Morgunblaðið - 14.10.1976, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. OKTOBER 1976
VE RZLUNIN
GEísiPf
Barna-
kúrekastígvél
loðfóðruð með trébotn-
um komin aftur.
Stærðir 24—34.
Póstsendum
Langur skólastjórafundur
SKOLASTJÓRAR allra skólanna
í Revkjavfk á skyldunámsstigi,
sem eru yfir 20 talsins, æskulýðs-
Þrír létust
skömmu eftir
ónæmisaðgerð
Pittsburgh — 12. október — AP.
1 VARUÐARSKYNI var
þrettán ónæmisaðgerðarstöðv-
um I Pittsburgh og nágrenni
lokað I dag, þar sem þrjú
gamalmenni létust nokkrum
klukkustundum eftir að þeim
var gefið ónæmislyf við svfna-
inflúensunni.
Heilbrigðisyfirvöld leggja
áherzlu á, að hér sé aðeins um
varúðarráðstöfun að ræða, og
verði stöðvarnar lokaðar með-
an mál þetta sé kannað til
hlítar, og þetta muni ekki hafa
áhrif á ákvörðun stjórnvalda
um víðtækar ónæmisaðgerðir
vegna svinainflúensunnar.
Fulltrúi Sóttvarnastöðvar
Bandaríkjanna sagði í dag, að
hinir látnu hefðu allir verið
haldnir hjartasjúkdómum, og
væri hugsanlegt að þeir hefðu
fengið hjartaáfall vegna tauga-
álags, sem ónæmisaðgerðin
hefði valdið'þeim.
ráð og fræðsluráð Revkjavfkur
fjölluðu á fundi f gær um mál,
sem nú er ofarlega á baugi, þ.e.
skemmtanahald f skólum. En að
tillögum vinnunefndar æskulýðs-
ráðs hafa verið teknar upp við-
ræður við fræðsluyfirvöld um
þetta efni. Segir þar að stefna
beri að þvf að unglingar á skyldu-
námsstigi þurfi ekki að sækja
skemmtanir út fyrir sitt skóla-
hverfi.
Hefur fræðsluráð skipað þrjá í
vinnunefnd til að vinna að þessu
máli, Elínu Pálmadöttur, Ragnar
Georgsson og Sjöfn Sigurbjörns-
dóttur; og æskulýðsráð skipað
þrjá, Bessf Jóhannsdóttur, Hinrik
Bjarnason og Margréti Margeirs-
dóttur.
Mestur hluti fyrsta fundar
fræðsluráðs með skólastjórum
borgarinnar, skv. nýrri reglugerð,
sem gerir ráð fyrir þremur slfk-
um fundum á ári, var helgaður
fyrstu umræðum um það verkefni
að færa allt tómstundastarf ung-
linga á skyldunámsstigi inn í skól-
ana. Urðu miklar umræður og
skoðanaskipti, sem vinnunefndin
hefur i veganesti við að vinna að
þessu verkefni.
Auk þess var fjallað um um-
ferðarfræðslu i skólum og tóbaks-
reykingar meðal skólanemenda.
Aðalfundir félaga sjálfstæðis-
manna í hverfum Reykjavíkurl
LANGHOLT
Funarstaður. Langholtsvegur 124.
Fundartími. Fimmtudaginn 1 4. október kl. 20 30.
Dagskrá:
venjuleg aðalfundarstörf.
Ræðumaður: Þorsteinn Pálsson, ritstjóri, ræðir um blöð í
lýðræðisþjóðfélagi
FELLA- 0G HÓLAHVERFI
V,
Fundarstaður: Seljabraut 54 (2. hæð)
Fundartími: Fimmtudaginn 1 4. október kl. 20.30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Ræðumaður: Markús Örn Antonsson, borgaráðsmaður,
fjallar um borgarmálefni.
LAUGARNESHVERFI
Fundarstaður: Sjálfstæðishúsið Bolholti 7
Fundartími: Laugardaginn 1 6 október kl 14.00
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Ræðumaður: Ragnhildur Helgadóttir, alþingismaður.
BAKKA- OG STEKKJAHVERFI
Fundarstaður: Seljabraut 54 (2. hæð)
Fundartími: Laugardaginn 16.októberkl 14.00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Ræðumaður: Magnús L. Sveinsson, borgarfulltrúi.
SMÁÍBÚÐA-, BÚSTAÐA- OG FOSSVOGSHVERFI
Fundarstaður: Sjálfstæðishúsið, Bolholti 7.
Fundartími: Mánudaginn 18. októberkl. 20 30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Ræðumaður. Páll Gíslason, borgarfulltrúi.
Sveinn við eitt verka sinna.
Ljósm.: Júlíus Þórðarson.
Opnar málverkasýn-
ingu á Akranesi
Akranesil2. október
SVEINN Guðbjarnasonfrá Ivars-
húsum á Akranesi opnar mál-
verkasýninguíBókhlöðunni á
Akranesi föstudaginn lð.október
n.k.Sýninginmun standa
til25.októberog verður opinfrákl.
14—22daglega.
Ásýningunnieru42 olíumál-
verk, flest máluðá s.l. tveimur ár-
um. Þaueruölltilsölu.Sveinn hélt
málverkasýningu hér á Akra-
nesifyrir 30 árum, og var þá fyrst-
ur Akurnesinga með slíka sýn-
ingu. —Auk þess hefur hann tek-
ið þátt í nokkrum samsýningum á
Akranesi.
—Júllus.
95 létu lífið
í flugslysi
við Bombay
Nýju-Delhi — 12. október — Reuter
95 MANNS létu lífið þegar Cara-
velle-þota hrapaði til jarðar I ljós-
um logum ( Bombay I dag. Þotan
hrapaði rétt eftir flugtak og skall
hún niður á flugbraut. Sjónar-
vottar segja, að kviknað hafi I
hreyfli og hafi flugstjórinn ber-
sýnilega gert tilraun til að lenda
vélinni. Þotan var á leið til Madr-
as, en farþegar höfðu beðið þess í
sjö og hálfa klukkustund, að lagt
yrði upp í ferðina. Bilun I hreyfli
Boeing-þotu sem upphaflega átti
að flytja farþegana, olli seinkun-
inni.
1 þotunni voru 89 farþegar og 6
manna áhöfn. Enginn komst Iffs
af.
Fyrir-
tæki
Stjórn-
endur
Námskeið
um arðsemisáætlanir og
arðsemisstjórnun markaðsmála
_ Tveir af albeztu leiðbein-
v * %, Jm endum á Norðurlöndum
| ■ Jm m þeir Dir. René Mortensen og
\ .... Cand. Polit Vagn Thors-
Rt gaard Jacobsen halda hér
tvö námskerð á vegum
Arðsemisáætlanir
1 8 —20. okt. kl. 9.00 — 1 7.00
Arðsemisstjórnun markaðsmála
20.—22. okt. kl. 9.00—16.30.
Námskeiðin eru haldin á Hótel Loftleiðum.
Kennt verður á dönsku.
Námskeiðsgjöld eru kr. 35.000.- og námskeiðsgögn
matur og kaffi innifalið.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku til
Stjórnunarfélags Islands Félags íslenzkra iðnrek-
s. 82930 enda, sími 24473.
Aólagast fyrirtækió Eru markaðsmálin
nýjum aðstæðum? aukaatriði?
é
Stjórnunarfélag íslands
FÉLAG ÍSLENZKRA
IÐNREKENDA