Morgunblaðið - 17.12.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1976 Heildaraflinn litlu minni en ♦ var í fyrra Botnfiskaflinn hins vegar meiri og munar mest um aukinn afla togara HEILDARAFLI landsmanna frá áramótum til desember f ár var samtals 931,3 þúsund lestir en var á sama tíma f fyrra 947,8 þúsund lestir. Mismunurinn milli ára er aðallega fólginn f minni loðnu- afla hér heima fyrir f ár og minni sfldveiðum f Norðursjó. Heildar- botnfiskafli báta og togara f ár er hins vegar röskum 13 þúsund lestum meiri f ár en f fyrra eða 413,8 þúsund lestir nú á móti rétt liðlega 400 þúsund lestum á sama tfma f fyrra. Botnfiskafli báta er fyrstu 11 mánuði ársins í ár samtals 229,1 þúsund lestir á móta 231,3 þúsund lestum á sama tíma í fyrra. I Jólaguðsþjónusta fyrir enskumælandi JOLAGUÐSÞJÓNUSTA fyrir enskumælandi fólk verður f Hallgrímskirkju sunnudaginn 19. desember kl. 16. Dr. theol Jakob Jónsson predikar. verstöðvum frá Hornafirði og vestur um allt til Stykkishólms var heildaraflinn í ár á þessu timabili 159,8 þúsund lestir en var 161,9 þúsund lestir á sama tíma í fyrra. A Vestfjörðum er heildaraflinn í ár um 440 lestum meiri en f fyrra eða 30.691 á móti 30.252 lestum í fyrra. A Norður- landi er heildaraflinn I ár rétt liðlega 19 þúsund lestir en var liðlega 22 þúsund lestir í fyrra og á Austurlandi er heildaraflinn í ár tæpar 16 þúsund lestir á móti 15.249 lestum á sama tíma í fyrra. Heildarafli togara um land allt er hins vegar um 16 þúsund lest- um meiri í ár en á sama tfmabili f fyrra eða 184,7 þúsund lestir á móti 168,9 þúsund lestum í fyrra. Togararnir sunnan- og suðvestan- lands voru með um 5 þúsund lest- um meiri afla nú en f fyrra eða 76,7 þúsund tonn á móti 71,7 þús- und tonnum f fyrra. A Vestfjörð- um var togaraaflinn um 4.500 lestum meiri nú eða 32,7 þúsund lestir á móti 28,2 þúsund lestum i fyrra, um 7 þúsund tonnum meiri Framhald á bls. 18 Kenndu gamla fólkinu meðferð handstýrðra gangbrautarljósa UMFERÐARDEILD lögreglunnar efndi f gær til kennslu fyrir vistmenn elli- heimilisins Grundar f notkun handstýrðra gangbrautarljósa. Slík Ijós hafa nýlega verið sett upp á Hringbraut fyrir framan elliheimilið. og hefur talsvert borið á þvf að gamla fólkið hafi ekki notað Ijósin rétt. Óskar Ólason yfirlögregluþjónn ræddi við vistmenn á Grund og sýndi þeim notkun umferðar- Ijósanna með þar til gerðum sýningartækjum. Var fjöl- menni á umferðarfræðslunni. Þar sem nokkur brögð eru að þvf, að fólk noti þessi ljós ekki rétt þar sem þau hafa verið sett upp, þykir Mbl. rétt að birta hér leiðbeiningar um meðferð ljósanna. Þegar komið er að slfkum ljósum, er ýtt á hnapp, og kviknar þá ljós, þar sem stendur „bíðið“. Mestu skiptir að hinn gangandi vegfarandi bíði á meðan skiptir yfir, en ani ekki beint út á götuna. Jafn- framt ljósinu með áletruninni „bíðið“ blasir við rauður karl á staurnum handan götunnar. Bfða skal þess að ljósaskiltið Framhald á bls. 18 Sigurður leggst að bryggju f Reykjavík f gær eftir breytinguna. Á minni myndinni eru frá vinstri: Haraldur Ágústsson skipstjóri, Einar Sigurðsson útgerðarmaður, Jón Sveinsson forstjóri og ögmundur Friðriksson framkvstj. Ljósm. Mbl.rÓl. K.M. Breytingum lokið á Sigurði Burðargetan 1350-1400 lestir STÁLVlK h.f. f Arnarvogi hefur nú lokið við að byggja yfir þilfar aflaskipsins Sigurðar RE 4 og eftir breytinguna mun skipið bera 1350—1400 lestir af loðnu f stað tæplega 1000 áður. Þá hafa verið sett ýmisfeg ný tæki um borð f Sigurð, þannig að öll vinna á dekki verður léttari og auðvefd- ari en áður. Byrjað var á byggja yfir Sigurð þann 15. október s.l. og átti verk- inu að vera lokið 8. janúar n.k., en starfsmenn Stálvfkur luku breyt- ingunum f fyrradag. Að sögn þeirra Jóns Sveins- sonar, forstjóra Stálvíkur, og Einars Sigurðssonar útgerðar- manns eru helztu breytingarnar á skipinu þær, að byggt var yfir aðalþilfar og síður styrktar, þá voru settir tveir stórir vökva- kranar á þilfarið, sjálfvirk slöngu- trommla undir vökvaslöngur, nýr lúguútbúnaður og nýr snurpu- gálgaútbúnaður. Ennfremur voru settar nýjar loðnuskiljur f skipið. Til þess að auðvelda helðslu og losun voru settir 4 vökvatékkar á rennilúgur á skilrúmum i aðal- lest. Að sögn Haralds Ágústssonar, skipstjóra, sem er með Sigurð á móti Kristbirni Árnasyni, mun Sigurður rista nokkru dýpra með fullfermi en áður, en engu að síður getur skipið losað fullfermi af loðnu á flestum Austfjarðanna, í Reykjavfk, Siglufirði og kemst einnig inn til Vestmannaeyja á háflóði. Sigurður var sem kunnugt er aflahæsta loðnuskipið f sl. loðnu- vertfð og eins f sumar undir stjórn þeirra Haralds og Krist- Framhald á bls. 18 Solsjenitsyn: SOLSJENITSYN GULAG EYJARNAR 2. bindi komið tit hjá Siglufjarðarprentsmiðju (Jt er komið hjá Siglufjarðar- prentsmiðju 2. bindi af Gulag Eyjarnar eftir Solsjenitsyn. Bókin fjallar um tfmabilið 1918 —1956. Bókin er 300 blaðsfður, þýdd af Ásgeiri Ingólfssyni. Frá- sögn Alexanders Solsjenitsyn er byggð á vitnisburði 227 fanga- búðafanga og áralangri dvöl hans sjálfs f fangelsum og fangabúð- um. Bókin skiptist í tvo hluta. Fyrri hluti ber nafnið Fangelsisstóriðj- an og f þeim hluta bókarinnar eru eftirfarandi kaflar: Lögin sem barn, Lögin þroskast, Lögin full- þroska, Hin þyngsta refsing og Tyurzak. Annar hluti heitir Eilif hreyfing og kaflar þess hlut bera nöfnin: Skip eyjaklasans, Hafnir eyjaklasans, Þærlalestirnar, Frá Eyju til eyjar. A bókarkápu 2. bindisins Gulag Eyjarnar er vitnað í ummæli Olof Lagercrantz i Dagens Nyheter: „Reiði og sorg eru einkenni Gulag-eyjanna. Bókin inniheldur svo mikinn fróðleik, að það mundi Framhafd á bls. 18 Félag óháðra borgara í Hafnarfirði: Lokið verði við byggingu geð- deildar á lóð Landspítalans Á fjölmennum fundi f félagsráði Félags óháðra borgara f Hafnar- firði sem haldinn var 9. des. sl. var eftirfarandi ályktun um úr- bætur f málefnum geðsjúkra sam- þykkt: Fundur í félagsráði Félags óháðra borgara f Hafnarfirði, sem haldinn var 9. des. 1976, átelur harðlega þann mikla seinagang og skilningsleysi, sem verið hefir hjá hinu opinbera varðandi framgang mála, sem varða geðsjúklinga. — Stórkostleg vöntun er á sjúkra- rými, læknishjálp og viðunandi umönnun við þá, sem þjást af ýmsum geðrænum sjúkdómum. — Er þetta mikill smánarblettur á þjóðfélaginu og það á sama tfma og hvorki fjárskortur né önnur fyrirgreiðsla hefir staðið 1 vegi ýmissa annarra umdeildra fram- kvæmda á vegum hins opin- bera.— Skorar fundurinn á Alþingi að beita sér tafarlaust fyrir nægi- legum fjárveitingum til skjótra úrbóta á þessu sviði og þá eink- um, að lokið verði við byggingu geðdeildar á lóð Landspftalans hið allra fyrsta, enda óforsvaran- legt að láta svo mikið fjármagn liggja í byggingunni fokheldri langan tíma án þess að hún komi að tilætluðum notum.— Fundurinn bendir sérstaklega á þá leið, að bankar, aðrar lána- stofnanir og lífeyrissjóðir láti þessa miklu nauðsynjafram- kvæmd njóta forgangs með lána- veitingar. — Er það bæði þjóð- hagslega skynsamlegt, sanngjarnt og mannúðarmál að styðja þannig sjúka til bata og bjargar og einnig ætti slík ráðstöfun lánsfjár spari- fjáreigenda að vera f þökk þorra þeirra.— Málefni geðsjúkra eru alltof lengi búin að vera hornreka í þjóðfélaginu og löngu tímabært að bæta verulega úr þessum hvað mest vanrækta þætti í heilbrigðis- málum þjóðarinnar.—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.