en hér er
um að ræða 24 úrskurði.
Guðrún Erlends-
dóttir skipuð
formaður jafn-
réttisráðs
JAFNRÉTTISRÁÐ hefur verið
skipað samkvæmt lögum frá 31.
maf sl. og mun ráðið væntanlega
koma saman til fyrsta fundar inn-
an skamms.
I ráðinu eiga þessir sæti:
Guðrún Erlendsdóttir hrl. for-
maður, skipuð af Hæstarétti,
varamaður hennar er Jón Finns-
son hrl., Geirþrúður Hildur Bern-
höft ellimálafulltrúi, skipuð af fé-
lagsmálaráðherra, varamaður
hennar er Sigurlaug Bjarnadóttir
alþingismaður. Áslaug
Thorlacius, skipuð af BSRB, vara-
maður hennar er Björg Einars-
dóttir, Aðalheiður Bjarnfreðs-
dóttir, formaður Starfsstúlknafé-
lagsins Sóknar, skipuð af ASÍ,
varamaður hennar er Auður
Torfadóttir, félagi í VR, Ólafur
Jónsson framkvæmdastjóri, skip-
aður af Vinnuveitendasambandi
íslands, varamaður hans er Barði
Friðriksson.
Ungur Mosfellssveitarbúi á
varðbergi f góða veðrinu f gær.
Ljósm.vnd Mbl. Brynjólfur.
Hækkun trygginganna 1. ág.
kostar ríkið 400 millj. 1976
ALLAR almannatryggingar
hækka I. ágúst nk. um 9% en
tekjutrygging elli- og örorkulff-
eyrisþega, sem ekki hafa aðrar
tekjur en almannatryggingar,
hækkar um 18%, eins og skýrt
var frá f blaðinu í gær. Helztu
bótaupphæðir verða frá 1. ágúst
eftirfarandi (f sviga verður
greint frá þeirri upphæð sem nú
er greidd): Elli- og örorkulífeyrir
20.318 (18.640), tekjutrygging
17.832 (15.112), barnalffeyrir
10.398 (9.539), mæðralaun fyrir 3
börn eða fleiri 19.350 (17.752),
ekkjubætur 6 mánaða og 8 ára
slysabætur 25.458 (23.356) og
ekkjubætur 12 mánaða 19.119
(17.514).
Skv. upplýsingum Páls Sigurðs-
11% útsvör í öllum kaupstöðum
landsins og 32 af 203 hreppum
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur heimilað sveitarstjórnum f
öllum kaupstöðum landsins og f
32 hreppum að leggja á 11% út-
svör á þessu ári. Var umrædd
heimild veitt öllum þeim sveitar-
stjórnum, sem um hana sóttu eða
sveitarstjórnum allra kaupstaða f
landinu 21 að tölu og sveitar-
stjórnum 32 af 203 hreppum f
landinu.
I fréttatilkynningu frá ráðu-
neytinu kemur fram að á árinu
1972 bárust því beiðnir um heim-
ild til að leggja á 11 % útsvör á því
ári fr>á sveitarstjórnum í 12 kaup-
stöðum landsins eða öllum nema á
Akranesi og Húsavík og 14
hreppsfélögum og var orðið við
beim öllum. Tvö næstu ár, 1973 og
1974 veitti félagsmálaráðherra
ekki samþykki sitt til hækkunar
útsvara á þeim árum. Á árinu
1975 bárust ráðuneytinu beiðnir
um heimild til að leggja á 11%
útsvör á árinu frá sveitarstjórn-
um í öllum 19 kaupstöðum lands-
ins og 37 hreppsfélögum af 205,
sem þá voru í öllu Iandinu og var
öllum sveitarstjórnum véitt um-
beðin heimild. Algengast var að
sveitarstjórnir legðu á 10% út-
svar á árinu 1975 en 77 lögðu á
það ár útsvar á bilinu 2%—9% og
þar af 10 á bilinu 2% til 5%.
sonar ráðuneytisstjóra heilbrigðis
og tryggingamálaráðuneytisins er
gert ráð fyrir að þessar hækkanir
á tryggingabótum muni kosta
rikissjóð um 400 milljónir króna,
það sem eftir er af þessu ári en
um 900 milljónir á heilu ári.
Hækkun sú sem varð 1. júlí sl. á
tekjuviðmiðun þeirri sem tekju-
trygging elli- og örorkulífeyris-
þega er miðuð við, er talin munu
kosta ríkissjóð um 200 milljónir
króna.
Bætur almannatrygginga hafa
hækkað tvívegis áður á þessu ári,
1. janúar um 5% og 1. aprfl um
10%. Hækkunin i byrjun ársins
var talin mundu kosta ríkissjóð
um 400 milljónir króna á þessu
ári en hækkunin 1. april um 600
milljónir. A f járlögum ársins 1976
var gert ráð fyrir að heildar-
kostnaður lífeyristrygginga næmi
rúmum 8 milljörðum króna, en nú
er gert ráð fyrir að heildar-
kostnaður trygginganna á þessu
ári verði rúmir 9 milljarðar
króna.