Morgunblaðið - 12.01.1977, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1977
19
— Miklar líkur
á skákeinvígi
á Islandi
Kramhald af bls. 32.
geta ekki komið sér saman um
stað og eftir þvi getum við ekki
beðið lengur en fram að helgi,
þá mun ég ákveða einvígisstað-
inn. Með það í huga að Hort vill
ekki tefla i Frakklandi og
Spassky ekki á Bermuda þá
mun ég ákveða lsland, hvort
sem Hort veröur búinn að
hafna boði Íslendinga eða ekki.
Eg tel þvi vera 90% líkur á því
að íslendingar fái einvígið þó
að ég geti auðvitað ekki verið
viss.‘f
Um einvigi þeirra Kortsnojs
og Petrosjans sagði Euwe að
tveir mótstaðir kæmu nú helzt
til greina, Ítalía og Sviss.
Kvaðst hann búast við þvi að
þeir mundu tefla á italíu.
— Loðnuaflinn
yfir 20 þús.
Framhald af bls. 2
fiskiðnaðarins siðustu daga og
hefur meðalfitan I loðnunni
reynst vera 13.2% og þurrefnis-
innihald rétt undir 16%.
Skömmu eftir miðnætti í fyrri-
nótt tilkynntu 11 ioðnuskip um
afla samtals 3380 lestir, og rétt
fyrir miðnættið hafði Eldborg HF
tilkynnt um 520 lesta afla. Skipin
sem tilkynntu um afla eftir mið-
nættið voru þessi: Guðmundur
RE 600 lestir, Hákon ÞH 380.
Freyja RE 200, Albert GK 370,
Pétur Jónsson RE 420, Sigurður
RE 450, Fifill GK 100, Súlan EA
340, Þórður Jónasson EA 240.
Bjarni Ólafsson AK 200 og
Svanur RE 80 lestir.
— Jóhanna
karlkyns
Framhald af bls. 32.
sagði hann Morgunblaðinu í
gær, að háhyrningurinn næði
nú bolta sem kastað væri, í
þriggja metra hæð yfir vatns-
borðinu. Þá væru starfsmenn
Marinelands óhræddir við að
stinga hendi upp i opið ginið á
honum og þykir háhyrningn-
um mjög gott að láta klóra sér
á tungunni.
„Kim“ hefur frá upphafi
neitað að borða annað en sild,
og verður að útvega honum
síld viðsvegar að úr Evrópu.
Sifellt er reynt að gefa háhyrn-
ingnum makríl. Hann tekur
við honum, segir Konráð, bitur
i hann og tætir fiskinn i sund-
ur, en siðan skyrpir hann hon-
um út úr sér og hristir hausinn
og þannig endar makríllinn
ávallt í maga höfrunga, en þrir
höfrungar eru með „Kim" i
búri.
------» ♦ «■
— Samdráttur
gæti leitt til
smjörskorts
Framhald af bls. 2
af hefði verið hægt að nýta 24
milljónir lítra aðrar mjólkurvörur
fyrir innanlandsmarkað en fram-
leiðslan umfram það nam 17
milljónum lítra. — Ef mjólkur-
framleiðslan i fyrra er skoðuð
kemur í ljós að af 108 milljón
lítrum af mjólk, sem komu til
innleggs, fara 104,5 milljónir litra
til að fullnægja innanlandsþörf-
inni fyrir mjólkurfitu. Umfram-
framleiðslan miðað við mjólkur-
fitu svarar því til 3,5 milljóna
litra af mjólk og þar tíl viðbótar
koma áðurnefndar 17 milljónir
litra af undanrennu, sagði Pétur.
Pétur sagði að mjólkursamlögin
væru i raun neydd til að fram-
leiða undanrennuduft en að vísu
væri hægt að framleiða kasein úr
undanrennu frá smjörfram-
leiðslunni en sú framleiðsla væri
búunum óhagkvæm. Fram kom
hjá Pétri, að víða erlendis hafa
mjólkursamlög það fyrir reglu að
senda framleiðendum til baka
verulegt magn af undanrennu og
nefndi hann sem dæmi að endur-
sendingar á undanrennu til
norskra bænda næmu milli 15 og
20% af innleggi þeirra en hér
væri hlutfallið 1 til 2% Norskir
bændur nota undanrennuna aðal-
lega í svína- og kálfafóður.
Eins og áður hefur komið fram
er eitt mjólkurbú í landinu þ.e. á
Blönduósi, þannig búið tækjum
að það getur aðeins framleitt
þurrmjólk, undanrennu- og
nýmjólkurduft fyrir utan neyslu-
mjólk, smjör gg rjóma. Sagði
Pétur að töluverður markaður
væri fyrir undanrennuduft hér á
landi, s.s. til sælgætisgerða, kex-
verksmiðja, isgerða, kjötvinnsla
og til framleiðenda til fóðurs. Það
mætti því hugsa sér að búið á
Blönduósi framleiddi eingöngu
fyrir þennan innanlandsmarkað
og t.d. Mjólkurbú Flóamanna og
Mjólkurbú KEA ykju ostafram-
leiðsiu sina en þá væri hætt við að
kæmi til smjörskorts. Pétur sagði
að ekki mætti gleyma því að
aðeins væru tvö ár liðin frá því að
útflutningur á undanrennudufti
var einna hagstæðasti út-
flutningur á mjólkurvörum en nú
væru markaðsaðstæður i
heiminum breyttar.
— Skálholts-
menn
Framhald af bls. 7
stjóri og er hún ritari, síra Þorvaldur
Karl Helgason, æskulýðsfulltrúi, er
hann gjaldkeri og Þórarinn Þórarins-
son, fyrrv. skólastjóri sem er for-
maður Meðstjórnendur eru þeir slra
Óskar J Þorláksson, fyrrv
dómprófastur, og Jón R Hjálmars-
son, fræðslustjóri á Selfossi
Skálholtsskólafélagið var form-
lega stofnað 1970 og telur nú
núml. 200 félaga auk 50 ævifélaga
Tilgangur félagsins er að vinna að
endurreisn Skálholtsstaðar með því
að stuðla þar að stofnun frjáls skóla,
er starfi í anda kristinnar trúar og
norrænnar lýðháskólahreyfingar
Lög félagsins kveða einnig svo á að
unnið sé að eflingu skólans og stað-
ið vörð um velferð hans og gengi.
Félagið hefur fram að þessu unnið
að þessu markmiði sínu með því að
búa skólann að nauðsynlegum
kennslu- og tómstundatækjum, þar
á meðal vönduðu píanói.
Tvö síðustu ár hefur félögum ver-
ið send fréttabréf, sem segja frá
félaginu og skólanum og því starfi
sem þar er unnið Eins og áður
segir, á Skálholtsskóli fimm ára
starfsafmæli á vori komanda og hafa
þau hjónin síra Heimir og frú Dóra
veitt honum forstöðu frá upphafi
Ef nú svo færi að sett hefði verið
löggjöf um skólann fyrir afmæli
hans er óhætt að fullyrða að betri
afmælisgjöf gæti skólinn ekki fengið
eða félagar Skálholtsskólafélagsins
meira gleðiefni
— Ávarp
ráðherra
Framhald af bls. 16
þeirra þjóða, sem hafa lægsta
tölu ungbarnadauða í
heiminum, aðeins Svíþjóð mun
nú vera með lægri ungbarna-
dauða en við og nú væntum við
þess með tilkomu þessarar nýju
deildar, að geta staðið jafnfætis
svíum eftir eitt eða tvö ár.
Hvað snertir aðstöðu til kven-
skurðlækninga, þá sést árangur
þeirra lækninga fyrst og fremst
í árangri af meðferð illkynja
sjúkdóma og við væntum þess
að einnig á því sviði verði til-
koma þessarar nýju deildar til
að bæta árangur og auka
öryggi.
Ég vil nota þetta tækifæri til
að þakka öllum þeim, sem lagt
hafa hönd að verki til þess að
þessi bygging hinnar nýju fæð-
inga- og kvensjúkdómadeildar,
hefur komist í not. Ég þakka
einstaklingum og samtökum,
sem sýnt hafa málinu áhuga og
fjárhagslegan stuðning, ég
þakka öllu starfsliði spítalans,
sem unnið hefur ómetanlegt og
óeigingjarnt undirbúnings-
starf, og verið vakandi um það,
að byggingin yrði sem best úr
garði gerð.
Aðeins eitt nafn vii ég nefna í
því sambandi, fyrrverandi yfir-
lækni og prófessor Pétur H. J.
Jakobsson, sem hér vann af
ósérplægni og trúmennsku, allt
frá stofnun gömlu fæðingar-
deildarinnar og til dauðadags.
Honum auðnaðist ekki að sjá
þessa nýju byggingu komna í
full not, en hann vann ótrauður
að uppbyggingu meðan kraftar
entust.
Við höfum komið hér saman
til formlegrar opnunar þessar-
ar stofnunar að lokinni mestu
hátið kristinna manna, jóla-
hátíðinni, sem raunar er fyrst
og fremst hátíð fæðingarinnar
og hátið ljóssins.
Ég óska þessari stofnun og
þeirri starfsemi, sem hér fer
fram, allrar blessunar og ég
vona að birta og bjartsýni jóla-
hátiðarinnar ráði hér rikjum
um öll ókomin ár.
Matthfas Bjarnason.
Ilvers vegna eru PHILIPS litsjónvarpstækin
mest seldu litsjónvarpstæki Evrópu ?
Ifttrrmilll
«1
10
PHILIPS
t/
U
Svar:
Tæknileg fullkomnun
ÞEIR SEM RANNSAKAÐ HAFA TÆKIN SEGJA
M.A,:
1) í dag eru ekki fáanleg tæki með betri
litmyndagæðum en „PHILIPS" (Danskt
tæknitímarit, október 1975).
2) „litgæðin eru best og í heildarniðurstöðu er
PHILIPS einnig hæst" (Úr prófun norrænna
neytendasamtaka á 1 2 gerðum litsjónvarps-
tækja).
AUK ÞESS FULLYRÐUM VIÐ:
1) Algjörlega ónæm fyrir spennubreytingum
(þolir 165 — 260 volt án þess að myndin
breytist).
2) Fuilkomin varahlutaþjónusta og BEST
menntuðu viðgerðarmenn hér á landi.
3) Bilanatíðni minni en ein á 3ja ára fresti.
4) Hentugasta uppbygging tækis (modules)-
auðveldar viðhald.
PHILIPS litsjónvarpstækin eru byggð fyrirfram-
tíðina, því að við þau má tengja myndsegul-
bandstæki, VCR (Fáanleg i dag) og myndplötu-
spilara, VPL (kemur á markað 1977). Hvor-
tveggja auðvitað PHILIPS uppfinningar.
SKOÐIÐ PHILIPS LITSJÓNVARPSTÆKIN í
VERSLUNUM OKKAR ( í Hafnarstræti 3 höfum
við tæki tengt myndsegulbandstæki).
PHILIPS MYNDGÆÐI
EÐLILEGUSTU LITIRNIR
PHILIPS KANN TÖKIN ÁTÆKNINNI
heimilistæki sf
Hafnarstræti 3 — Sætúni 8