Morgunblaðið - 12.01.1977, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1977
17
a í Austur-Þýzkalandi:
Alda óánægju
eftir birtingu
Helsinki-
sáttmálans
eftir LESLIE COLITT í Austur-Berlín
TVEIR „draugar“ ásækja leiðtoga
kommúnista I Austur-Þýzkalandi um
þessar mundir. Annars vegar krafa
slfellt fleiri Austur-Þjóðverja um að fá
að flytjast til Vestur-Þýzkalands og
hins vegar vaxandi ólga meðal rithöf-
unda og almennra borgara er vilja
breyta núverandi strangri afstöðu hins
sósialíska kerfis og taka þar mið af
vestur-evrópskum kommúnistum, eink-
um þeim ítölsku. Ætfð hefur verið
grunnt á þessum kenndum I Austur-
Þýzkalandi. Þær gusu þó upp með
miklum krafti er fjöldaflóttinn hófst til
Vesturlanda, en það leiddi til bygg-
ingar Berlínarmúrsins I ágúst 1961.
Einnig komu þessar hugmyndir mjög
upp á yfirborðið þegar endurbætur á
„kerfinu" hófust í nágrannaríkinu
Tékkóslóvakfu 1968 með Vorþýðu
Dubcheks. Margir Austur-Þjóðverjar
létu þá f ljós samúð sfna með
„sósialisma með mannlegra yfir-
bragði".
Auðvelda átti
ferðalög milli landa
í Þýzka alþýðulýðveldinu njóta 17
milljónir „trúrra þegna“ mestu lffs-
gæða sem þekkjast í ríkjum kommún-
ismans. Stjórnendur þeirra ættu því
eftir öllu venjulegu mati að vera örugg-
ari í sessi en nokkru sinni fyrr. Stjórn
landsins er viðurkennd af öllum ríkj-
um heims og landamæri þess varðveitt
með samningum milli Austurs og Vest-
urs og Helsinkiyfirlýsingunni.
Þrátt fyrir allt var það þó ráðstefnan
um öryggi og samstöðu Evrópuþjóða,
sem haldin var í Helsinki 1975, er
leysti mótmælin úr læðingi. Sfðasta
skýrslan frá Helsinki-ráðstefnunni var
birt i heild 2. ágúst 1975 f blöðum
Austur-þýzka kommúnistaflokksins og
eftirspurn eftir þeim þann dag var
óvenju mikil. I fyrsta skipti gátu Aust-
ur-Þjóðverjar nú, svart á hvitu, lesið að
ferðalög yrðu auðvelduð og að fjöl-
skyldur, sundraðar vegna landamæra,
gætu nú sameinazt. Aðilar að undir-
skriftunum höfðu samþykkt að auð-
velda aðgang að rfkjum sínum og
einnig brottför þaðan, jafnframt þvi að
gera möguleg bæði hóp- og einstakl-
ingsferðalög. Austur-Þjóðverjar voru
fljótir að vitna í þetta við yfirmenn
sína í flokknum og verkalýðsfélaginu
og hófu jafnvel að rísa á fætur á
fundum til þess að spyrja hvenær þeir
gætu farið f fyrstu ferðina til Vestur-
Þýzkalands. Jafnframt þessu bárust nú
fleiri umsóknir frá Austur-
Þjóðverjum, sem kváðust óska eftir að
vilja ,,losna“ við ríkisborgararétt sinn
og „setjast aftur að“ i Vestur-
Þýzkalandi. Sumir vildu sameinast
mismunandi nákomnu skyldfólki, aðrir
skrifuðu, að þeir höfðuðu til samkomu-
lagsins í 2. grein mannréttindasáttmála
, Sameinuðu þjóðanna er segir að:
„Grundvallarréttur hvers manns er
heimild til að yfirgefa eigið land.“
Yfir 100 þús. hafa
sótt um ferðaleyfi
Á þeim rúmum 17 mánuðum, sem
liðnir eru síðan ráðstefnan var haldin.
hefur fjöldi umsókna orðið yfir 100
þúsund. Augljóst er, að mikill vinnu-
kraftur myndi tapazt við þetta og yfir-
völd hafa þvf gripið til sinna ráða.
Margir umsækjendur, þar á meðal hóp-
ur 79 borgara f Riesa f fylkinu Saxony,
er kröfðust í sameiningu heimildar
ríkisstjórnarinnar til brottfarar, hafa
verið heimsóttir af embættismönnum
stjórnarinnar, sem hvöttu þá til þess að
draga umsóknir sínar til baka. Nokkrir
hafa verið handteknir vegna þess að
þeir upplýstu fjölmiðla á Vestur-
löndum um kröfur sínar og geta búizt
við málssókn. Yfirvöld hafa nú að
mestu stöðvað afgreiðslu brottfarar-
leyfa þar sem þau óttast að skriðan
kunni að fara af stað er Austur-
Þjóðverjar komast að þvf, að fjölskyld-
ur mitt á meðal þeirra hafi fengið leyfi
til brottflutnings.
Að hlfta mannréttindum
Helsinkisáttmálans
Ástæðan til ákvörðunar Austur-
Þjóðverja um flutning er sjaldnast
vegna pólitískra ofsókna og ekki held-
ur fjárhagsleg ábatavon. Flestir bera
meira úr býtum en almennt gerist og
hafa ekki áður átt í pólitískum útistöð-
um við yfirvöldin. Þeir vilja flytjast
vegna þess að nú, í fyrsta skipti sfðan
Berlínarmúrinn var reistur, eru mögu-
leikar á þvf, að það geti gengið. Þeir
álíta, að stjórnin sé skyldug til að hlfta
mannréttindum þeim, sem fallizt var á
í Helsinkisáttmálanum og samþykktum
er gengizt var inn á við Vesturveldin.
Þeir vilja reyna á sannleiksgildi þeirra.
Sýnilegt er, að nákvæmar reglur
verða settar um það hver eigi kost á að
fá brottfararleyfi og að yfirvöldin
sinna ekki umsóknum frá flestum þeim
sem ekki eiga mjög nána ættingja
handan landamæranna. Á sama tfma
gætu austur-þýzk stjórnvöld lækkað
aldursmörk þeirra sem gætu fengið
ferðaleyfi til þess að heimsækja Vest-
ur-Þýzkaland. Aldurstakmarkið er nú
þannig, að karlmenn sem eru orðnir 65
ára og konur sem eru orðnar 60" ára,
geta fengið ferðaleyfi. Lækkun aldurs-
marks gæti bætt 1,5 millj. manna á
vinnualdri við þann fjölda manna á
eftirlaunaaldri, sem nú getur fengið
leyfi til þess að ferðast vestur á bóginn
alls 30 daga á ári.
Ölfklegt er þó, að rikisstjórnin gefi
öllum þessum fjölda leyfi til þess að
heimsækja Vestur-Þýzkaland, þar eð
sérmenntað fólk, einkum læknar og
tannlæknar, hafa verið meðal þeirra
sem oftast flýja til Vesturlanda. Hjón
fá líklega alls ekki að ferðast saman og
þeir sem óhjákvæmilega hafa
vitneskju um rfkisleyndarmál verða að
sitja heima.
Vilja ríkisábyrgð
fyrir 2,2 milljarða
marka skuld
Það er talið aðal áhugamál austur-
þýzkra stjórnvalda í þessu sambandi að
fá samþykkta rikisábyrgð hjá vestur-
þýzku stjórninni vegna 2,2 milljarða
þýzkra marka, sem vestur-þýzkir einka-
Biermann
Havemann
Henecker
aðilar skulda nú í Austur-Þýzkalandi.
Margir telja, að ef þessi ríkisábyrgð
fengist, yrði auðveldara að fá aldurs-
takmark fyrir ferðaleyfi Austur-
Þjóðverja lækkað, en að samhengi væri
þarna á milli yrði ugglaust harðlega
neitað af bæði austur- og vestur-
þýzkum stjórnvöldum. Ölíklegt er þó
að smáatriði f sambandi við ferðaleyfi
verði gerð kunn fyrr en austur-þýzk
stjórnvöld hafa ákveðið hvernig bregð-
ast eigi við uppreisn þeirri meðal rit-
höfunda og listamanna, sem orsakaðist
af brottvísun andófsmannsins og
skáldsins Wolfs Biermanns.
Mótmæli austur-þýzkra
áhrifamanna f hámarki
Aldrei fyrr — jafnvel ekki meðan á
uppreisninni 1958 stóð yfir — hafa
jafn margir austur-þýzkir áhrifamenn
mótmælt ákvörðun stjórnvalda. 13
austur-þýzkir rithöfundar, þar á meðal
þekktustu rithöfundar eins og Stefan
Heym, Crista Wolf, Wolker Braun og
Gunter Kunert, undirrituðu skjal með
áskorun til stjórnvalda um að draga til
baka ákvörðun sína um að svipta
Biermann ríkisfangi sfnu og að neita
honum um leyfi til að snúa aftur til
Austur-Þýzkalands eftir fyrstu ferð
hans til Vestur-Þýzkalands f 11 ár.
Fljótlega bættist í hóp rithöfund-
anna fjöldi annarra listamanna sem
studdu mótmælaskjalið. Flokkurinn
ásakaði um hæl rithöfundana fyrir að
afhenda yfirlýsinguna vestrænum fjöl-
miðlum. Jafnframt hófu yfirvöld að
þjarma að þeim aðilum mótmælanna,
sem þeir höfðu persónuleg tangarhöld
á. Nokkrir voru „kallaðir fyrir“ til þess
að draga til baka undirskriftir sinar
með yfirlýsingum, sem siðan voru birt-
ar f aðalmálgagni kommúnistaflokks-
ins „Neues Deutschland“.
Gagnárás stjórnarsinna
Á meðan þessu fór fram hóf nefnd á
vegum stjórnarinnar gagnárás í mál-
gögnum flokksins með stuðningsyfir-
lýsingum vegna brottvísunar Bier-
manns, frá trúum flokksfélögum meðal
rithöfunda, leikara, tónskálda og auð-
vitað samkvæmt skyldu, nokkurra bif-
vélavirkja og logsuðumanna.
En jafnvel forseti austur-þýzka rit-
höfundasambandsins, frú Anna
Segheres, en trúnaður hennar gagn-
vart flokknum hefur aldrei verið
dreginn f efa, fékkst ekki til þess að
fordæma Biermann. Hún neitaði að-
eins að hafa undirritað mótmæli rithöf-
undanna „eins og haldið hefur verið
fram í vestrænum blöðum".
Nú verður stjórnarnefndin að gera
upp við sig hvort reka eigi bezt þekktu
rithöfunda Austur-Þýzkalands úr
kommúnistaflokknum, neiti þeir að
skipta um skoðun og syngja annan
söng.
Þögn í garð uppreisnar-
gjörnu rithöfundanna
Bókmenntasíður austur-þýzkra blaða
og tfmarita minnast ekki lengur á hina
uppreisnargjörnu höfunda og birta
mest megnis ritverk frá löndum eins og
Búlgariu og Sovétríkjunum. Djúp þögn
ríkir nú í austur-þýzku menningarlifi
sem er enn þá sársaukafyllri i landi
sem hefur hampað „sköpurum menn-
ingar“ og ætlast til árangurs eftir þvf.
Stjórnarnefndin, sem skipuð er 19
mönnum með Erich Honecker í for-
sæti, á jafnframt í harðvftugri baráttu
við einn fremsta andófsmann sinn sem
eftir er, hinn 66 ára gamla prófessor i
læknisfræði og heimsspeking Robert
Havemann. Hann var settur í stofu-
fangelsi seint í nóvember vegna þess,
að hann átti viðtöl við vestræna blaða-
menn og austur-þýzkir öryggisverðir og
lögreglan sáu um að engir utan
nánustu fjölskyldumeðlima hans kom-
ust nálægt húsi hans í Grunhilde rétt
utan við Austur-Berlín. Spurningin nú
er aðeins, hvort Havemann verði vfsað
úr landi eða haldið í einangrun.
Gagnrýnisstefna ungra
Austur-Þjóðverja
Margir ungir Austur-Þjóðverjar eru
hlynntir gagnrýnisstefnu Wolf
Biermanns eins og hún kemur fram f
hinum beinskeyttu vfsum hans, sem
fjalla aim þá röngu stefnu sem
sósíalisminn hefur tekið i landi hans.
Hann heldur þvf þó enn fram, að kerfið
í Austur-Þýzkalandi sé siðfræðilega
betra en það vestræna. Havemann, sem
hefur miklu róttækari skoðanir á
málunum, er ekki nærri eins þekktur í
Austur-Þýzkalandi. Brottvísun
Biermanns hefur vakið athygli og að-
dáun á honum meðal landa hans sem
áður voru áhugalausir um stjórnmál.
Á þessa staðreynd hefur verið
minnzt af mörgum trúum flokks-
meðlimum, sem spyrja þess, með varúð
þó, hvort flokkurinn hafi alltaf rétt
fyrir sér?
Biermann var nýlega á ítalíu þar sem
honum var tekið með hrifningu, er
hann söng fyrir ftalska kommúnista,
sem voru meðal þeirra fyrstu er mót-
mæltu brottrekstri hans úr heimalandi
sfnu. Biermann hefur nú sætt sig við að
búa vestan járntjaldsins en ekk'i þó
sem útflytjandi útskúfaður frá landi
sinu.