Morgunblaðið - 17.12.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1976
17
Ahuginn leynir sér ekki og skemmtikröftunum var vel fangað
Það var gengið kringum jólatré og jólalög og jólasálmar
sungnir hástöfum.
ÞAÐ var sannarlega jólalegt
um að litast í Melaskólanum í
gær, en þar tók Rax
Ijósmyndari þessar myndir.
Það voru 6 og 7 ára börn,
sem voru að halda sína jóla-
skemmtun, en i dag og
næstu daga fara fram jóla-
skemmtanir í barnaskólum
borgarinnar.
Á jólaskemmtuninni sýndu 11 ára börn helgileikritið
Stjörnuna eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Þetta eru
vitringarnir þrír.
Þau sendu Ijósmyndaranum sitt bliðasta jólabros
Seán MacBride
um Amnesty Internationaí:
SEÁN MacBride, írski
Nóbelsverðlaunahafinn
frá 1974, sem staddur er
hér á landi um þessar
mundir boðaði frétta-
menn á sinn fund í gær.
MacBride, sem er einn af
stofnendum samtakanna
Amnesty International,
sagðist vera mjög ánægð-
ur með að hafa fengið
tækifæri til að koma til
íslands fyrir margra
hluta sakir, m.a. náins
skyldleika og tengsla
írlands og Islands og
ekki sízt vegna þess að
hér rikti það frelsi sem
ekki væri fyrir hendi i
mörgum löndum, og
gætu þau tekið sér ísland
til fyrirmyndar um
margt í þvá efni. Á fund-
inum gerði MacBride
Amnesty International
og starf þeirra að aðal-
umtalsefni sínu.
Hann sagði að á tslandi væri
meðal annars ritfrelsi, frelsi til
anna er
Hilmar Foss, forseti Islandsdeildar Amnesty International og Seán
MacBride, frski Nóbelsverðlaunahafinn.
Mesta
hjá almenningi
að hafa hvaða stjórnmálaskoð-
un sem er, tsland væri eitt elsta
lýðræðisríki og eitt fárra landa
sem ekki hefði her og m.a. væri
þess vegna einnig gott að koma
hingað. Hann sagðist búast við
því að frá tslandi gæti komið
frumkvæði í baráttunni við
pyntingar og aðra ómannúðlega
meðferð fanga víðs vegar í
heiminum. tsland væri það
land, sem hefði þannig stjórn-
skipun að önnur lönd gætu tek-
ið sér það til fyrirmyndar.
Seán MacBride sagði að i dag
væri um það bil ein milljón
svonefndra samvizkufanga i
heiminum, þ.e. fanga sem sætu
inni vegna skoðana sinna en
hafa ekki boðað eða reynt of-
beldi. Fólk, sem sæti i fangelsi
vegna stjórnmálaskoðana
sinna, væri enn fleira. Astandið
kvað hann vera einna verst i
Indónesiu, þar væru milli 70 og
80 þúsund fangar og þúsundir
þeirra hefðu látist af völdum
hjálp
samtak-
illrar meðferðar. Einnig nefndi
hann að Brazilía og Chile væru
lönd sem pyntuðu fanga.
Um það hvernig samtökin
fengju upplýsingar um slæma
meðferð yfirvalda á föngum
sagði MacBride að þær kæmu
oft frá fólki sem yfirgæfi við-
komandi land, frá innflytjend-
um og stundum væru gerðir út
leiðangrar á vegum Amnesty til
að afla upplýsinga um ástandið.
Einna erfiðast væri að fá upp-
lýsangar frá Kína. Um hlutverk
Amnesty International sagði
MacBride að það væri m.a. að fá
stjórnvöld til að viðurkenna al-
menn mannréttindi og þar væri
almenningsálitið mjög þýð-
ingarmikið, það skipti miklu
máli að almenningur væri
fræddur um það sem væri að
gerast I þeim löndum sem of-
sóknir og pyntingar tíðkuðust.
Hann sagði að þar hefði
tslandsdeildin þýðingarmikið
hlutverk, stærð deildanna
skipti ekki máli.
Um árangur af starfi samtak-
anna sagði MacBride að það
væri erfitt að meta hann í töl-
um, en það væru eflaust hundr-
uð þúsunda fanga sem hefðu
verið látnir lausir fyrir beiðni
þeirra, allt frá Stalínstimanum.
Að lokum sagði MacBride að
það væri nauðsynlegra nú en
oft áður að þessi samtök og
önnur hliðstæð væru öflug i
starfi sinu og þau gætu komið
miklu til leiðar.