Morgunblaðið - 12.01.1977, Page 10

Morgunblaðið - 12.01.1977, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1977 S jö milljón konur misstu fyrst vinn- una við samdrátt er á aðstöðu karla og kvenna er það samt svo, að almennt má segja að konur geti valið milli 25 starfa, en karlmenn milli 300 starfa. En það er ekki aðeins skortur á tækifærum, sem veldur mörg- um konum erfiðleikum. Þar kemur einnig menntunarskort- urinn til. Niðurstöður rann- sókna, sem nýlega voru gerðar I Frakklandi leiddu i ljós, að tæplega helmingur þeirra kvenna sem voru atvinnulausar höfðu hætt skólanámi sextán ára gamlar eða jafnvel ennþá yngri. Það er eftirtakanlegt, að ýmis störf sem áður voru sérgreinar karlmanna, en einhverra hluta vegna gefa nú ekki eins góða tekjumöguleika og áður, eru nú skyndilega talin vera við hæfi kvenna. Þetta á til dæmis við um fatasaum. Störf þar sem vænta má glæstrar framtfðar eru hinsvegar ennþá yfirleitt öll á sérsviði karlmanna. Þegar tölvutæknin kom fyrst til störf- uðu margar konur við forskrift- ir, en þegar þessi störf urðu betur launuð og þar sköpuðust betri möguleikar á að hækka í starfi, þá fór strax að bera á því að þessi störf þættu ekki eins við hæfi kvenna. I mörgum til- vikum er það svo nú, að konum er beinlínis ráðið frá þvi að fara að starfa á þessum vett- vangi. I þessari bók, sem að ofan er getið, eru fjórtán greinar eftir höfunda úr ýmsum hlutum heims, og allir halda þeir því fram að á öllum stigum samfé- lagsins sé stöðugt verið að taka ákvarðanir er varði konur, án þess að þær séu hið minnsta spurðar álits. Því er mælt með þvl að konur eigi sina fulltrúa í öllum nefndum og ráðum sem annast samning og ákvarðana- töku, ekki aðeins á vinnumark- aðinum og I einstökum fyrir- tækjum heldur einnig i skólum og menntastofnunum. TALIÐ ER að samdráttur und- anfarin ár i iðnvæddu löndun- um hafi valdið því að um sjö milljónir kvenna hafi misst at- vinnuna, að því er segir í skýrslu sem tölfræðideild Al- þjóða vinnumálastofnunarinn- ar birti fyrir fáeinum vikum. Þessi skýrsla er byggð á upplýs- ingum, sem fengnar voru frá 18 löndum í Vestur Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Jap- an, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Konur eru um 40% þeirra sem atvinnulausir eru í þessum löndum, en eru þó ekki nema 35% vinnuaflsins. Með örfáum undantekningum sýna tölurnar fram á það, að konunum er yfir- leitt sagt upp á undan karl- mönnunum. I Svíþjóð var það til dæmis þannig i júní, að helmingur allra þeírra, sem voru á atvinnuleysisskrá, voru konur. I Belgíu voru helmingi fleiri konur atvinnulausar en karlar. I Frakklandi fjölgaði at- vinnulausum körlum frá því í mai 1975 og þar til í mai 1976 um rúmlega 26 þúsund, en á sama tima fjölgaði atvinnulaus- um konum um 88 þúsund. I Japan er talið að fjölmargar konur hafi „dregið sig í hlé“, eins og það er orðað. Með öðr- um orðum, hætt að vinna og láta ekki einu sinni skrá sig atvinnulausar. Þegar atvinnuástandið fer svo batnandi á nýjan leik, þá hefur það sýnt sig að körlum er það auðveldara en konum að komast f vinnu eftir að hafa gengið atvinnulaus. Það er ekki bara að konurnar séu með þeim fyrstu, sem sagt er upp, heldur eru þær lfka með þeim siðustu sem eru endurráðnar. Frá þvi í júlí 1975 til jafn- lengdar 1976 var það þannig í Vestur-Þýzkalandi, að hlutfall kvenna á meðal hinna atvinnu- lausu hækkaði úr 44 prósent í 50 prósent á þessu tímabili. At- vinnulausum konum fjölgaði á þessu timabili um 107 þúsund, en á sama tíma fækkaði at- vinnulausum körlum um 17 þúsund. Svipuð hefur þróunin verið í Bandarikjunum. Frá þvi í ágúst 1975 og þar til í ágúst 1976 fækkaði atvinnulausum körlum um 425 þúsund en atvinnulaus- um konum fjölgaði hins vegar um 80 þúsund. Hvað Bretland snertir þá var það þannig á tímabilinu frá því í júlí 1974 til júlí 1975 að at- vinnulausum körlum fjölgaði um 64 prósent. Hjá kvenfólki í Bretlandi varó aukningin á þessu sama tfmabili hinsvegar 127 prósent. Næsta ár þar á eftir varð heldur minni aukn- ing en munurinn hélst, — 37 prósent hjá körlum, 94 prósent hjá konum. Skortur á menntun og tækifærum Það sem gerir það að verkum, að velflestar konur lenda 'í keimlikum störfum byggist á þróun, sem hefst snemma á skólaskeiðinu, að þvi er segir i nýrri bók frá ILO, „Women Workers and Society". Skóla- kerfið mótar það strax f upp- hafi talsvert I hvaða störf kon- ur fara. í Svíþjóð þar sem verulegt átak hefur verið gert til að breyta þessu og jafna þann mun sem þarna hefur verið og „Marco Polo” vorra daga stadd- ur í Reykjavík ANDRÉ Brugiroux, land- könnuðurinn franski, sem nefndur hefur verið „Marco Polo" vorra daga, er nú staddur í Reykjavik til að sýna kvikmynd um ferðir sín- ar og skýra frá reynslu sinni á ferðalagi uppgötvana og æv- intýra um 135 lönd eða sam- tals 400.000 km, er tók hann átján ár. André Brugiroux er höfundur frönsku metsölubókarinnar „La terre n'est qu’un seul pays" eða Jörðin er aðeins eitt land Hann var sautján ára þegar hann yfirgaf Paris með tvö dali í vasanum í þeim tilgangi að breyta draumi slnum I veru- leika, sem var að ferðast kring- um hnöttinn, ekki sem ferða- maður I þess orðs merkingu heldur til að fræðast um mann- kynið, eðli þess og háttu. Að loknum niu árum I ýmsum Evrópulöndum, þar sem hann lærði fimm tungumál og eftir þriggja ára dvöl I Kanada til að safna fyrir ferðakostnaðinum, hóf hann ferðalagið með það i huga að uppgötva heiminn upp á eigin spýtur Hann ferðaðist sem „putta- lingur" á ölfum hugsanlegum farartækjum og lifði spart i sex ár. Á öllum þeim tima gisti hann aðeins eina nótt á hóteli og var það í Moskvu. Brygiroux ferðaðist um þvera og endi- langa Ameriku, eyjarnar I Kyrrahafinu, Suð-austur Asiu, Siberiu, Austurlönd nær, Ind- land, íran og Afriku. í kvikmynd þeirri, sem hann ætlar að sýna íslendingum, ferðast áhorfendur með honum til Alaska þar sem kuldinn er 45 gráður fyrir neðan frost- mark, eyðimerkur Ástraliu, þar sem er 60 stiga hiti. í myndinni er einnig að sjá hausaveiðara i Borneo, Búddamunka ( Ban- * Kirkja Oháða safnaðarins: Fékk fullkomin hljóðupptökutæki UM hátfðarnar voru tekin f notk- un hljóðupptökutæki f kirkju Óháða safnaðarins. Tækin eru að sögn hin vönduð- ustu og eru gjöf frá Kvenfélagi safnaðarins. Við aftansöng á gamlárskvöld voru hljóðupptöku- tækin formlega afhent og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Það er frú Álfheiður Guðmundsdóttir, formaður kvenfélagsins, sem afhendir tæk- in formanni safnaðarins Sigurði Magnússyni. Fram kom við þetta tækifæri, að með tilkomu þessara nýju tækja skapast góðir möguleikar fyrir tal- og tónupptökur, en kirkja safnaðarins er vel fallin til hverskonar tónleikahalds sökum góðs hljómburðar, að þvf er segir í fréttatilkyningu. Formaður safnaðarins lét þess getið, að þessi gjöf væri aðeins lítill hluti þess sem kvenfélags- konurnar hefðu lagt af mörkum til kirkjunnar. Þær væru jafnan burðarásinn í safnaðarstarfinu þegar kæmi til meirihattar fram- kvæmda. Að því er bezt er vitað munu þessi tæki hin fyrstu sinnar teg- undar í fslenzkri kirkju. Órn og Órlygur: íslenzk verkalýðs- hreyfing 1920—1930 ,(JT Er komið ritið Islenzk verka- lýshreyfing 1920—1930 eftir Svan Kristinsson lektor. Ritið er annað verkið í ritröðinni Islenzk þjóð- félagsfræði sem Félagsvisinda- deild Háskóla Islands og Bókaút- gáfan Örn og örlygur standa að. Ritið Islenzk verkalýsðhreyfing skiptist í tvo meginhluta. I fyrri hlutanum er fjallað um efnahags- grundvöll og verkalýshreyfingu, m.a. atvinnuhætti og stéttir og atvinnuástand við sjávarsíðuna. I siðari hlutanum er fjallað um bar- áttu verkalýðshreyfingarinnar m.a. hugmyndafræði, viðurkenn- ingu á samningsrétti, kauptaxta, rétti til vinnu, félagatal og verk- föll. Ritið er 59 blaðsíður. Innan skamms mun koma út þriðja verkið í ritröðinni Islenzk þjóðfélagsfræði. Ber það heitið Tvær ritgerðir og er eftir Harald Ólafsson lektor. Ritgerðirnar fjalla um sálnahugmyndir, trú og galdur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.