Morgunblaðið - 12.01.1977, Side 7

Morgunblaðið - 12.01.1977, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1977 7 Fjölklíku- sambandið Það vakti verðuga athygli á siðasta ári. er Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubandalagsins, rit- aði grein I blað sitt. heim- kominn frá Róm. þar sem þvi vóru gerðir skórnir að Alþýðubandalagið væri ekki fráhverft stjórnar- samstarfi til hægri hér á landi. Á þvi var vakin athygli, að flokkurinn hefði áður staðið að sliku stjómarsamstarfi (þá að vísu sem Sósialista- flokkur), upp úr siðari heimsstyrjöldinni, og það sem einu sinni hefði gerzt, gæti gerzt aftur. ekki sizt þar sem svo- kallað kalt strið væri nú að safnast til upphafs- manna þess. Á það var minnt i hógværum orðum, að Alþýðubandalagið hafi setið i tveimur vinstri stjórnum. án þess. að mikil breyting yrði á af- stöðu fslands i öryggis- málum, sem væri sá mála- flokkur, er margir héldu mesta ágreiningsefni hægri og vinstri stjóm- málamanna hér á landi. Þetta kom mjög heim og saman við sjónarmið, sem nú ráða ferð I stefnu- mörkun kommúnista- flokka I Vestur-Evrópu. sem virðast hafa gjör- breytt afstöðu sinni til Atlantshafsbandalagsins. i tilraunum sinum til að skapa sér sjálfstæði gagn- vart móðurflokknum i Sovétrikjunum og jafn- framt á heimavettvangi. Þessi grein virtist skrifuð til að viðra þessi sjónar- mið hér og kanna við- brögð og undirtektir. En Adam var ekki lengi i Paradis. f kjölfar þess- arar greinar komu margar aðrar, þar sem dregið var i land með þessar hug- myndir, enda áttu þær ekki hljómgrunn hjá öllum brotabrotunum i þvi fjöl- klikusambandi, sem Alþýðubandalagið er. En söm var gerð flokksfor- mannsins sem sýnir Ijós- lega. að einnig i Alþýðu- bandalaginu bólar á nýjum viðhorfum til vest- ræns varnarsamstarfs. Sakamálin og dómkerfið Undanfarið hefur borið nokkuð á ágreiningi I réttargæzlukerfi okkar, ef marka má fréttir fjölmiðla af rannsóknum ýmissa meintra brotamála Ef til vill er það ekki saga til næsta bæjar, þó að skipt- ar skoðanir séu á þeim vettvangi sem öðrum í okkar þjóðlifi. Hins vegar eykur það ekki á almannatraust á dóms- kerfinu, ef í Ijós kemur, að verulegur ágreiningur er um meðferð mála. Hér þurfa réttir aðilar að gera hreint fyrir sinum dyrum, þvi miklu máli skiptir, að þeir aðilar, sem fara með slikan málaflokk Í þjóð- félaginu, njóti óskoraðs trausts og virðingar almennings i landinu. Fiskverðs- hækkunin Allir fulltrúar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins, en þeir eru kjömir af sam- tökum útvegsmanna, sjó- manna og fiskverkenda, hafa látið frá sér fara leið- réttingu á fréttaviðtali i Þjóðviljanum, þar sem látið er að þvi liggja að umsamin 9% meðal- hækkun á fiskverði sé blekking. í samhljóða yfir- lýsingu Verðlagsráðs segir: „ 1. Meðalf iskverðs- hækkun við síðustu verð- ákvörðun er áætluð 9.7%, hvort sem miðað er við aflasamsetninguna 1975 eða 1976, og er þá ekki tekið tillit til sérstakrar hækkunar á verði 2. fl. stórufsa, sem var veru- lega umfram þetta mark. Verð helztu fisktegunda breytist sem hér segir: 1) Þorskur 9%, ýsa 24%, ufsi 5% (að auki sérstök hækkun á 2. fl. stórufsa), 4) karfi 5% og 59 steinbitur 9%. Aðrar tegundir hækka yfirleitt um 9.7%, nema langa 35% og keila 45% en 61% ef veitt er á linu. Að öðru leyti en fram kemur um ufsaverð var ekki um að ræða breyt- ingar á verðhlutföllum eftir stærðar- eða gæðaflokkum. Þannig hækkar allur þorskur um 9% I verCi, sem eins og að framan greinir er minna en áætluð meðalhækkun fiskverðs. 2. Við verðlags- ákvörðun á loðnu til bræðslu á vetrarvertið 1976 var miðað við verð- lag afurða, sem það var um 4.55 dollarar fyrir hverja eggjahvitueiningu mjöls og um 325 dollarar fyrir hvert tonn af lýsi. Við verðlagningu nú var mið- að við 6.91 dollara fyrir hverja eggjahvitueiningu mjöls og 420 dollara lýsis- verð. Meðalverð á kom- andi vertíð má áætla um 6 krónur hvert kg og að auki verða greiddir 18 aurar Í flutningasjóð fyrir hvert kg. Ennfremur má benda á, að á siðustu ver- tið vóru greiddir um 36 aurar fyrir hvert hráefnis- kíló úr Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins en nú er gert ráð fyrir að um 80 aurar verði greiddir í sjóð- inn á þessari vertið." — Undir þessa yfirlýsingu rita Jón Sigurðsson, Ing- ólfur Ingólfsson, Tryggvi Helgason, Jón R. Magnússon, Helgi Þórarinsson, Kristján Ragnarsson, Páll Guð- mundsson, Ingimar Einarsson, Gunnar Ólafs- on og Guðmundur Kr. Jónsson. Skálholtsmenn vænta laga- setningar um Skálholtsskóla 5. starfsár lýðhá^knlíms s^m ávallt er fullsetinn Söngkór Skálholtsskólanema ð æfingu. FIMMTA starfsár LýSháskólans I Skðlholti stendur nú yfir og hefur aðsókn að skólanum ávallt verið meiri, en unnt hefur verið að anna. f fréttabréfi frá skólanum getur séra Heimir Steinsson skóla- stjóri þess að flestir nemendur skólans hafi sótt hann til þess að taka að nýju upp námsþráð, sem áður var rofinn, ellegar auka nokkru við fyrra nám, til þess að halda siðan ðfram frekara námi i öðrum skólum. Aðrar mennta- stofnanir hafa brugðist vel við um- sóknum nemenda Lýðháskólans og virt námsferilsvottorð og um- mæla frá skólanum. „Erlendis eru lýðháskólar reknir með beinum styrkjum úr rikissjóði," segir séra Heimir, „og nemur sú aðstoð :llt að 85 hundraðshlutum allra út- gjalda skólanna. Ef menn nú verða annars vegar ð eitt sáttir um það að slikir skólar geri stórum hóp ungmenna þar i löndum raunveru- legt gagn. og þð jafnframt um hitt. að Skálholtsskóli hafi ð fslandi unnið verk, sem svipartil stafsemi þeirra, verður ekki betur séð en það hljóti að teljast eðlilegt. að hann njóti sömu aðstoðar og þeir. Þetta verður ekki framkvæmt nema með lagasetningu. Þvi biða velunnarar Skálholtsskóla þess nú, að frumvarp til laga um lýðhá- skóla i Skálholti verði lagt fyrir Alþingi og afgreitt hið fyrsta. Þvt er alls ekki að leyna að ð þessu veltur fjárhagsgrundvöllur skólans og raunar framtið öll." Þð getur skólastjóri þess að sumarstarf innan veggja skólans hafi aukizt mjög með námskeiða- haldi, fundum og ýmsum gesta- komum og t.d. mun hin kunna norræna stofnun Nordens folkliga Akademi standa fyrir viku nám- skeiði um fullorðinsfræðslu i Skál- holtsskóla n.k. sumar. f fréttatilkynningu frá Skál- holtsskólafélaginu segir: Þann 19 des sl var haldinn aðalíundur. Skálholtsskólafélogins. en fundurinn hafði dregist af ástæð- um, sem skýrðar voru á fundínum Auk verrjulegra aðalfundárstarfa voru samþykktar nokkrar breytingar á lögum félagsins, er hnigu i þá átt að gera félaginu mögulegt að styrkja kennara Skálholtsskóla til náms við lýðháskóla á Norðurlöndum. Enn- fremur var gerð breyting ð þeirri lagagrein, er lýtur að stjórn félagsins sem á að auðvelda virka aðild lands- fjórðunganna að stjórninni Samþykkt var að verja allt að kr 100 þús til að laga i kringum skólahúsin gegn a.m k jafnháu framlagi annars staðar frá. Rætt var um nauðsyn þess að sett yrði hið fyrsta löggjöf um lýðháskóla hérlendis, svipað þeirri er gildir um slika skóla annars staðar á Norður- löndum Fundarmenn voru sammála um að án slíkrar löggjafar sé með öllu vonlaust að halda úti frjálsum skólum eins og lýðháskólarnir eru, þótt vitað sé að þessir skólar njóta mikillar viðurkenningar og stuðn- ings stjórnvalda þar sem þeir eru. Hermann Þorsteinsson kirkju- þingsmaður vakti máls að æskilegt væri að Skálholtsskóli ajfti frum- kvæði að námsskeiðahaldi fyrir leik menn, er starfa vildu á vegum kirkj- unriar í þágu safnaða Ákveðið var að stefna að því að halda næsta aðalfund félagsins i sambandi við slit lýðháskólans nú i vor, en þá hefur hann starfað i 5 ár. I fundarlok var samþykkt tillaga þess efnis að fundurinn þakkaði þeim sira Heimi Steinssyni og frú Dóru Þórhallsdóttur það frábæra braut- ryðjenda starf er þau hafa unnið við Skálholtsskóla, vottaði þeim fyllsta traust sitt og árnaði allra heilla. Það upplýstist á fundinum að tillaga svipaðs efnis hafði verið samþykkt á fundi, er prestar Árnesprófasts- dæmis höfðu átt með sér fyrr í haust. Fundarstjóri var slra Óskar J. Þorláksson. fyrrv dómprófastur Stjórn Skálholtsskólafélagsins skipa nú: sira Lárus Guðmundsson. Holti I Önundarfirði sira Pétur Sigurgeirs- son, vigslubiskup Akureyri, Steinar Þórðarson, Egilsstöðum, áður nemandi í Skálholtsskóla nú menntaskólanemi oa sira Guðmund- ur Óh Ólaísson í Skálhoiti Þessir fjórir eru fulltrúar hve- fyrir sinn fiórðung Aðrir I stjjórn félagsms eru þáu Guðrún Halldórsdóttir, skóla- Framhald á bls. 19 Enginn kemst hjá æfingu ef hann vill tala erlend tungumál. Æfinguna faerðu hjá okkur. Hin vinsælu kvöldnámskeið fyrir fullorðna hefj- ast á morgun. Síðasti innritunardagur. Sími 10004 og 11109. Málaskólinn Mímir, Brautarholti 4 Kuldaskór Loðfóðruðu kuldaskórnir komnir aftur. Stærðir no. 35—46. Póstsendum. GEÍSÍP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.