Morgunblaðið - 12.01.1977, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 12.01.1977, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1977 Samsöngur SIGRÍÐUR Ella Magnúsdóttir og Simon Vaughan héldu tón- leika s.l. laugardag. Efnisskráin var mjög fjölbreytt en heldur sundurlaus og lítið spennandi i lokin. Tónleikarnir hófust á dú- ett úr óperunni Cosi fan tutti, eftir Mozart, fallegum söng, sem hefst á orðunum „Þetta hjarta þér ég gef" og var hann innilega sunginn Næstu þrjú lögin, eftir Schumann, voru sungin af Simon Vaughan og satt best að segja, olli flutning- Sigrfður E. Magnúsdóttir Simon Vaughan ur hans á þeim undirrituðum stórum vonbrigðum. Tónsvið raddar hans er litið og söng- mátinn mjög þvingaður (óeðli- lega þaninn brjóstkassi), enda var meðferð hans á Widmung og Die beiden Grenadiere ekki aðeins sviplaus heldur og ótrú- lega slæm Sá hluti söngskrár- innar sem kom mest á óvart voru söngvar Páls ísólfssonar við texta úr Ljóðabókunum. Það má heita furðulegt að þessir söngvar eru nú í fyrsta sinn fluttir í heild. Sérstaklega höfðu þrjú þeirra sterk áhrif á undirritaðan. Ég kom i garð minn, Svört er ég og í hvílu minni um nótt. í heild er lagaflokkurinn skemmtilegur og þarna er fyrsta lagið, Heyr, það er unnusti minn, þessí kall- andi fagnaðarsöngur, í réttu umhverfi Sigriður Ella á skilið sérstakt þakklæti fyrir framtak sitt og frábærlega fallegan söng. Eftir hlé var sunginn dú- ett, Pastorale, eftir Saint- Saéns Það var eins með þenn- an dúett og þann eftir Mozart, sem þau sungu fyrst, að Vaughan gaf ákvaflega litið til að lyfta söngnum upp. Þessu næst söng Vaughan þrjá söngva eftir Ravel, við texta eftir Morand. Söngvar Don Quixote voru i túlkun hans bragðlausir og lausir við það háð, sem býr i textanum, nema helzt í drykkjuvísunni, þar sem söngvarinn sýndi sitt bezta á þessum tónleikum. Sigríður Ella söng næst þrjár italskar þjóðvísur tónsettar af Verdi, Rossini og Donizetti Þessi lög eru mjög falleg og var meðferð söngkonunnar á þeim, ásamt flutningi hennar á lagaflokki Páls ísólfssonar, það sem ein- hvers virði var á þessum tón- leikum. Tónleikunum lauk með tvísöng, fyrst tveimur þjóðlög- um í útsetningu eftir Brahms og tveimur öðrum þýzkum þjóðlögum i útsetningu eftir Bruno Seidler-Winkler. í Brahms vantaði alla samsöngs- gleði og kátinu. Svona dúett- útsetningar eins og á tveimur síðustu lögunum, eru svo þunnar að það er vart tilhlýði- legt að taka þær sér i munn. Lögin eru falleg, ef þau eru sungin í sínu rétta gervi, en þegar er verið er að bæta við þau merkingarlausri viðhengi- rödd, stækkar form þeirra ekki , þvert á móti Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Orgeltónleikar UNGUR ORGELLEIKARI FRÁ Kanada, Jaques Desroches, hélt tónleika í Háteigskirkju s.l. sunnudag fyriraðeins 33 hlust- endur. Tónleikarnir hófust á Canzonu eftir Christian Erbach (1 573— 1 635), samtimamann Hans Leo Hasslers í Augsburg. Næst á efnisskránni var Canzona eftir Caspar Kerll (1627—93), sem starfaði m.a. í Vín. Verkið skiptist í fugato kafla og kafla þar sem eftirlíkingar eru margendur- teknar í sekvensum, sem krefj- ast töluverðrar leiktækni Þriðja verkið á efnisskránni var eftir Johann Pachelbel (1653—1707), einn af meiri háttar orgeltónskáldum fyrir daga Bachs Aria Sebaldina er ekki að öllu leyti rétta nafnið á verki Pachelbels, því það er röð tilbrigða yfir svo nefnda ariu, en ekki aðeins arían, sem var leikin i upphafi og niðurlagi verksins. í þessu verki hefði þurft að registrera meir en gert var til að gefa hverju tilbrigði sérstakan lit, en því miður er orgel Háteigskirkju, sem ann- ars er gott hljómleikahús, of lítið, svo raddfátækt, að varla er hægt að tala um valkosti, þó raddir orgelsins séu fallegar. Orgelið alltof litið fyrir hljóm- leikahald Leikur Desroces á framan- töldum verkum svo og verki eftir Cabanilles var skýr og leik- andi og vel útfærður. Yfir tveimur síðustu verkunum, Kóralforspili yfir „An wasser- flússen Babylon" og kóral- partítunni „O Gott, du frommer Gott" eftir Bach, var ekkí sú reisn sem undirritaður þykist mega eiga von á, sefstaklega í því síðasttalda. Jón Ásgeirsson Fámenn stétt En látum þetta duga um náms- ferilinn, en spyrjum Sigfríð heldur um þessa stétt, dýra- hjúkrunarkonur, sem hún er eini fulltrúinn fyrir hér á landi. — Bretar eru komnir lengst hvað varðar menntun dýra- hjúkrunarkvenna, en enn sem komið er eru þó ekki nema örfáar dýrahjúkrunarkonur í Bretlandi. 1 Danmörku er fyrst i vetur starf- andi skóli með bóklegt nám fyrir dýrahjúkrunarkonur og er það eina landið í Evrópu fyrir utan Bretland, sem hefur tekið upp kennslu í þessari grein, þannig að , , þetta er mjög ung starfsgrein. Ég Sigfrið tekur við fögrum bikar fra skolanum 1 veit ekki til þess að annars staðar Berkshire í Englandi sem viðurkenningu fyrir í heiminum séu sérstakar dýra- r hjukrunarkonur, en 1 Banda- miklar framfarir 1 nami. ríkjunum og Kanada hefur þetta þó verið reynt og fleiri lönd munu 0 INNAN skamms er fyrirhugað að hefja hafa sýnt áhuga á að taka upp starfrækslu dýraspítalans, sem brezki íslands- kennslu 1 Þessari ere,n vinurinn Mark Watson gaf hingað til lands árið 1973. Dýraspítalinn er í Víðidal, skammt frá hesthúsum Fáks. Nokkur styr hefur staðið um rekstur þessarar stofnunar og á sínum tíma voru áhöld um það hvort íslendingar ættu að veita gjöf Watsons viðtöku. Undirbúningur að stofnskrá spítalans sem sjálfseignarstofnunar er í fullum gangi og ekki lengur eftir neinu að bíða. Húsið hefur verið endurbætt svo það samsvarar kröfum íslenzkra aðstæðna, öll tæki fylgdu með gjöfinni og fyrstu starfskraftarnir hafa verið ráðnir. Sifgríð Þórisdóttir heitir stúlka sem ein ís- lendinga hefur lokið námi í dýrahjúkrun og mun hún að mestu annast rekstur stofnunar- innar þegar farið verður af stað. Sigfríð nam dýrahjúkrun í Englandi og kom heim frá námi síðastliðið haust. Morgunblaðið rabbaði við Sigfríð á dögunum og fyrst spuróum við um hvers vegna hún hefði farið til náms í þessari grein. — Eigum við ekki að segja Ó ég hafi farið í dýrahjúkrun af köllun einni saman. segir Sigfríð. — Ég hef alltaf haft mjög gaman af dýrum, bæöi meðan ég var í sveit og ekki síður heima hjá mér í Reykjavík. Ég safnaði að mér öllum þeim dýrum, sem ég gat náð í og ég held að það hafi ekki verið sérlega vinsælt þegar ég var að draga þessi grey, kannski af ólíkum tegundum með mér heim. Ég hafði hreinlega ekki áhuga á að læra annað en dýrahjúkrun er ég uppgötvaði það nám svo valið var auðvelt. Nám sitt í dyrahjúkrun hóf Sigfríð í Surrey í Suður-Englandi og það var fyrir milligöngu Mark Watsons aö hún komst þar að á dýraspítala. Síðan var hún um tíma við einn stærsta dýraspítala í einkaeign í Englandi. Næsti námsstaður var Northampton og námi sínu lauk Sigfríð í búfræðiskóla í Berkshire, þar sem maðal nemenda voru 30 tilvonandi dýrahjúkrunarkonur. Er hún lauk þaðan lokaprófi fékk hún sérstakan bikar fyrir miklar framfarir. Námið var m.a. fólgið í kennslu í eftirtöldum námsgreinum: hjúkrunarfræði, meinatækni, röntgentækni, svæfingum og stjórnun á svæfingatækjum. Varast ber að falla í freistni fyrir litlum hvolpi Eftir að Sigfríð lauk námi hefur hún starfað fyrir öll dýra- verndunarfélögin, það er Hunda- vinafél. Rvikur, Kattavinafél. Rvíkur, Samband Dýra- verndunarfél. Islands og Dýra- verndunarfél. Rvikur, og haft ærinn starfa. Hefur hún farið á staði þar sem kvartað er yfir illri meðferð á dýrum og gefið ráðleggingar um meðferð á þeim. Um þessar mundir segir hún okkur að mikil dúfnaalda gangi yfir meðal ungmenna í Reykjavík, en krakkarnir hafi hins vegar lítinn skilning á þörfum dýranna og fari því oft ógætilega með þau en það stafi aðeins af kunnáttu- leysi sem megi auðveldlega bæta. Erlendis sé dúfnahald hins vegar „Eignin við ekki að segja að ég haíi farið í dýralij ukiun af köllnninni einni saman”

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.