Morgunblaðið - 12.01.1977, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 12.01.1977, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1977 Jóhann Hjálmarsson: Skáld þagnar og óvissu Bo Charpelan FINNAR, einkum þeir sem ortu á sænsku, voru forystu- menn nútimaljóðs á Norður- löndum. Finnsk-sænsk voru þau Edith Södergran, Elmer Diktonius og Gunnar Björling. Ljóð þessara skálda höfðu áhrif á sænsk skáld eins og til dæmis Harry Martinson og Artur Lundkvist, en snemma var einnig tekið mið af banda- rlskum skáldum I Svlþjóð: Walt Whitman, Carl Sandburg, Edgar Lee Masters. Rabbe Enckell og Solveig von Schoultz eru finnsk-sænsk skáld sem héldu merki braut- ryðjendanna á lofti, en Enckell er nú látinn. Skáld eins og Bo Carpelan, Kars Huldén og Claes Andersson hafa verið trú þeirri stefnu sem mörkuð var snemma. Andersson sem fékk bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs fyrir nokkrum árum hefur hneigst æ meir til félags- legs skáldskapar, en módern- isminn I finnskum bók- menntum hefur aftur á móti haft mikið gildi fyrir hann. Bo Carpelan (f. 1926) sem kvaddi sér hljóðs með ljóðabókinni Som en dunkel varme (1946) er skáld annarrar gerðar. Hann er innhverfur i skáldskap sinum, fæst einkum við fagurfræðileg og heimspekileg vandamál. Ljóðrænar stemningar eru áberandi í fyrstu bókinni, skáldið virðist I nokkrum vafa um hvert stefna skuli. En leið Carpelans hefur með árunum legið tíl ljóðrænnar hnit- miðunar og frá hinu myrka til hins bjarta. Hann hefur til- einkað sér einfaldleik i tjáningu og einnig opnari ljóð- stíl en áður án þess að slaka á ströngum listrænum kröfum. það sem áður var I anda vé- fréttar, flókinn einkaheimur án sýnilegrar ráðningar, er nú I meiri tengslum við umhverfi skáldsins, hversdagslegt lif fólks. Að þessu leyti er Carp- elan ekki einn, heldur er þessi þróun i skáldskap hans dæmi- gerð fyrir norræn nútimaskáld. Skáldið kemur til manna, ef svo má segja, úr útlegtð. Til er ljóð eftir Bo Carpelan sem nefnist Mállaust gras: Hjartanu ber ekki saman við takmörk sln, ljöðinu ekki við veruleikann, veruleikanum ekki við draum Ciuðs. Hvers konar samræður breyta þér in þess að þú sjálfur breytist? Leitaðu ekki I mállausu grasinu, leitaðu mállausagrassins. Frá heimspekilegu andrúms- lofti þessa ljóðs, spurningum um tilveru mannsins (haldinn vissu um að ekkert svar berist) stefnir Bo Carpelan til bein- skeyttara ljóðmáls þar sem vit- undin um dauðann og minning um látna ástvini er helstayrkis- efnið. „Hver hefur sagt/ að þögin vitni/ um hið ósagða", segir hann I stuttu Ijóði, en Ijóð hans eru oft ekki nema fáeinar linur. Sum þeirra eru torráðin: mannleg vidd: drukknunarinnar. Önnur eru ljós: Trfð, útbreidd birta. I Kállan (1973) eins og i verð- launabók Norðurlandaráðs I de mörka rummen, i de ljusa (1976) er alvara skáldsins meiri en áður. I þessum Ijóðum er hugsunin um fallvaltleik áberandi, en ekki væri rétt að telja þau örvæntingarsöngva, heldur leitast skáldið við að horfast í augu við það sem allra biður. „Augu hinna dánu eru svo opin“. Hver verður ekki að 5 sætta sig við að njóta andartak ástar og gleymast siðan eins og liðið vor?Upphafsljóð bókar- innar nefnist Fjörutiu og sex ára og er sjálfsmynd: Fjörulfu og sex ára. meira en hálfnaður, verða kunnuglegar raddir ef til vill ókunnar Ifkt og fs f júnf, það sem við höfum revnt. og sárin gengur ver að græða. Miskunnarlaust er Ijósið sem varpar skuggum á það sem bCr f skugga. og það sem vex vex á höfði niður f moldina. Aðeins raddir barnanna. garg farfuglanna. Börnin og farfuglarnir eru tákn þess sem varir, heldur áfram þrátt fyrir allt, en allt lif er engu að síður háð vissu lög- máli. 1 Kállan knýr óvissan skáldið til að glima við vanda lífsins og leita huggunar. Sú huggun er oftast fólgin i ljóð- inu sjálfu, hljómi þess og máli. En viðleitnin er sterk að finna heimspekilegan grunvöll til að byggja á. Það er siður en svo að Carpelan sé frumlegur i þess- um ljóðum, mörg skáld fást einmitt við hið sama og hann, hér er á ferðinni klassiskt minni skáldskapar. Bo Carpelan er nú fimmtugur að aldri og hefur verið afkasta- mikið Ijóðskáld. Hann hefur auk þess samið barnabækur um drenginn Anders og skáld- sögur. Doktorsritgerj) hans fjallaði um skáldskap Gunnars Björlings. Hann er bókavörður i borgarbókasafni Helsingfors, deildarstjóri erlendra bóka. Bókmenntagagnrýnandi hefur hann einnig verið. Viðurkenning Norðurlanda- ráðs kemur ekki á óvart. Bók eftir Carpelan (Kállan) hefur áður komið til álita. Hann er fulltrúi skáldskapar sem ekki er umdeildur lengur. TILGANGUR ritgerðasam- keppninnar er að vekja nemcndur til umhugsunar um fræðslu, sem þeir hafa fengið um umferðina. Menntamálaráðuneytið hefur í samvinnu við CJmferðarráð efnt til rit- gerðasamkeppni meðal 11 ára skólanemenda sem standa mun til 26. febrúar n.k. Nemendur geta valið um eftir- farandi ritefni: 1. Hverig get ég orðið góður vegfarandi? 2. Minnisstætt atvik úr umferðinni. 3. 1 ófærð. Áður en nemendur velja um ritefni er gert ráð fyrir að um- ræður fari fram um viðfangs- efnið. Kennarar og skólastjóri velji siðan 2—6 bestu rit- gerðirnar í hverjum skóla og sendi þær til umsjónarmanns keppninnar, Guðmundar Þor- steinssonar, skrifstofu Um- ferðarráðs. Tilgangur með ritgerðasam- keppni sem þessari er m.a. að vekja nemendur til um- hugsunar um þá fræðslu sem þeir hafa fengið, einnig að tengja umferðarfræðsluna við aðrar námsgreinar. Góð verðlaun eru í boði: 1. Reiðhjól. S.C.O. 26“ (danskt). Gefandi: Reiðhjóla- verslunin örninn, Reykjavik. 2. Borvél — Bosch eða rafmagnshárbursti S.H.G. eftir vali. Gefandi: Gunnar Ásgeirs- son h/f. Reykjavík. 3. —5. Nýja fjölfræðibókin, Utgef. Setberg. Gefandi: Set- berg. Reykjavik. Þá er gert ráð fyrir að þrjár bestu ritgerðirnar verði lesnar í barnatima útvarpsins. Dómnefnd skipa: Haukur Is- feld kennari, tilnefndur af Um- ferðarráði. Herdis Egilsdóttir kennari, frá S.l.B. og Indriði Gíslason, námstjóri i islensku frá menntamálaráðuneytinu. Á s.l. skólaári var efnt til teiknimyndasamkeppni meðal 9 ára skólabarna og var þátt- taka mjög góð. Ritgerðasamkeppni um um- ferðarmál meðal 11 ára barna Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna: Kjör stjórn- ar og fulltrúa AÐALFUNDUR Full- trúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna i Reykjavík verður haldinn i kvöld, miðviku- dag, 12. janúar á Hótel Sögu, Súlnasal, og hefst kl. 20:30. Á dagskrá verður m.a. kjör stjórnar og kjör fulltrúa í flokks- ráð sjálfstæðisflokksins. Matthias Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, flytur ræðu um fiskveiðilögsög- una og samstarf þjóða um fisk- vernd. Fulltrúaráðsmeðlimir eru minntir á að sýna skírteini Full- trúaráðsins við innganginn. Matthias Bjarnason. sjávarút- vegsráðherra. U mhverfismálastyrkir ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) mun á árinu 1977 veita nokkra styrki til fræðirannsókna á vandamálum er snerta opinbcra stefnumótun á sviði umhverfis- mála. Styrkirnir eru veittir á veg- um nefndar bandalagsins sem fjallar um vandamál nútimaþjóð- félags. Að þessu sinni verða styrkverk- efnin sem hér segir: a) Opinber stefna og neysluvenj- ur b) Opinber stefna gagnvart end- urnýtingu úrgagnsefna. c) Opinber stefna gagnvart við- eigandi tækniþróun i þróuðum rikjum. d) Orkusparnaður og verndun umhverfisins. e) Hlutverk náttúruverndaraðila i stefnumótandi stofnunum. Styrkirnir eru ætlaðir til rann- sóknarstarfa i 6—12 mánuði og er eftir atvikum að því stefnt að styrkþegar leggi fram tillögur til úrbóta á framangreindum svið- um. — Fjárhæð hvers styrks mun nema allt að 220.000 belgfskum frönkum eða u.þ.b. 1.150 þús. isl. kr. Gert er ráð fyrir, að umsækj- endur hafi lokið háskólaprófi. Umsóknum skal skilað til utan- ríkisráðuneytisins fyrir 31. mars n.k. — og lætur ráðuneytið i té nánari upplýsingar um styrkina. (Fréttatilkynning frá Utanrík- isráðuneytinu). INNLENT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.