Morgunblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 1
36 SÍÐUR 3. tbi. 64. árg. FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Óttast nýja ógnar- öld á N-Ir- landi Hvað skyldi þessi snjór endast lengi? Ljósm. Ol. K. M. Belfast. 5. janúar. Reuter. ULSTER sjálfboðaliðar. UVF. sem er herská samtök mótmæl- enda á N-lrlandi aflýsti í dag vopnahléi þvf sem rfkt hefur f landinu og óttast menn nú mjög að ný hrvðja ofbeldisverka sé yfirvofandi á N-lrlandi. Talsmenn UVF skýrðu frétta- mönnum frá þvf i dag, að samtök- in bæru ábyrgð á sprengjum f verksmiðjum sl. 2 daga á N- írlandi. Talsmennirnir sögðu að ástæðurnar fyrir þessu væri neit- un berzku stjórnarinnar um að veita föngum UVF og annarra hliðstæðra samtaka stöðu póli- tfskra fanga. Talsmennirnir sögðu að til að byrja með myndu aðgerðirnar aðeins beinast gegn fyrirtækjum, sem sjá fangelsum á N-lrlandi fyrir vörum. Þessi ákvörðun UVF er mikið áfail fyrir þá sem bundu vonir við áramótin, að hægt yrði að binda endi á blóðsúthellingar og of- beldisverk f landinu, sem hafa kostað 1500 manns lífið á undan- förnum 7 árum. Irski lýðveldis- herinn IRA hefur þegar gefið yfirlýsingu um að liðsmenn hans muni auka hryðjuverkastarfsemi sína og þegar hefur ungbarn beð- ið bana í sprengingu í bifreið og brezkur hermaður verið skotinn til bana úr launsátri. Fer Brezhnev til Bandaríkjanna? W Ubhinjilon. 5. j;inú;tr. Rcutor — ,\|' ANATOI.Y Dobrinin, sendiherra Sovétrfkjanna í Washington. sagði í dag, að hann teldi að Brezhnev, aðalritari sovézka kommúnistaflokksins, va ri reiðu- búinn til að koma til Bandarfkj- anna á þessu ári til viðra>ðna \ið Carter kjörinn forseta og undir- rita nýtt SALT-samkomulag. Dobrinin sagði þetta við frétta- menn er hann var á leið til við- ræðna við Cyrus Vanee, utanrfkis- ráðherraefni Carters, og llenry Kissinger. 200 mílur EBE: Ný reglugerð fyr- ir 18. janúar nk. Brussel 5. janúar. Reuter. AÐILDARRÍKI Efnahags- bandalags Evrópu hafa frestað ákvörðun um reglugerð á framkvæmd Moskvu, 5. janúar Reuter. LEIÐTOGI sovézka andófshóps- ins, sem settur var á stofn til að fylgjast með framkvæmd Hel- sinkisáttmálans, var handtekinn f Moskvu f dag, skömmu áður en hann ætlaði að hitta vestræna fréttamenn að máli. Var maður- inn, Yuri Orlov læknir, gripinn af 5 mönnum á götu og honum kast- að inn f bfl, sem ekið var á brott með miklum hraða. Var hann yfirheyrður f 7 klukkustundir áð- ur en honum var leyft að fara ferða sinna. Orlov ætlaði að skýra frétta- mönnum frá húsleit lögreglunnar heima hjá sér og 4 öðrum andófs- mönnum. Orlov sagði fréttamönn- um eftir að honum hafði verið sleppt úr skrifstofu saksóknarans f Moskvu, að sér hefði verið tjáð að sakamálshöfðun væri í undir- búningi vegna skjala, sem fundist hefðu við húsleitina. Er andófs- mönnunum gefið að sök að dreifa óhróðri um Sovétríkin. Orlav sagði að lögreglan hefði ekki vilj- löggæzlu innan 200 mflna fiskveiðilögsögu banda- lagsins, sem tók gildi 1. janúar 1977, að sögn em- bættismanna í dag. I að segja hverjir yrðu dregnir fyr- ir rétt, en sagt að hann yrði kall- I aður til að bera vitni. Sér hefði Framhald á bls. 20. Bretar komu f sfðustu viku f veg fyrir að sam- komulag gæti náðst um reglugerð, sem kvað á um hvaða þjóðir utan banda- lagsins skyldu fá að stunda veiðar innan fiskveiðilög- sögunnar og hverjum skyldi veittur aðlögunar- tími áður en þær hættu algerlega veiðum. Brezka stjórnin vildi fá trygg- ingu bandalagsþjóða sinna fyrir því, að ákveðið yrði á hvaða veiði- svæðum skip þjóða utan banda- Iagsins myndu stunda veiðar, áð- ur en þeir gætu fallist á reglu- gerðina. Andstaða Breta hefur orðið til þess aó sum aðildarlöndin, eins og Holland og Vestur Þýzkaland, hafa engan lagalegan grundvöll til að meina fiskiskipum frá lönd- um eins og Búlgaríu, Rúmeníu, Japan og Kúbu að veiða innan 200 mílna lögsögunnar, en þessar þjóðir skyldu útilokaðar sam- kvæmt samþykkt fundar utan- ríkisráðherra bandalagsins 20. desember siðastliðinn. Fastafulltrúar aðildarlandanna nfu ákváðu á fundi sfnum i dag að geyma vandamálið þar til síðar f Framhald á bls. 20. Kortsnoj í viðtali við Morgunblaðið Get vel hugsað mér að tefla á íslandi en lízt betur á Sviss eða Ítalíu „EINS OG stendur llzt mér bet- ur á að tefla við Petrosjan f Sviss eða á ttalfu. Eg veit ekk- ert um hvað tslendingar bjóða há verðlaun fyrir einvfgið svo að ég hef enga afstöðu tekið til þess möguleika að tefla á Is- landi. Italfu og Sviss koma þvf helzt til greina af minni hálfu,“ sagði sovézki stórmeistarinn Viktor Kortsnoj f samtali við Morgunblaðið f gær. Eins og komið hefur fram i Morgunblaðinu hefur Skáksam- band íslands samþykkt að beiðni Fide, alþjóðaskáksam- bandsins, að halda áskorenda- einvigi á milli sovézku stór- meistaranna Tigran Petrosjan og Kortsnojs i lok febrúar, en Framhald á bls. 20. Andófcmaður hand- tekinn í Moskvu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.