Morgunblaðið - 14.10.1976, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 14.10.1976, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14.OKT0BER 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Áni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100 Aðalstræti 6, simi 22480 Áskriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.00 kr. eintakið. Aðhald í fjár- málum ríkisins Fjárlagafrumvarp fyrir árið 1977 var lagt fram á Alþingi í fyrradag. Frumvarp þetta ber þess merki, að rfkisstjórnin er smátt og smátt að ná tökum á þvf erfiðleikaástandi í efnahags- og fjármálum þjóðarinnar, sem hún tók við frá þrotabúi vinstri stjórnarinnar. Þar kemur margt til. t greinargerð frumvarpsins er frá því skýrt, að jöfnuður muni væntanlega nást í rfkisfjármálum á þessu ári, þ.e. að ekki verði greiðsluhalli á rfkissjóði f ár, eins og verið hefur mörg undanfarin ár. Þetta hefur geysilega þýðingu, enda greiðsluhallalaus fjárlög ein af forsendum þess að ráða megi niðurlögum óðaverðbólg- unnar. Þessi árangur hefur ekki náðst átakalaust. Matthías Á. Mathiesen, f jármálaráðherra, hefur beitt sér fyrir mjög ströng- um aðhaldsaðgerðum af hálfu fjármálaráðuneytis og hvað eftir annað sætt aðkasti fyrir á opin- berum vettvangi. Þá hefur fjár- málaráðherra haft frumkvæði um, að tekin hafi verið upp nú- tfmaleg vinnubrögð f fjármála- stjórn rfkisins, sem ekki voru til staðar, þegar hann kom f fjár- málaráðuneytið. Áætlanir hafa verið gerðar um fjárþörf aðila rfkisins og þær áætlanir f viku hverri bornar saman við raun- verulegar greiðslur á þeirra veg- um úr ríkissjóði. Þannig hefur á svipstundu mátt sjá, hvernig hvert ráðuneyti og hver rfkis- stofnun hefur staðið miðað við áætlun á fjárlögum. Þessi nýju vinnubrögð eru ein af forsendum þess, að ríkissjóður verður væntanlega greiðsluhallalaus á þessu ári. Flestir fjölmiðlar hafa skýrt á þann veg frá fjárlagafrumvarp- inu, að það sýni um 41% hækkun og er þá miðað við fjárlög sfðasta árs eins og þau voru afgreidd fá Álþingi. Þessi samanburður er hins vegar algerlega óraunhæfur og hefur nákvæmlega enga þýð- ingu ef menn vilja fá rétta mynd af þvf fjárlagafrumvarpi, sem nú hefur verið lagt fram og sjá þá mynd f réttu samhengi við stöðu og horfur f efnahagsmálum. Þá er eðlilegt að bera hækkun fjárlaga- frumvarps saman við áætluð raunveruleg útgjöld rfkissjóðs á þessu ári en svo langt er liðið á árið, að unnt er að gera sér raun- hæfa grein fyrir þvf hver þau verða. Kemur þá f ljós, að hækk- un fjárlagafrumvarps miðað við áætluð raunveruleg rfkisútgjöld f ár nemur 19,9%. Sjálfsagt finnst mönnum nóg um þá hækkun, en þegar haft er í huga, að verðbólg- an á þessu ára er talinn muni nema um 25—30% er ljóst, að hér eru ekki á ferðinni stórkostieg verðbólgufjárlög, heldur þvert á móti fjárlög, sem munu stuðla að þvf að dregið verður úr verð- bólguvextinum, ef Álþingi tekst að halda þeim innan þess ramma, sem frumvarpið hefur markað. Þetta fjáríagafrv. er að þvf leyti til frábrugðið fyrri frv. að f því er áætlað fyrir launahækkunum, sem verða fram á mitt næsta ár. Ef þær tölur eru dregnar frá er hækkun útgjalda skv. frv. aðeins 13%. Samkvæmt þeim upplýsingum. sem fram koma f greinargerð fjárlaga frumvarpsins, mun hlut- deild rfkisútgjalda f þjóðarfram- leiðslu skv. frumvarpinu nema á árinu 1977 um 29,5%. Þetta er sama hlutfall og stefnt er að f ár en nokkru lægra en var á árinu 1975, þegar hlutur rfkisútgjalda f þjóðarframleiðslu fór upp f 31,5%. Þessi þróun sýnir, að nú- verandi rfkisstjórn hefur tekizt að stöðva þá þróun vaxandi hlut- deildar rfkisins f þjóðarbúskapn- um, sem linnulaust hefur stefnt f undanfarin ár og er það kannski mesta afrek þessarar rfkisstjórn- ar að stöðva þá þróun. Ef það tekst f raun og veru að halda hlut rfkisútgjalda innan þessara marka á þessu ári og hinu næsta ætti að vera grundvöllur til þess að lækka þessa hlutdeild enn á árinu 1978 enda er það áreiðan- lega f samræmi við vilja megin- þorra þjóðarinnar, sem telur, að opinberir aðilar hafi gengið alltof langt f að seilast f vasa skattborg- aranna. Nú er áreiðanlegur hljómgrunnur fyrir því að draga úr umsvifum hins opinbera jafn- vel þótt það þýði, að dregið verði úr opinberri þjónustu og opinber- um framkvæmdum og það tæki- færi eiga stjórnvöld að nota. Bersýnilegt er, að fjármálaráð- herra gerir sér grein fyrir þessu, enda kemur það fram f greinar- gerð fjárlagafrumvarpsins, að umsvif opinberrar starfsemi eiga ekki að aukast meira en nemur lfklegri aukningu þjóðarfram- leiðslu eða innan við 2% og að dregið verður í heild sinni úr opinberum framkvæmdum og þá fyrst og fremst orkuframkvæmd- um. Hér er stefnt f rétta átt og vera má að taka verði enn stærri skref f þessu en frumvarpið gerir ráð fyrir, ef það kemur í Ijós, sem Ifklegt má telja, að sú eina stefna, sem eitthvert vit er f á svaði verð- lags- og kjaramála, sé sú að bæta Iffskjör almennings með þvf að draga úr opinberum framkvæmd- um og opinberri þjónustu og lækka skatta og aðrar opinberar álögur á landsmenn. Fjárlagafrumvarpið leiðir f ljós, að útflutningsuppbætur á landbúnaðarafurðir eru enn einu sinni orðnar meiri háttar vanda- mál. Á þessu ári verða greiddar 1550 milljónir til þess að unnt sé að flytja landbúnaðarvörur til út- landa. Gert hafði verið ráð fyrir að verja f þennan útgjaldalið 890 milljónum f ár en yfirlýsingar um breytt fyrirkomulag hafa ekki orðið að raunveruleika. Nú stefn- ir í 2000 milljón króna útgjöld af þessum sökum á næsta ári enda þótt fjárlagafrumvarpið geri ráð fyrir 1800 milljónum í þessu skyni. Ríkisstjórn og forráða- menn búnaðarsamtaka verða að gera sér grein fyrir því, að skatt- greiðendur munu ekki þola út- gjöld af þessu tagi öllu lengur. Þess vegna verður nú að taka hraustlega til hendi til þess að finna leið út úr þessu öngþveiti, sem tryggir hag bænda og nauð- synleg hráefni fyrir fslenzkan ull- ariðnað en firrir fslenzka skatt- greiðendur þvf að þurfa að borga stórkostlegar fjárhæðir með lambakjötinu, sem nágrannaþjóð- ir okkar kaupa af okkur. Jóhann Hjálmarsson skrifar um þrjár b i Dagur í gallabuxum Dagur: ÉG EFTIR MIG. Fyrsta bindi: FRUMSKÓGADROTTNINGIN FÖRNAR TARSAN EÐA MONNÍPENlNGAGLÁS. Utgefandi höfundur 1974. Dagur: MEÐVITUÐ BREIKKUN A RASKATI Utgefandi höfundur 1974. Dagur: FAGURSKINNA. Utgefandi höfundur 1976. Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Frumskógadrottníngin fórn- ar Tarsan er lik öðrum bókum Dags Sigurðarsonar, safn ljóða og sagna, þó eru sögur í meiri- hluta að þessu sinni. Ljóð Dags eru einföld og skorinorð, sögurnar yfirleitt ævintýri eða dæmisögur úr daglega lífinu. Tilgangur verka Dags virðist einkum sá að reisa borgaralegu samfélagi og venjubundnum hugsunarhætti níðstöng. Þetta tekst misjafnlega en stundum vel. Dagur er orðhagur og getur verið frumlegur þótt stundum hvarfli að manni að hann ætli seint að slíta barnskónum. En það er þörf fyrir höfunda sem ekki fara alfaraleiðir i skáld- skap sínum. Dagur Sigurðarson sver sig í ætt við þá erlendu rithöfunda sem kenndir eru við „underground" bókmenntir, undirheimaskáld mætti kannski kalla hann. í því felst engin óvirðing. Dagur hefur stundum leiðbeint öðrum skáldum samanber hið kunna ljóð hans Til úngra skálda, en þar segir frá því þegar skáldin vakna við vondan draum: „Vísindin / hafa svfvirt mánagyðjuna / flekkað föla arma hennar“. Harðplast nefnist ljóð fremst í Frumskógadrottníngunni. Þar er snúið út úr fyrir skáldum (að vísu látnum): Ttminn llðir. Trúðu mðr ekki. Heimurinn er sem harðplast. Tíminn er ekki eins og vatnid: hvorki regn né ský, hvorki fljót né sytra, stöðuvatn tært né slýlón, ekki drullupollur. Klukkan er málmur og gler og mælir ekki neitt nema hrfngferil eigin skffu. Tfminn er ekki fugl sem flýgur úr augsýn þér úr sjálfum sér. Nú er komið hrfmkalt haust. Allt fram streymir nema tfminn. Nú er hvorki stund né haustið tfmi. Betur væri óbrenndur feldurinn snjáði. DAGUR Sigurðarson er í hópi þeirra höfunda sem gefa út svo- kallaðar gallabuxnabækur (nafnið fengið að láni hjá Erlendi Jónssyni), en orðið nær yfir fjölritaðar bækur gefnar út í ódýru formi. Nú er svo komið að þessar bækur skipta tugum á ári. Höfundar þeirra eru flestir byrjendur á bókmenntasviðinu, en inn á milli eru bækur eftir þekkta höfunda. Dagur Sigurðarson. Ekki er ólíklegt að ljóð Dags sem yfirleitt eru skemmtileg og hressilega opinská muni hljóta vissa uppreisn með nýrri kynslóð. Hann er um margt líkur ungum skáldum þótt graf- alvarleg atómskald hafi átt erfitt með að kyngja ljóðum hans. Ég minnist þess að hann las úr verkum sinum ásamt ungum skáldum í Norræna húsinu, ég held I fyrra og féll vel inn í hópinn þótt fertugs- afmæli hans sé skammt undan. I Frumskógadrottningunni er Dagur önnum kafinn við að leiðrétta Edgar Rice Burroughs, höfund Tarsan- bókanna. Dagur segir: „Það verður að segjast að Edgar Rice Burroughs, viðurkenndasti Tarsanfræðingur heims, er aumasti fúskari ef ekki blátt- áfram svindlari." Það er ekki fjarri þvi að hrollur fari um gamlan aðdáanda Burroughs við næstu fullyrðingu Dags: „Honum er í mun að gera Greystoke lávarð, föður Tarsans, að hugsjónamanni sem vildi bæta ástandið í nýlendunum. Þetta er firra. Greystoke þessi var reyndar hinn illræmdi Jack the Ripper. Ætlaði hann til nýlendanna vegnaþessað þar komust menn upp með hverskyns ódæði.“ Þannig heldur Dagur áfram að fletta ofan af Burroughs! Degi tekst i níðstöngum sínumað sýna hversdagsleg og oft margþvæld viðfangsefni í nýju ljósi og það má hann eiga að leiðinlegur er hann ekki. Það má meira að segja hlæja upphátt við lestur sumra sagnanna. Sjaldgæft nú orðið. Meðvituð breikkun á raskati segir frá uppreisn gegn hvers- dagsleikanum. Maður nokkur fær sér fyrirferðarmikinn bíl til að „taka pláss í umferðinni", þ.e.a.s. breikka á sér raskatið. Hann losar sig líka við konu sína með gamaldags skamm- byssu og flýr til Brasilíu. Þetta er sniðug saga í anda sam- félagslegra furðusagna sem nú eru í tísku, kannski skop- stæling á þeim. Nýjasta verk Dags er Fagur- skinna, minnsta bók á íslandi á stærð við tvo eldspýtustokka og álíka fljótlesin og myndasögu- texti í dagblaði. Á titilsíðu er aftur á móti töluvert lesmál: „Flagð undir fögru skinni: Karlssonur og kellíng Hel eða Malarakonan fagra og þursarnir þrettán.“ Titill sögunnar inni í bókinni er öskubuska og hún hefst svona: „Einu sinni var stúlka sem hét Rauðhetta. Eða kannski Bláslæða. Hét hún annars Hvít- skupla?" Sögunni .lýkur á orðunum: „Hér lýkur Mjallhvítar sögu.“ Greinilegt er að Dagur hefur gaman af að leika sér og leika á hátíðlegt bókmenntafólk sem m.a. mælir gæði bókmennta eftir stærð bóka og blaðsiðufjölda saman- ber heiftarleg viðbrögð framámanna í bókmenntapóli- tík við Meðvitaðri breikkun á raskati. En við verðum að sætta okkur við að til eru skáld sem halda því fram að tíminn sé ekki eins og vatnið. Weissaui A horni Spítalastígs og Berg- staðastrætis tendur rautt hús. Það er, að ég held, nr. 15 við Berg- staðastræti. Þetta er dálítið merkilegt hús, sem hefur fengið þann lúna blæ, sem aðeins fæst í náinni sambúð við vissa tegund mannfólks á löngum tíma. Merki- legt hús, sagði ég, já, sannarlega merkilegt hús, þar sem hinn þjóð- kunni húmoristi, Guðmundur Árnason innrömmunarmeistari, hefur vinnustofu sína og talar við kóng og prest á sinn einstæða hátt. Guðmundur á sér marga vini, og einn þeirra er hinn ágæti grafíker Rudolf Weissauer, sem komið hefur að minnsta kosti sjö sinnum yfir hafið til að gista þetta rauða hús við Bergstaðastrætið og Það er sérlega valin sýning á verkum Ragnheiðar Jónsdóttur sem nú stendur yfir í Norræna húsinu. Ragnheiður er sú kona hérlend, sem einna mest hefur kveðið að í grafík á seinustu árum hér á landi, en eins og allir vita, sem með hafa fylgst, hefur orðið hér mikil vakning á sviði grafíklistar, sérstaklega meðal yngra fólks. Margir hafa tekið að stunda þessa listgrein, og sumir hafa náð veru- legum árangri á ótrúlega skömmum tíma. Þannig hafa sum- ir af grafíklistamönnum okkar þegar hlotið viðurkenningu er- ; lendis fyrir verk sín, og er Ragn- heiður í þeirra hópi. Hún hefur og stundað listgrein sína af áhuga, og dugnaði og vakið óskipta at- hygli með verkum sinum á undan- förnum sýningum, enda er óhætt að fullyrða, að verk hennar eru með því besta, er gert er á þessu sviði hérlendis. Ragnheiður hefur mikla og haldgóða menntun að baki sem svartlistamaður og hefur stundað nám í Reykjavik, Kaupmanna- höfn og París. Ötal aðferðir er að finna í þeirri svartlist, sem stund- uð er í dag, og eru þær margar hverjar ærið flóknar og hugvit- samar, þótt hinu sé heldur ekki að leyna, að þessar aðferðir vilji sumar hverjar verða all yfirborðs- kenndar og jafnvel algerar and- stæður við hefðbundnar aðferðir, sem í flestum tilvikum eru mikil handverk og lofa meistara sinn. Það er Ragnheiði til mikils hróss, að hún gerir hvergi tilraun til að sleppa billega frá verkum sínum. Það er sannarlega ánægjulegt að sjá jafn vandaða og merkilega sýningu og hér um ræðir frá hendi íslendings, ekki síst þegar haft er í huga, að ekki er langt síðan, að varla sást hér grafík á sýningum. Engu að síður hefur þessi listgrein alltaf verið eitt- hvað stunduð hér á landi af ein- staka listamanni, en varlá í þeim mæli, að um sé fjallandi. Nú hef- ur það jafnan verið sagt, að það tæki meira en mannsaldur að skaþa þann staðal í listgrein, að frambærilegur mætti teljast. Ég

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.