Morgunblaðið - 17.12.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.12.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1976 27 B Fiármunamyndun 1974 - 1976. Milljónir króna Verölag hvers árs Magnbreytingar | frá fyrra ári, % ö 1974 1975 Spá 1976 1974 1975 Spá I 1976 I 1 Fiármunanr/ndun, alls 45.150 63.560 75.300 10,8 -8,4 -4,9 1 Þjórsárvirkjanir, Kröfluvirkjun ■ og jámblendiverksmiðja 1.740 6.620 11.280 158,2 146,5 38,5 1 Innflutt skip og flugvélar 5.980 6.960 5.500 18,3 -29,7 -35,2 ■ önnur fjárnunamyndun 37.430 49.980 58.520 6,0 -11,6 -6,5 1 I. At vinnuveKÍmir 20.800 25.810 29.070 16,2 -21.8 -9.5 £ 1. Lartdbúnaður 2.920 3.850 4.570 11,2 -12,3 -4,4 I | 2. Fiskveiöar 4.910 4.880 4.350 -19,3. -40,4 -28,3 3. Vinnsla sjávarafuröa 1.920 2.640 3.270 7,4 -5,5 0,0 I g 4. Alverksmiðja 170 200 20 -50,0 -28,6 -92,5 I 8 5. Jámblendiverksmiöja - 650 500 . - - -38,5 j | 6. Annar iönaður (en 3.-5.) 2.600 3.650 4.380 20,0 -3,7 -4,1 I | 7. Flutningatæki 3.650 4.550 6.350 100,0 -26,6 14,2 I % 8. Verzlunar-, skrifstofu- | og gistihús o.fl. 2.710 2.930 3.380 42,6 -24,1 -7,8 I 6 9. Ýmsar velar og tæki 1.920 2.460 2.250 59,2 -24,6 -30,1 I I II. tbúöarhús 10.200 13.460 15.480 -13,4 -7,0 -8,0 I I III. Byggingar og martnvirki ;■ hins opinbera 14..150 24.290 30.750 22.9 15,9 1,7 1 1. Rafvirkjanir og rafveitur 4.100 9.960 14.220 59,8 69,4 15,7 I I 2. Hita- og vatnSveitur 1.350 2.600 3.300 34,4 37,2 1,5 I 3. Samgöngumannvirki 5.450 7.250 8.030 4,9 -19,3 -12,0 I I 4. Byggingar hins opinbena 3.250 4.480 5.200 18,2 -2,9 -7,1 I Aths.: Magnbreytingar 1974 og 1975 en nagnbreytingar 1976 eru eru miðaöar viö fast verðlag ársins 1969, miöaöar viö fast verölag ársins 1975. ar nema vinnslu sjávarafurða, sem verður að líkingum svipuð og á sl. ári, og ennfremur mun fjár- munamyndun í flutningatækjum verða talsvert meiri en í fyrra, eingöngu vegna flugvélakaupa Flugleiða. Byggingarframkvæmd- um við járnblendiverksmiðjuna að Grundartanga í Hvalfirði hef- ur seinkað. Þó er gert ráð fyrir nokkrum umsvifum þar undir lok ársins, en heildarframkvæmdir á árinu verða mun minni en áður var reiknað með. Innflutningur skipa og flugvéla verður líklega um 35% minni en á sl. ári og 55% minni en á árinu 1974, er hann varð mestur. Opinberar fram- kvæmdir verða heldur meiri í ár en í fyrra. Raforkuframkvæmdir aukast, hitaveituframkvæmdir verða svipaðar og í fyrra, en um- svif við byggingar og mannvirki hins opinbera og samgöngu fram- kvæmdir verða talsvert minni í ár en í fyrra. Nokkuð dró dr umsvif- um við íbúðabyggingar á árinu 1975 og í ár hefur enn dregið úr íbúðabyggingum. Er reiknað með, að fjármunamyndun i íbúðum verði um 8% minni í ár en í fyrra. Ibúðabyggingar verða þó enn á svipuðu stigi og á árinu 1973, ef Viðlagasjóðshúsin á því ári eru talin frá. Utanríkisviðskipti Vöruinnflutningur. Fyrstu tíu mánuði þessa árs var almennur vöruinnflutningur líklega nálægt 1—2% minni að magni en á sama tima í fyrra. Innflutningsþróunin í ár hefur hins vegar einkennzt af miklum sveiflum. Þannig dróst innflutningur saman um meira en 10% á fyrsta fjórðungi ársins miðað við sama tímabil 1975, jókst um svipað hlutfall á öðrum árs- fjórðungi en hélzt siðan óbreyttur á þriðja fjórðungi ársins. I spám í júní var gert ráð fyrir að í ár yrði almennur vöruinnflutningur um 6% minni í heild en á sl. ári. Sé gert ráð fyrir svipuðum sam- drætti í magni almenns vöruinn- flutnings á f jórða ársfjórðungi og fyrstu þremur fjórðungum ársins, má búast við 1—2% samdrætti fyrir árið allt. Þessi áætlun kem- ur einnig heim við hina endur- skoðuðu spá fyrir innlenda eftir- spurn. Fyrstu tíu mánuði þessa árs var innflutningur olíuvöru (að undanskildu þotueldsneyti, sem er háð miklum sveiflum) nær 4% minni að magni en á sama tíma í fyrra. Á fyrra helmingi ársins dróst olíusala (einnig að þotuelds- neyti undanskildu) saman um 6—7%. Fyrir árið allt má búast við, að innflutningur olíuvöru dragist saman um 4—5%, en það felur í sér um 10% samdrátt í magni frá árinu 1974. Það veldur einkum þessum samdrætti, að hitaveita hefur komið í staðinn fyrir olíukyndingu húsa, og benzínneyzla hefur staðið í stað. Innflutningur skipa og flugvéla verður sennilega röskum þriðj- ungi minni í ár en i fyrra. Hér eru þó meðtalin flugvélakaup Flug- leiða, að verðmæti 2.000 m.kr. Skipainnflutningur verður að lík- indum ekki nema 38% þess, sem hann var í fyrra og aðeins um 23% þess sem hann var á árinu 1974, er hann varð mestur. Inn- flutningur til virkjunarfram- kvæmdanna við Sigöldu verður nær tvöfált meiri í ár en í fyrra og að auki verða fluttar inn vörur til Kröfluvirkjunar fyrir rúma 2 milljarða króna samanborið við 300 m.kr. árið 1975. Innflutningur til álversins verður hins vegar minni en á árinu 1975, en þá safnaði Álverksmiðjan veruleg- um birgðum af súráli. Samtals er reiknað með, að sér- stakur vöruinnflutningur verði tæplega 9% minni í ár en á sl. ári. I heild er því talið, að vöruinn- flutningur verði u.þ.b. 3% minni á árinu 1976 en í fyrra, eða um 16!4% minni en á árinu 1974. Viðskiptakjör gagnvart útlönd- um voru á fyrstu þremur fjórð- ungum þessa árs nálægt 11% betri en að meðaltali á árinu 1975. Á þriðja ársfjórðungi 1976 höfðu viðskiptakjörin batnað um 23% frá því á síðasta ársfjórðungi 1975 er þau voru lökust, en voru engu að síður um 17'á% lakari en þau urðu hagstæðust á fyrsta fjórð- ungi ársins 1974. Hækkun út- flutningsverðs sjávarafurða á mestan þátt í bata viðskiptakjar- anna í ár, en verð annars útflutn- ings hefur einnig hækkað tals- vert. Þar sem útflutningsverð fyrstu níu mánuði þessa árs var um 15% hærra í erlendri mynt en að meðaltali á árinu 1975, eru taldar horfur á, að í ár verði það að meðaltali um 18% hærra í er- lendri mynt en á árinu 1975. Það jafngildir um 33% verðhækkun í íslenzkum krónum. Innflutnings- verð var hins vegar einungis 4—5% hærra fyrstu níu mánuði ársins en að meðaltali á árinu 1975. Nú er spáð, að innflutnings- verð hækki að meðaltali um 5— 6% i erlendri mynt frá fyrra ári, en það svarar til um 19—20% hækkunar í íslenzkum krónum. Samkvæmt þessu má ætla, að við- skiptakjörin batni um 11—12% að meðaltali á árinu 1976 eftir nær fjórðungs rýrnun undan- gengin tvö ár. Framhald á bls. 23 Jólamarkaður Nýlega hefur verið opnaður Jóla- markaður að Njálsgötu 44. Mark- aður þessi er framtak margra ein- staklinga til að koma framleiðslu sinni á framfæri. Þar eru á boð- stólum ýmiss konar annar fatn- aður, handunnar leðurvörur, þar má nefna töskur, buddur, belti, spegla og aðra smáhluti, einnig málverkaeftirprentanir, smá- myndir og margt fleira til jóla- gjafa. Jólamarkaðurinn er opinn frá kl. 1 — 6 alla virka daga og á laugardögum eins og aðrar versl- anir fram að jólum. Nýjar bækur frá ísafold MORG UNBLAÐINU hafa borizt fjórar nýútkomnar bækur fri bókaútgáfu Isafoldar. Er hér um að ræða endurprentun á Islands- ferðinni eftir Svenn Poulsen og Holger Rosenberg og Hörpu minninganna. en hinar bækurnar tvær eru nýjar og heita FÓIkið á Steinshóli eftir Stefán Jónsson og Tveggja kosta völ eftir Anítra. íslandsferðin, sem er frásögn um för Friðriks áttunda og rikis- þingmanna til Færeyja og tslands sumarið 1907, var fyrst gefin út árið 1958. Harpa minninganna var fyrst gefin út árið 1955, en það eru minningar Árna Thor- steinssonar, sem Ingólfur Kristjánsson hefur fært í letur. Fólkið á Steinshóli er barna- og unglingasaga, skreytt myndum eftir Jón Reykdal. Tveggja kosta völ er hins vegar skáldsaga úr norsku þjóðlifi á átjándu öld, en hanaþýddi Hersteinn Pálsson. Ú rval j ólagj afa Þrífætur Sjónaukar í úrvali Sýningartjöld, blá, þau bestu í bænum Leifturljós í úrvali Myndaalbúm Konica myndavélar 4 tegundir BorS fyrir sýningarvélar Skuggamyndaskoðarar Kvikmyndatökuvélar, margar gerðir Kvikmyndasýningavélar Töskur undir myndavélar, mikið úrval , í ieHwScopor H 31 JÆu sturstrceti 6 & nu 22955

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.