Morgunblaðið - 12.01.1977, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1977
Jólasveinarnir
Brezhnev
og Pinochet
BREZKA blaóió
Economist birti í tölu-
blaöi sinu 25. desember
grein undir fyrirsögninni
Jólasveinninn Brezhnev,
jólasveinninn Pinochet,
þar sem fjallaö er um
skiptin á Vladimir
Bukovsky og
kommúnistaleiðtogans í
Chile, Luis Corvalan.
Segir í greininni aó ólik-
legt sé aö slík skipti verði
endurtekin annars staö-
ar.
í greininni segir m.a.:
„Þegar tvær þjóðir, sem
hafa megnustu and-
Pinochet
styggð á stjórnmálakerfi
hvor annarrar og hafa
álika slæm stjórnmála-
kerfi ákveöa að skiptast á
jólagjöfum, gretta menn
sig ósjálfrátt. Þegar i ljós
kemur aö jólagjafirnar
eru mikilvægustu póli-
tísku fangar landanna
komast menn ekki hjá
því að flauta hljóðlega.
Skiptin á þeim Bukovsky
og Corvalan eru einhver
stórbrotnustu tíðindi á
diplómatasviðinu á síð-
ustu árurp- Chile átti
frumkvæðið að skiptun-
um og beitti fyrir sér
Bukovsky
Bandaríkjamönnum og
Bretum í samningunum.
Hugmyndinni um þetta
var fyrst varpað fram af
Pinochet forseta Chile
1974, en flestir hlógu að
henni þá.
Chilemenn höfðu haft vaðið
fyrir neðan sig og farið vel með
Corvalan, að minnsta kosti
seinni hluta þess þriggja ára
tímabils, sem hann var I fang-
elsi, en Bukovsky hafði aftur á
móti verið í þrælkunarvinnu á
hungurfæói, sem greinilega
sást á andliti hans er hann kom
vestur fyrir. Stjórnendur Chile
eru harðsvíraðir hershöfðingj-
ar en þó er stjórnarfarið þar
ekki miklu verra en í mörgum
öðrum ríkjum S-Ameríku,
Afriku, Asíu eða A-Evrópu.
Hins vegar nýtur Pinochet lít-
illar virðingar eins og dæma má
af ákvörðun ítalska sjónvarps-
ins að sjónvarpa ekki beint frá
Davisbikartenniskeppninni,
sem fram fór skömmu fyrir jól.
Var skýringin á banninu sú að
sjónvarpið vildi ekki gefa
ranga mynd af Chile með því að
sýna fólk, sem klappaði. Verðið
sem Rússar greiddu fyrir
Corvalan var að minna fólk á að
þeir eru ekkert betri hvað
mannréttindi snertir en Chile-
menn.
Það hlýtur að hafa verið
erfitt fyrir Rússa að rétta
Pinochet þetta áróðurstromp og
enn erfiðara að þurfa að viður-
kenna fyrir umheimínum að
Brezhnev
Bukovsky hafi eins og Corvalan
verið hnepptur í fangelsi fyrir
skoðanir sinar, en ekki eins og
hálfbrjálaður vandræðaseggur
eins og þeir sögðu hann vera,
sem aðeins ætti heima á geð-
veikrahælum og i fangelsum.
Þannig hafa Rússar komið vin-
um sínum á Vesturlöndum í
vandræði, vinum, sem höfðu
sagt að aldrei væri hægt að
jafna ógnarstjórninni I Chile
við þá valdhafa sem stjórna
Rússlandi. Bæði franskir og
ítalskir kommúnistar hafa tek-
ið þessu illa og gagnrýnt Sovét-
stjórnina harðlega og talsmað-
ur franskra kommúnista komst
svo að orði að ófyrirgefanlegt
væri að halda mönnum I fang-
elsi I Sovétríkjunum vegna
pólitískra skoðana þeirra.
Kommúnistar i Evrópu höfðu
löngum hvatt valdhafana i
Kreml til að far eins að með
Bukovsky og Solzhenitsyn, að
reka hann úr landi og spyrja
því forviða hvers vegna Kreml-
arbúar hafi kosið að fara þessa
leið.
Svarið er einfalt, Rússar
vildu fá Corvalan, því að hann
er þeim gagnlegur til að sýna
umheiminum að Rússar hugsi
um sina menn. Corvalan var
alltaf trúr vinum sínum í
Corvalan
Moskvu og nú hlýtur hann um-
bun erfiðis sins. Einnig vilja
Rússar sýna kommúnistaleið-
togum I S-Ameríku að þeir eigi
sér vini og bandamenn.
Hvað með fleiri slík skipti?
Það vantar ekki kandidatana úr
hópi þúsunda pólitískra fanga i
Sovétrikjunum. Samtökin
Amnesty International eru að
byrja herferð til að fá einn af
félögum Bukovskys, Semyon
Gluzmann, lausan úr haldi.
Gallinn er hins vegar sá, að það
er skortur á mönnum á borð við
Corvalan, sem hægt væri að
nota í skiptum auk þess sem
Rússar hafa aðeins áhuga á
dyggum stuðningsmönnum sín-
um.
Forráðamenn Amnesty
International hafa áhyggjur af
að einhverjar ríkisstjórnir
kunni að grípa menn og fang-
elsa til að reyna að ná fram
skiptum. Þeir þurfa liklega
ekki að hafa áhyggjur; fáar
hægrisinnaðar ríkisstjórnir
munu hafa áhuga á að ganga
svo langt til þess eins að
klekkja á Rússum hugsjónalega
séð og liklegt er að skiptin á
Bukovsky og Carvalan hafi að-
eins þýtt að tveir menn áttu
ánægjulegri jöl en þeir ella
hefðu átt.
Suma árstíma er flugþjónusta Vængja hf. einu
samgöngumöguleikar fólksins í stórum byggða -
lögum. Við fljúgum reglulega til:
Hellissands, Stykkishólms, Búöardals, Suöureyrsr, Siglufjaröar. Bíldudals, Gjögurs.
Olafsvíkur, Hvammstanga, Reykhóla, Hólmavikur, Blonduóss Flateyrar,
Tökum að okkur
leiguflug. sjúkraflug.vöruflug
hvert á land sem er.
Höfum á að skipa 9 og 19 farþega flugvélum.
öryggi • þægindi • hraði
VÆNGIR h/f
REYKJAVIKURFLUGVELLI — Símar 26066 — 26060
CIA:
Rússar veittu 40%
meira tíl vamarmála
en Bandaríkjamenn
Washington 11. janúar NTB
BANDARlSKA leyniþjónustan
CIA hefur kunngert skýrslu um
niðurstöður rannsókna á fjárveit-
ingum Sovétrfkjanna til varnar-
mála og kemur þar fram, að á sl.
ári veittu Sovétrfkin 40% meira
fjármagni til þeirra mála en
Bandarfkjamenn og af þvf 350%
meira fé til framleiðslu á eld
flaugum, sprengjum og kaf-
bátum, sem hægt er að nota til
árása á skotmörk f Banda-
rfkjunum.
Skv. skýrslunni hefur raun-
verulegt framlag Sovétmanna til
varnarmála aukist að meðaltali
um 3% á ári sl. 10 ár, en engin
raunveruleg aukning hefur orðið
á framlögum Bandaríkjamanna
frá þvi 1968. 1 reikningsgrund-
vellinum er notað fast gengi
dollars og reiknað út hve mikið
kostnaðurinn við varnarmálin I
Sovétríkjunum myndi hafa verið í
Bandaríkjunum.
Þessi aðferð leyniþjónustunnar
hefur verið gagnrýnd bæði f full-
trúadeild Bandarikjaþings og öld-
ungadeildinni og sagt að hún sé
alls ekki raunhæf og gefi ekki
rétta mynd. I niðurstöðunni
viðurkennir CIA að um 15%
frávik geti verið að ræða á hvorn
veg hvað snertir Sovétríkin.
Skólabörnum í S-
Afríku haldið heima
Höfðaborg 11. janúar NTB.
ÞUSUNDUM þeldökkra skóla-
barna f S-Afríku var haldið heima
f dag eftir bensfnsprengjuárásir á
6 barnaskóla f blökkumanna-
hverfi Höfðaborgar. Skólayfir-
völd segja að eldri nemendur við
skólana hafi staðið fyrir
sprengingunum, aðeins tveimur
dögum eftir að lögreglumenn sem
staðið höfðu vakt við skólana frá
þvf á sl. ári voru kallaðir á brott.
Talsmaður menntamálaráðu-
neytisins I S-Afríku lét i dag i ljós
áhyggjur yfir að þessi atvik
boðuðu harðari aðgerðir af hálfu
eldri nemenda, sem eru andvigir
því að snúa aftur í skólann eftir 6
mánaða verkföll nemenda í fram-
haldsskólum. Verkfallið var
skipulagt til að mótmæla
menntunarkerfinu fyrir þeldökka
nemendur og kynþáttastefnu S-
Afríkustjórnar. Skólarnir voru
opnaðir aftur í sl. viku, en
mætingar nemenda hafa verið
lélegar.