Alþýðublaðið - 08.10.1958, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.10.1958, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 8. okt. 1958 AlþýðublaSiS % Ræða Guðmundar I, Gu5mundssonar utanríkisráðherra á allsherjarþinginu. Herra forseti! ísland hefur ekki tekið bátt í allsherjarumræðum hér nokk- ur undanfarin ár. Vig höfurn hlýtt með athygli á alla þá, sem hafa borið fram tiilögur til lausnar á hinum margvís- legu, alþjóðlegu vandamálum, eða hafa flutt vegvilltu og kvíðnu mannkyni heilræði eða vísað því veginn. Sendinefnd Islands hefur venjulega kosið að gera grein fyrir afstöðu sinni við meðferð hinna ýmsu tnála í nefndunum, vel vitandi það, að smáþjóðir eins og ís- lendingar geta lítið lagt af naörkum til að leysa í orði eða á borði hin alþjóðlegu vanda- mál, eða til að fjarlægja þá miklu og geigvænlegu hættu. sem vofir yfir öllu mannkyni eins og sverð Damoklesar. Þa£ er verkefni stórveldanna ac leysa slík stórmál. Þau eru oft völd að þessum vandamálum <og þau ein geta og verða af leysa þau. Allt mannkynið allar þjóðir heims, mannfólkic allt, beinir sjónum sínum til stórveldanna og krefst þess, að þau jafni ágreiningsmál sín, svo að mannkynið megi anda <og lifa í friði og njóta frelsis án ótta við tortímingu. Að þessu sinni hefur ísland forýna ástæðu til að láta rödd sína heyrast hér í þinginu við þessar almennu umræður, og ég skal skýra vegna hvers síðar. Indverjar í Afríku. — Við skulum fyrst líta á nokkur af hinum 72 dagskrár- atriðum þessa allsherjarþings. Sum þeirra eru gamlir kunn- íngjar, sem rædd hafa verið á mörgum fyrri þingum, og þau eru jafn óleyst og óleysanleg nú í dag og þau voru fyrir mörgum árum. Þetta á sérstak- lega við um slík atriði eins og meðferð Indverja í Suður-Af- ríku, en það mál hefur verið á dagskrá allsherjarþingsins síðan 1946, og einnig dagskrár- liðurinn um kynþáttastríðið í Suður-Afríku, sem rætt hefur verið um hér síðan 1952. ís- lenzka sendinefndin hefur allt- af verið á þeirri skoðun, að allsherjarþingið eigi rétt á að láta þessi mál til sín taka, og að við verðum að finna lausn éamkvæmt 55. grein. C lið, stofnskrár okkar, þar sem all- ar þjóðir innan S. Þ. heita því að efla „almenna virðingu fyr- ir og gæzlu mannréttinda og frelsis fyrir alla án tillits til ícynþáttar, kyns, tungu eða írúarbragða.“ íslenzka þjóðin, sem er öll af einum og sama stofni á erfitt með að skilja nokkra stjórnarstefnu eða fram kvæmd, sem mismunar mönn- aim vegna kynþáttar. Við vilj- aim aðhyllast mannúð og vilj- íum fylgja henni, og við leyf- Um okkur enn að vona, að rík- ísstjórn Suður-Afríku sjái það, <að viturlegt er að endurskoða Stefnu sína með það fyrir aug- tum að útrýma óréttlæti til að forðast alvarlegar afleiðingar ©g hættulegar deilur. I, ' ; Afvopnunarmálin. Eins og undanfarin ár, mun afvopnunarmálið nú í ár verða ©ðalefnið í • umræðum okkar. ý.'f.VxýxV iiendinefnd Islands hjá Sameinuðu þjóðunum: ^Guðmundur f. Guðmundsson utanríkisráðherra í miðið. Talið frá vinstri: Thor Thors ambassador, Hans G. Andersen ambassador, Þórarinn Þór. arinsson ritstióri og Pétur Thorsteinsson ambassador. Frá því að S. Þ. hófu verulega síarfsemi sína árið 1946, hafa þær ætíð látið sig miklu skipta afvopnunarmálin — eða rétt- ara sagt það að draga úr víg- búnaðinum. Þetta mál hefur verið á dagskrá sérhvers hinna 12 undanfarna þi.iga. Það hef- ur verið rætt þar mánuðum saman. í meira en heilt ár sam- tals hefur málið verið rætt í ahsherjarþinginu einu þessi undanfarin 12 ár, en þar við bætast svo allir þeir mánuðir, sem hinar ýmsu afvopnunar- nefndir hafa átt í meðferð málsins. Mikill fjöldi álykt- ana, þar sem fram hafa komið frómar og fallegar óskir um minnkun vígbúnaðar, um að draga úr viðsjám í alþjóðamál- um, hefur hlaðist upp ár eftir ár. Heil biblía góðs ásetnings. En því miður, árangur hefur enginn sézt ennþá. Vígbúnað- arkapph’aupið hefur haldið á- fram, það hefur aukizt og magnast. Nýjar og stöðugt stórvirkari drápsvélar hafa verið fundnar upp. Það er vit- að, að á árunum 1948—1956 höfðu þjóðir heimsins eytt meira en 420 billjónum dollara í vígbúnað, og árið 1957 voru hernaðarútgjöldin talsvert yf- ir 100 billjón dollara. Allur heimurinn undrast nú og spyr, hvert er verið að teyma okkur, hvert er leiðinni haldið, hvað kemur næst? Nokkur orð. Ég vil þó með ánægju við- urkenna þáð, að undanfarna mánuði hafa spor verið stigin fram á við á leiðinni til aukins ' skilnings og samvinnu meðal stórþjóðanna. Ég á hér við þrjú atriði. Hið fyrsta er ráðstefnan! í Genf, þar sem mættir voru sérfræðingar frá 8 þjóðum, þar á meðal frá Bandaríkjunum og Sovétríkjunum, til að kynna sér tæknilega möguleika um brot á eftirliti gegn væntan- legu samkomulagi um frestun kjarnorkusprenginga. Sérfræð- ingarnir urðu á einu máli um það hvers krafizt væri til þess tæknilega, og létu í ljósi þá skoðun, að eftirlit með kjarn- orkusprengingum væri kleift og æskilegt. Þetta ætti að geta gefið auga leið fram á við. Ann að atriði er það, að stórveldin hafa orðið sammála um að stórveldin hafa orðið sammála um að koma saman í Genf hinn 31. október til þess að ræða um frestun á kjarnorkusprenging- um. Þess er að vænta, að eng- inn pólitískur hráskinnaleikur verði látinn hindra það, að þessi ráðstefna fari fram, né það, að samningsmennirnir nái viðunandi árangri. Þriðja vonarglætan er sú, að stórveldin hafa ennfremur á- kveðið að senda sérfræðinga til Genf hinn 10. nóvember til þess að ræða um leið til að fyr- irbyggja skyndilega hernaðar- árás. Allt þetta eru spor í rétta átt og vísa veginn fram á við. Það virðist svo, að heppilegasta leiðin til þess að koma á sam- vinnu og ryðja úr vegi póli- tískum hindrunum sé sú, &ð vísindamenn heimsins og sér- fræðingar kryfji málefnið fyrst til mergjar sjálfir og undirbúi grur.dvöllinn fyrir stjórnmála- mennina ti.1 að koma saman og halda viðræðunum áfram. Það var leitt að síðasta allsherjar- þingi skyldi Ijúka svo, að af- vopnunarnefnd þingsins varð ós'arfhæf. Við ættum að reyna á allan hátt að ná samkomu- lagi um meðferð hins þýðing- armikla máls um afvopnun nú á þessu þingi, og gjöra ráðstaf- anir til þess að afvopnunar- nefndin gæti hafið fundi sína að nýju, en slíkir fundir væru gagnslausir og tilgangslausir nema öll stórveldin væru þar viðstödd, og væri þá heppilegt að fleiri ríki sætu slíka fundi til aðstoðar og væntanlega til leiðbeiningar. Allur þessi und- irbúningnr afvopnunarnefnd- arinnar gæti svo einhverntíma síðar leitt til funda hinna æðstu manna heimsins, og jafnvel komið frá slíkum fundi ein- hver trygging um friðsamlega framtíð og vinsamlega sambúð allra þjóða heims. íslenzka sendinefndin fylgist með ó- skiptri aihygli með öllum samningum um afvopnun, og hún hefur aðeins eina ósk fram að bera í þessu máli, og það er, að stig af stigi og eins fljótt og auðið er megi mannkynið frelsast út úr vígbúnaðarkapp- hlaupinú og búa sér framtíð öryggis og frélsis án ótta og kvíðboga. Alþjóðlegt „slökkvi- Iið“. Hvað það snertir að koma á friðsamlegu viðhorfi í heimin- ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur nú fen gið textann af ræðu þeirri, sem Guð- j mundur í. Guðmundsson utanrikisráð herra flutti hinum í almennu stjórn- j málaumræðum í New York. í fyrri hl uta ræðunnar, sem blaðið birtir í dag, j gerði ráðherrann ýmis vandamál heim sins að umræðuefni og lýsti viðhorf- l um íslendinga til þeirra. f síðari hluta ræðunnar, sem blaðið mun birta á * morgun, fjallar hann eingöngu um la ndhelgismálið. um, þá álítum við að gæzlulið lameinuðu þjóðanna gæti haft niklu hlutverki að gegna. Við dituni það ekki nauðsynlegt. ’-ð sérstakt gæz’ulið innan S. sé sett á laggirnar sem föst ilþjóðleg stofnun, heldur teíj- Jm við nægilegt, að ákveðnar hersve.íir séu hafðar til taks 'ajá ýmsum þjóðum ,og urmt sé ;ð kalla til þeirra, er vanda ber að höndum, og þörf er á, að áliti Sameinuðu þjóðanna. .4 þennan hátt mundi hið nýja gæzlulið Sameinuðu þjóðanna vera einskonar alþjóðlegt slökkvilið, sem ætti að koma í veg fyrir, að smáskærur og innanlandsdeilur brjótist út og yrðu að alþjóðlegri baráttu. eða jafnvel leiddu til styrjald- ar ófarnaðar. Við verðum allt- af að hafa það í huga, að hvaða skærur sem brjótast út, og hvar sem er á hnettinum, geta í okk- ar samanþjappaða heimi orðið að mikilli styrjöld. í viðleitni okkar til að komast hjá bar- dögum megum við ekki glevma því, að mörgum fyrri styrjöld- um í heiminum hefði verið hægt. að komast hjá með þolin- mæði, nmburðarlyndi og stö'5- ugri samningaviðleitni, og enn- fremur skulum við minnast þess, að allar þjóðir eru bundn- ar af ákvæðum sáttmála S. Þ., en þar segir í 2. grein, máls- liðum 3 og 4, að öll ríki verði að heita því ,,að jafna alþjóð- legar deilur á friðsamlegan hátt“ og „að forðast í sambúð- inni við aðrar þjóðir að beita valdi eða hóta því, gegn frið- helgi lands eða stjórnmálalegu sjálfstæði nokkurs lands.“ Það virðist því, að þegar þessi há- tíðlegu loforð eru athuguð verði talsvert ósamræmi í því, að stóru þjóðirnar og svo marg ar aðrar skuli eyða mestum hluta fjármagns síns árlega til þess að byggja upp hervald og leggja á herðar sér hin stór- felldustu hernaðarútgjöld, sem. nú á tímum miða aðallega að því að finna hin geigvær.leg- ustu tæki til eyðileggingar og útrýmingar. Bætt kjör. ÞaS er vissulega svo augljóst hversu stórkosílegar kjarabæt- ur mætti veita öllu mannkyn- inu ef byrðum vígbúnaðarins væri létt af að einhverju leyti, þótt ekki nema litlum hluta af hernaðarútgjöldunum væri beint til friðsamlegra og mann- úðlegra framkvæmda víðs veg- ' ar um heiminn. Á þann veg væri unnt að bæta lífskjörin, sérstaklega í hinum fátækari löndum, þar sem fólkið hefur orðið að fara á mis við svo mik- ið af lífsins gæðum. Atvinnu mætti stórauka, menntun og menning umundi fleyta fram, og velfarnaður fólksins mundi tryggður. Sendinefnd íslands hefur ætíð hér á þinginu látið í Ijósi tryggð við slíka hug- sjón, enda þótt við kunnum að hafa lítið öðrum að miðla. En sérhver þjóð, hvort sem hún er stór eða lítil ,hefur fyrst og fremst þá skyldu á herðum sér að skapa traust þjóðfélag heima fyrir og að tryggja hverjum þegni sínum viðunandi lífskjör, og á þann. veg geta einnig smáþjóðimar, Framhald á 8. síðu. :

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.