Morgunblaðið - 12.01.1977, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1977
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 60.00 kr. eintakið.
egar vinstri stjórn-
in lét af völdum á
síðari hluta árs 1974 haföi
hún að verulegu leyti
gengið frá fjárlagagerð
fyrir komandi ár, 1975, í
samræmi við þá efnahags-
stefnu og þá stjórnunar-
hætti, sem ríktu á þeim bæ,
og þær fjárhagsskuld-
bindingar, sem hún hafði
stofnað til. Það má því
segja, að efnahagsstefna
vinstri stjórnarinnar hafi
mótaö fjárlög ársins 1975
og sett svip sinn á það fjár-
lagaár, samhliða afleiðing-
um þeirrar stefnu, sem
komu m.a. fram í gengis-
lækkunum íslenzku
krónunnar i ágúst 1974 og
febrúar1975.
F’járlög ársins 1976 eru
þau fyrstu sem mótuð eru í
samræmi við efnahags-
stefnu núverandi ríkis-
stjórnar. Það fjárlagaár er
það fyrsta, sem marktækt
er um stefnu hennar í
ríkisfjármálum og efna-
hagsmálum almennt.
Bráðabirgðatölur liggja nú
fyrir um greiðsluafkomu
A-hluta rikissjóðs á þessu
ári og verður hér leitast við
að gera grein fyrir niður-
stöóum þeirra i saman-
burði við hliðstæðar tölur
árin á undan.
Innheimtar tekjur ríkis-
sjóðs námu á árinu 1976
68,3 milljörðum króna en
greidd gjöld 68.4
milljörðum, — eóa 100
milljónum umfram
innheimtar tekjur.
Jöfnuður lánahreyfinga
utan Seðlabanka sýndi 1.2
milljarða króna innstreymi
en samkvæmt því er
greiðslujöfnuður rikissjóðs
jákvæður um 1100
milljónir króna á árinu, til
samanburðar viö 6400
milljóna króna neikvæða
stöðu ársins 1975. Hér
munar því 7500 milljónum
króna á greiðslujöfnuði
þessara ára. Neikvæður
greiðslujöfnuður ársins
1974 var eins útreiknaður,
3700 milljónir króna og
ársins 1973, sem var eitt
bezta viðskiptaár í sögu
þjóðarinnar 100 milljónir
króna.
Greiðsluhreyfingar við
Seðlabanka fólu hins vegar
í sér skuldaaukningu á
árinu 1976 að fjárhæð 800
milljónir króna og enn-
fremur nam skulda-
aukning vegna gengis-
breytinga lána í Seðla-
banka í erlendri mynt 700
milljónum króna. Skulda-
aukning ríkissjóðs við
Seðlabankann varð því um
1,5 milljarðar króna — á
móti 5,8 milljarða
aukningu á árinu 1975.
Greiðsluhreyfingar ríkis-
sjóðs gagnvart öðrum við-
skiptaaðilum voru hins
vegar hagstæðar á árinu
1976. Lækkun lausaskulda
og breyting vegna úti-
standandi krafna nam 1.6
milljörðum króna. Hér var
fyrst og fremst um
greiðslur til Viðlagasjóðs
og Oliusjóðs fiskiskipa að
ræða að fjárhæð 500
milljónir króna samtals, og
til Tryggingastofnunar
ríkisins vegna sjúkratrygg-
inga tæpar 600 milljónir
vegna skulda frá fyrri
árum. Það er þvi ljóst að
ekki varð um heildar-
skuldaaukningu aö ræða
hjá ríkissjóði á liðnu ári,
þegar litið er á Seðlabanka
og aðra viðskiptamenn
ríkissjóðs i heild. Fjár-
hagur ríkissjóðs hefur því
styrkzt á sl. ári borið saman
við árin 1974 og 1975, enda
þótt ekki tækist að
grynnka á skuldum hans
við Seðlabankann eins og
áætlað var. Skuldir ríkis-
sjóðs við Seðlabankann
námu i árslok 11,5
milljörðum króna.
Þótt endanlegar tölur A-
hluta ríkissjóðs liggi ekki
fyrir, er nú sýnt, að að við-
bættum álögðum en óinn-
heimtum tekjum og
ógreiddum gjöldum ríkis-
sjóðs í árslok, megi reikna
með hagstæðum rekstrar-
En það eru fleiri
hliðar á mannlífinu en
þær sem lúta að ríkisfjár-
málum og efnahagsmálum,
þó að þau spili vissulega
inn í flesta hluti. Um
þessar mundir fagnar Leik-
félag Reykjavíkur 80 ára
starfsaldri. Það hefur alla
þessa áratugi verið eins
konar vin á vettvangi
brauðstrits borgaranna, og
veitt þeim bikar ánægju og
yndis að bergja af. Og eitt
er víst að Leikfélagið mæt-
ir hlýhug og þakklæti
Reykvíkinga og raunar
landsmanna allra á þessum
tímamótum i sögu sinni.
Leikfélag Reykjavíkur
eygir nú langþráð mark-
jöfnuði hjá ríkissjóði á
árinu 1976. Rekstrarhalli
ríkissjóðs á árinu 1975 nam
7.5 milljörðum króna, 1974
3,3 milljörðum króna og á
því hagstæða ári 1973, 300
milljónum króna.
Hér er um lofsverðan
árangur að ræða í ríkisfjár-
málum okkar, þó að tekið
sé tillit til bættra viðskipta-
kjara á síðari hluta ársins,
sem þjóðin hlýtur að fagna.
Sú aðhaldsstefna sem fjár-
málaráðherra hefur fylgt,
á hér ekki sízt hlut að máli.
Er þess að vænta að hann,
ríkisstjórn og Alþingi haldi
áfram á markaðri braut og
fylgi fast eftir þeim
árangri, sem þegar hefur
náðst þvi hér erum við á
réttri braut til hófs og
öryggis I rikisfjármálum.
mið sem það hefur lengi
stefnt að, Borgarleikhús.
Slíkum áfanga verður að
vísu ekki náð i einu skrefi.
En hann er nú loks í sjón-
máli. Þó að margar
minningar séu bundnar við
gamla Iðnó og það skipi
enn verðugan sess í hugum
leikhúsunnenda, varðar
hitt þó meiru, að Leikfélag-
ið og Reykvíkingar fái sitt
nýja Borgarleikhús.
Á þessum tímamótum
flytur Morgunblaðið Leik-
félagi Reykjavíkur þakk-
læti og árnaðaróskir fólks-
ins í borginni og árnar því
gæfu og gengis á fram-
tiðarvegi.
Birtir til í ríkisfjármálum
Leikfélag Reykjavíkur
Aðalatriðið er að stofnunin þjóni
því hlutverki, sem henni er ætlað
Ávarp ráðherra við formlega opnun fæðinga- og
kvenlœkningadeildar Landspítalans 29. des. sl.
VEGNA blaðaskrifa, sem orðið hafa um opnun
kvennadeildar Landspítalans, hefur heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið óskað eftir, að ræða sú, er
Matthías Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra, flutti við það tækifæri, væri birt.
Síðar mun ráðuneytið birta upplýsingar um
kostnað við bygginguna og búnað deildarinnar og
jafnframt upplýsa hvaða gjafir deildinni hafa borizt
á byggingartíma og frá hvaða aðilum.
Ræða ráðherrans fer hér á eftir:
Góðir áheyrendur.
Við komum hér saman í dag
til þess að taka formlega í notk-
un þessa stofnun, sem við
stöndum nú í, nýbyggingu fæð-
ingardeildar Landspítalans.
Eins og orðið hefur um flest-
ar heilbrigðisstofnanir hér á
landi, þá hefur það tekið nokk-
urn tíma að koma þessari bygg-
ingu í full not, en fyrsta starf-
semi hér hófst í mars 1974 með
göngudeilarstarfsemi en
undanfarna mánuði hefur
deildin öll verið starfandi.
Ég tel ekki ástæðu til að
rekia hér sögulegan aðdrag-
anda þess að bygging fæðingar-
deildar fékk á sínum tíma for-
gang fram yfir aðrar byggingar
á Landspftalalóð. Forgangs-
verkefni er erfitt að velja og
það verður ávallt erfitt fyrir
stjórnendur að velja þann
meðalveg í því sambandi, sem
öllum líkar.
Aðalatriðið er, að þegar stofn-
un er risin, þá þjóni hún því
hlutverki, sem henni er ætlað,
og auki og bæti heilbrigðisþjón-
ustu á því sviði, sem hún
starfar.
Landspítalinn er ekki gömul
stofnun, hann tók til starfa um
þetta leyti árs 1930 og þar voru
þá 92 sjúkrarúm á tveim deild-
um, handlæknisdeild og lyf-
læknisdeild, en nokkur hluti
handlæknisdeildar var ætlaður
sængurkonum og urðu þau rúm
þegar til kom 12.
Fyrsta barnið fæddist á þess-
um spítala hinn 5. janúar 1931.
Sem sérstök stofnun varð
fæðinga- og kvensjúkdóma-
deild sú, er þetta hús er byggt
við, tekin í not í lok árs 1948, en
fyrsta barn þar fæddist 2.
janúar 1949.
Fæðinga- og kvensjúkdóma-
deildin hafði því starfað í hart
nær. 30 ár þegar þessi nýja við-
bygging tekur til starfa og er
fyrir löngu orðin allt of lítil,
enda kröfur allar um aðstöðu
og umönnun aðrar en voru í lok
heimsstyrjaldarinnar síðari,
þegar gamla fæðingardeildin
var hönnuð.
Ég ætla hér ekki í þessu
stutta ávarpi að rekja frekar
byggingarsögu og framtíðar-
fyrirætlanir um byggingar á
Landspítalalóð, en þess í stað
Matthías Bjarnason heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðherra
flytur ávarp sitt.
að fara nokkrum orðum um það
sérsvið, sem starfa á í þessari
stofnun, sem nú er formlega
tekin í notkun.
Lengi vel voru fæðingar ekki
taldar þess eðlis að sérstök
sjúkrahús þyrfti til þess aðfæð-
ingar færu fram. Meirihluti
fæðinga fór fram í heimahús-
um með aðstoð ljósmóður og
stundum læknis við misgóðar
aðstæður.
Á siðustu áratugum hefur af-
staðan til fæðinga gjörbreyst.
Menn hafa gert sér ljósa nauð-
syn þess að fylgjast náið með
mæðrum um meðgöngutíma og
hafa við fæðinguna sjálfa allan
þann viðbúnað, sem þarf til
þess að grípa inn í, ef út af ber.
Því er það að deild eins og þessi
er byggð svo að hægt sé að veita
mæðrunum bestu hugsanlega
umsjón og aðhlynningu og
börnunum þá umönnun, sem
sköpum getur skipt um líf eða
dauða, heilbrigði eða örkuml.
Það ríkir sérstakur andi á
fæðingardeild, annar andi en á
flestum öðrum sjúkrastofn-
unum.
Fæðingin, upphaf æviskeiðs-
ins, birting nýs einstaklings, er
oftast viðburður hátíðleika og
eftirvæntingar, sem fjölskyld-
an öll tekur þátt í, og starfs-
fólkið verður vitni að og þátt-
takandi í meiri eftirvæntingu
og gleði en ríkir á flestum
öðrum sjúkrastofnunum.
Þessi braut er þó ekki alltaf
bein og breið fremur en aðrar,
sorgin og vonbrigðin birtast
þegar ungt líf slokknar og þeg-
ar börn fæðast andlega og
líkamlega vanheil, þannig að
ekki er hægt úr að bæta. En
þetta eru undantekningar frá
aðalreglunni, flestar mæður
fara heim ánægðar með heil-
brigð börn, og til að tryggja
velferð mæðra og barna hefur
verið reynt að gera þessa stofn-
un úr garði þannig að aðstaða
til eftirlits og umönnunar sé
eins og menn vita hana besta
við nútímaþekkingu.
Viðbrigðin frá starfsaðstöðu í
gömlu fæðingardeild og þeirri
nýju hljóta að vera mjög mikil.
Sérstaklega hefur öll aðstaða
batnað til skurðaðgerða og
barnaeftirlits og er þess að
vænta að sá aðstöðumunur
komi fram í betri og aukinni
þjónustu.
Mér hefur hér orðið tíðrætt
um hlut fæðingarstofnunar-
innar í þessu húsi, en hinu má
ekki gleyma að hér verður aðal-
miðstöð kvenlækninga í
landinu. Skurðlækningar og
geislameðferð á því sviði hefur
fengið góða aðstöðu í þessari
byggingu og er þess að vænta
að fyrir þeim þáttum heil-
brigðisstarfs sé allvel séð um
sinn.
Við viljum gjarnan bera
okkur saman við aðrar þjóðir
og reyna að gera okkur grein
fyrir þvi, hvaða árangri við höf-
um náð á sviði heilbrigðismála.
Þegar við lítum á svið mæðra
og ungbarnaverndar, þá hefur
markvisst verið unnið að þróun
þeirra mála undanfarna ára-
tugi og árangur þess heilsu-
verndarstarfs og þess starfs,
sem unnið er á fæðingar-
deildum landsins, hefur ekki
látið á sér standa, Island hefur
náð svo langt að það er nú í tölu
Framhald á bls. 19