Morgunblaðið - 12.01.1977, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1977
15
Bretar treysta EBE til að sýna
íslendingum fram á að sanngjamt
samkomulag sé skynsamlegt
sagði John Tomlinson aðstoðarutanríkisráðherra
London, 11. janúar. AP.
DAVID Owen, aðstoðarutanrfkis-
ráðherra Bretlands, varaði f dag
við þvf f brezka þinginu, að rfkis-
stjórnir Evrðpu ættu eftir að
deifa um fiskveiðar í marga mán-
uði og væri engin teið auðveld til
að leysa ágreining rfkja um fisk-
veiðiréttindi. Ummæli ráðherr-
ans komu f kjölfar ræðu Douglas
Hurds, talsmanns Ihaldsflokksins
á þingi um málefni EBE, þar sem
hann sagði að ekki kæmi til
greina að framlengja þær bráða-
birgðareglur, sem giltu um veiðar
erlendra skipa innan 200 mflna
fiskveiðilögsögu Breta f janúar.
Þessar reglur, sem miðaðar væru
við afla sfðustu ára, fælu enga
fiskvernd f sér og væru algerlega
ófullnægjandi.
Owen savaraði þvi einnig til, að
ekki væri hægt að gefa tryggingu
fyrir því að ekki yrði framlengt.
Owen sagði að Bretar gætu ekki
farið eigin leiðir án þess að taka
tillit til EBE, því að mörg EBE-
riki ættu löglegra hagsmuna að
gæta. James Johnson, þingmaður
Hull, sagði að hver svo sem þróun-
in yrði væri nauðsynlegt fyrir
Breta að gera fiskveiðisamninga
við Norðmenn og Sovétríkin um
úthafsveiðiréttindi, svo og við
Danmörku. Þá sagði hann að út-
hafsveiðar Breta væru í hættu ef
ekki næðist samkomulag við ís-
lendinga.
Owen sagði að brezka stjórnin
væri ekki sammála stefnu EBE,
um að öll EBE-ríki skuli hafa rétt-
indi til að veiða upp að ströndum
aðildarríkjanna. Hann sagði að
engin önnur náttúruauðæfi
bandalagsins svo sem kol og gas
væru nýtt þannig að allir ættu
jafnan rétt. Hann sagði að það
væri stefna brezku stjórnarinnar
að koma í gegn einkalögsögu upp
við strendurnar, þar sem kvóta-
fyrirkomulag og leyfisveitingar
giltu. Hann sagði að Bretar hefðu
gert EBE þetta ljóst, en það væri
fáránlegt að halda að hægt yrði að
finna fullnægjandi lausn á næstu
mánuðum.
Við lok umræðnanna sagði
John Tomlinsson, annar aðstoðar-
utanrikisráðherra, að ógerningur
væri að spá um hvort íslendingar
væru tilbúnir til að gera samning,
sem myndi leyfa brezkum togur-
um að hefja veiðar á Islandsmið-
um á ný, en sagði að ekki hefði
slitnað upp úr viðræðum, þær
hæfust aftur i lok þessa mánaðar.
Tomlinson sagði að það væri
engin spurning hvort EBE myndi
bregðast Bretum í þessu máli, ís-
lendingar hefðu alltaf verið erfið-
ir viðsemjendur, en Bretar
treystu á að framkvæmdaráð EBE
tækist að sýna íslendingum fram
á afleiðingar þess ef þeir kæmust
ekki að sanngjörnu samkomulagi
við bandalagið.
Mannréttindi grundvöllur
stefnu í utanríkismálum
— segir Cyrus Vance
Washington, 11. janúar. AP.
CYRUS Vance lýsti þvf yfir f dag,
að mannréttindi yrðu lögð til
grundvallar f utanrfkisstefnu
Bandarfkjattjórnar er hann tekur
við embætti utanrfkisráðherra
innan skamms.
„Stefna okkar hlýtur að miðast
við grundvallaratriði," sagði
Vance er hann gerði utanríkis-
málanefnd öldungadeildar þings-
ERLENT
ins grein fyrir viðhorfum sínum
til utanríkismála i dag. „Við verð-
um að stefna að því að mannrétt-
indi séu haldin án þess að hlutast
til um málefni annarra þjóða“,
hélt Vance áfram, og sagði, að
helzta markmið hans I utanrikis-
málum væri að tryggja frið.
Þá ræddi Vance um samskipti
stjórnar Bandarikjanna og al-
mennings. Sjálfur kvaðst hann
ætla að halda blaðamannafundi
mánaðarlega, auk þess sem
Jimmy Carter hefði i hyggju að
halda slíka fundi mjög oft.
Pundið styrkist
London, 11. janúar Reuter —
AP.
DENIS Healey fjármálaráðherra
Breta, fagnaði f kvöld ákvörðun
ríkisstjórna vestrænna iðnaðar-
rfkja um að setja upp 3 milljarða
dollara sjóð til að koma f staðinn
fyrir úttekt erlendra ríkja á
sterlingspundaeign sinni úr
bönkum f Bretlandi. Sagði Ilealey
að hér væri um tfmamótaákvörð-
un að ræða. Aður fyrr hefðu
slfkar fjárúttektir haft alvarlega
veikjandi áhrif ágildi pundsins.
Löndin sem hér eiga hluta að
máli eru Bandarikin, sem leggja
fram 1 milljarð dollara, V-
Þýzkaland, Kanada, Belgia,
Japan, Sviþjóð, Sviss og Holland.
Akvörðunin hafði þegar i stað
áhrif á gengi pundsins, sem
hækkaði úr 1.70 dollurum i 1.74.
Fjármálasérfræðingar segja að
tilkoma þessa sjóðs muni draga úr
ríkisstjórnum og einstaklingum i
sambandi við ákvarðanir um að
skipta sterlingspundinu yfir i
aðra mynt af ótta við fallandi
gengi pundsins.
A Torgi hins himneska friðar í Peking 8. janúar þegar minnzt var eins árs dánarafmælis Chou En-lais.
Blómsveigar og myndir af hinum látna forsætisráðherra voru bornar um torgið um leið og krafizt var
endurreisnar Teng Hsiao-pings og „þorpararnir f jórir“ voru ófrægðir.
Jiri Hajak, fyrrum utanrfkis- Ludvik Vaculik rithöfundur
ráðherra Tékkóslóvakfu. Var meðal þeirra, sem hand-
teknir voru f sl. viku, en sfðan
sleppt.
Tékkóslóvakía:
„Mannréttindi 77”
samtök hugrakkra
manna og kvenna
EINS og frá hefur verið skýrt f
fréttum hafa yfirvöld f Tékkó-
slóvakíu handtekið fjölda
frjálslyndra andófsmanna þar f
landi f kjölfar stofnunar
mannréttindasamtakanna
„Charter 77“ „Mannréttindi
77“ sem þegar hafa látið fara
frá sér tvö opin bréf um mann-
réttindamál f Tékkóslóvakfu.
Að samtökunum standa 240
menn og konur, sem mynda
kjarna menntafólks f landinu. 1
þeirra hópi eru margir, sem
hvað ákafast studdu Alexander
Dubcek á árunum 1967—68 á
tfmum „vorsins“ f
Tékkóslóvakfu áður en sovézkir
skriðdrekar réðust inn f landið
og kæfðu það. Þrfr menn, þeir
Jiri Hajek fyrrum utanrfkis-
ráðherra Dubcekstjórnarinnar,
Vaclav Havel leikritaskáld og
heimspekiprófessorinn Jan
Patocka undirrita bréfin sfðast-
ir og eru skilgreindir sem tals-
menn samtakanna en þá þrjá
hefur öryggisfögreglan f
Tékkóslóvaklu handtekið.
Flestir þeirra 240 manna og
kvenna, sem aðild eiga að sam-
tökunum hafa átt mjög erfitt
uppdráttar f Tékkóslóvakfu frá
þvf að Dubcek var steypt af
stóli. Bréfunum báðum var
dreift til fjölmiðla á Vestur-
löndum.
1 upphafi fyrsta bréfsins er
bent á þá staðreynd, að tvær
mannréttindayfirlýsingar Sam-
einuðu þjóðanna, um borgara-
leg og stjórnmálaleg réttindi og
efnahagsleg, þjóðfélagsleg og
menningarleg réttindi, sem
samdar voru 1968, hafi tekið
gildi á sl. ári og verið opinber-
lega birtar i Tékkóslóvakíu,
sem gildar þar f landi. Þá er
einnig vísað til hinnar almennu
mannréttindayfirlýsingar S.Þ.
og síðustu greinar Helsinkisátt-
málans, þar sem aðildariki að
sáttmálanum, þ.á m. Tékkó-
slóvakía, eru bundin af þvf að
taka meira tillit til mannrétt-
inda.
1 bréfinu segir að birting
þessara yfirlýsinga hafi verið
þess að leggja rækilega áherzlu
á mörg grundvallarmannrétt-
indi, sem þvi miður séu aðeins í
gildi á pappirnum i
Tékkóslóvakíu. Tugþúsundum
manna hafi verið meinað að
vinna þau störf, sem þeir hafi
verið menntaðir og þjálfaðir til
vegna þess að skoðanir þeirra
hafi verið i andstöðu við hina
opinberu stefnu. Þar að auki
hafi þeir æ ofan i æ orðið fyrir
aðkasti og mismunun af hálfu
yfirvalda og rikisstofnanna,
verið sviptir rétti til að verja
sig og i raun orðið fórnarlömb
aðskilnaðarstefnu. Börnum
hafi verið neitað um menntun
vegna skoðana foreldra þeirra,
listamönnum hafi verið meinað
um tjáningarfrelsi, og skoðanir
og gagnrýni manna hafi sætt á
stundum ógnandi ritskoðun. Þá
sé skoðanafrelsi kerfisbundið
brotið niður af yfirvöldum.
Helgi einkalífsins hafi verið
rofin með símahlerunum, lestri
einkabréfa, njósnum og húsleit
samfara skipulagðri rógsher-
ferð ríkisráðinna starfsmanna.
Fólk hafi verið sett í fangelsi
vegna skoðana sinna og réttur
fólks til að ferðast til útlanda
enginn. Þá segir að rikið beri
ábyrgð á því að frelsi einstak-
linga sé tryggt, en hver einstak-
ur borgari verði að leggja sitt af
mörkunum til að tryggja að
staðfestir sáttmálar séu f heiðri
hafðir.
I lok bréfsins segir:
„Meðvitundin um þessa sam-
eiginlegu ábyrgð og trúin á
vilja borgaranna til að axla
þessa ábyrgð auk þarfarinnar á
að finna nýjar leiðir til að tjá
sig á virkan hátt eru orsök þess
að við höfum ákveðið að stofna
„Mannréttindi 77", sem við til-
kynnum opinberlega I dag 5.
janúar. „Mannréttindi 77“ eru
frjáls opin og óformleg samtök
fólks úr ýmsum atvinnugrein-
um, trúarbrögðum og með fjöl-
breyttar skoðanir, sem býr sam-
eiginlega yfir vilja til að fórna
sér saman og eitt sér f barátt-
unni fyrir að borgaraleg rétt-
indi og mannréttindi séu virt i
landi okkar og heiminum öll-
um. „Mannréttindi 77“ eru ekki
formleg samtök, hafa enga
stofnskrá eða lög, engar skrif-
stofur né skipulagða félaga-
söfnun. Allir þeir sem taka
undir hugmyndir „Mannrétt-
inda 77“ taka þátt í störfum
samtakanna og styðja þau eru
félagar. „Mannréttindi 77“
mynda ekki grundvöll stjórn-
málalegrar andstöðu".
Framangreindur úrdráttur
birtist í brezka blaðinu Times
og segir fréttaskýrandi þess, að
siðustu málsgreinarnar í bréf-
inu sýni svo ekki verði um villzt
að hér sé um að ræða verk
einlægra andófsmanna, en ekki
einhvers lögreglumanns, sem
sé að búa til sönnunargögn á
hendur andófsfólki. Segir
fréttamaðurinn að þessi opnu
bréf „Mannréttinda 77“ beri
vitni um mikið hugrekki þeirra,
sem undir þau rita en þeirra á
meðal séu marxistar, visinda-
menn, rithöfundar, fyrrum
stjórnmálamenn, blaðamenn og
guðfræðingar.
Fréttamaðurinn segir enn-
fremur að heimildir i Prag hafi
tjáð sér að birting bréfanna
hafi verið skipulögð þannig að
þau kæmu samtímis fyrir sjónir
fólks i Tékkóslóvakíu og á
Vesturlöndum og kæmu yfir-
völdum i Tékkóslóvakíu það
mikið á óvart að þau næðu ekki
að kæfa hreyfinguna í fæðingu.
i r i i
t j )i
Ift'C
I C I
III