Alþýðublaðið - 08.10.1958, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 8. okt. 1958
JMþý8nbIa8tS
3
Alþýðublaðiö
Útgefandi:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Auglýsingastjóri:
Ritstjórnarsímar:
Auglýsingasími:
Afgreiðslusími:
Aðsetur:
Alþyöufíokkurinn.
Heigj Sæmundsson.
Sigvaldi Hjálmarsson
Emilía Samúelsdóttir.
14901 og 14902.
1 4 9 0 6
1 4 9 0 0
Alþýðuhúsið
Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hveríisgötu 8-—10.
Vestan af fjörðum
Þ'ESSA DAGxANA er helzt á Þjóðviljanum að skilja, að
kommúnismanum hafi stóraukizt fylgi á Vestfjörðum m.eð
skjótum og óvæntum hætti. í vrst eiga iafnaðarmenn rnir í
Alþýðusambandi Vestfjarða að hafa gengið honum á hönd,
og Morgunblaðið lét þess svo getið, að vestfirzki Alþýðu-
flokkurinn myndi gegninn með húð og hári í komnr>in.sta-
f.Iokkinn. Þá gerði Þjóðviljinn sér hægt um vik og kunn-
gerði, að slíkt hið sama hsfði gerzt með Sjálfstæð.sflokk-
inn þar vestur frá. Mólgagn hans á Vestfjörðum á að hafa
íailið í útbreiddan náðarfaðm heimskommúnismans.
Alþýðubiaðið ætlar sér ekki að r-æða þessi e nkennilegu
héraðsmál Vestfirðinga. Hins vegar er því ekki að neita, að
sanj'pykktir þær, sem borizt hafa vestan af fjörðum, vekja
undrun í öðrum landshlutum. Og vegna Alþýðusambands
Vestfjarða mun ástæða til að rifja upp eft rfarandi:
Sú var tíðin í samskiptum kommúnista og verka-
fólksins á Vestfjöröum, að kommúnistastjórn í Alþýðu-
sambandi Islands lét sér til hugar koma að víkja Alþýðu-
sambandi Vestfjarða úr heildarsamtökum verkalýðsins
á Islandi. Þá var Hannibal Valdimarsson í fylkingar-
brjósti vestfirzku alþýðusamtakanna, hét „hægri sósíal-
demókrati“ á máli Þjóðviíjans og reyndist flestum verr
séður af kommúnistum á Alþýðusambandsþingum. Var
hann meðai annars borinn þeim sökum, að hann kæmi
engu í verk til hagsbóta vestfirzkri alþýðu og væri þess
vegna réttrækur úr heildarsamtökum verkalýðsins á ís-
landi ásamt þeim félagsskap, er hafði valið hann til for-
ustu vestan lands. Af bessu varð þó ekki. Kommúnistar
heyktust á óhæfuverkinu, en Hannibal svall móður af
reiði og baráttugleði. Nú er hins vegar margt breytt frá
þessum dögum. Kommúnistar tóku liöndum saman við
„hægri sósíaldemókratann“, sem forðum þótti til einskis
nýtur vestur á f jörðum, og gerðu hann að forseta Alþýðu-
sambands Islands, þingmanni sínum og ráðlierra. Og
Hannibal gekk fyrri andstæðingum sínum og óvildar-
mönnum á hönd til að svala persónulegum valdaþorsta
sínum eftir að hann hafði lent í minnihluta í Alþýöu-
flokknum.
Nú virðast Þ.jóðviljinn og Morgunblaðið sammála um,
að verkafólkið á Vestfjörðum mun. gera Hannibal Vaidi-
marssyni það til yeðs að renna í slóð hans inn í komirjinista-
flokkinn. Reynslan sker úr um í þ.ví efni. En sannarlega
eru Vestfirðingar gerbreyttir frá því, sem þeir voru í
gamla daaa, ef þeir láta e nn eða neinn reka s;<j eins og
hjörð í rétt á smalad = gi að haustlagi. Alþýðan þar vestur
trá man sennilega þá tíð, þegar víkia áúfci henni úr heildar-
samtökum verkalýðsins á íslandi af bví að komúnistum þótti
hún óþæg og rekast illa. Og hann er vafalaust hagstætt. að
hún hefur löngum verið í fylkingarbrjóst. baráttunnar fyrir '
írelsi, jafnrétti og bræðralagi á íslandi undir m^rkj Alþýðu.
flokksins. Alþýðublaðið tekur þess vegna fréttunum vest-
an af fjörðum af st llin’gu og hæglæti. Það treystir verkafólki
Vestfjarða og veit, að því er ekkert fjær skapi en láta rétta
sig hjá kommúnistum. Þjóðviljinn og Morgunblaðið ættu
satt að segja að spara sér allar áhyggjur út af sambúð Al-
býðuflokksins og Vestfirðinga. Hins vegar geta blöð þessi
gert sér það til dundurs að deila um, hvort vestfirzku komm-
únistarnir séu orðnir íhaldsmenn eða íhaldsmennirnir á
Vestfjörðum íslenzk r og iafnvel alþjóðlegir komínúnistar.
En Vestfirðingar eru vissulega orðnir miklir dansmenn, ef
þeir iðka einn og allir, allir og einn, þá leikfimi, sem ein-
kennir fótaburð og armsveiflur Hannibals Valdimarssonar
eftir að hann heldur sig forustusauð í rétt íslenzkra komm-
únista. Það sjónarspil stendur heldur varla lengi. Hannibal
kemst í dilkinn sinn um það er lýkur.
LUÐVÍK Jósefsson sjávarút-
vegsmálaráðherra hefur gert
eins konar skoðanakönnun
um landhelgismálið á fund-
um, sem hann hefur haldið á
allmörgum stöðum austan
lands og norðan. Dæmir hann
eftir fáum mönnum, sem tek-
ið hafa til máls á fundum hans
og telur það almenna skoðun,
að stjórninni beri að víkja
varnarliðinu úr landi, endur-
skoða afstöðu okkar til At-
lantshafsbandalagsins, kæra
Breta fyrir Sameinuðu þjóð-
unum og kalla sendiherra
okkar í London heim.
Þessar niðurstöður ráðherr
ans eru í hæsta rnáta vafa-
samar. Alþýðuflokkurinn
hefur einnig haldið marga
fundi á Austur- og Norður-
tandi undanfarið og hafa
þeir oft vcrið fjölmennari en
fundir Lúðvíks. í einum kaup
stað voru til dæmis 35 á fundi
Lúðvíks en 80 á Alþýðuflokks
fundi. Hafa Alþýðuflokks-
menn ávallt haft aðra af
tveimur framsöguræðum um
landlielgismálið, og það hef-
ur komið til tals í ræðum
heimamanna. Þarna hafa ver-
ið menn úr öllum flokkum,
en ÞEIR HAFA EN.GAR
SLÍKAR KRÖFUR GERT,
SEM LLJÐVÍK LÆTUR SVO
MIKID AF. Aðeins á einum
fundi Alþýðuflokksins komu
þessj sjónarmið fram, og var
það útsendur kommúnisti frá
Reykjavík, sem flutti það
mál. Má af því greinilega sjá,
að hér er á ferð skipulögð til-
raun kommúnista til að nota
landhelgismálið hinum riiss-
nesku stefnumálum sínum til
framdráttar.
Það, sem fólk úti á lands-
byggðinni hefur lang al-
mennast krafizt um landhelg
ismálið, er eining. Fólkið skil-
ur alvöru þessa máls og hef-
ur enga tilhneigingu til að
krefjast neinna aðgerða, sem |
mundu stórauka úlfúð um
málið, fæla frá okkur vinsam
legar þjóðir og ekki sjáan-
lcga geta þokað málinu neitt
í rétta átt fyrir okkur. Sá
mælikvarði, sem menn virð-
ast setja á hverja hugmynd,
sem rædd er, er hvort hún
muni gera málstað íslend-
inga gagn eða ekki.
Brezk blöð hafa gert mikið
aí' því, að stimpla aðgerðir
íslendinga í landhelgismál-
inu sem kommúnistíska
glæfrapólitík, sem sé til þess
gerð af íslenzkum kommún-
istum að draga ísland úr hópi
lýðræðisþjóðanna í fang
Rússa. Það' er eitt mikilsverð-
asta atriðið í baráttunni fyrir
málstað íslendinga, að þessi
misskilningur erlendis verði
leiðréttur. Mörg dæmi eru
þess, að erlendir menn, sem
komið hafa hingað til Iands,
hafa gerbreytt um skoðun á
málinu, er þeir sáu, að þjóð-
in öll stendur saman um það,
og hér er raunverulega um
alvarlegt hagsmunamál að
ræða.
Tilraunir kommúnista til
að nota landhelgismáiið til að
slíta öllu sambandi íslend-
inga við lýðræðisþjóðirnar,
eru því stórhættulegar fyrir
málstað þjóðarinnar í land-
helgismálinu. Hvert atvik,
sem bendir til þess, að þetta
sé tilgangur kommúnista, er
því vopn, sem andstæðingum
okkar er fengið. Þess vegna
er Lúðvík Jósefsson að skaða
stórlega málstað þjóðar sinn-
ar með því að láta Þjóðvilj-
ann prenta slíka hluti undir
feitum fyrirsögnum.
Ef kommúnistar vilja að
málstaður íslands í landhelg-
ismálinu sigri, þá ættu þeir
að hugsa meira um þá þjóðar-
einingu, sem landsmenn allir
krefjast. Þeir mega eiga það
víst, að reyni þeir frekar að
nota landhelgismálið til að
hagnast á því pólitískt, mun
þjóðin fordæma slíkt og refsa
þeim á verðskuldaðan hátt.
( Utan úr Heimi ~)
nahlé
TILBOÐ Pakingstjórnarinn
ar um vopnahlé á Fbrmósu-
sundi hefur komið Banda-
ríkjastjórn í nokkurn vanda.
Almenningur í Bandaríkjun-
um hefur litið átök n á Fo"-
mósusundi illu auga og Sjang
Kaj Siek á litlu fylgi að fagna
á Vesíurlöndum. Aftur á móti
eru Bandaríkjamenn samn-
ingsbundnir til að verja For-
mósu en í þeim samningi er
hvergi minnzt á Fiskimanna-
eyjarnar út af Fukien, Það
hefur berlega komið .í ljós, að
Bandaríkjamenn leggja litla
alúð við að verja Quemoy og
aðrar eyjar þar í kring, og
munu ekki fara í styrjöld út
af þe m.
Þjóðernissinnar á Formósu
eru aftur á móti ákveðnir í að
,,frelsa“ Kína og líta á Que-
moy og Matsu sem stökkpall
til innrásar í Kína.
Tilboði kommúnista um
vopnahlé á Formósusundi hef
ur verið tekið með varúð á
Vesturlöndum. — Talsmaður
brezka utanríkishráðuneytis-
ins lét svo um m.ælt að trú-
lega væri tilboð kommúnista
aðeins áróðursbragð til Þess
ætlað að vekja ósamkomulag
milli Bandarikjamanna og
Formósustjórnarinnar.
Það er mjög eftirtektarvert
að tilkynn ngu kommúnista
er tekið mun betur í Wash-
ington en víðast annars stað-
ar. Hefur þar opinberlega ver
ið látið í ljós að hún kynnj að
vera fyrsta skrefið í þá átt aö
binda enda á styrjáldará-
standið á Formósusundi. Og
Herter, varautanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, lét svo
umraælt á blaðamannafundi,
að svo kynni að fara að ekki
væri nauðsynlegt að veita
skipalestum þjóðernissinna á
Formósusundi vernd banda-
rískra herskipa. Bendir þetta
| og fleira til þess að Banda-
ríkjamenn séu ekk:. ófúsir að
1 gefa kommúnistum eftir eyj-
arnar út af Fukien, eða a- m.
k. að þeir muni ekki fara í
styrjöld út af þeim. Hið óeðli-
lega ástand á Formósusundi
getur ekki staðið lengi. Fiski-
mannaeyj anrar tilheyra Kína
og hljóta fyrr eða síðar að
sameinast því. Öðru máli
gegnir um Formósu. Ólíklegt
ér að Bandaríkjamenn yfir-
gefi hana orðalaust, enda er
hún öflugasta vígi þeirra í
Austur-Asíu.
Átökin á Formósusundi ein
kennast af ótta beggja aðila
við það að allt samkomulag
verði túlkað sem veikleika-
merki, en slík afstaða er ein-
kennandi fyrir þjóðir þar sem
stjórnarathafnir mótast af
dogmatlsma.
NTB, Þriðjudag.
I BANDARÍSK herskip halda
áfram að fylgja skipalestum
þjóðernlssinna til Quemoy, en
, fara nú ekki eins nálægt Kína-
I strönd og áður.
r
Happd rœtti Háskóla Islands.