Morgunblaðið - 06.01.1977, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 1977
VI K>
MORötlN-.-pJ
RAFF/NtJ U S
Gesturinn: Ilvenær haldið
þér, að ég fái þessa hálfu önd,
sem ég bað um fyrir hálftfma
sfðan?
Þjðnninn: Ja, þegar einhver
annar gestur biður um hinn.
helminginn. Okkur er nefni-
lega ómögulegt að fara út til
þess að skjóta hálfa önd.
„Hefi ég sagt þér bráðfyndnu
söguna sem ég heyrði f gær ? Ef
ég er búinn að þvf, þá stoppaðu
mig bara.
„Var það fyndin saga?“
„Já, alveg bráðfyndin."
„Þá hefurðu ekki sagt mér
hana.“
Eg bað þig að vera f hlutverki
X-9 fyrir mig en ekki að fara á
grfmuball.
Hvað gagnar það okkur að þú
hafir kveikt eld úr þvf ég kann
hvorki að sjóða mat né steikja?
Tvær konur hér f bænum sem
leigja f sama húsi, ræðast oft
við eins og lög gera ráð fyrir.
Alltaf er gott milli þeirra, en
samtölin æði oft allspaugileg.
Hér er sýnishorn:
— Við erum nú átta
systurnar, og allar eru þær gift-
ar nema ég.
— Já, þú hefur nú ekki verið
að hafa fyrir þvf, blessunin.
— Nei, ekki aldeilis. Aldrei
hef ég heldur eignazt barn, en
mfn heitasta ósk er nú, og vona
ég það statt og stöðugt að ég
eignist barnabarn til af-
þreyingar f ellinni.
Láttu mig fá tvö pör af fjall-
gönguskóm.
Þrælaðu þessu ofanf hann og
sóttu svo þúsund kall f vasa
hans.
Island ferðamanna-
og ráðstefnuland?
Ferðalangur:
— Nú nokkur undanfarin ár
hafa fjölmörg samtök og félög,
bæði félög sem starfa á öllum
Norðurföndunum og jafnvel
öllum heiminum, fengið að halda
ýmis konar mót og ráðstefnur hér-
lendis. Hafa þær verið af öllum
stærðargráðum og gerðum og ég
held að almennt hafi ríkt ánægja
meðal útlendinganna með að hafa
komið hingað og séð örlítið af
landinu um leið og þingað var um
eitthvert heimsvandamálið.
Nú mun vera tif fyrirtæki sem
hefur það á sinni könnu að greiða
fyrir og sjá um slíkt ráðstefnu-
hald hér heima, og það er ef til
vill upphafið að þvf að Island
verði að verulegu leyti ráðstefnu-
land. Ég veit ekki til þess, að
neinn aðili sjái um þetta, en það
ætti að vera á snærum ferðamála-
ráðs eða hvað það nú heitir að
hafa yfirumsjón með þessu og það
ætti að beita sér fyrir þvf að efla
landið sem ráðstefnuland. Það
getur náttúrlega verið að ráðið
hafi þetta á sinni stefnuskrá án
þess að ég viti af því, en fróðlegt
væri að heyra meira um það. Nú
fer í hönd sá tími sem ráðstefnur
eru skipulagðar, ef það er þá ekki
víðast búið að þvf, en á þessum
vettvangi þarf að vinna langt
fram í tímann. Það þarf jafnvel
mörg ár til þess að undirbúa og
skipuleggja ráðstefnur, flug-
ferðir, dagskrár, ráðstefnugögn
og allt sem þarf — þetta er tíma-
frekt að undirbúa.
Mér fyndist ekki óeðlilegt að
einhver opinber aðili hérlendis
tæki forystu um þessi mál og hæfi
að skipuleggja og beita sér fyrir
því í auknum mæli að hér yrðu
haldnar allar mögulegar ráðstefn-
ur og fundir. Hér höfum við allt
til alls, sali af öllum gerðum, hótel
í öllum verðflokkum og sérstæða
hluti sem útlendingar hafa gaman
af að skoða.
Svona ráðstefnuferðir hingað
ættu að vera betri „túrismi" að
mörgu leyti heldur en almennar
hópferðir — og það er hægt að
skipuleggja það meira „að ofan“
hvernig og hvert þetta fólk ferð-
ast og þá er kannski minni hætta
á að náttúran verði fyrir tjóni,
eins og margir óttast sem eru á
móti ferðamönnum. —
Þannig hljóðuðu orð ferða-
langsins og hér bætir Velvakandi
engu við. Hvað segja lesendur um
það að gera Island að ráðstefnu-
landi?
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
1 keppni ungra og reyndari spil-
ara hjá Bridgefélagi Reykjavfkur
I haust komu fyrir mörg skemmti-
leg spil. Þó ber þetta spil af. t
suður sat Jón Ásbjörnsson, einn
af reyndustu spilurum félagsins.
Suður gefur, A — V á hættu.
Norður
S. D76
II. Á6
T. ÁDG75
L. ÁK8
Vestur
S. 832
H. 8754
T. K92
L. D53
Austur
S. ÁG9
H. KD109
T. 843
L. 1092
Suður
S. K1054
H. G32
T. 106
L. G764
Blekkisögn í 1. hendi er mjög
sjaldan reynd en Jón brá sér á
leik og opnaði á einum tfgli. Áður
en hann vissi af var hann orðinn
sagnhafi í 6 tíglum og vestur spil-
aði út spaða.
Austur tók 1. slag á ás og skipti
í hjartakóng, sem tekinn var með
ás blinds. Jón spilaði nú eins og
hann hefði séð allar hendurnar.
Lágur spaði frá blindum og tfan
fékk slaginn. Tígultíu svínað, aft-
ur svínað og teknir tfgulslagirnar.
Austur lét tvö hjörtu en sagnhafi
mátti missa eatt hjarta og tvö lauf.
Nú fór Jón heim á hendina á
spaðakóng og spilaði þrettánda
spaðanum. Frá blindum lét hann
hjarta en hvað átti austur að láta?
Hann átti 4 spil á hendi, hjarta-
drottningu og 1092 í laufi. Til-
neyddur lét hann lauf og þá spil-
aði Jón laufgosanum og nú var
sama hvað vörnin gerði. I reynd
lagði vestur drottninguna á og
laufáttan varð tólfti slagurinn.
Maigret og þrjózka stúlkan
Framhaldssaga aftir Georges
Simenon
Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi
49
Hún er sannfærð um að efn-
hver hreyfir sfg niðrf.
— Hver er niðrí, Svarið
mér...
— Morðingann...
— Hvað segið þér?
Hún hefur stokkið út úr rúm-
inu.
—Hvað vakir nú fyrir yður...
er ætlun yðar að gera mig brjál-
aða... og ég hef engan til að
verja mig...
Hann hefur setzt á rúmstokk-
inn og horfir á hana f mestu
makindum og virðist ekkert
kippa áer upp við æsing henn-
ar. Svo hristi hann höfuðíð og
andvarpar:
Ég var að segja að morðing-
inn væri nfðri... mér datt f hug
að hann mundin koma aftur.
Hann hlaut að átta sig á hvern-
ig f pottinn var búíð. Svo að
maður tali nú ekki um að auð-
vitað hefur ekki hvarflað annað
að honum en ég stjórnaði að-
gerðunum f Parfs. Honum hef-
ur ekki dottið í hug að ég yrði
hér um kyrrt...
— Og svo hefur hann komið.
Svo grfpur hún hönd fyrir
munninn. Þvf að hún skilur
þetta ekki. Hún gfpur þéttangs-
fast um handlegg Maigrets og
hrópar.
En hver... hver er það...
hvernig er mögulegt að..
Hún er svo spennt að vita
hver það er að hún þýtur á
skræpandi bláa sloppnum
sfnum f áttina að skörinni. En
nemur svo skyndilega staðar.
— Hver er það?
— Hatið þér mig enn
— Já,-.. nei... ég veit það
ekki...
— Hvers vegna skrökvuðuð
þér að mér?
— Af því;
— Hlustið nú á mi^, Felicie...
— Ég vil ekki hlusta á yður...
Eg opna gluggann og hrópa á
hjálp...
— Hvers vegna hafið þér
ekkl sagt mér að mánudags-
morguninn þegar þér komuð
heim úr búðinni sáuð þér að
Jacques Petillon var eínmitt að
ganga úr garðinum...? Þvf að
ég veit að þér sáuð hann...
hann gekk bak við gerðið...
það var honum til heiðurs að
Lapie gamli sótti glös og
flösku... hann hefur Ifklega
haldið að frændinn kæmi til að
semja frið við hann... biðja
hann fyrirgefningar... hvernig
skyldi ég vita það?
Hún hlustar, hreyfingarlaus
og mótmælir ekki.
— Og þess vegna hélduð þér
að það hefði verið Jacques sem
myrti frænda sinn. Þér funduð
byssuna f herberginu og f þrjá
daga földuð þér byssuna á yður
unz yður tókst loks að stinga
henni f vasa einhvers ókunnugs
manns f sporvagninum... Þér
lituð á yður sem sannkallaða
hetju... yður lék á þvf hugur
að frelsa manninn sem þér
elskuðuð — hvað sem það kost-
aði. Þó svo að sá hinn sami
maður hefði ekki hugmynd um
ástinarog aðdáunina. Og vegna
lygasagnanna yðar munaði
engu að hann yrði handtekinn
fyrir glæp sem hann hafði ekki
framið.
— Af hverju segið þér það?
— Af þvf að morðinginn er
niðri...
— Hver er hann?
— Þér þekkið hann ekki...
— Enn einu sinni eruð þér að
reyna að leiða mig á villigötur.
En ég svara ekki fleiru, skiljið
þér það ... segi ekkert. Nú
farið þér yðar leið, svo að ég
geti klætt mig... Nei... verfð
kyrr, hvers vegna hefði
Jacques átt að koma einmitt
þennan mánudagsmorgun...?
— Vegna þess að músfkant-
inn hafði skipað honum það.
— Hvaða músfkant...
— Félagi hans... t Parfs skal
ég segja yður kynnist maður
fólki af ýmiss konar sauða-
húsi... sérstaklega þegar
maður spilar á saxófón á
ómerkilegum næturklúbbi...
nú ættuð þér að drekka kaffið
yðar áður en það verður kalt.
— Hann hefur opnað
gluggann og Iftur út.
— Þarna er vinstúlka yðar,
hún I.eontine, á leiðinni að
kaupa brauð... hún Iftur
hingað... nú held ég þér hafið
eitthvað að segja henni...?
— Ég segi henni ekki bofs.
— Eigum við að veðja
— Ég vil ekki veðja við
yður...